Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 63 Reykjum þennan aldarfjórðung? Skólasetrið var byggt upp að nýj- um húsum: Stórt og vandað skóla- hús með mörgum nýtískulegum skólastofum, heimavistarhús fyrir nemendur, margar kennaraíbúðir, veglegt íþróttahús með rúmgóðu áhorfendasvæði, byggðasafn o.fl. Aðsókn að skólanum óx jafnt og þétt og var flest árin miklu meiri en hægt var að rúma með góðu móti, en það eru 140—150 nemend- ur. Það fór orð af skólanum fyrir góða stjórn, ágætan námsárangur, fjölbreytt íþróttastarf, eins og best kom fram í þátttöku skólans f ýmsum fimleikamótum, fjölþætt félagslíf og reglusemi. Foreldrum þótti gott að vita af börnum sínum á slíkum stað á viðkvæmum aldri. Um langt skeið fór slíkt orð af Reykjaskóla að mér er nær að halda, að hann hafi verið í fremstu röð allra skóla í landinu, hvað varðar holl og góð uppeldis- áhrif. Hef ég þar fyrir mér orð manna, sem gerst áttu að þekkja til. Ólafur var vandur að vali kenn- ara. Honum var ljóst af langri reynslu, að árangur og orðstír skóla, helgast af samhentu og áhugasömu kennaraliði, sem hvort tveggja í senn hefur góð uppeld- isáhrif á nemendur og nær góðum árangri í kennslu. Markmið hans var góður aðbúnaður fyrir nem- endur, góð starfsskilyrði fyrir kennara og valinn kennari f hverju starfi. Þá vissi hann að árangurinn léti ekki á sér standa. Ekki skal ég fullyrða að þetta hafi alltaf tekist, en hitt vissi ég, að vel og samviskusamlega var að þessu unnið og orðstír skólans var góð- ur. Og það sem meira var, þetta var metið að verðleikum. Var ánægjulegt að fylgjast með því, hversu foreldrar, skólanefnd og yfirstjórn menntamála viður- kenndu og þökkuðu það fjölþætta menningar- og uppeldisstarf, sem unnið var í Reykjaskóla, og sýndu Ólafi sóma við ýmis tækifæri, al- veg sérstaklega, þegar hann lauk störfum á 50 ára afmæli skólans 1981. Þá fékk hann margar góðar gjafir — sem vott þakklætis og vináttu — frá mörgum sem skóla- starfið snertir með einhverjum hætti m.a. menntamálaráðuneyt- inu, sem mun heldur fátítt. Þegar rætt er um farsælt og óvenju árangursríkt skólastarf Ólafs H. Kristjánssonar, skal því ekki gleymt, að við hlið hans stóð frábær kona — kennari og hús- móðir — sem tók þátt í skóla- starfinu, beint og óbeint af lífi og sál. Ólafur kvæntist 7. júni 1941 Sólveigu Kristjánsdóttur, bónda í Tröð í önundarfirði Hagalínsson- ar. Hún hefur ekki aöeins verið handavinnukennari við skólann öll þessi ár, heldur og húsmóðir á skólastaðnum, sem gerði sér far um það, að smekkvísi og góð um- gengni væri þar ráðandi. Góður skóli á Reykjum var henni brenn- andi áhugamál, ekki síður en ólafi. Hygg ég heldur fátítt að konur skólastjóra í heimavist- arskólum leggi jafn mikið af mörkum til skólastarfsins og Sól- HÚS- BYGGJENDUR Til afgreiðslu af lager: Niðurfallsrör Rennubönd Þakrennur Þakgluggar Þaktúður Gaflþéttilistar Kjöljárn Klippt og beygt járn af ýmsum gerðum. Öll almenn blikksmíði. 'B BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari upplýsinga aö Sigtúni 7 Simh29022 veig gerði í Reykjaskóla. Á þetta er ekki minnst hér til að draga úr neinu því, sem áður er sagt um Ólaf, heldur til að benda á þann mikla árangur sem næst, þegar samhent hjón — búin miklum hæfileikum — leggja sig bæði fram í skólastarfinu. Þau hjónin hafa eignast fjóra mannvænlega syni, sem eru þessir taldir í aldursröð: Kristján, lög- fræðingur Kópavogskaupstaðar, Páll, íþróttakennari í Garðabæ, Þórður, lögfræðingur, forstöðu- maður bankaeftirlits Seðlabank- ans, og Ástmar, við tónlistarnám í London. Ég gat þess í upphafi, að það hafi verið mat okkar í kennara- skólanum að ólafur væri traust- vekjandi og vel til forystu fallinn. Með lífsstarfi sínu hefur ólafur staðfest það, að þetta var réttur spádómur. Mikil gifta hefur fylgt störfum hans. Það leika ekki allir eftir að vera kennari og skóla- stjóri í 45 ár og njóta þeirrar mannhylli, tiltrúar og velvildar, sem hann hefur hvarvetna notið. Það er mikil lífshamingja. Við 70 ára tímamótin fagnar hann góðri heilsu — andlega og líkamlega — og getur litið björtum augum til framtíðarinnar. Að lokum vil ég flytja ólafi bestu hamingjuóskir á 70 ára af- mælinu, með þakklæti fyrir liðna tíð. Undir það veit ég að öll bekkj- arsystkini okkar taka, sem prófi luku í kennaraskólanum vorið 1936 — og mega enn mæla — ásamt fjölda annarra samferða- manna hans frá liðnum áratugum, hvort sem er úr skólastarfi og fé- lagsmálum. Megi allar góðar vætt- ir fylgja þeim hjónum á ófarinni ævibraut. Dan. Ágústínusson VHS -Vkteóhornið - Beta Nýtt efni í VHS — hljómsveitirnar Rolling Stones og Nazareth — North Sea Hijack — Roger Moore — Great Scout — Lee Marvin — Tess — Natasha Kinski — Night Hawks — Mickey and Nicky — Peter Falk — The Sting — Paul Newman — Robert Redford — The Kill- ers. Höfum fengiö nýtt barnaefni, leigjum út tæki — seljum óáteknar spólur. — Hringiö og viö tökum frá fyrir ykkur spóluna ef hún er inni. Videóhornid, Fálkagötu 2, sími 27757. Opiö kl. 14—22. Gódcm daginn! Gott ráð gegn ryði Já, Ryövarnarskálinn er nú með nýtt „tromp“ í ryðvarnarábyrgð 6 ára ryðvarnarábyrgð fær hver sá bíll af árgerð 1984 sem ryðvarinn er í Ryðvarnarskálanum. Já, ábyrgð, þar sem Ryðvarnarskálinn og starfsmenn hans eru ábyrgir ef skaði verður. (Takið eftir: R.V.S. og starfsmenn.) Því er það okkar stærsta áhugamál að verkið sé vel unnið. 7 ára reynsla af 5 ára ábyrgðinni, sem 3400 bifreiðaeigendur notfæra sér nú, hefur sannað okkur að við höfum náð frábærum árangri. Höfum ryðvarið um 19.000 nýja bíla og fengið aðeins 17 ryðtjón. Ryðvarnarskálinn er sérhannað fyrirtæki með þurrkskápa. Ryðvarnarskálinn er með viðurkenndustu ryðvarnarefnin, vegna þess að Ryðvarnarskálinn verður að tryggja sig gegn ryðskaða. Ryðvarnarskálinn verður að tryggja þig gegn ryðskaða. Þessi umboð eru fastir viðskiptavinir og eru með 6 ára ryðvarnarábyrgð á sínum bílum, sem ryðvarðir eru hjá Ryðvarnarskálanum. [h]hekla hf L|Laugavegi17Q-172 Sírm 21240 HGhto JÖFUR HE Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 m TÖGGURHR UMBOÐiÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI81530 HONDA Á ÍSLANDI VATNAGARÐAR 24 104 REYKJAVÍK ir hf. Bifreiðar og Landbúnaðanéiar hf Z! ■ 'JuiSííj SuðurtwxMxMl 14 - Um 3M00 - 112M ■ | umboðið Ingvar Helgason EGILL VILHJÁLMSSON HF. Ryóvarnarskálinn Sigtúni5 Simi 19400 - F’ósthólf 220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.