Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 65 Þaö var fált sem nornir vissu ekki um jurtir og notkun þeirra. Sumt af þeirri vitneskju hefur nú veriö hafiö til vega og viröingar i nýjan leik. Fall babýlónsku himnadrottn- ingarinnar hefur verið langt og mikið, uns hún varð að veður- barinni, gamalli norn. En það er fall, sem vert er að gefa gaum að. Því það sýnir hvernig hug- myndaheim ar trúarbragðanna hlaðast hver ofan á annan uns guðir — eða gyðjur — gærdags- ins verða að djöflum hins nýja siðar. Allt, sem eftir er af hinni mik- ilfenglegu móðurgyðju til forna, l okkar andlega gjaldþrota menningu, eru þrjú hugtök; nornin illa, hin óspjallaða mey og hin „alþýðlega" móðir nátt- úra. Galdrar og galdrafár Þegar talað er um galdra, verður að draga skörp skil milli galdraiðkana og galdratrúar, sem alltaf hafa verið til staðar annars vegar og hins vegar galdrafársins; skipulegra ofsókna á hendur nornum á ákveðnu tímabili nútímasögunn- ar, sambærilegra við það, sem gerðist á valdatíma Hitlers og Stalíns. Á þessu tímabili var geysileg- ur fjöldi fólks (flest konur) ofsóttur af samborgurum sínum (oftast karlmönnum) og dæmdur til að líða hræðilegan dauðdaga — fyrir „glæpi" sem í dag virð- ast út í hött. Og það var ekki skríllinn, sem felldi dómana heldur lærðustu og trúuðustu menn sinnar samtíðar. En hvers vegna þessar ofsa- fengnu ofsóknir og skipulega út- rýming á tímabilinu frá fjórt- ándu öld og fram á þá sautj- ándu? Snemma á miðöldum hélt kirkjan því fram að gandreiðar norna um himinhvolfið væru tál- mynd, sjónhverfing ein, sem Satan sjálfur stæði fyrir. Þegar líða tók á miðaldir breytti kirkj- an afstöðu sinni og nú varð það að villutrú, að trúa því ekki að nornir gætu í raun og veru flog- ið. Hundruðir þúsunda, hvar af u.þ.b. átta af hverjum tíu voru konur, voru nú sendar á bálið fyrir að Játa“ — eftir að hafa mátt þola lygilegustu pyndingar — á sig það, sem nokkur hundr- uð árum áður hafði verið yfirlýst óframkvæmanlegt; að fljúga um loftin blá til nornamóta, hvar sá vondi sjálfur var mættur, hafa við hann samræði og játast hon- um til eilífðar. Sú, aem hér er um þaö bil aö minnir grunsamlega i höfundinn enda ævina i bálkeatinum, fútliti. Gyöjan hvíta er nifrænka nornar■ innar ógurlegu. Samfélagið var í upplausn og kirkjunni stafaði sífelld ógn af bændauppreisnum og ýmsum sértrúarsöfnuðum. Ráðið, sem kirkjan brá á til þess að missa ekki tökin á lýðnum, var að koma ábyrgðinni á slæmu þjóð- félagslegu og efnahagsiegu ástandi af sér — og aðlinum — yfir á konur, sem fóru gandreið um loftið, eyðilögðu uppskeru, komu kornabörnum fyrir kattar- nef og leiddu plágur yfir búpen- ing. Þannig tókst kirkjunni að finna sér blóraböggul og koma jafnframt fram í hlutverki verndara almennings gegn hin- um illu öflum. Þegar komið var fram á átj- ándu öld og ekki lengur þörf fyrir nornina sem blóraböggul, hvarf hún inn í ævintýrabækur, kvæði og þjóðsögur. Þar lá hún í dvala þangað til á tuttugustu öldinni, að menntuð millistétt i leit að lífsfyllingu, leið á hefð- bundnum trúariðkunum í leit að endurreisn á fornum goðsögnum, tók hana upp á arma sína. Að verða norn Sú — eða sá — sem tæki þá ákvörðun í dag, að gerast norn og færi á stúfana í leit að viðeig- andi félagsskap, ætti á hættu að lenda í mestu vandræðum með Húa alavnesku nornarinnar Böbu Jögu ynni ef til vill ekki til fyratu verölauna í aamkeppni Húaa og híbýla eöa Bo Bedre um hlýleguatu vistarveruna en hefur þó dugað rúaaneakum foreldrum vel til þesa aö hræða börn sín t:l hlýðni í aldanna ria. að gera upp á milli þeirra fjöl- mörgu, sem gera tilkall til titils- ins. Þar má nefna djöfladýrkendur — (sem eru sönnum nornum alls óviðkomandi, þar eð þær geta rakið ættir sínar mun lengra aftur en til þess tíma er Lúfsífer steyptist af himnum ofan þó að óvandaðir aðilar hafi seinna meir reynt að spyrða þær saman við hann) — Gardnerísk norna- klaustur, (fylgjendur Geralds Gardner, sem íslendingar myndu sennilega kalla seið- skratta frekar en norn, þar eð hann er karlmaður). Mið-evrópsk nornaklaustur, „Streghe", (ítalskar nornir) fem- ínistanornir, sem dýrka veiði- og frjósemisgyðjuna Díönu og sjálfskipaða „nýheiðni" hópa, af öllum stærðum og gerðum. Allt frá þeim, sem dýrka Afródítu til Ferafariana, sem leggja aðal- áhersluna á að „ná sambandi við dularmögn óspilltrar náttúru" og helga sig ljóðrænum samruna náttúruverndar og listar. Oft vaknar áhugi fólks á fjöl- kynngi af röngum hvötum. Það vill ná sér niðri á óvinum sínum, komast í kynsvall eða hneyksla foreldra sína upp úr skónum. En einnig er að finna fullkomlega rökréttar ástæður fyrir aðdrátt- arafli galdra; þörf fyrir að snúa aftur til trúariðkana þar sem náttúran er í hávegum höfð, þörf fyrir að sættast við það sterka afl sem kynhvötin er í lífi okkar, efasemdir um gildi og innihald viðurkenndra trúarbragða og löngun til þess að tileinka sér ævafornar aðferðir á sviði hug- leiðslu og lækninga. Annars eru kenningarnar jafn margar og nornirnar, sem fóru á bálið forðum. Ahangendur Freuds myndu til dæmis vænt- anlega halda því fram, að þörfin fyrir að trúa á ára — í hvaða mynd sem er — sé yfirfærsla á löngun einstaklingsins til þess að vinna einhverjum illt. Hverj- um, kæmi í ljós þegar viðkom- andi óvættur tæki á sig mynd. Þannig yrði gamla nornin að vondu móðurinni og sú unga, fal- lega, að því sem bannað er að girnast. Nokkrar valinkunnar nornir úr þjóðsögum Á einum stað í bókinni segir höfundurinn: — Þú tókst þér ekki þessa bók í hönd af yfir- þyrmandi áhuga á „nýheiðnu endurvakningunni". Astæðan fyrir því að þú tokst hana upp er einfaldlega sú, að líkt og höfund- urinn og teiknarinn hefur þú síð- an í bernsku verið undir áhrifum nornarinnar — á köflum hrein- lega altekin af henni. Snúum okkur því að henni þar sem hana er að finna — innra með okkur sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.