Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 endurshoóun hf Suöurlandsbraut 18, 105 Reykjavík, sími 86533 Það tilkynnist hér með að Heimir V. Haraldsson, löggiltur endurskoðandi hefur gerst aðili að Endurskoðun hf. ENDURSKOÐUN HF. löggiltir endurskoðendur GuðniS. Gústafsson Ólafur Nilsson Halldór Hróarr Sigurðsson Helgi V. Jónsson Sveinn Jónsson Heimir V. Haraldsson avaxta Tílbtinír beírifa dískínn! Þér getið valið á milli 6 tegunda af Kjama ávaxtagrautum. Jarðaberjagraut, apríkósugraut, sveskjugraut, rabarbaragraut, eplagraut eða rauðgrauts. íslensk framleiðsla. Hollur og bragðgóður grautur unninn úr ferskum ávöxtum. Ávaxtagrauturinn er tilbúinn, aðeins þarf að hella úr fernunni á diskinn, mjólk eða rjómabland út á, ef vill. Hentar við öll tækifæri, allsstaðar. Framleiðandi: Sultu og efnagerð bakara Bíohöllin: Daginn eftir — kvikmynd sem fjallar um kjarn- orkustríð og afleiðingar þess Þann 20. nóvember síðastliðinn sýndi ABC-sjónvarpsstöðin bandaríska myndina The Day After (Daginn eftir) sem gerð hafði ver- ið á hennar vegum. Fáar myndir hafa vakið eins mikla athygli og umræðu. Talið er að um 100 millj- ónir Bandaríkjamanna hafa séð myndina og vakti hún óhug mik- inn meðal flestra. Reagan forseti minnti fólk á að þetta væri aðeins kvikmynd. Skoðanir manna á boðskap myndarinnar eru skiptar, en um eitt eru menn þó sammála: hún spyr fleiri spurninga en hún svarar. — Bíóhöllin hefur hafið sýningar á myndinni. Daginn fyrir „Daginn eftir“ Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Albert Camus sagði að 17. öldin hefði veri öld stærðfræðinnar, 18. öldin eðlis- fræðinnar, 19. öldin líffræðinnar en 20. öldin óttans. Ef marka má viðbrögð almennings í Bandaríkj- unum við myndinni „Daginn eft- ir“, þá hefur almenningur sjaldan eða aldrei óttast ragnarök sem nú. Nicholas Meyer, leikstjóri myndarinnar, segir: „Umboðsmaður minn sagði mér frá handritinu að „Deginum eftir" og að ABC vildi að ég leikstýrði myndinni. Myndin á að fjalla um afleiðingar kjarnorkustríðs. Ég tók þessu boði varlega, því oft áð- ur hafði ég heyrt um samskonar sögur. En ég las handritið. Því miður var handritið stórkostlegt. Ég vissi að myndin yrði gerð hvort sem ég tæki þátt í gerð hennar eða ekki. Ég var fjórði leikstjórinn sem var boðið að leikstýra mynd- inni. Enginn vildi gera hana. En ég fann að ég gæti ekki lifað ef ég tæki ekki boðinu. Þetta var ein- stakt tilboð. Hversu oft er manni gefið tækifæri til að vinna að hug- sjónum sínum. Ekki oft í minni starfsgrein. Ég krafðist þess að myndin yrði þrír klukkutímar, ekki fjórir, og sýnd á einu kvöldi, ekki tveimur. ABC samsinnti. Þetta var í júní 1982. Ég byrja að lesa bækur um kjarnorku. Við byrjum að leita að leikurum. í Jason Robards leikur eitt aðalhlut- verkið í kvikmyndinni „The Day Af- ter“, sem Bíóhöllin sýnir innan skamms. mínum augum var það lykilatriði að forðast mjög þekkta leikara, þekkt andlit. Við vildum að áhorf- endur tækju persónur og leikend- ur trúanleg. Ég varð að ýta kjarnorkuhatri mínu til hliðar. Myndin yrði einsk- is virði ef hún væri einhliða áróð- ur. Staðreyndir eiga að tala sínu máli án ritskoðunar. Verk okkar fjallar ekki um herforingja eða stjómmálamenn. Verk okkar fjallar um það sem getur gerst, afleiðingar kjarnorkustríðs. „Dag- inn eftir" er forsmekkurinn að framtíðinni. Vill varnarmálaráðuneytið taka þátt í gerð myndarinnar? Það myndi auðvelda gerð hennar og kostnaðurinn yrði ekki eins mikill fyrir okkur. Nei. Þá þurfum við að breyta handritinu að þeirra kröf- um. Þeir vilja að Sovétmenn hefji stríðið, en við forðumst allt slíkt.“ Nicholas spurði sjálfan sig hvort myndin hefði einhver áhrif, hvort hún væri til góðs o.s.frv. Hann svaraði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.