Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Baba Yaga N^RNIR Hún er mannæta af slavnesk- um uppruna, sem sveimar um skýin í fylgd með félaga sínum, dauðanum. Hún ferðast oft í djúpu kari, og spillir veðrum og í „kjölfar" hennar koma hvirfilvindar og Nornir kunnu ýmislegl fyrir aér i aviði ástamála, byrluðu ástar- drykki og bjuggu til brúður sem áttu að vera eftirlíkingar af við- komandi elakendum og ajá til þeaa að þeir yrðu að eilífu aam- an bundnir. Þeim, aem hafa áhuga á að kynna aár aamaetn- ingu áatardrykkja og því um líkt, er annara bent á íalenaka þjóðhætti, því ainn er aiður í landi hverju. fellibyljir. Hún stelur börnum og ef þau eru sérstaklega óheppin étur hún þau. Heimili hennar er kofi, sem staðsettur er efst á tröllauknum kjúklingafæti. Fóturinn getur aldrei verið kyrr og því þyrlast húsið stöðugt í loftinu. Girðingin umhverfis þennan sérstæða bú- stað er úr stjökum og á hverjum stjaka er hauskúpa af barni. Foreldrar hræða óþekk börn sín með henni. Hún er því eins kon- ar slavnesk Grýla en heyrst hef- ur, að hún hafi einnig áhrif á innblástur og sköpunargleði — líkt og gyðjan hvíta, sem Robert Graves reit svo fagurlega um. Morgan LeFay Það fagra flagð, systir Arth- úrs konungs (þess með hring- borðið), ástmey galdramannsins Merlins og nemandi, á sennilega rætur sína að rekja til keltnesku gyðjunnar Morgan. í kristni dró nokkuð úr áhrifamætti hennar og hún varð að smámey eða álfa- mær, en þó gerðist galdur henn- ar svartari og verri viðureignar eftir því sem á leið. í sögunum um Arthúr konung, er hún allt í senn, seiðkona, grasalæknir, góð álfkona og undirförult flagð. Bæði gömul og ung, jafnt fugl sem kona. Eftir fa.ll Arthúrs bera hún og meyjar hennar lík hans burt í miðju öldurótinu í kvæði Malorys, Dauði Arthúrs. En í öðrum útgáfum þjóðsög- unnar er hún undirförult flagð, norn, sem reynir að tæla hinn göfuga riddara, Lancelot, til lags við sig og kemur upp um lauslæti Guinevera drottningar. Hún er líka ráðvillt kona af öðrum heimi, sem gerir örvæntingar- fullar tilraunir til þess að halda ástum dauðlegs manns. Morgan LeFay, eða Fata Morgana, eins og hún heitir á ítölsku, er dæmigerð útgáfa af Hvernig fóru þmr að því að fljúga? norn sem er útvötnuð útgáfa af hinni upprunalegu móðurgyðju. Sköpunargáfan hefur úrkynjast og er orðin að svörtum galdri. Baba Yaga hefur beðið sama álitshnekki, þó að á ólíkan — og mun óhugnanlegri — hátt sé. Hrói Höttur Eftir að Sir Walter Scott tók hann fyrir, hafa fæstir hugsað sér hann í nornalíki. En eldri þjóðsögur leiða berlega í ljós, að Hrói var „púkalegur" (ekki slangur) náungi, sem ríkti sem konungur yfir grænklæddri álfa- hirð sinni og vissi mun lengra en nef hans náði. örvarnar á boga- streng hans voru ekki gerðar af mannahöndum og félagar hans voru tólf. Hann, leiðtoginn, var sá þrettándi og þar með er kom- in hin slgilda meðlimatala nornaklaustra. Það er fleira sí- gilt við þennan félagsskap, sem sýnir að þarna voru dæmigerðar nornir á ferð (þó að orðið norn sé brennt inn í vitund okkar, sem samheiti við orðið kona, gátu — og geta — karlmenn líka verið nornir). Andsnúnir kerfi og klerkaveldi, rændu þeir frá hin- um ríku og gáfu fátækum og töfraskógurinn var kirkja þeirra. Þessir grænklæddu skóg- arpúkar virðast hafa verið leifar hinna fornu töframanna, sem hagnýttu sér fjölkynngi af list, löngu fyrir tilkomu kristninnar. Að Merlin sálfum frátöldum, er Hrói Höttur einhver almerkasta karlkyns norn, sem heimildir eru til um. Lokaorð höfundar Frá örófi alda fram á okkar dag hefur saga galdrafárs tengst hræðslu karlmanna við konuna órjúfandi böndum — tilhneig- ingu hinnar karlmannlegu und- irmeðvitundar til þess að leggja að jöfnu konur og ill öfl (eða a.m.k. hið óþekkta, sem haldið er vera af hinu illa). Þó að ævaforn menning Súm- era, Krítverja og Egypta bjóði upp á magnaða kvenguði, sem búa yfir jákvæðum (og einnig neikvæðum) mætti, þá gefur í klassískum bókmenntum oftast að líta skuggaleg flögð á borð við Kirkju, Medeu og Oenothiu. Konur, sem heilla við fyrstu sýn, en hafa það að markmiði að ræna karlmennina styrk þeirra og valdi. Það væri einfeldnings- háttur að ætla að með því að snúa þessari stöðluðu ímynd við, taka að lofsyngja hinar fornu gyðjur og afneita guðum Grikkja, gyðinga og kristinna manna, takist okkur að útrýma þeim myndum sem dýpsta GERIÐ VERÐSAMANBURÐ GOODÉYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ IhIHEKLAHF LanQavecji 170 172 Sími 21240 Til kraftavcrka sem þessa þarf gott jarðsamband. Það næst með GOODYEAR hjólbörðum. Gott samband jarðvegs og hjólbarða auðveldar alla jarðvinnu. Hafið samband við næsta umboðsmann okkar. Hitablásarar fyrir gas 09 oiíu Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.