Morgunblaðið - 25.01.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.01.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 3 Skátar moka snjó fyriir gamla fó MINNUGIR þess að góðverk á dag kemur skapinu í lag hafa reykvískir skátar farið um borgina í snjóþyngslunum og boðið samborgurum sínum hjálp við að moka snjó frá hús- um. „Við auglýstum í útvarpinu á mánudaginn og hvöttum skáta og aðra hressa krakka til að moka tröppur og gangstéttar hjá fullorðnu fólki. Þann sama dag mokuðum við á einum hundrað stöðum og eitthvað færri á þriðjudag," sagði Benja- mín Axel Árnason, fram- kvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra skáta, í spjalli við blaðamann Mbl. í gær. „Það hefur ekki stoppað hjá okkur síminn og alls hafa verið í þessu hjá ökkur 40—50 krakkar og unglingar. Við höfum lánað skóflur þegar það hefur þurft, en margir hafa komið með skóflur að heiman. Þau hafa verið um allan bæ, allt frá Breiðholti og vestur á Seltjarn- arnes." Benjamín sagði að miðstöð snjómoksturssveitanna væri í skátahúsinu við Snorrabraut og þar mætti hafa samband ef að- stoðar væri óskað — en vita- skuld væri hugmyndin sú, að aðstoða fyrst og fremst þá, sem ekki gætu mokað sjálfir. Arnarflug: Flutningar hafa aukist verulega „FLUTNINGAR félagsins það sem af er árinu hafa verið meiri, en gert hafði verið ráð fyrir,“ sagði Stefán Halldórsson í markaðsdeild Arnar- flugs, í samtali við Morgunblaðið. „í innanlandsfluginu höfðum við flutt samtals 1.533 farþega í gær- dag, en allan mánuðinn í fyrra flutti Arnarflugs samtals 1.432 far- þega. Ef fram fer sem horfir mun- um við flytja í nágrenni við 2.000 farþega í janúarmánuði, sem er um 40% aukning frá síðasta ári,“ sagði Stefán ennfremur. Þá kom fram í samtalinu við Stefán Halldórsson, að farþegar og bókanir í millilandaflugi félagsins í janúar væru 918, en í janúar á síð- asta ári flutti Arnarflug samtals 641 farþega milli landa. Aukningin milli ára er liðlega 43%. „Það er hins vegar ljóst að við munum flytja eitthvað fleiri farþega en bókanir segja til um þannig að aukningin milli ára verður vel yfir 45%.“ Vestmannaeyjaflug Flugleiða: Fjölga ferðum úr átta „VIÐ ERUM fyrst og fremst að hugsa um að auka þjónustuna við þá farþega, sem fljúga á þessari flug- leið,“ sagöi Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, í tilefni þess að félagið hefur nú ákveðið að fjölga ferðum milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja úr átta í tólf frá og með 13. febrúar nk. „Flognar verða tvær ferðir á dag alla virka daga vikunnar, annars vegar morgunflug klukkan 8.35 og hins vegar síðdegisflug klukkan 17.00. Á laugardagsmorgnum verð- ur farin ein ferð klukkan 9.30 og á sunnudögum verður flogið klukkan 13.00 frá Reykjavík," sagði Sæ- mundur ennfremur. Sæmundur sagði að með þessu í tólf fyrirkomulagi skapaðist möguleiki fyrir þá sem vegna starfa sinna þyrftu að fara milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja að nýta daginn á öðrum hvorum staðnum, þ.e. fljúga frá Reykjavík eða Vestmannaeyj- um að morgni og koma heim að kvöldi. Þessi nýja áætlun verður í gildi til 20. maí nk. Eins og áður sagði er brottför frá Reykjavík á laugardagsmorgnum klukkan 9.30. „I Eyjum verður höfð viðdvöl í rúma klukkustund og er þetta gert fyrir farþega, sem vilja skreppa í stuttar skoðunarferðir um Vestmannaeyjar, sem í boði eru. Þá eru ennfremur boðnar helg- arferðir milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja," sagði Sæmundur Guð- vinsson, fréttafulltrúi Flugleiða. Akureyri: Símahler- un í fjöl- býlishúsi Akureyri, 24. janúar. SÍMVIRKJAR, sem voru við vinnu sína að tengja síma í fjölbýlishúsi í Lundahverfinu á Akureyri, fundu þar í inntakinu tengt segulband við einn síma hússins. Rannsóknarlögreglunni var þegar gert viðvart og hefur hún unnið að rannsókn málsins í gaer og dag. Handhafi símans, sem er kona um fertugt, kann engar skýringar á þessu fyrirbrigði og telur allsendis fráleitt að nokkur kunni að hafa haft vilja eða ábata af því að hlera síma sinn. Lögreglan tjáði Mbl. í dag, að mjög kunnáttusamlega hafi verið gengið frá þessu hlerunartæki, sem er lltið segulband og ekki mörg slík hafa selst hér í bæ. Málið er enn í rannsókn. GBerg. „Fjöltefli“ — tónleikar íslensku hljómsveitarinnar ÞRIÐJU tónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar á þessu starfsári verða f Bústaðakirkju á morgun, fimmtudag og hefjast kl. 20.30. Á tónleikunum, sem bera yfir- skriftina „Fjöltefli“ leika m.a. þau Ásgeir H. Steingrímsson, Martial Nardeau, Sigurður I. Snorrason, Björn Árnason og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Leikið verður tríó Beethovens fyrir flautu, fagott og píanó og svíta í ellefu þáttum eftir Paul Hundemith sem ber nafnið Tiitti- fántcnen. Sérstakur gestur hljóm- sveitarinnar verður Páll P. Páls- son, sem stjórnar henni í fyrsta sinn á þessum tónleikum. Segðu EUB0S (Jú-boss) i staðinn fyrir sápu! Sennilega er Eubos eitthvaö þaö besta, sem komið hefur á markaðinn fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Eubos kemur nefnilega í stað sápu, sem oft getur verið ertandi fyrir húðina. Tilvalið fyrir þá sem vegna vinnu sinnar, íþróttaiðkana og annarra aðstæðna þurfa oft á tíðum að nota mildari sápu en aðrir. Sumir þola jafnvel ekki að nota sápu. Það eru einmitt þeir, sem eiga að nota Euþos í stað sápu. Euþos fæst þæði í hörðu og fljótandi formi. EUB0S Umboð á íslandi: G. Ólafsson, Grensásvegi 8, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.