Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 59 Um þessa mynd segir Halldór: „Þessi raynd er tekin, þegar vid sýndum Stokkhólma-Rauð 618 meó afkvæmum í fyrsta og eina skipti á Vindheimamelum. Lengst til hægri er ég á Rauð, en síðan kemur Þórólfur Pétursson, Halldór Jónsson — afbragðsmaður sem lengi hefur verið hjálparhella mín og hægri hönd — Eysteinn Jóhannsson, Pétur Sigurðsson á Hjaltastöðum og kona mín, Þórdís Jónsdóttir. Þau sitja þarna þau fimm hross undan hestinum, sem búið var að temja.“ Ljósm: Anders Hansen. Ungir stóðhestar undan Stokkhólma-Rauð 618. Þeirra er að taka upp merki ættföðursins að honum föllnum og ef til vill leynist í þessum hópi afburðahestur, sem mun bera hróður skagfirskra hrossa vítt um landið og til útlanda. hjá hrossaræktarráðunautunum? „Já, það er rétt, enda kemur bæði til að ráðunautarnir eru ekki alvitrir, og svo hitt, að margir eiga erfitt með að sætta sig við harða dóma á hrossum sínum. Þegar Theódór hætti sem ráðu- nautur, kom Gunnar Bjarnason á skellinöðrunni og tók við. Ég man eftir einni sýningu, þar sem Sig- urður í Krossanesi sýndi jarpan graðfoia frá Löngumýri. Hestur- inn fékk ekki fyrstu verðlaun, og Sigga stórmislíkaði og reið marga hringi kringum Gunnar á þeim jarpa og sló til hans með svipu sinni og skammaði ráðunautinn óskaplega! Skýringin á þessu var meðal annars sú, að Gunnar var mennt- aður kaupstaðarstrákur, sem menn héldu að þekkti ekki gang- tegundirnar. Hann hefur nú mikið breyst síðan! — Það hafa fáir meira vit á hrossum og hrossa- rækt en Gunnar og ég hef lært meira af honum en nokkrum öðr- um hestamanni og á vonandi eftir að læra meira. — Jafnframt held ég svo að ég hafi getað komið að einhverju lítilræði hjá Gunnari í staðinn, eins og meðal annars sést á því að nú metur hann að ég held gamla Stokkhólmakynið meira en Hornafjarðarhrossin, og raunar tími til kominn!" — Já, Gunnar hefur löngum þótt hallur undir Hornafjarðar- kynið? „Já, en satt að segja held ég að hann hafi metið heimasæturnar hornfirsku meira en hrossin, en hann á svo góða konu að hann þarf ekki að sækja neitt til Hornafjarð- ar í því efni. En talandi um gamla Stokkhólmastofninn, þá má geta þess, að Gunnar vinur minn segir Stokkhólmahrossin flest komin út til Þýskalands. Ég tel mig vita betur og mun gera mitt besta til að ná kyninu upp aftur. Nú á ég fimm hvítar hryssur af þessu kyni og ungan graðhest með sama lit, af þessum gamla stofni." Ræktun Svaðastaðahrossa — Auk Stokkhólmahrossanna hefur þú svo verið með Svaða- staðahross, hafa þau ekki verið aðalatriðið í ræktun þinni undan- farin ár? „Það er nú kannski erfitt að segja hvað hefur verið aðalatriði í ræktuninni í þessu tilliti og hvað ekki. Þegar ég keypti Stokkhólma af föður minum, hafði jörðin verið í eyði í nokkur ár, en ég keypti bæði jörðina og flest hrossin sem þar voru, en flest þeirra voru af gamla Stokkhólmakyninu. Með þeim hófst mín ræktun. — Ýmis- legt hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef ekki fengist ein- göngu við ræktun þessa stofns, skortur á afburða stóðhesti af stofninum hefur meðal annars komið til, en nú vona ég að brátt megi ráða bót á þeim vanda. Fyrir utan Stokkhólmastofninn hef ég svo verið með Svaðastaða- hross, eða austan-vatna-hross úr Skagafirði. Ég hef aldrei ræktað önnur hross en skagfirsk. Þegar Jón bóndi á Hofi á Höfðaströnd hætti að búa, keypti ég stóðið af honum. Þetta voru afbragðs hross, enda tel ég Jón hafa verið einn af mestu hestamönnum í Skagafirði á sinni tíð, glöggur á hross og af- buróa tamningamaður. Þá get ég nefnt, að eitt sinn keypti ég fimmtán hryssur og þrjá unga stóðhesta í Kirkjubæ og sumar af mínum bestu hryssum hef ég keypt hjá Friðrik bónda Pálma- syni á Svaðastöðum. Friðrik er af- ar hestglöggur maður og hann geymdi hrossin fyrir mig í nokkur ár. Svo glöggur er Friðrik á hesta, að sæi hann einu sinni hross hjá mér, þekkti hann það alltaf aftur. Enn get ég svo nefnt það, að mjög margt góðra hrossa hef ég keypt úr stóði Sigurmons Hartmanns- sonar í Kolkuósi, þar eru kosta- mikil hross eins og alþjóð veit.“ — Og einn frægasti stóðhestur þinn kom þaðan? Stokkhólma-Rauður 618 frá Kolkuósi „Já, sá frægasti og sá besti, Rauður 618, sem ég hef kallað Stokkhólma-Rauð, þótt ýmsir virðist eiga erfitt með að kyngja því nafni. Það er vandi að eignast eða koma sér upp nægilega góðum stóðhesti, og marga eignaðist ég góða en lengi engan nógu góðan. Pétur bróðir minn á Hjaltastöðum átti hins vegar afskaplega falleg- an hest, Rauð 618 frá Kolkuósi, sem var hreinn Svaðastaðahestur af Kolkuósslínunni. Pétur sýndi Rauð á landsmótinu á Hólum 1966 og það öfunduðu hann allir af hestinum fyrir mótið. Þegar hann kom heim með hestinn að mótinu loknu var hann á hinn bóginn ekki öfundsverður. Svo hart var Rauð- ur dæmdur af „snillingunum" þar, að dómurinn var að mínu mati ekkert annað en geldingadómur. Eg hreifst hins vegar mjög af hestinum, og falaði hann nú af Pétri að mótinu loknu og var það auðsótt mál eftir Hólaferðina. Mér var á hinn bóginn mikill vandi á höndum eftir þetta mót. Ég var með hest, sem ég efaðist ekki um að byggi yfir miklum hæfileikum og miklu kynbótagildi, en örðugt gat reynst að sanna ágæti hans eftir Hólamótið. Ég ákvað þó að reyna til þrautar, skírði Rauð upp og nefndi hann Stokkhólma-Rauð, svona eins og til að leggja áherslu á að ég stæði eða félli með hestinum. Hestinn notaði ég svo á-hryssustofn minn, sem var ágætur og kostamikill. Stokkhólma-Rauður var stór, al- hliða gæðingur, hágengur töltari og flugvakur og með sæmilegt brokk. Viljinn var mikill, en lund- in ljúf. — Gallalaus var hesturinn þó ekki frekar en önnur hross, svo sem sjá má af því að ef hryssurnar voru mjög gangsamar, vildu koma of skeiðlægir hestar undan hon- um. Það, sem á hinn bóginn ein- kennir þorra afkvæma hans, er af- burða mikið gangrými." Stokkhólma-Rauður fer að Hólum — Og smám saman hrakti hest- urinn dóminn frá Hólum 1966? „Já, svo sannarlega. Ég notaði hestinn á hryssurnar mínar, tók þá áhættu að fara eftir eigin hyRgjuviti í stað þess að hlíta geldingardómi hinna hálfmennt- uðu „snillinga". Ég vildi standa eða falla með Rauð, og hætta þessu ef illa færi. Það varð þó ekki, því hesturinn óx jafnt og þétt í áliti, og að því kom að Þor- kell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur kom til mín og óskaði eftir því að fá hestinn leigðan á kyn- bótabú ríkisins á Hólum í Hjalta- dal, en þar er sem kunnugt er unn- ið að ræktun Svaðastaðahrossa. Ég var satt að segja mjög undr- andi á þessari bón Þorkels, en hann sagði Rauð vera eina stóð- hestinn, sem gæti bjargað rækt- unarbúinu á Hólum. Ég svaraði Þorkeli neitandi, sagði að hann fengi ekki Stokkhólma-Rauð, gat þess að ég hefði alltaf talið hann fyrstu verðlauna hest, en þó væri þeim nær að notast við þá hesta, sem þeir hefðu dæmt til fyrstu verðlauna. Þorkell gafst þó ekki upp og loks lét ég hestinn eftir á SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.