Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 21 „Þegar hlutirnir eru ekki fáanlegir búa menn Rætt við Bengt Nilsen um sérhann- aða kennslutölvu í sænskum skólum „Þegar hugaö er að tölvu- kennslu og tölvunotkun í skólum ber að gæta þess að þar þarf mjög fullkomna tækni tií, ekki síst í kennslu fyrir byrjendur,“ sagði Svíinn Bengt Nilsen í samtali við Morgunblaðiö. Bengt er starfs- maður Esselte Studium-útgáfufyr- irtækisins í Svíþjóð. Er hann hingað kominn á vegum Almenna bókafélagsins og Örtölvutækni sf. til að kynna sænsku Compis- skólatölvuna á sýningu sem nú stendur yfir í Kennslumiðstöðinni við Laugaveg. — Hvað er það sem gerir Compis að „skólatölvu"? „Það er nú eitt og annað í tæknibúnaðinum," sagði Bengt, „en fyrst og fremst það hvernig að gerð hennar var staðið. Sænska menntamálaráðuneytið fékk sænsku Iðnþróunarstofn- uninni það verkefni að ákveða hvaða eiginleika skólatölva ætti að hafa og bera fram kröfur varðandi það. Þessu verkefni, TUDIS, eins og það er kallað, var framfylgt þannig að þrír fulltrúar Iðnþróunarstofnunar- innar og skólafulltrúar frá fjór- um þéttbýlisstöðum þar sem tölvur eru í tilraunakennslu mynduðu hóp sem skilaði áliti og setti fram kröfur um hvaða kostir skyldu prýða skólatölvu. Þegar álitinu hafði verið skil- að var kannað hvaða tölvufyr- irtæki ættu til slíkar tölvur og gætu framleitt fyrir skólakerfið og bárust 20 tilboð. Þeim var þó öllum hafnað því að engin tölva stóðst að öllu leyti kröfur TUDIS-hópsins. Nú þegar hlut- irnir eru ekki fáanlegir búa menn þá til og það var einmitt gert í þessu tilviki. Gerður var samningur við Esselte Studium um að framleiða tölvu sem upp- fyllti kröfurnar og átta mánuð- um seinna kom Compis-skóla- tölvan á markaðinn. Henni var Bengt Nilsen. dreift í skóla í Stokkhólmi, Gautaborg, Gávle og Lidingö í október." — Að hvaða leyti uppfyllir Compis-tölvan þá kröfur til skólakennslu betur en aðrar tölvur? „Það er nokkuð erfitt að skýra í stuttu máli. Tölvan er þannig gerð að stærstur hluti hennar, 20 rásir, er tengdur á eina samrás sem er mjög öflug örtölva. Þá er stýrikerfið í einni samrás og því alltaf aðgengilegt um leið og kveikt er á vélinni. Einnig er sérstök örtölva sem hefur eingöngu það verkefni að sjá um skjáinn. Skólatölvukerfið er samsett úr nokkrum einingum og kennslutölvan er sjálfstæð tölva með lausum skjá og lyklaborði. Hún tengist skífustöð, prentara og öðrum fylgihlutum. Stjórn- tölva getur síðan tengst allt að 30 kennslutölvum. Slík fjölnotk- un býður upp á nokkur mismun- andi notendasvið, kennarasvið, nemendasvið og umsjónar- mannasvið. Hver notandi hefur eigið lykilorð sem gefur aðgang að kerfinu innan sviðs viðkom- andi. Allir notendur hafa að- gang að stjórnkerfinu, grunn- forritum og skrám sem skapað- ar eru á sviði viðkomandi eða einhverju lægra sviði. Þannig getur kennari skoðað „nem- endaskrá" en ekki öfugt. Þá hef- ur hver nemandi hjálpartakka og getur auðvitað sent skilaboð til kennarans og öfugt." — Hvað er forritunarmál Compis-tölvunnar? „Forritunarmálið heitir Com- al. Það er nokkuð skylt Basic- forritunarmálinu, en við viljum meina að munurinn sé sá að bæði séu auðlæs, en annað sé einnig auðskiljanlegt, því að Comal beinlínis hjálpar forrit- aranum að hugsa rökrétt. Þann- ig ætti að vera auðvelt að kenna forritun á Compis-skólatölvuna, en einnig er hægt að fá kennslu- forrit í greinum eins og tölvu- fræði, forritun, líffræði, efna- fræði, stærðfræði, samfélags- fræði, eðlisfræði og fleiri grein- um.“ — Fyrir hvaða aldurshópa er skólatölvan hugsuð? „Hún er hugsuð fyrir fram- haldsskólanemendurá aldrinum þá til“ 16—19 og í tilraunakennslunni hafa hópar á þessum aldri not- að tölvuna." — Hvaða tilgang hefur Compis þá á sýninguna „Tölvur og Grunnskólinn"? Já, þrátt fyrir að Compis- skólatölvan sé gerð fyrir áður- hún alla jafna í efstu bekki grunnskólans. Fimmtán ára gamlir nemendur eru að læra flest þau fög sem boðið er uppá í kennsluforritunum. Nú, víða er boðið upp á tölvukennslu, jafnvel fyrir yngri nemendur." — Hefur Compis verið kynnt víðar en á íslandi og í Svíþjóð? „Já, Esselte Studium hóf samstarf við aðila á hinum Norðurlöndunum á síðasta ári um markaðssetningu og frekari þróun Compis-skólatölvunnar. Þetta er gert bæði í því skyni að stækka markaðssvæðið og ekki síst til að flýta fyrir með kennslugögn og þessháttar. Þetta er tvíhliða samstarf og það er ætlunin að þessir aðilar miðli innbyrðis forritum, kennslugögnum og hvers kyns reynslu við notkun skólatölv- unnar. Þannig er samningur okkar einnig á íslandi. Hér mun Örtölvutækni sjá um að flytja inn skólatölvuna og setja á markað, en Almenna bókafélag- ið annast þýðingar, sölu og dreifingu á forritum og hvers kyns kennslugögnum. Þetta fyrirkomulag teljum við að sé mjög hagkvæmt, það er tíma- frekt verk og mikið að koma upp fullnægjandi kennslugögn- um og á þennan hátt ætti það að verða fljólegra og fjölbreytt- ara.“ — Hvenær megum við búast við Compis á íslenskan markað? „Hjá Esselte Studium er nú unnið að annarri kynslóð Compis-skólatölvanna. Sú út- gáfa verður endurbætt frá þeirri gerð sem nú er á mark- aðnum og hefst framleiðsla hennar í mars. Compis-skóla- tölvurnar sem sendar verða hingað til íslands verða af þess- ari endurbættu gerð og ætti að koma á íslenskan markað með vorinu," sagði Bengt Nilsen að lokum. -v-vnr húsnæöi í boöi Vetrarverö Eins manns herbergi kr. 250 pr. nótt, 2ja manna herb. kr. 350 pr. nótt Auk þess sérstaklega hag- stætt verö fyrir iþróttahópa. Ök- um gestum til og frá skipi eöa flugvelli, þeim aö kostnaöar- lausu. Gistihúsiö Heimir, Heiöarvegi 1, sími 98-15-15, Vestmannaeyj- um. VEROBREFAMARKAÐUR MUS) VERSLUNAHINNAR SIMI 687770 Símatímar kl. 10—12 og 3—5. KAUP OG SALA VEÐSKULDABRCFA I.O.O.F. 1 = 16501208% = E.I. I.O.O.F. = 16501208V2 = E.I. Frá Guöspeki- fólaginu Askríftarsimi Ganglera er 39573. Birgir Bjarnason, flytur erindi í húsi félagsins í kvöld kl. 21.00. Erindið nefnist .Hin langa ferö" og segir frá merkum indverskum einfara. Septima. f&nhÍQlp j kvöld kl. 20.30 verður sam- koma fyrir ungt fólk í Þríbúöum, félagsmiöstöö Samhjálpar aö Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dag- skrá aö vanda. Allt ungt fólk velkomiö. Samhjálp ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudagsferðir 22. jan. Kl. 10.30: Gullfoss í klakabönd- um. Eftir frostakaflann aö und- anförnu er fossinn í stórkostleg- um klakaböndum. Geysissvæöið skoöaö o.fl. Verö 500 kr. Kl. 13.00: Fjöruferð á stór- straumsfjöru: Kiöafellsá — Saurbær á Kjalarnesi. Fjölbreytt og falleg fjara. Fræöst um þör- unga, skeljar og önnur fjörudýr. Brottför í feróirnar frá bensín- sölu BSÍ ( í Árbæ viö Shellst ). Frítt f. börn. Tilvaldar fjölskyldu- feröir. Símsvari: 14606. Sjáumst. Utivist [ radauglýsingar — raöauglýsingar — radauglýsingar ýmislegt i ....— .... Óskilahestar í Kjalarneshreppi Mósóttur hestur, brúnn hestur, veröa seldir laugardaginn 21. nk. kl. 10.00 f.h. viö óskila- giröingu hreppsins hafi eigendur ekki gefiö sig fram. Hestarnir voru áöur auglýstir laug- ardaginn 7. janúar sl. Hreppsstjóri. húsnæöi óskast Verslunarhúsnæði 50—80 fm verslunarhúsnæöi óskast til leigu miðsvæðis í borginni. Uppl. í síma 18610. Akranes — Almennur stjórnmála fundur veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu mánudag- inn 23. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöis- flokksins og Valdimar Indriöason alþing- ismaöur ræöa stjórnmálaviöhorfiö. 2. Umræöur og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Fulltrúaráö Sjálfstæöis- félaganna á Akranesl. Akurnesingar Fundur um bæjarmálefni verður haldinn í Sjálfstæöishúsinu sunnu- daginn 22. janúar kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæöisfélögin á Akranesi. Vestmannaeyjar Aöalfundur Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja veröur haldinn laugar- daginn 21. janúar nk. kl. 16.00 í Hallarlundi. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöis- flokksins ræöir um stjórnmálaviöhorfiö. 3. Önnur mál. Þingmenn Sjálfstæöisflokkslns í kjördæminu mæta á fundinn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.