Morgunblaðið - 25.01.1984, Side 1
32 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
20. tbl. 71. árg._MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Var Treholt höíiindur „gráu
svæöanna“ á Barentshafi?
Frá Ágústi I. Jónasyni, fréttastjóra Mbl., Ósló, 24. janúar.
BÚIST er við, að norska ríkisstjórnin tilkynni á næstu dögum
refsiaðgerðir gagnvart Sovétmönnum vegna njósnamálsins,
sem þar kom upp sl. laugardag, en Káre Willoch, forsætis-
ráðherra, hefur lýst fullri ábyrgð á hendur Rússum vegna
þess. Ekki hefur verið gert opinskátt hverjar þær aðgerðir
verða en auk harðorðra mótmæla er búist við að einhverjum
sovéskum sendiráðsmönnum verði vísað úr landi eða veru-
lega dregið úr tvíhliða samskiptum þjóðanna. Fram hefur
komið, að refsiaðgerðirnar verði í samræmi við umfang
njósnamálsins, sem enn er í rannsókn.
Verdens Gang.
Jens Evensen, fyrnim hafréttsrráðherra Norðmanna, og Alexander Ishkov, fyrrum sjávarútvegsráðherra Sovét-
manna, skála hér í kampavíni fyrir samningum um Barentshafið. Um samninginn urðu ákafar deilur f Noregi. Þsr
umræður hafa vaknað á ný síðustu daga er Ijóst varð, aö Arne Treholt, sem er á milli ráðherranna, var njósnari KGB.
Andropov í viðtali við Prövdu:
Reiðubúnir að ræða
við Bandaríkjamenn
Moskvu, 24. janúar. AP.
í dag var Jens Evensen, fyrrum
hafréttarráðherra, í miklum yfir-
heyrslum hjá norsku öryggislög-
reglunni en talið er, að KGB-njósn-
arinn Arne Treholt hafi unnið þjóð
sinni og bandamönnum hennar
mest tjón þegar hann starfaði sem
hægri hönd Evensens. Þannig er
jafnvel talið að Treholt sé upphafs-
maður að hinum umdeildu „gráu
svæðum" í Barentshafi. Margir
áhrifamenn í Noregi hafa lengi tal-
ið, að Norðmenn hafi farið halloka
i viðræðunum um Barentshafið og
að með samningunum um „gráu
svæðin" hafi Sovétmenn hagnast
umfram Norðmenn. Evensen hefur
hins vegar eindregið neitað því að
Arne Treholt hafi samið ræðu þá,
sem Evensen flutti 8. október 1980,
en þar varpaði hann fram hug-
myndinni um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd, þ.e. Noregur, Svíþjóð,
Finnland og Danmörk. Ræða Ev-
ensens vakti mikla ólgu innan
Verkamannaflokksins norska, sem
ekki hafði gengið eins langt í álykt-
unum sínum.
I höfuðstöðvum NATO í Brussel
líta menn atburði síðustu daga í
Noregi alvarlegum augum. Stöðu
sinnar vegna í norska utanríkis-
Afganistan:
Hreinsanir
í hernum
Nýju Delhi, Islamabad, 24. janúar. AP.
MIKLAR hreinsanir fara nú fram inn-
an afganska stjórnarhersins og hefur
m.a. verið skipt um yfirmann herráðs-
ins og nýr aðstoðarvarnarmálaráð-
herra skipaður. Frelsissveitamenn
sátu nýlega fyrir og felldu tugi stjórn-
arhermanna og háttscttan, sovéskan
herforingja.
Hreinsanirnar innan hersins stafa
af litlum árangri hans í að berja
undir sig landsfólkið eins og stjórnin
stefnir að með stuðningi Sovét-
manna. Nýliðar fást ekki nema
nauðugir, fjöldi hermanna flýr til
tiðs við skæruliða með vistir og vopn
og í engu þykir á herinn treystandi.
Háttsettur, sovéskur herforingi,
að sumra sögn Krakhmanov, her-
málafulltrúi sovéska sendiráðsins f
Kabúl, var skotinn til bana fyrir
skömmu í bíl sínum. Sovéskir her-
inenn og stjórnarinnar girtu af sum
hverfi borgarinnar og leituðu bana-
mannanna ákaft en án árangurs.
Vestrænir sendimenn segja, að í síð-
ustu viku hafi skæruliðar fellt 20
uppljóstrara lögreglunnar og tekið
til fanga nokkra Sovétmenn í Shew-
aki, fyrir sunnan Kabúl. Sovétmenn
hefndu þess með loftárásum á bæinn
og féll þá margt óbreyttra borgara.
ráðuneytinu og sem aðstoðarmaður
norsks ráðherra hafði Arne Tre-
holt aðgang að hernaðarleyndar-
málum. Hann hafði öryggisstimpil,
sem veitti honum heimild til að
skoða skjöl merkt „Cosmic-trúnað-
armál“. Á þann hátt eru t.d. flokk-
aðar skýrslur um Genfarviðræður
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
um meðaldrægu eldflaugarnar. í
ársbyrjun 1982 heimsótti Arne
Treholt bækistöðvar danska hers-
ins á Borgundarhólmi með norska
landvarnaskólanum og um svipað
leyti fór hann í sams konar heim-
sókn til Svíþjóðar. Hvort hann hef-
ur þar komist yfir upplýsingar,
sem Rússum hafa orðið að gagni, er
nú verið að athuga f viðkomandi
löndum.
Arne Treholt hafði sem hand-
bendi KGB tækifæri til að móta
viðhorf norskra stjórnvalda í við-
kvæmum deilumálum um leið og
viðsemjendur Norðmanna vissu
hvað Norðmenn ætluðust fyrir.
Eins hafði hann aðstöðu til að
koma upplýsingum á framfæri við
tengla sína f KGB.
Mál Arne Treholt og tengsl hans
við KGB er mjög umfangsmikið
mál og enn eru ekki öll kurl komin
til grafar. Með hverjum deginum
koma fleiri fletir upp á yfirborðið
en talsmenn stjórnvalda og örygg-
islögreglunnar hafa þó enn lítið
tjáð sig opinskátt um málið. Það er
athyglisvert, að þetta mál kemur
upp á fyrstu dögum öryggismála-
ráðstefnunnar í Stokkhólmi, en eitt
af verkefnum hennar er að auka
traust þjóða í milli.
Sjá ennfremur fréttir um
njósnamálið í Noregi á bls. 16
og 17.
YURI V. Andropov, leiðtogi Sovétríkj-
anna, segir ekkert vera því til fyrir-
stöðu, að Sovétmenn taki upp beinar
viðræður við Bandaríkjamenn ef með
þeim sé stefnt að „raunverulegum ár-
angri“. Kom þetta fram í frásögn
Tass-fréttastofunnar af viðtali við
Andropov, sem birtist á morgun, mið-
vikudag, í Prövdu, málgagni sovéska
kommúnistaflokksins.
Litið er á þessi ummæli Andro-
povs sem svar við ræðu Reagans,
Bandarikjaforseta, þar sem hann
skoraði á Sovétmenn að taka upp
viðræður um bætta sambúð aust-
urs og vesturs. Tass hefur það eftir
Andropov, að Sovétmenn bíði þess
nú, að Reagan sýni það í verki, að
hann hafi hug á viðræðum við þá
og nefnir ýmis mál, sem þar þyrfti
að ræða. Af þeim má nefna bann
v;5 uppsetningu fleiri kjarnorku-
vopna, samning um að hvorugt
bandalagið verði fyrra til að beita
þeim eða að ráðast á hitt og bann
við vopnum í geimnum. Andropov
leggur hins vegar áherslu á, að við-
ræðurnar um meðaldrægu eld-
flaugarnar verði ekki teknar upp
aftur fyrr en NATO hefur flutt all-
ar sínar frá Vestur-Evrópu.
Ekkert hefur heyrst frá Andro-
pov síðan 26. desember sl. þegar
lesið var ávarp frá honum til mið-
stjórnar sovéska kommúnista-
flokksins.
Verður kjörbréfanefnd danska þingsins
falið að telja atkvæðin í þriðja sinn?
Glistrup líkir Schliiter við morðingja
Kaupmannahörn, 24. janúar.
Frá Ib Björnbck, fréttaritara Mbl.
DANSKA þingið kom saman til
fundar í dag og var þingsetningin
öllu friðsamlegri en við hafði verið
búist. Með öðrum orðum reyndist
ekki nauðsynlegt að koma í veg
fyrir það með valdi, að verkalýðs-
foringinn Hans Jergen Jensen eign-
aði sér einn þingstólanna eins og
hann hafði hótað. Jensen var kos-
inn á þing fyrir jafnaðarmenn en
missti þingsætið við endurtalningu.
Þá var hann hins vegar kominn
með kjörbréfið í hendur.
Við endurtalningu misstu jafn-
aðarmenn eitt þingsæti til
Venstre og Jensen hefur krafist
endurtalningar einu sinni enn.
Erik Ninn-Hansen, dómsmála-
ráðherra, hryllti sig hins vegar
við tilhugsunina um aðra endur-
talningu, sem hann sagði mundu
taka margar vikur. Sagði hann
um tvennt að velja. Annaðhvort
sættu menn sig við síðustu niður-
stöður eða að kjörbréfanefnd
þingsins tæki talninguna að sér. í
kosningunum voru greiddar 3,4
milljónir atkvæða svo að kjör-
bréfanefndin veit hvað til hennar
friðar heyrir ef jafnaðarmenn
krefjast endurtalningar.
Hans Jergen Jensen og Mogens
Glistrup hafa nýtt sér sviðsljósið
til hins ýtrasta en á morgun mun
Glistrup verða sviptur þinghelgi
að nýju og sendur í fangelsi. Sam-
flokksmenn Glistrups eru nú að
verða búnir að fá nóg af honum
og ekki síst eftir að hann sagði á
opinberum fundi, að Schlúter,
forsætisráðherra, væri verri en
Malene-morðinginn; líkti honum
þar við mann, sem misþyrmdi og
myrti unga stúlku á hinn óhugn-
anlegasta hátt. Helge Dohrmann,
þingflokksformaður Framfara-
flokksins, lýsti í dag yfir van-
þóknun sinni á þessum ummæl-
um og sagði þau koma Glistrup
sjálfum verst.
Poul Schlúter flutti í dag ræðu
og sagði stefnt að því að hallinn á
viðskiptum landsins við útlönd
hyrfi á 3—4 árum og að ríkis-
fjármálin kæmust í jafnvægi í lok
áratugarins. Nýjar tölur frá
dönsku þjóðhagsstofnuninni
segja, að nú séu horfur á meiri
fjárfestingu í dönskum iðnaði en
nokkru sinni síðustu 15 ár. Mun
það hafa í för með sér 10.000 ný
störf á þessu ári.