Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 Áttræður: Séra Jakob Jónsson Séra Jakob Jónsson, dr. theol., er áttræður í dag, 20. janúar. I því tilefni langar mig að færa honum hjartans heillaóskir frá hans gamla söfnuði og starfsvettvangi, Hallgrímskirkju. Séra Jakob er þjóðkunnur maður, nánast þjóð- sagnapersóna, enda komið víða við á langri leið. Hann hefur ekki ver- ið við eina fjölina felldur og unnið stórvirki á sviði bókmennta og vís- inda og hróður hans borist víða um lönd. En það er presturinn og kennimaðurinn, séra Jakob, sem mér er hugstæðastur. Honum kynntist ég sem barn og síðar fermingardrengur, loks sem læri- sveinn er ég aðstoðaði við barna- starf og var meðhjálpari í afleys- ingum og seinna eftirmaður hans. Ég hreifst af þeirri reisn sem ein- kenndi messugjörðir hans og helgiþjónustu alla. Hnakkakertur og fasmikill gekk hann að altar- inu, þar var annar og frjálslegri taktur en víðast tíðkaðist, en eng- um duldist einlæg lotning hans fyrir hinu heilaga. Sem prédikari er hann í allra fremstu röð og góð- ur kennari. Síðar kynntist ég og heillaðist af skilningi hans á mikilvægi list- anna í boðun orðsins og tilbeiðsl- unni. Þegar ég kom til starfa sem meðhjálpari lagði séra Jakob mér lífsreglurnar og brýndi fyrir mér nauðsyn þess að kirkjan væri ávallt hrein og fáguð og prýdd eft- ir megni og rökstuddi það á svip- aðan hátt og Guðbrandur í Grall- aranum: „Presturinn og altarið eiga með ærlegum og hreinum skrúða að vera prýdd og skrýdd. Ei upp á það að þar með sé Guði sérleg þjónustugjörð veitt eða þar sé út í fólginn nokkur helgidómur heldur vegna góðrar, gamallar og ærlegrar siðvenju, svo að allir hlutir í hinni kristilegu samkundu mættu skikkanlega, siðsamlega, ærlega og samþykkilega til ganga. Og þó það skeði ei fyrir aðra grein en vegna heilagra Guðs engla, sem þar eru nálægir vor á meðal." Mottó séra Jakobs í prest- skapnum voru frá upphafi orð postulans: „Ekki svo að skilja að vér viljum drottna yfir trú yðar, heldur erum vér samverkamenn að gleði yðar.“ Séra Jakob hefur kunnað að fagna með fagnendum og gráta með grátendum. Glaðvær er hann og oft er hlátur í kring um hann á góðum stundum. Þegar hann varði doktorsritgerð sína um kímni og hæðni í Nýja testamentinu orti sr. Helgi Sveinsson á prestastefnu: Oft oss Jakob kæta kunni klerkurinn sá gleði ann, brandarana í Biblíunni betur skildi en nokkur hann! En séra Jakob er líka mikill al- vörumaður, viðkvæmur og tilfinn- inganæmur. Hann á ákaflega gott með að setja sig inn í kjör og að- stæður annarra og finnur djúpt til með þeim sem um sárt eiga að binda. Hann er sálusorgari af Guðs náð. Mér er ógleymanlegt er hann bauð mér ungum stúdent að fylgja sér á Landspítalann þar sem hann átti að þjónusta sjúkan mann. Kyrrlát helgistundin við sjúkrabeðinn þetta kvöld er ein af stóru stundunum í huga mér, þar sem sálusorgarinn heyrði skrifta- mál sjúklingsins og boðaði honum fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni og veitti heilagt sakramenti. Þarna var presturinn þjónn lífs og líknar, og samverkamaður að hinni eilífu gleði. Á ferð okkar um spítalann fann ég líka glöggt hve mikils virði þjónusta hans á sjúkrahúsinu var honum. Og enn hitti ég fyrir fólk sem minnist séra Jakobs með hlýhug og þakk- læti fyrir guðsþjónustustund á Landspítalanum eða sjúkravitjun jafnvel fyrir áratugum. Það fór nú svo að ég varð eftir- maður fermingarföður míns og fræðara. Þá reyndist hann enn sem fyrr ráðhollur byrjandanum og var jafnan gott til hans að leita. í aldarfjórðung þjónaði séra Jakob Hallgrímssöfnuði í Reykja- vík. Lengst af þess tíma var það einn fjölmennasti söfnuður lands- ins. Kirkjulaus fyrsta áratuginn, eða þar til kórkjallarinn var tek- inn í notkun sem kirkjusalur. Kirkjulausir hafa svo sem margir söfnuðir verið fyrr og síðar, en þessi söfnuður var settur í þá erf- iðu aðstöðu að vera falið af hálfu ráðamanna þjóðarinnar að reisa ekki bara venjulega sóknarkirkju, hæfilega og hentuga til þarfa safnaðarins, heldur þjóðarhelgi- dóm. Síðan brustu á hin verstu gjörningaveður um þessa bygg- ingu, og eins og séra Jakob sagði einhvern tíma voru prestar og for- ráðamenn safnaðarins sakaðir um mestu glæpi og níðingsskap að minna á gefin fyrirheit og vinna að framgangi kirkjubyggingarinn- ar. Séra Jakob var ódeigur bar- áttumaður í fylkingarbrjósti og hefur borið gæfu til að sjá kirkj- una rísa. Síðasta embættisár hans var turnsmíðinni lokið með ágætu safnaðarheimili og kirkjusal og senn kemst sjálft kirkjuskipið undir þak, ef Guð lofar, og von- andi tekst að ljúka Hallgríms- kirkju sem fyrst. Á dögunum sagði maður nokkur við mig að hann ætti sér þann draum að fá að sjá þá séra Jakob og séra Sigur- björn ganga saman fyrir altari fullgerðrar Hallgrímskirkju, en þeir hófu saman kirkjulegt starf á Skólavörðuholtinu fyrir 43 árum. Séra Jakob getur horft sáttur um öxl yfir gæfuveg á merkum starfsferli í kirkju og utan. Það vita líka allir sem til þekkja að honum er efst í huga þakklætið fyrir þá samfylgd sem hann naut á þeim vegi, sem er hans góða kona, frú Þóra Einarsdóttir. Þau hjónin hafa verið einstaklega samhent i öllu lífi og starfi og á Hailgrímskirkja og söfnuður þeim hjónum mikla skuld að gjalda fyrir störf þeirra öll og þjónustu fyrr og síðar. Já, kæru vinir. Hjartanlegar heillaóskir, góður Guð blessi ykk- ur og allt, sem ykkur er hjartfólg- ið, nú og alla daga. Karl Sigurbjörnsson ★ Séra Jakob er að heiman. Dr. Jakob Jónsson er áttræður í dag. Mér finnst þetta ótrúleg saga, en hún er þó sönn, því að kirkju- bækurnar ljúga ekki, það ættum við prestarnir að vita best, en ótrúleg er sagan engu að síður, vegna þess, hve afmælisbarnið er a.m.k. ungt í anda, hugsun og at- höfnum, hvað sem árunum líður. Ekki er það ætlun mín að rekja sögu þessara áttatíu ára dr. Jak- obs hér, enda myndi Morgunblaðið í dag ekki endast til þess þó að stórt sé, svo viðburðarík er lífs- saga hans þegar orðin, og svo margháttuð eru störf hans og áhugamál. Ég get þó naumast látið hjá iíða að veita þessum tímamótum verð- uga athygli og minnast samveru- stunda okkar og samvinnu um margra ára skeið. Landslýður veit, að lífsstarf dr. Jakobs var að verulegu leyti unnið við Hallgrímskirkju og Hallgríms- sókn, og að þau nöfn eru tengd nafni hans órjúfandi böndum. Þó að ritverk hans séu mörg og stór, þá veit ég, að Hallgrímskirkja og heill hennar, á hvað dýpstan hljómgrunn í sálu hans. Landslýð- ur veit, að við þessa kirkju starf- aði hann um áratuga skeið og vann ötult brautryðjandastarf í byggingarmálum hennar, og fórn- fúst starf sem sálnahirðir og sál- usorgari í stórum söfnuði, og einn- ig frábært prédikunarstarf í kirkju Krists á íslandi alla sína prestskapartíð. Ef ég væri spurður, hvaða þátt- ur í lífsstarfi dr. Jakobs væri mestur að vöxtum, ætti ég erfitt um svar. Sem skáld og rithöfund- ur hefir hann náð langt og skilað Kaupfélag Borgfirðinga ákvað hvort hagnaður eða halli væri á versluninni - segir Ólafur Arnfjörð kaupfélagsstjóri í nýstofnuðu Kaupfélagi Ólafsvíkur NÝLEGA var stofnað í Ólafsvík Kaupfélag Ólafsvíkur. Félagssvæðið er Ölafsvíkurkaupstaður og voru stofnfélagar 104 talsins. Félagið tók við rekstri verslunar Kaupfélags Borgfirðinga í Ölafsvík um áramót- in. „Markmiöið með stofnun Kaup- félags ólafsvíkur er að reka þessa verslun fyrsta kastið en siðan að víkka starfssviðið eins og hægt er,“ sagði Ólafur Arnfjörð, sem gegnir starfi kaupfélagsstjóra til bráðabirgða, í samtali við blm. „Við keyptum áhöld, tæki og birgðir en leigjum húsnæðið. Þessi verslun hefur oftast verið rekin með halla en með því að færa þetta í hendur heimaaðila teljum við að það ætti að lagast." Aðspurður á hvaða hátt ætlunin væri að snúa rekstrinum við sagði Ólafur: „Það er flókið mál. Kaup- félag Borgfirðinga í Borgarnesi hefur í raun ákveðið hvort halli væri eða hagnaður með ýmsum ákvörðunum. Til dæmis tóku þeir 10% af allri okkar álagningu og létu deildir sínar í Borgarnesi njóta góðs af og einnig var mikil óhagkvæmni í flutningum." Ólafur sagði að verslunin væri blönduð verslun, þó að stofninum til matvöruverslun. Sagði hann að velta verslunarinnar hefði verið 26 milljónir á síðasta ári. Þá sagði hann að formaður stjórnar Kaup- féiagsins væri Kristján Pálsson og væri nú verið að leita að kaup- félagsstjóra fyrir félagið en hann Ölafur Arnfjörð í verslun Kaupfé- lags Ólafsvíkur. MorgunblaSia/ RAX. gegndi starfinu einungis til bráðabirgða. Að lokum sagði Ólafur: „Stofnun Kaupfélags Ólafsvíkur var í fullri samvinnu við Kaupfélag Borgfirðinga. Þeir tóku málaleitan okkar mjög vel. Þetta var þó algerlega að okkar frumkvæði en aðalástæðan var sú að við nutum þess ekki að vera í kaupfélagi vegna þess að Kaupfé- lag Borgfirðinga bar ekki gæfu til að víkka sitt kaupfélagssvæði út.“ þar miklu og góðu dagsverki. Ég veit ekki hve margir metrar rit- verk hans kunna að mælast í bókaskáp, en hitt er víst að flest eru þau góð og uppbyggileg, svo að vel mætti hann við una, þó að ekk- ert lægi eftir hann annað en rit- störfin. En hitt er mér líka ljóst, að prestsþjónusta hans og störf hans fyrir kirkjuna eru mikil að vöxt- um. Hann lagði jafnan sérstaka áherslu á sálgæslu í starfi sínu, var óþreytandi að tala við fólk, gefa ráðleggingar og segja sögur máli sínu til stuðnings, og á erfið- um og viðkvæmum stundum var áreiðanlega gott að hafa hann sér við hlið og hlýta leiðsögn hans. Þá er hann og óvenju snjall ræðumaður og kann þá list, sem fáum er gefin, að tengja saman gleði og alvöru, jafnvel létta kímni og sára reynslu, svo vel að allt féll að stöfum. Oft komst hann svo frábærlega frá máli sínu, ekki síst í tækifærisræðum, að unun var á að hlýða, og stundum best, þegar hann hafði ekki staf skrifaðan fyrir framan sig. Og þó að hann talaði oft á fundum og stundum í lengra lagi, þá gat engum leiðst, því að alltaf hafði hann eitthvað að segja, einhver ný hlið kom gjarnan fram í máli hans, sem ekki hafði komið upp í hugann áð- ur. Já, í honum búa miklir hæfileik- ar og mikil orka, hann er eins og margir menn, eða segja mætti, að hann sé margra manna maki á hinu andlega sviði. Einhver sagði í mín eyru, að hann væri eins og Jakobsbrunnurinn, þar þryti ekki vatn og svaladrykk þyrstum veg- faranda. Og svo að ég haldi þess- ari líkingu svolítið lengra, þá var það vissulega hin mikla gæfa í lífi dr. Jakobs að helga þjónustu sína honum, sem einn getur gefið hið lifandi vatn. Það var því að vissu leyti erfitt hlutskipti fyrir mig að setjast við hlið hans og verða samverkamað- ur hans. Ég gerði mér það strax ljóst, að á mörgum sviðum gat ég ekki haft tærnar, þar sem hann hafði hælana. En samt sem áður var samstarf okkar og samvinna með ágætum. Ég eignaðist í hon- um hlýjan bróður eða góðan föður, sem alltaf var reiðubúinn að rétta mér ungum og óreyndum borgar- presti bróðurlega og föðurlega hönd. Ég lýk ekki svo máli mínu, að ég minnist ekki á konu hans, hinn ágæta lífsförunaut hans, frú Þóru Einarsdóttur. Hún hefir staðið við hlið hans og stutt hann í ábyrgð- armiklu starfi frá fyrstu tíð til þessarar stundar. Samlíf þeirra og hjónaband hefir áreiðanlega verið með hinum mestu ágætum, og þetta hefir hann kunnað að meta og ætíð látið konu sína njóta sannmælis og þakkað henni svo sem verðugt er. Við höfum ekki slitið sambandi eða vináttu, þótt hann hafi horfið frá þjónustu við Hallgrímskirkju, vinátta okkar er alltof djúpstæð til þess, þó eru fundir okkar nú- orðið of fáir. Það er venja mín, síðan hann hætti prestsþjónustu, að bjóða honum prédikunarstólinn í Hallgrímskirkju a.m.k. einu sinni á ári, og jafnan hefir hann tekið því boði. Mér finnst ótrúlegt, hve þessi tíu ár síðan hann hætti þjónustu hafa liðið fljótt. Ég kalla hann alltaf „kollega" þegar við tölum saman, og mér finnst hann ennþá standa við hlið mína, enda gerir hann það vissulega í „anda og sannleika". Góði vinur. Við Herdís árnum þér heilla og blessunar á merkum tímamótum, svo og konu þinni og fjölskyldu. Ég veit, að þú varðveit- ir góðvildina, gleðina og glettnina allt til hinstu stundar. Ragnar Fjalar Lánisson 85 ara: Þórhildur B. Jóhannes- dóttir - Afmæliskveðja Hún fæddist að Víkingavatni, Kelduhverfi, 20. janúar árið 1899. En þar bjuggu foreldrar hennar, Jóhannes Sæmundsson og Sigríð- ur Þórarinsdóttir, hjón. Þau voru bæði úr Þingeyjarsýslum. Með foreldrum sínum ólst hún upp og með systkinum sínum Guðrúnu og Þórarni. Ung að árum létti Þórhildur heimdraganum og réðst starfs- stúlka að Kristnesi. Starfaði hún þar í fjögur ár. Þar urðu örlög Þórhildar ráðin. Á Kristneshæli var þá Ásmundur Eiríksson frá Reykjarhóli í Fljótum norður. Gengu þau í hjónaband 12.12. 1932. Arthur heitinn Gook gaf þau saman á Akureyri. Hjónaband þeirra Ásmundar og Þórhildar varði í 43 ár. Var það mjög farsælt og elskulegt. Heimili þeirra stóð um fjölda ára um þjóð- braut þvera. Gestrisni var þar í hávegum höfð, svo landskunnugt er. Þúsundir innlendra og er- lendra manna hafa þegið beina á heimilinu og var engum gert mis- hátt undir höfði, heldur elskuleg- heit sýnt öllum jafnt. Ásmundur var forstöðumaður fyrir Fíla- delfíusöfnuðinum um 22 ára skeið og fylgdi starfinu mikill gesta- gangur og risna. Ásmundur and- aðist 12. nóvember 1975. Frá árinu 1945 bjuggu þau hjón í Fíladelfíu. Þórhildur heldur þar heimili ennþá. Sami andi hvílir þar yfir vötnum, sem ætíð fyrr. Þórhildur heldur ennþá furðu- lega góðri heilsu. Hún er svefnlétt, sporlétt og lundlétt. Fjöldi manns drekkur kaffi hjá henni daglega og þar er ávallt opið hús. Hvaða þýðingu þetta hefir fyrir starf- semi safnaðarins getur enginn út- grundað. Þórhildi hefi ég þekkt persónu- lega frá því ég var 16 ára. Skuggi hefir aldrei borið þar á milli. Leit ég til hennar sem unglingur sem andlegrar móður og er hún það ennþá. Það hefir verið mér alla tíð ómetanlegt. Nú við þessi tímamót eru Þór- hildi sendar hugheilar óskir um fagurt og bjart æfikvöld. Við hækkandi sól og bjartari daga eru Þórhildi sendar hugheilustu óskir frá vinum hennar, vandamönnum og trúsystkinum. Einar J. Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.