Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Myndlist Bragi Ásgeirsson Á jóladag lést í húsi sínu á Palma de Mallorca hinn heims- frægi myndlistarmadur Joan Miró liðlega níræður að aldri. Miró, sem telst með fjölhæfustu myndlistar- mönnum aldarinnar, jafnvígur í málverki, grafík sem höggmynda- list, var fæddur í Montroig í ná- grenni Barcelona, hinn fjórða apríl árið 1893. Myndheim sinn byggöi hann öðru fremur á erfðavenju í katalónskri alþýðulist, sem hann yfirfærði á samtímann — há- þróaða og byltingarkennda mynd- Miró við vinnu sína. Sjálfsmynd, Vauvenargues (1919) list aldarinnar. Ásamt löndum sín- um, þeim Pablo Picasso, Salvador Dali og Juan Gris, gerði hann spænska list að stórveldi í nýlist- um heimsins á tuttugustu öldinni. Miró var sonur allvel efnaðs gullsmiðs, fjölskylda hans var frá Palma de Mallorca og hafði snemma snúið sér að leirkerasmíði — og þannig var handverkið ríkur þáttur í eðli hans. Miró hóf nám við fagurlista- skólann í Barcelona fjórtán ára að aldri en undi sér ekki innan veggja hans vegna hinna, að hans mati, stöðnuðu og íhalds- Kona og fugl undir mána (1944) sömu kennsluhátta. Foreldrar hans tóku þá til bragðs að láta hann hætta námi og vinna fyrir sér sem kaupmaður. En árið 1912 sneri hann sér aftur að málaralistinni með samþykki foreldranna og gerðist þá nem- andi í „Akademi Gali“ í Barce- lona. Allt fór þó á sömu leið og honum fannst ekki jarðvegur þar fyrir skapandi viðleitni og hvarf úr skóla árið 1915. Vann þar eftir sem frjáls og skapandi listamaður. Hið merkilega við þetta er að löngu seinna, eða á árunum 1938—40, er áhugi hans vaknaði aftur á raunsæinu gekk hann daglega á Akademi de Grande Chaumiere í París og vann eftir módelum. En hér var hann einnig trúr sjálfum sér og stöðugri leit sinni að rökréttri útrás sköpunarhæfileika sinna. Uppspretta listar Miró var hið rómanska-katalónska málverk ásamt alþýðulist — en hann tengdi þau áhrif fljótlega evrópskum nýlistarstraumum. Hann verður fyrir greinilegum áhrifum af Paul Cézanne, van Gogh og Henri Matisse. Ein- kennandi fyrir list hans á þeim árum var ofsafengin mynd- hrynjandi er setti myndbygging- una í bakgrunninn. Tímabilið hefur stundum verið nefnt „katalónski Fuvisminn". Hann kynnist listakaupmanninum Joseph Dalmau er studdi við bakið á ungum framsæknum katalónskum myndlistar- mönnum og árið 1918 heldur hann sína fyrstu einkasýningu. Árið 1919 kemur Miró í fyrsta skipti til Parísarborgar þar sem hann kynnist Picasso, sem kaup- ir af honum sjálfsmynd er hann málaði í Vauvenargues undir áhrifum frá Henri Rouseau. Á næstu árum einkennast myndir Miró af kúbistískum áhrifum er hann yfirfærir í flatarmálslega myndbyggingu t.d. í myndum af nöktum konum — samfara áhrifum af skreytikenndri list Matisse. Hann vinnur í níu mán- uði að mikilli mynd, er hann málaði í Montroig, Barcelona og París, en hún markaði tímamót á ferli hans („Sveitasetur" 132x147 sm). Myndin tilheyrir safni Mrs. Ernest Hemingway, New York. Um þessa mynd sagði Ernest Hemingway rétt eftir að hún hafði verið máluð „Myndin hefur allt í sér, sem maður finnur og upplifir þegar maður er á Spáni, . o y— Mynd af lftilli stúlku (1918) og allt, sem maður finnur og upplifir þegar maður er farinn þaðan og getur ekki snúið aftur." Eftir þetta þróar hann á næstu árum þann sjálfstæða stíl sem hann er heimsþekktur fyrir og byggist á óheftri útrás hug- myndaflugsins i anda frjálsrar kalligrafíu (austurlenzkt letur) og hvers konar myndræns tákn- máls. Árið 1924 var Miró einn af þeim er skrifuðu undir opið bréf (manifest) súrrealistans André Bretons og sýndi með þeim árið eftir. Hann tileinkaði sér þó ekki með öllu kenningar súrrealist- anna og á þessum árum voru á meðal vina hans jafn ólíkir myndlistarmenn og Max Ernst, Yves Tanguy, Marchel Duchamp og Alexander Calder. Allir þess- ir menn urðu fyrir áhrifum hvor frá öðrum, hann gerir t.d. ásamt Max Ernst leikmynd við ballett- inn Rómeo og Júlía eftir Serge Diaghileff árið 1925. Óheft og lífræn málverk Joan Miró hafa oft verið skilgreind sem mynd- ljóð vegna hins tón- og ljóðræna yfirbragðs þeirra. í þeim kemur greinilega fram katalónsk skap- gerð — litimir eru í senn hátt- stemmdir og blæbrigðaríkir, jafnframt því sem myndirnar hafa yfir sér dulrænan og trúar- legan blæ. Sem slíkar höfða þær til alþýðulistarinnar og eru verð- ugt framhald listhefðar heima- héraðs hans Katalóníu. Og við Katalóníu hélt hann alla tíð tryggð, hvað sem aðrir sögðu, rituðu og gerðu. Hann taldi sig ekki endilega Spánverja heldur öllu fremur Katalóníumann en hann var á móti aðskilnaði því að hann vildi sameiningu alls Spánar, allrar Evrópu og alls heimsins. Grafískar myndir hans, svo og önnur hliðarathafnasemi, eru í ætt við málverkið en höggmynd- irnar eru kafli útaf fyrir sig svo sérstæðar sem þær eru þótt jafnan kenni maður Miró að baki þeirra. Yfir þeim er einhver magnaður og ástþrunginn (eró- tískur) blær enda notar hann sér óspart hvers konar kyntákn. Ekki er nema hálft ár síðan hann sýndi í hinum virta sýn- ingarsal „Galerie Adrien Maeght" í París skúlptúr og gvass-myndir (gouache) og voru myndirnar margar aðeins árs- gamlar. Engin ellimörk er hægt að sjá á þessum myndum þótt að tæp- lega níræður maður væri þar að verki. Þannig má segja að Miró hafi verið kornungur í list sinni allt sitt líf og gefið kynslóðabils- hugtakinu lagt nef. Menn athugi að hann gerði þessar myndir mjög hjartveikur og sjóndapur en hver getur séð það á þeim? Miró gafst aldrei upp, þessi smá- vaxni stórbrotni maður vann að list sinni I einrúmi og fjarri skarkala heimsins og þó voru myndir hans gerðar í þunga- miðju listar Evrópu. En þessi þungamiðja var vinnustofa hans ásamt lifandi og frjórri sál - katalónskri út í fingurgóma. Bragi Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.