Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
23
Síðasta myndin sem tekin var af Magnúsi Jónssyni við störf sem bankastjóri
Búnaðarbanka íslands.
sterkum rökum, ef sú aðferð virt-
ist vera heppilegri til þess að af-
vopna þann sem deilt var við.
Magnús Jónsson var mannþekkj-
ari og fundvís á hvaða aðferð var
líklegust til þess að vinna þeim
málum fylgi sem hann vildi ná
fram. Hann var áhrifamikill
stjórnmálamaður og hafði heild-
arsýn yfir þau verkefni sem hann
þurfti að leysa og vinna að. Hann
gerði sér fulla grein fyrir því hvað
var mögulegt að gera og reyndi
ekki að fara lengra en fært var í
hverju máli. Hann valdi skásta
kostinn ef enginn möguleiki var til
þess að ná því æskilegasta, en not-
aði síðar fyrsta tækifæri þegar að-
stæður breyttust til þess að ná því
æskilegasta og besta fram.
Magnús Jónsson var bæði raun-
sær og hygginn og var það til þess
að auka traust á honum. Þeir sem
fylgjast nokkuð með þingsögunni
og stjórnmálum í Iandinu minnast
þess, þegar eitt stærsta efnahags-
áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir
skall yfir á árunum 1967—1968.
Þá fór saman aflabrestur og mikið
verðfall á útflutningsafurðum
þjóðarinnar. Gjaldeyristapið á
tveimur árum nam allt að 50%
vegna verðfalls og minnkandi afla.
Það var mikið happ að vel hafði
verið haldið á fjármálum landsins
áður en þetta mikla áfall skall yf-
ir. Þess vegna voru varasjóðir
fyrir hendi og fjármunir til þess
að grípa til, þegar samdráttur
varð í tekjum, útflutningi og
framleiðslu. Þá kom sér vel að
eiga gjaldeyrisvarasjóð. Það var
mikils virði að fjármálaráðherra
naut almenns trauts, þegar ráð-
stafanir voru gerðar til þess að
komast upp úr öldudalnum, með
því að koma atvinnuvegunum á
traustan grundvöll að nýju og
fjármálum landsins í réttan far-
veg. Magnús Jónsson var mikil-
hæfur fjármálaráðherra, traustur,
hagsýnn og hæfilega fastur fyrir
en þó nægilega tillitsamur, sann-
gjarn og samvinnuþýður. Það
reyndi mjög á fjármálaráðherr-
ann á fyrrnefndum erfiðleikaár-
um. Með skynsamlegum ráðstöf-
unum og traustri forystu forsætis-
ráðherra tókst á ótrúlega stuttum
tíma að yfirstiga erfiðleikana. Ár-
ið 1969 var batinn sýnilegur og
1970 voru erfiðleikarnir að baki.
Atvinnulífið var þá komið í eðli-
legt horf, kjör almennings bætt og
jafnvægi komið á i utanríkisvið-
skiptum og þjóðarbúskapnum yf-
irleitt. Traust fjármálastjórn
Magnúsar Jónssonar átti stóran
þátt í því að ríkissjóður, aðrir
opinberir sjóðir og fjármálastofn-
anir stóðu sérstaklega vel þegar
stjórnarskiptin urðu á miðju ári
1971.
Þegar Magnús Jónssn yfirgaf
stjórnarráðið tók hann við fyrra
starfi í Búnaðarbankanum. Naut
hann ekki síður trausts þar en
annars staðar þar sem hann starf-
aði. Við áramótin 1973 og 1974
varð hann alvarlega veikur og var
á tímabili talið vafasamt að hann
fengi nægilegan bata til þess að
komast aftur til starfa. En svo
giftusamlega fór að hann fékk
bata og gat haldið áfram fullu
starfi í bankanum. Fyrir Alþing-
iskosningarnar 1974 tilkynnti
Magnús Jónsson kjósendum sínum
í norðurlandskjördæmi eystra að
hann gæfi ekki kost á sér til fram-
boðs vegna þess að hann yrði að
létta af sér störfum. Urðu það
mikil vonbrigði fyrir kjósendur
hans, samherja og vini um allt
land. Magnús Jónsson var kosinn
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins haustið 1973. Bað hann for-
mann og miðstjórn flokksins
sumarið 1974 að leysa sig frá var-
aformennsku og bar fram sömu
rök fyrir þvi og hann gerði fyrr á
árinu vegna framboðs fyrir
Alþingiskosningarnar. Það var
mikill skaði fyrir þjóðina alla og
Sjálfstæðisflokkinn þegar Magnús
Jónsson hætti þingmennsku og
hans skýra tal og vasklega fram-
ganga til stuðnings góðum málum
kom ekki lengur fram í sölum Al-
þingis.
Magnús Jónsson átti við heilsu-
brest að stríða síðustu 10 árin.
Eigi að síður gegndi hann miklum
ábyrgðarstörfum á þessum árum
og ber öllum saman um, sam-
starfsmönnum og öðrum sem til
þekktu, að hann hafi rækt þau öll
með ágætum. Þótt Magnús Jóns-
son hafi fallið frá fyrir aldur fram
hefur hann lokið miklu og giftu-
drjúgu ævistarfi. Hann hefur átt
drjúgan þátt í að koma mörgum
mikilvægum framfaramálum í
höfn, málum sem öll þjóðin mun
lengi njóta góðs af. Magnús Jóns-
son var hamingjusamur f lífinu.
Störf hafði hann ávallt við sitt
hæfi og rækti þau öll eins og best
verður á kosið. Hann sá góðan
árangur eftir erfiði vinnudagsins.
Vinirnir voru margir og vinsældir
hans miklar. Heimili átti hann
gott, ágæta konu og mannvænleg
börn, tengdabörn og barnabörn.
Magnús Jónsson var góður heimil-
is- og fjölskyldufaðir og naut þess
vel að vera með fjölskyldunni.
Mannsævin er stutt, hver lífs-
stund er dýrmæt. Magnús Jónsson
er horfinn af lífssviðinu, lífsbók
hans hefur nú verið lokað, sú bók
er góð og athyglisverð. Lífssaga
hans og trúnaður við þau verkefni
sem honum voru falin á hendur
eru vissulega til fyrirmyndar og
eftirbreytni. Þakka ber samfylgd
góðs manns sem ávallt lagði gott
til mála og vildi gera ísland enn
betra en það nú er, með því að
nýta kosti þess skynsamlega og
gera lífsleiðina með þeim hætti
auðveldari og greiðari fyrir öll
landsins börn. Konu hans og fjöl-
skyldu allri er hér með vottuð ein-
læg samúð.
Ingólfur Jónsson
Með Magnúsi Jónssyni er fall-
inn í valinn einn af beztu forystu-
mönnum þjóðarinnra. Ég kynntist
Magnúsi þegar hann var fjármála-
ráðherra og enn betur eftir að
hann gerðist bankastjóri Búnað-
arbanka íslands. Ég bar mikla
virðingu fyrir Magnúsi enda var
hann mikill mannkostamaður,
heilsteyptur, heiðarlegur og sam-
vizkusamur. Hann var þjóðhollur
og ekki eiginhagsmunamaður og
mætti margur af því læra. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur misst
marga forystumenn sína á bezta
aldri, má þar nefna Bjarna Bene-
diktsson, Jóhann Hafstein og nú
Magnús Jónsson.
Magnús var fastmótaður og
traustur maður, sem vann öll sín
störf af alúð. Marga ferðina fór ég
til hans vegna lánafyrirgreiðslu og
varð hann alltaf fljótt og vel við
beiðni minni. Það er þjóðinni mik-
ið áfall að missa svona góðan
mann en þetta er leiðin okkar
allra.
Magnús gegndi mörgum trúnað-
arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, sem of langt yrði upp að telja,
þó má nefna, að hann var formað-
ur ungra sjálfstæðismanna og
ráðherra.
Ég kveð þennan mæta mann
með þakklæti fyrir góða viðkynn-
ingu.
Fari hann í friði, Guð blessi
hann.
Blessuð sé minning Magnúsar
Jónssonar. Ég sendi ástvinum öll-
um samúðarkveðjur.
Jóhann I>órólfsson
Menn kvænast ekki aðeins kon-
unni, heldur engu að síður fjöl-
skyldu hennar og nánum vinum,
sagði Vilmundur Jónsson þáver-
andi landlæknir, er ég fyrir tæp-
um þrem áratugum kynnti bónda
minn á heimili hans.
Það fékk ég að sannreyna þá
þegar, því bræðurnir þrír frá Mel,
Magnús, Baldur og Halldór, voru
sem einn maður og afar náin bönd
tengdu fjölskyldur þeirra. Svo vel
hefði þó ekki getað tekist til ef
mágar mínir hefðu ekki verið
kvæntir afbragðskonum.
Hér hafa margir orðið til að tí-
unda fjölmörg og merk þjóðmála-
störf Magnúsar. Sökum gáfna, at-
gerfis, mannkosta og fágætrar
ræðusnilldar var hann foringi á
þeim vettvangi um langt skeið,
enda bera störf hans öll hæfileik-
um hans gleggst vitni. Ég sem
aðrir dáði frábæra starfshæfni
hans, en hér við útgöngudyrnar
leita þó helst á hugann sundur-
lausar minningar um órofa vin-
áttu heimila okkar, sem aldrei bar
skugga á.
Fyrstu búskaparár okkar bjugg-
um við í húsum sem stóðu hlið við
hlið. Eins 'og að líkum lætur gengu
börn hans út og inn hjá okkur eins
og á sínu eigin heimili, enda var
það sjálfsagður hlutur að þau
trítluðu beint upp sundið ef for-
eldrarnir brugðu sér af bæ eða
fóru til útlanda. Stundum stóð
Kristín mín mitt á milli húsanna
og stappaði niður stuttum fótum
því hún gat ekki gert upp við sig á
hvorum staðnum hún átti að
borða. Seinna þegar börn okkar
spruttu úr grasi var það jafn
sjálfsagður hlutur að þau ættu sitt
annað heimili hjá Magnúsi og
Ingibjörgu, en yngsti bróðirinn
var þá fluttur úr bænum.
Þannig liðu hin svokölluðu
manndómsár í dagsins önn. Á
bræðurna hlóðust ótal trúnaðar-
störf í þágu lands og þjóðar, en
samheldni þeirra og óbrotgjörn
vinátta var alltaf sú sama, jafnt í
blíðu sem stríðu.
Það er lýðum ljóst hvílíkum ein-
stökum dugnaði Magnús var
gæddur að hverju sem hann gekk.
Þó munu ekki aðrir en þeir sem
næstir stóðu gera sér nokkra grein
fyrir því hve ofurmannlegt þrek
þurfti til að rísa upp úr þeim
þungbæru veikindum sem Magnús
varð fyrir á síðasta áratug. Eftir
ótrúlega skamman tíma gekk
hann aftur til starfa án þess að
láta bilbug á sér finna.
En jafnvel því þreki, sem mér
fannst oft ganga kraftaverki næst,
eru takmörk sett. Án óbilandi
kjarks og aðdáunarverðrar um-
hyggju konu sinnar, hefði Magnús
hvorki getað sinnt vinnu né hugð-
arefnum á nokkurn þann hátt sem
hann hefði sætt sig við, eftir það
mikla líkamlega áfall sem hann
varð fyrir.
Fjölskyldu sinni allri var hann
sú styrka stoð sem aldrei brást.
Það fengum við best að reyna und-
anfarin ár í veikindum bónda
míns og ekki hvað síst síðastliðið
sumar. Þá létti hlýja og innileiki
Magnúsar og Ingibjargar honum
þungbært kvalastríð. Fáir voru
þeir morgnar sem Magnús lét það
ekki vera sitt fyrsta verk er hann
kom í bankann, að hringja og
spyrja um bróður sinn.
Eftir lát hans vildi Magnús vera
börnum okkar það skjól í hörðum
heimi, sem hann hafði verið sínum
eigin börnum, enda var fyrst leit-
að til hans ef eitthvað bjátaði á. í
fyrravor fengum við hjónin bréf
frá vini okkar, merkismanninum
Ragnari Lassinantti, fyrrum
landshöfðingja í Norður-Svíþjóð.
Ragnar ólst upp hjá foreldrum
sínum á rýrðarkoti við kröpp kjör,
einn sá elsti af 12 systkinum, án
minnstu möguleika til menntunar.
Hann sat þó að lokum í ótal tign-
arstöðum í landi sínu og var m.a.
kjörinn heiðursdoktor við háskóla.
Bónda mínum varð þá að orði:
„Engan mann annan þekki ég, sem
hefði boðið aðstæðunum byrginn á
þennan hátt, nema Magnús bróður
minn. Honum hefðu aldrei haldið
nokkur bönd hvernig sem að hefði
verið búið.“
Ekki efa ég að það mat sé rétt
og vel skildi ég eðlilegt og verðugt
stolt tengdaforeldra minna af son-
unum þrem, sem allir luku emb-
ættisprófum frá Háskóla íslands
og settust síðar í þær stöður sem
hæfðu gáfum þeirra og atorku.
Tveir þeirra hafa nú látist langt
um aldur fram á rúmu misseri.
Sárlega söknum við Magnúsar,
þess vinar sem aldrei brást.
Guð líkni þeim sem eftir lifa.
Nú glóir ný fastastjarna
i bládjúpi næturhiminsins,
ástgjöf liðinna stunda
sem geislar frá sér lífi minninganna.
(Jóhannes úr Kötlum)
Jóhanna Jóhannsdóttir
Þegar mér var að morgni síð-
astliðins föstudags sagt lát Magn-
úsar Jónssonar, bankastjóra,
hafði ég átt von á honum ásamt
fleiri mönnum á fund í Seðlabank-
anum, en daginn áður hafði hann
unnið fullt dagsverk í Búnaðar-
bankanum. Þannig féll Magnús
Jónsson frá í miðri önn lífsins, þar
sem hann hafði staðið sístarfandi
og sterkur til hinztu stundar. Og
aðeins þannig gat ævi Magnúsar
endað, því að hann var ekki gerður
af því efni, er gæti bognað eða
lagzt á hlið undan storméljum
lífsins. Honum var það eitt eigin-
legt að standa uppréttur með
storminn í fangið, unz yfir lyki.
Nú þegar ég minnist Magnúsar
og náins samstarfs við hann um
aldarfjóröungs skeið, er mér efst í
huga hinn fágæti viljastyrkur, er
honum var gefinn og jafnt kom
fram í baráttu hans við langvar-
andi heilsuleysi sem í starfi hans
bæði á vettvangi stjórnmála og
bankastarfsemi. Magnúsi var
aldrei eiginlegt að leita málamiðl-
unar eða sigla milli skers og báru
til þess eins að forðast óþægindi
eða óvinsældir. Starfsaðferðir
hans voru í því fólgnar að mynda
sér sjálfstæða skoðun á hverju
máli, sem hann þurfti að taka af-
stöðu til, en fylgja síðan sannfær-
ingu sinni fram með rökum og öllu
því þreki, sem honum var gefið.
Vissulega fannst ýmsum hann
eiga það til að taka með þessum
hætti ósveigjanlega afstöðu til
mála, en þar kom á móti, að eng-
inn gat efast um heilindi hans né
góðvild. Þess vegna var hann bæði
virtur og vinsæll, þótt hann oft
yrði að taka ákvarðanir, sem í eðli
sínu voru erfiðar og ekki líklegar
til vinsælda.
Þeir hæfileikar Magnúsar Jóns-
sonar, sem ég hef nú lýst, nutu sín
frábærlega vel bæði í starfi hans
sem bankastjóri Búnaðarbankans
og fjármálaráðherra. Við starfi
bankastjóra Búnaðarbankans tók
Magnús í byrjun árs 1961 og
gegndi því starfi æ síðan að und-
anteknum sex árum, er hann var í
embætti fjármálaráðherra. Ber
vöxtur Búnaðarbanka Islands á
undanförnum tveimur áratugum
og sterk staða hans í hvívetna
glöggan vitnisburð um stjórnun-
arhæfileika Magnúsar, þar sem
saman fór framtakssemi og festa,
ásamt þeim eiginleika að ávinna
sér hvers manns traust fyrir rétt-
sýni og hreinskilni.
Vorið 1965 tók Magnús við emb-
ætti fjármálaráðherra og gegndi
því síðan samfellt fram yfir mitt
ár 1971. Á þessu tímabili skiptust
á skin og skúrir i þjóðarbúskap
íslendinga, fyrst hástig síldaræv-
intýrisins fyrir Austfjörðum og
síðan á árunum 1967 og 1968
mesta hrun útflutningstekna, sem
íslenzka þjóðarbúið hefur orðið
fyrir á svo skömmum tíma. Það
var hvorki auðvelt né öfundsvert
að vera fjármálaráðherra á þess-
um árum, en þá sýndi Magnús
Jónsson bezt stjórnsemi sína og
þrautseigju. Er ég viss um, að enn
hafi fáir metið til fulls, hversu
mikinn þátt fjármálastjórn Magn-
úsar átti í því, hve giftusamlega
tókst að vinna bug á efnahags-
vanda þessara ára og reisa þjóðar-
búið við að nýju í kjölfar þeirra.
Efast ég um, að annar fjármála-
ráðherra hafi skilað betra búi í
hendur eftirmanns síns.
Fyrir tíu árum varð Magnús
fyrir alvarlegum heilsubresti, svo
að líkamlegir kraftar hans voru
síðan ekki meiri en margra þeirra,
sem taldir eru algerir öryrkjar.
Hlaut það að verða hverjum
manni, sem til þekkti, undrunar-
efni, að hann skyldi þrátt fyrir
þetta geta veitt Búnaðarbankan-
um svo öfluga forustu, sem raun
bar vitni. Og þrátt fyrir hina lík-
amlegu vanheilsu fannst mér ætíð
streyma frá honum lífskraftur og
glaðværð, svo að maður kom
hverju sinni sem endurnærður af
hans fundi.
En enginn er sjálfum sér nógur,
hversu miklir hæfileikar og sál-
arkraftar, sem honum eru gefnir.
Það var gæfa Magnúsar Jónssonar
að eiga konu, sem var honum sam-
hent í öllum hlutum og var honum
sá styrkur, sem hann þurfti, þegar
mest á reið. Ingibjörgu og ástvin-