Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 ísfílm færir út kvíarnar Fimm nýir aðilar ganga í félagið ÖFLUGIR aðilar úr viðskiptahTi og fjölmiðlun hafa gengið til liðs við kvik- myndagerðina ísfilm sf. og verður stofnsamningur nýs hlutafélags undirrit- aður í dag. Hinir nýju eignaraðilar eru Samband íslenskra samvinnufélaga, Reykjavíkurborg, Arvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, Frjáls fjölmiðl- un hf., útgáfufélag Dagblaðsins-Vísis, og Almenna bókafélagið. Eigendur ísfilm sf. eru kvikmyndagerðarmennirnir Ágúst Guðmundsson og Jón Her- mannsson og Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur. Hlutafé fyrirtækisins, sem mun heita ísfilm hf., verður 12 milljón- ir króna og skiptist í sex jafna hluta. Indriði G. Þorsteinsson, sem hafði forgöngu um að þessir aðilar sameinuðust, sagði í gær- kvöldi að tilgangurinn með stofn- un hlutafélagsins væri að standa með öflugum hætti að kvikmynda- gerð, myndbandagerð og ýmsu því öðru, sem væri að þróast í fjöl- miðlun. „Við höfum ákveðið að koma okkur saman um að gera þetta," sagði Indriði. „ísfilm sf. hefur verið í kvikmyndagerð, Sambandið ætlaði að setja upp eigið myndbandaver en hætti við þegar þetta kom upp og hinir sjá sér hag í að vera með í þessum hlutum. Ég tel að þetta nýja fyrir- tæki geti orðið til góðs mörgu því, sem nú er gert af vanefnum á þessu sviði." Indriði sagði að gert væri ráð fyrir að ísfilm hf. fengi talsvert að gera „fyrir þá, sem þarna eru sam- ankomnir" og Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagðist reikna með að Reykjavíkurborg myndi m.a. skipta við hið nýja félag um gerð fræðslumynda fyrir t.d. skólakerf- ið. Einnig mun fyrirtækið fram- leiða auglýsingar og fleira. „Við munum vera verktakar öðrum þræði," sagði Indriði í samtali við blaðamann Mbl. Sex manna stjórn verður í fé- laginu sem stofnað verður form- lega í dag en ekki mun ljóst hver verður stjórnarformaður þess. „Fyrsta verkefnið verður að afla tækja og koma sér fyrir," sagði Indriði, „en síðan verður ráðið starfslið og annað það, sem til- heyrir." Hann sagði að viðræður þessara sex aðila hefðu staðið í um hálft annað ár og að Reykjavík- urborg hefði komið inn í myndina fljótlega eftir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Aðspurður hvort ísfilm hf. hyggðist í fram- tíðinni standa að rekstri sjón- varpsstöðvar sagði Indriði: „Það er ekki til umræðu enda standa engin lög í landinu til slíks." Hitaveita Reykjavíkur: Gjaldskráin hækkuð um 25% Á FUNDI borgarstjórnar í gær var samþykkt 25% hækkun á vatnsveröi og fasteignagjöldum Hitaveitu Reykjavíkur og um 7% hækkun á stofngjöldum. Þessi hækkun var samþykkt með 12 atkvæðum meirihluta borgarstjórnar, en borgarfulltrúar Framsóknarflokksins gerði tillögu um 10% hækkun á vatns- verði og fastagjöldum og töldu það miðlunartillögu. Hlaut hún stuðning þriggja borgarfulltrúa. 1 máli Sigurjóns Fjeldsted, borgarfulltrúa og formanns stjórnar veitustofnana kom fram að með þessari hækkun kostaði tonnið af vatni 15 krónur í stað 12 króna áður. Tryggja þyrfti viðfang veitunnar, vatnsöflun og nauð- synlegt viðhald, sem ekki hefði verið unnt að gera í mörg ár, þar sem gjaldskránni hefði verið hald- ið niðri af stjórnvöldum. Með þessum hækkunum næmi húshit- Beðið fyrir Öryggismála- ráðstefnunni BISKUP landsins, herra Pétur Sig- urgeirsson, hefur farið þess á leit við presta landsins, að á sunnudaginn kemur, fari fram í kirkjunum fyrir- bæn fyrir Öryggismálaráðstefnu Kvrópu í Stokkhólmi — að fulltrúum ráðstefnunnar takist að draga úr styrjaidarhættu, sem nú ógnar heimsbyggðinni og stigið verði markvisst spor í átt til friðar og af- vopnunar í heiminum. Víða á Norðurlöndum verður beðið fyrir ráðstefnunni á sunnu- daginn kemur. Þetta bænarefni verður einnig liður í bænavikunni, sem nú stendur yfir hérlendis. unarkostnaður í Reykjavík um fimmtungi þess sem það kostaði að kynda hús með olíu og nytu borgarbúar hér eftir sem hingað til lægri húshitunarkostnaðar en flestir landsmenn. Vinna þyrfti að rannsóknum og tilraunaborunum á nýjum svæðum í nágrenni Reykjavíkur og nefndi hann sem dæmi um hve illa væri ástatt fyrir Hitaveitunni að síðustu daga hefði vegna álags þurft að veita vatni kyntu með olíu inn í kerfið sem kostaði Hitaveituna sex til sjö hundruð þúsund krónur á sólar- hring. Þessi hækkun væri ákveðin nú í byrjun ársins og væri við það miðuð að ekki verði um frekari hækkanir að ræða allt árið. ^*»ss3l ' ® Ljósm.: Friðþjófur Séð yfir afgreiðslusal Búnaðarbankans, þar sem verk eftir Þorvald Skúlason listmálara eru nú til sýnis listamanninum til heiðurs. Búnaðarbanki íslands: Sýning til heiðurs Þorvaldi Skúlasyni OPNUÐ hefur verið sýning á tutt- ugu og átta verkum Þorvalds Skúlasonar í gjaldeyrisdeild og nýjum vinnusal Búnaðarbanka ís- lands í Austurstræti í Reykjavík. Edda Svavarsdóttir, deildarstjóri í skipulagsdeild bankans, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, að sýningin væri haldin til heiðurs listamanninum og í tilefni af útgáfu listaverkabók- ar með verkum Þorvalds. Edda sagði að Búnaðarbank- inn ætti þrjár myndir á sýning- unni, en flest verkin væru fengin að láni frá Listasafni Háskóla íslands og hefði Björn Th. Björnsson listfræðingur valið verkin á sýninguna. Sýningin mun standa í tvær til þrjár vik- ur, en Edda kvað ekkert ákveðið um hvort framhald yrði á sýn- ingum af þessu tagi. Þetta er önnur listaverkasýningin í Bún- aðarbankanum á skömmum tíma, því nýlokið er þar sýningu á verkum Jóhanns Briem og Finns Jónssonar, sem einnig var haldin þeim til heiðurs og sett upp í tilefni af útgáfu listaverka- bóka um listamennina. Gæfta- og aflaleysi á loðnumiðunum: Skipin bíða átekta í Austfjarðahöfiium ENN hefur nánast engin loðna veiðzt frá áramótum, en veiðar máttu hefjast þann 4. þessa mánað- ar. Hafa loðnuskipin átt í erfiðleik- um vegna þess, hve veður hafa verið válynd og loðnan liggur djúpt og dreift. Nokkur skip hafa undanfarna daga flúið miðin með smá slatta, og önnur haldiö til Austfjarðahafna þar sem þau bíða átekta. Munu um 30 skip þegar vera komin til hafnar. Skýringin á því, að skipstjórar hafa verið að reyna veiðar þrátt fyrir erfitt tíðarfar, er meðal ann- ars sú, að fituinnihald loðnunnar minnkar ört á þessum tíma og eft- ir því sem það er minna fæst lægra verð fyrir loðnuna. Þá hafa nokkur skipanna átt lítið eftir af aflamarki sínu og því lagt áherzlu á að fiska upp í það. Rannsóknarskipin Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson héldu áleiðis á miðin þann 11. 0 INNLENT Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Lítill vinnufriður vegna erlendra fréttamanna ÞAÐ HEFUR verið lítill vinnufrið- ur á skrifstofu fjármálaráðhcrra, AlberLs Guðmundssonar, síðustu daga að hans sögn. í gær þegar blaðamaður Mbl. hugöist ná sam- bandi við hann var skrifstofa ráð- herrans þéttsetin af sænskum sjónvarpsmönnum og brezkur blaðamaður beið eftir viðtali. Auk þess hafa símalínur fjármáiaráð- uneytisins verið rauðglóandi vegna sífelldra hringinga erlendis frá. Hundur Alberts Guðmunds- sonar og kæra á fjármálaráð- herra vegna hundahaldsins eru tilefni þessa mikla áhuga. Albert sagði í viðtali við Mbl., að í gærmorgun hefði frönsk frétta- stofa t.d. náð sambandi við sig. Sér hefði verið tjáð af franska fréttamanninum, að hann yrði að gefa yfirlýsingu, því í gegnum franska sjónvarpið, útvarpið og einnig úr mörgum blöðum hefðu í gær borist þær fréttir að fjár- málaráðherra Islands hefði þeg- ar sagt af sér embætti vegna hundsins síns. Albert sagðist ekki hafa tölu á þeim símtölum sem sér hefðu borist erlendis frá, eða fjölda landa, en mál þetta vekti mikla athygli á erlendri grund. Að- spurður í lokin sagðist Albert ekkert hafa heyrt frá lögregluyf- irvöldum vegna kærunnar um ólöglegt hundahald. þessa mánaðar, en gátu lítið at- hafnað sig fyrst í stað vegna veð- urs. Hjálmar Vilhjálmsson, leið- angursstjóri á Bjarna Sæmunds- syni, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að nokkuð væri af loðnu 50 til 60 mílur austur af Reyðarfirði og einnig á bletti nokkuð suðvest- an við þann stað. Hún stæði hins vegar djúpt og væri dreifð og ylli því sjómönnum erfiðleikum við veiðarnar. Sagði Hjálmar, að ætl- unin væri að leita vetrarloðnunn- ar og mæla hvernig og hve mikið af henni gengi inn til hrygningar. Enn lægju engar niðurstöður fyrir, en fyrirhugað væri að leið- angri Bjarna lyki um 10. febrúar, en Árni færi ef til vill eitthvað fyrr inn. Grunaöur um akst- ur undir áhrif- um amfetamins UNG kona og maður voru hand- tekin í fyrrinótt og er maðurinn grunaður um að hafa ekið bifreið undir áhrifum amfetamíns, eða svokallaðs „speeds". Þau voru handtekin þegar þau voru að stíga út úr bifreiðinni fyrir utan hús á Laugaveginum, sem mikið hefur komiö við sögu vegna misferlis ungmenna með fíkniefni og fyrir skömmu upplýstist þar þjófnaður- inn í Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.