Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
Magnús Jónsson frá Mel
lands fasteign og það án þess að
þurfa að greiða neitt úr ríkissjóði
fyrir hana, því að leigutekjur af
eigninni stóðu undir lífeyris-
greiðslum til þeirra systkina með-
an þau lifðu.
Það var að vísu ekki í mínum
verkahring að annast frekar um
þetta verk eða að sjá um greiðslur
og annað vegna fasteignarinnar,
meðan á lífeyrisgreiðslum stóð, en
þegar þeim lauk, fór ég fram á það
við Magnús Jónsson, sem var þá
enn fjármálaráðherra, að mér yrði
greidd sérstök þóknun fyrir mín
verk og skrifaði fjármálaráðu-
néytinu af því tilefni. Beiðni minni
var hins vegar synjað. Nokkru eft-
ir að mér hafði borist synjun fjár-
málaráðuneytisins hitti ég Magn-
ús Jónsson og hann sagði við mig
að fyrra bragði: „Þú munt seinna
verða ánægður með að hafa ekki
fengið neitt fyrir þetta starf, sem
var ágætt, en þín laun er sú gleði,
sem þú hafðir af því að vinna
þetta verk og þau laun verða ekki
frá þér tekin.“ Þetta voru orð að
sönnu, en sýndu góða íhaldssemi
Magnúsar Jónssonar og umhyggju
hans fyrir landi og þjóð, sem hann
sjálfur vildi vinna sem mest án
þess að taka sérstaka þóknun
fyrir.
Listasafn íslands og myndlist-
armenn standa í ævarandi þakk-
arskuld við Magnús Jónsson.
Gunnlaugur Þóröarson
Kveðja frá Kísiliðjunni hf.
Árið 1966 var stofnað hlutafélag
um rekstur Kísiliðjunnar hf. við
Mývatn. Aðalhvatamaður að
stofnun þessa fyrirtækis var
Magnús Jónsson, sem þá var al-
þingismaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra og jafnframt fjár-
málaráðherra. Allt frá stofnun
Kísiliðjunnar og fram til vors árið
1983 var Magnús Jónsson formað-
ur stjórnar Kísiliðjunnar hf.
Síðastliðið haust heyrði ég
Magnús rifja upp aðdragandann
að stofnun Kísiliðjunnar hf.
Höfðu frumkvöðlar að stofnun
fyrirtækisins mætt ýmsum erfið-
leikum og stundum svo alvarleg-
um, að brugðið gat til beggja vona
um framtíð þess. Enda þótt gam-
ansemi hafi verið fléttuð inn í
frásögn Magnúsar fór ekki hjá því
að þeir, sem á frásögn hans
hlýddu, yrðu snortnir af því að
heyra hvernig hverri hindruninni
á fætur annarri var rutt úr vegi.
Öll vissum við að hindrununum
var fyrst og fremst rutt úr vegi
með skynsamlegum fortölum
Magnúsar.
Stjórnunarstörf Magnúsar ein-
kenndust mjög af því hve fljótur
hann var að átta sig á kjarna
hvers máls og hversu fljótur hann
var að afgreiða þau mál, sem til
kasta hans komu. Styrkur hans
sem stjórnanda fólst þó fyrst og
fremst í þeirri miklu virðingu sem
hann naut hvarvetna, heima á ís-
landi og erlendis. Einkum er mér
hugstæð sú mikla virðing, sem
forsvarsmenn Manville Internat-
ional Corporation, hins erlenda
eignaraðila að Kísiliðjunni hf.,
báru fyrir Magnúsi.
Fyrir hönd Kísiliðjunnar hf. vil
ég bera fram þakkir til Magnúsar
Jónssonar fyrir hans ómetanlegu
störf í þágu fyrirtækisins. Per-
sónulega þakka ég fyrir ánægju-
legt samstarf.
Ingibjörgu og fjölskyldunni
sendum við okkar innilegustu
samúðark veðj ur.
Hákon Björnsson,
framkvæmdastjóri.
Það var á árunum þegar heims-
myndin náði frá Eyjafirði vestur í
Skagafjörð. Áhyggjulaust líf og
mótunarskeið á eftirstríðsárun-
um, þar sem tekið var mið af
tveimur miðpunktum veraldarinn-
ar, æskuheimilinu á Brekkunni á
Akureyri og litla bænum, Mel í
Skagafirði. Þá var frændsemin
grundvöllur tilveru og samskipta
og stofnað var til tengsla, sem
aldrei hafa rofnað. Vináttan, sem
fyrr fólst í góðsemi og umhyggju
fyrir fákunnandi bæjarpilti um líf
og störf til sveita, breyttist smám
saman í gagnkvæma vináttu full-
tíða fólks, sem átti þá gæfu saman
að eiga ljúfar minningar frá
skagfirzku sveitalífi þess tíma og
ekki síður sameiginlegan uppruna,
þar sem lífið breyttist frá örbirgð
til velsældar á einum mestu um-
byltingarárum í foreldrahúsum á
æskuheimilinu á Brekkunni, tíðar
heimsóknir voru á milli miðpunkt-
anna tveggja og heimsmyndin
stækkaði óðum.
Örlaganornirnar hafa spunnið
sinn þráð um heimilisfólkið frá
Mel. Við kröpp kjör stækkaði
heimsmynd bræðranna þriggja
ört og á skömmum tíma urðu þeir
þjóðkunnir menn, hver á sína vísu,
Magnús, Baldur og Halldór, en
foreldrarnir þau Ingibjörg og Jón
á Mel, yrktu jörð sína þar til yfir
lauk og kraftar þeirra þrutu. En
örlögin spyrja ekki alltaf um
hæfileika og þá köllun, sem hver
og einn kann að þroska með sjálf-
um sér. Skyldmennin frá Mel hafa
nú á skömmum tíma horfið yfir
móðuna miklu, þar sem hvorki eru
landamæri né heimsmynd, stór né
smá. Þau Ingibjörg og Jón hvíla
nú í þeirri skagfirzku mold, sem
þau helguðu lífsstarf sitt. Baldur,
rektor Kennaraháskólans, féll frá
á bezta aldri fyrir fáum mánuðum
og nú hefur Magnús farið sína
hinztu för í þessu jarðlífi — óvænt
og snögglega — þrátt fyrir hinn
alvarlega heilsubrest, sem kom
eins og reiðarslag fyrir áratug og
breytti í einu vetfangi ferli eins
virtasta stjórnmálamanns þjóðar-
innar og hafði þar með afdrifarík
áhrif bæði á stjórnmálaþróun þess
tíma og allrar framtíðar. Af
Melsfjölskyldunni er því einn eft-
irlifandi, Halldór, bæjarfógeti á
Sauðárkróki, en eiginkonur, börn,
skyldmenni og vinir harma þá,
sem gengnir eru.
Við andlát Magnúsar Jónssonar
er margs að minnast, en fyrir
þann er þetta ritar er það flest
persónulegs eðlis og verður ekki
skráð. Aðrir munu rekja marg-
brotinn stjórnmálaferil hans og
störf hans sem bankastjóra og for-
ystumanns á mörgum sviðum í
þjóðfélagi okkar — einkum á þeim
tíma, er hann hafði fulla heilsu og
ekkert blasti annað við en þjóðar-
forysta með þeirri ábyrgð og blæ-
brigðamun, sem henni fylgir, og
vindar stjórnmálanna breyta um
stund eins og gerist í þjóðfélögum
lýðræðisins.
Frá fyrstu kynnum til hinna
síðustu var Magnús einkanlega
hlýr maður, gæddur einstakri
greind og góðvild í garð samferðá-
manna og gilti þar einu um svo-
kölluð flokksbönd. Þessir eigin-
leikar hans og skarpleiki, sem ekki
sízt fólust í því að greina kjarnann
frá hisminu, voru samofnir léttri
kímni og frásagnarhæfileika.
Magnús var alla tíð og að allra
dómi ætíð sjálfum sér samkvæm-
ur, maður reglu, heiðarleika og
drenglyndis, sem ætíð var reiðu-
búinn til að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Tryggð hans og frændsemis-
kennd var einstök og ógleyman-
legir eru margir þeir góðra vina
fundir, þar sem hann var hrókur
alls fagnaðar og hafði alltaf tíma
til góðra ráða og samfunda, þrátt
fyrir erilsöm störf og hina mestu
ábyrgð. Nú er harmað, að þær
samverustundir skyldu ekki hafa
orðið fleiri. Þessi óvanalega
skaphöfn, sem fyrst mótaðist í
litla bænum á Mel, en öðlaðist
skjótan þroska við nám og störf,
leiddi óhjákvæmilega til þess, að
fljótlega fól þjóðfélagið honum
þau mikilvægu störf, sem alþjóð
eru kunn.
Á þessari stundu er saknað
drengskaparmanns, sem alltaf var
reiðubúinn til að gefa holl ráð,
saknað er frænda, sem ræktaði
frændsemisbönd öðrum fremur,
saknað er leiftrandi kímni þess
manns, sem við hin mestu ábyrgð-
arstörf kunni alltaf að sameina
gaman og alvöru og saknað er vin-
ar, sem ætíð sýndi vináttu í verki
frá því að kynni hófust á grundun-
um við Mel, á skólaárum hans á
Akureyri til hinzta dags — við hin
ýmsu störf og síðar samstarf, er
átti sér ýmsa farvegi. Stjórnmála-
frami hans var ætíð mótaður af
þeirri hógværð, sem stækkar
hvern mann og alkunna er, að
Magnús Jónsson naut trausts
langt út fyrir raðir eigin stjórn-
málaflokks.
Samhliða hinni léttu kímni bjó
djúp alvara hugsjónamannsins,
sem fyrst og fremst vildi þjóð
sinni vel og var virkur þátttakandi
í sköpun og mótun hennar á ör-
lagatímum.
Ljúft er að þakka tryggð hans
við foreldra mína og önnur ætt-
menni. Hjá þeim Ingibjörgu var
alltaf opið hús velvildar og gest-
risni og var vel veitt af brunnum
reynslu, vitsmuna og hlýju, sem
honum var svo eiginlegt.
Magnús var yfirburðamaður í
hverju því, sem hann tók sér fyrir
hendur. Haft er eftir Beethoven:
„Hið eina tákn um yfirburði, sem
ég viðurkenni, er gæzkan." Ég
þekki fáa menn, sem þessi um-
mæli eiga betur við en Magnús
Jónsson. í einkalífi sínu var Magn-
ús gæfumaður. Þau Ingibjörg voru
samhent, hlý og góðviljuð og þeir,
sem báru gæfu til að njóta gest-
risni þeirra og vinsemdar eiga
margs að minnast.
Við leiðarlok er Magnús frá Mel
kvaddur með söknuði og eftirsjá.
Megi sú hlýja, er ætíð geislaði frá
gömlu baðstofunni á Mel fylgja
honum á nýjum leiðum. Innilegar
samúðarkveðjur eru sendar fjöl-
skyldu hans og ástvinum frá mér
og mínu fólki. Við þessi ferðalok
er þökkuð vinátta hans og tryggð,
sem aldrei hefur haggazt frá
fyrstu kynnum í faðmi skagfirzkr-
ar sveitar. Biessuð sé minning
hans.
Heimir Hannesson
Að kveðjustund er komið.
Tregasár minning um mætan
dreng og sannan geymist í muna.
Fyrir eyrum mér ómar: Orð skulu
standa. Það voru hans orð, það
voru einkunnarorð allra hans
verka.
Aðrir munu rekja ævitíð hans,
ótal störf í þjóðar þágu. Litríkan
og farsælan feril fjölbreyttra at-
hafna á hinum ýmsu sviðum.
Menn minnast hins harðgreinda
og harðduglega manns, sem hasl-
aði sér ungur völl í orrahríð
stjórnmálanna, en kom úr hverri
hríð ósár og hvergi kalinn.
Menn muna ráðherratíð hans,
framgöngu sem enn er minnzt að
makleikum jafnt af samherjum
sem andstæðingum. Bankastjór-
inn er mönnum ferskur í minni.
Áreiðanlegur, atorkufullur og um-
fram allt: Orð skyldu standa. En
fyrst og síðast minnast menn ann-
ars vegar hetjusögu hans síðustu
árin og þess afreks að stunda
erfitt og vandasamt starf af
samvizkusemi þess, sem aldrei
unni sér hvíldar, og hins vegar
ljúflingsins glettna og gaman-
sama á góðri stund, sem leikið gat
á als oddi, þrátt fyrir alla erfið-
leika.
Margra samverustunda er mér
ljúft að minnast með þökk þess
trega, sem yfirskyggir allt í dag.
Magnús setti sannarlega svip á
sína samtíð, heilsteyptur
hæfileikamaður, prúðmennið og
reglumaðurinn, sem lagði alúð við
hvert sinna smæstu verkefna.
Hvergi var kastað til höndum.
Harðfylgni og lipurð fóru saman.
Grómlaus glettni og glöggskyggn
rökfesta fylgdust að.
Samstarf síðustu ára þakka ég
hrærðum huga og heilladís hans,
afrekskonunni Ingibjörgu, eru
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Og ofar öllu í minningastefi
hugans um Magnús Jónsson vakir
þessi vængjaða setning: Orð skulu
standa.
Blessuð sé minning drengskap-
armanns.
Helgi Seljan
Magnús Jónsson var þekktur
sem mikill bindindis- og reglu-
maður. Hann studdi í orði og verki
alla viðleitni til þess að draga úr
því böli sem fylgir áfengissýkinni.
Margur maðurinn, sem leitaði til
Magnúsar á leið sinni til betra lífs,
á honum þakkarskuld að gjalda.
Hann var mikill velunnari SÁÁ
frá upphafi. Málefni samtakanna
bárust jafnan í tal þegar við hitt-
umst, þó tilefnið væri oftast ann-
að. Þá hafði hann alltaf holi ráð
og hvatningarorð á hraðbergi.
Innan samtakanna urðum við þess
vör á margan hátt hvílíka trú
hann hafði á starfi okkar. Nú rétt
fyrir áramótin sást hann síðast í
hópi SÁÁ-félaga þegar sjúkra-
stöðin Vogur var vígð. Eftir það
hittumst við aðeins einu sinni, og
lýsti hann þá sérstakri ánægju
sinni með það, hve vel húsbygg-
ingin hefði tekist í alla staði.
Fyrir hönd SÁÁ-félaga vil ég
láta í ljós virðingu og þökk fyrir
allt, sem Magnús Jónsson gerði
fyrir málstað okkar.
Hendrik Berndsen
Það var rétt fyrir síðustu jól að
ég ræddi við Magnús Jónsson á
skrifstofu hans í Búnaðarbankan-
um. Þá var hann hress og fullur af
áhuga fyrir ýmsum málum, sem
hann taldi vera þýðingarmikil og
til velfarnaðar fyrir þjóðina.
Hugsunin var, sem fyrr, skýr og
mál hans rökfast og áheyrilegt.
Ekki datt mér í hug að þetta væri
okkar síðasta samtal, að ég ætti
ekki að sjá þennan vin minn oftar
í lífi og starfi. Fréttin um andlát
Magnúsar Jónssonar var harma-
frétt, að honum er mikill söknuð-
ur, þjóðin hefur misst einn af sín-
um bestu sonum fyrir aldur fram.
Það var á Landsfundi sjálfstæð-
ismanna á Akureyri 1948, sem ég
kynntist Magnúsi Jónssyni fyrst.
Vakti það athygli mína hvað þessi
ungi maður var skýr í tali og vask-
legur í framkomu. Eftir þetta bar
fundum okkar oft saman, er hann
vann í fjármálaráðuneytinu, og
voru nánari kynni síst til þess að
draga úr góðu áliti mínu á honum.
Eftir að Magnús Jónsson varð al-
þingismaður 1951 og fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins 1952 til 1960 var samstarf
okkar mjög náið og gott í alla
staði. Magnús Jónsson var alþing-
ismaður 1951 til 1974 og banka-
stjóri í Búnaðarbankanum frá
1960 til dauðadags að undanskild-
um þeim árum sem hann var fjár-
málaráðherra 1965 til 1971. Magn-
ús Jónsson ávann sér mikið traust
allra sem kynntust honum. Það
var ekki nema eðlilegt að sjálf-
stæðismenn veittu honum mikinn
trúnað með því að fela honum
mörg mikilvæg og vandasöm störf.
Allt sem hann tók að sér að vinna
var leyst vel og farsællega af
hendi. Þegar Magnús Jónsson var
ráðinn framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, var það gert með
góðu samkomulagi allra sem hlut
áttu ða máli. Þegar hann var kos-
inn bankastjóri var það með öllu
ágreiningslaust; og þegar hann
var valinn til að gegna embætti
fjármálaráðherra í stað Gunnars
Thoroddsen; þegar hann gerðist
sendiherra, allt var það gert með
samþykki allra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins.
Samstarf mitt við Magnús
Jónsson var alltaf mjög gott og
það sama munu flokksmenn mínir
og aðrir sem unnu með honum
geta sagt. Á Alþingi og í ríkis-
stjórninni komu oft í ljós þeir
kostir Magnúsar Jónssonar, sem
höfðu vakið eftirtekt mína við
fyrstu kynni mín af honum á
Landsfundinum á Akureyri, að
hann var skýr í tali og vasklegur í
framkomu. Á Alþingi naut Magn-
ús Jónsson sín vel í ræðustól, hann
var góður ræðumaður, rökfastur
og sannfærandi. Hann var sterkur
málafylgjumaður og hafði gott lag
á að beita sér eftir því sem við átti
hverju sinni. Hann gat verið harð-
ur og sókndjarfur í málflutningi
ef þess gerðist þörf og sú leið var
sigurvænlegust, en hann gat einn-
ig verið mildur þótt hann beitti
Kíkisstjórn Bjarna Benediktssonar (Viðreisnarstjórn). Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, lengst til vinstri á mynd-
inni.