Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 I langri og merkri sögu íslenskra sjósóknara fer lítiö fyrir sjókonum. Þó voru þær þarna og eru. Stundum er sagt að kvenna sé ekki getið á þeim vettvangi nema þær lendi í vandræð- um, klandri eða sjóslysum, svo notuð séu orð Þórunnar Magnúsdóttur sagnfræðings í eftirfarandi viðtali. En hún er einmitt að vinna að því að safna heimildum um konur sem sóttu sjóinn. Og það kemur í Ijós að konur tóku verulegan þátt í sjósókn á tíma áraskipanna. Og þótt sjósókn yrði al- farið karlastarf á seglskipum skútu- aldar, þá taka konur aftur mjög snemma þátt i útgerð á trillum heimil- anna og með stækkandi vélbátum verða þœr eftirsóttar um borð, gjarn- an sem matsveinar og oft um leið há- setar. Nú orðiðfara stúlkur oft á sjó nokkrar vertiðir. Auk þess sem þær hafa um nokkurt skeið verið loft- skeytamenn og meira að segja ágœtur kvenskipstjóri, enda konur farnar að afla sér slíkra réttinda með námi i sjómannaskólum. Er öll sú saga, sem Þórunn er að grafa upp, mjög athyglisverð og skemmtileg. Hún er þegar búin að skrifa í kandidatsritgerð sinni um sjósókn sunnlenskra kvenna á tímabilinu 1697 til 1980 og er á kafi í heimildaöflun um sjókonur um landið allt. Rit Þórunnar koma út á næstunni með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Til að fræðast um þetta náðum við tali af Þórunni þegar hún var í jóla- leyfi í Reykjavík, en hún kennir í vetur í Vestmannaeyjum. Fimm barna móðir og kennari Ferill Þórunnar Magnúsdóttur sjálfrar er býsna forvitnilegur. Hún er fimm barna móðir og kennari þegar hún hefur sagn- fræðinámið. — Ég er svo mikil barnakerling, sagði Þórunn hlæj- andi. Var ekki búin með kennara- námið þegar ég fór að eiga börnin. Kom svo aftur að því eftir 30 ár. Stóð þá á fimmtugu og var sam- tíða félögum næstyngsta barnsins míns. Lifandis ósköp var þetta unga fólk indælt, bætir hún við. Það kemur fram þegar við förum að spjalla saman að hún hafði all- an tímann haft áhuga á skólum og kennslu, fylgdist með námi barna sinna og var í foreldraráði við Melaskólann. Kannski sat það í henni að hafa ekki lokið kennara- náminu á sínum tíma. Því fór hún að kenna einn vetur og Broddi Jó- hannesson hvatti hana mjög til þess að koma í kennaraskólann, þar sem hún sat í fjögur ár. Sá þá að mikil umskipti höfðu orðið í kennslunni og tímdi ekki að hætta. Úr varð að hún tók stúd- entspróf 1973. En gegn um allt þetta hafði henni og leiðbeinend- um hennar verið ljóst að sagan var hennar óskaviðfangsefni. Þá var kominn til lánasjóður ís- lenskra námsmanna. Flest árin í sagnfræðinni í Háskólanum vann hún þó með námi. Samt ekki eitt árið og var þá svo áhugasöm að hún tók alla kúrsa, með þeim af- leiðingum að hún brann inni með nokkra, setn ekki komust fyrir í prófaskránni. En Þórunn segir að henni þyki jafn vænt um kennsl- una og sagnfræðina. Þetta tvennt togist alltaf á um sálina. Sjómenn sýna áhuga Þegar Þórunn Magnúsdóttir valdi sér að viðfangsefni íslenskar sjókonur, var hún fremur lött til þess en hvött. Fólk gerði sér ein- faldlega ekki ljóst að nokkur veru- leg brögð væru að því að konur sæktu sjó. Og að það væri þá áhugavert. Þegar hún í tímans rás hefur verið að leita upplýsinga, þá hefur hún fengið ákaflega góðar undirtektir hjá sjómönnum og mikið verið hringt til hennar frá ýmsum höfnum á Tandinu til að benda á eitthvert atriði eða veita upplýsingar. Eins sagði hún að starfsfólk Fiskifélags íslands hefði sýnt mikinn áhuga og elsku- legheit er hún sl. sumar fékk þar vinnuaðstöðu til að leita fanga í skýrslum aflatryggingasjóðs. Þórunn hefur sem sagt lokið kandidatsritgerð sinni um sjósókn sunnlenskra kvenna, aðallega frá verstöðvum í Árnessýslu og miðar þá við tímann 1697—1980. Af- markaði þar viðfangsefnið þannig landfræðilega og í tíma. En áður hafði hún skrifað BA-ritgerð sína um sjókonur á sama svæði fram til 1900. Var þá þegar orðið ljóst að sögu kvenna hafði ákaflega lít- ið verið sinnt og að engum stæði það nær að bæta úr en kven- * ' " Þórunn Magnúsdóttir viö höfnina t Vestmannaeyjum. hafi verið að konur stunduðu sjó frá þessum verstöðvum í Árnes- sýslu. Þá kemur víða fram hjá Sig- urði frá Flóagafli og Jóni á Hlíð- arenda í ölfusi, afa Þórunnar, að þeir þekktu sjókonur ... Svo tals- vert er til af bókfærðum upplýs- ingum um sjósókn kvenna áður en kom að skrásetningarskyldu. Ekki lét Þórunn sitja við upp- lýsingar um konur í Árnessýslu, en hefur haldið áfram að leita fanga um allt land. Svo víðtækt efni hefur hún orðið að taka í áföngum. Hún er þegar búin að fara um suður- og austurströnd- ina, allt til Húsavíkur, og leita heimilda. Hefur kannað skýrslur hjá sýslumannsembættunum og verið vísað á fólk, sem vissi um eða þekkti til sjókvenna. Þá koma konur mjög sterkt inn í myndina í skrifum Bergsveins Skúlasonar, sem hefur tekið saman mikið efni um sjósókn á Breiðafirði og kvaðst Þórunn honum mjög þakklát fyrir það sem hann hefur haldið til haga. Eins hafi Lúðvík Kristjáns- son verið geysilega hirðusamur um þess háttar upplýsingar f sínu mikla starfi. Þórunn hefur í hyggju að vinna sínar rannsóknir fyrst og fremst á grundvelli skýrslna. Hún hlaut rannsóknastyrk sem gerði henni kleift að vera sumarið 1983 við rannsóknir á skrásetningaskýrsl- um á landsmælikvarða. Þar má finna konur skráðar á skip frá 12 tonnum að stærð og upp úr, allt frá því skrásetningaskylda var í lög leidd um 1890. Skrásetning á skip fór þó misfljótt í gang, sumir byrjaðir að skrá á skipin fyrr og aðrir síðar. Þannig hyggst hún fá skjalfest sannindi um sjókonur í eina öld, sem enginn vafi getur leikið á. En ekki er farið út í per- sónusögur að sinni. Þó kveðst Þór- unn varla mundu stilla sig um að vinna efnið upp sem persónusögu, ef í ljós kæmi áhugi á því að fá efnið í bók fyrir almenning, og hefur raunar tekið niður nöfn á fólki út um land, sem látið hefur í ljós ósk um að fá slíka bók ef út kemur. Við þessar athuganir kemur fram að flestar konur sem skráðar eru á báta á seinni tímum eru matsveinar um borð. Sumar í senn hásetar og matsveinar. Hefur henni verið sagt að matsveina- Sjókonur óíaar á íslandi sagnfræðingum. Elsta heimild um konu sem sótti sjó í Árnessýslu var um Guðlaugu Þorvaldsdóttir frá Keldnakoti. Vitneskjan um hana kemur til af því að málaþras verður um hagi Guðlaugar 1697 og 1699 og í málgögnum er rækilega skjalfest að hún er sjókona og lá í sjóbúð á Stokkseyri. En Guðlaug þessi var systir Sigríðar í Bratt- holti, sem var ættmóðir Bergsætt- ar. Og í Árnessýslu hafa verið til- tölulega margar konur á áraskip- unum, að því er Þórunn segir. Hún bendir á að Brynjólfur frá Minna- -Núpi geti um konur sem rói með Þuríði formanni í æfisögu hennar. T.d. sagt frá sex öðrum konum með Þuríði formanni í brimróðri þegar skip Jóns í Móhúsum nær landi en annað skip ferst. Einnig segir hún að Vigfús Gumundsson fræðimaður frá Keldum , sem skrifaði um sjósókn og verslun- arhætti, hafi verið hirðusamur um að nefna konur. Jón Pálsson bankagjaldkeri getur um konur á sjó og segir almennt að algengt Ekki getið nema þær lentu í sjóslysum eða klandri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.