Morgunblaðið - 25.01.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984
13
Bankarnir og greiðslukortin
— eftir Hjört Jónsson
Undanfarin nokkur ár hefur það
verið venja, að bönkum er fyrirskip-
að að takmarka sem mest útlán þeg-
ar kemur fram á vetrarmánuðina.
Þetta er einmitt sá tími, sem fjárþörf
er allra mest í versluninni. í sumum
verslunargreinum er verslunin í jóla-
mánuðinum allt að einn þriðji af
allri ársveltunni. Þrjá mánuði fyrir
jól er verslunin að panta, safna að
sér og greiða fyrirfram vörur, sem
selja á í desember. Þannig bitnar
þessi fjármagnsnotkun bankanna al-
veg sérstaklega á verslunarstéttinni.
Ekki trúir maður því að ríkis-
stjórn og bankastjórar hafi meng-
ast svo af áróðri gegn verslunar-
stéttinni, að slíkt ráði svona að-
gerðum. Ekki getur verið að þessir
aðilar séu á móti jólahaldi. Varla
vilja þeir breyta jólavenjum fólks.
Vilja bankarnir kannske færa jól-
in aftur eða fram tvo mánuði svo
þeir geti strikað undir ársuppgjör
31. desember með hagstæðum
niðurstöðum?
Bankastofnanir eru tölvuvædd-
ar allra fyrirtækja best, og ættu
að geta séð allan „status" svo að
segja daglega. Væri ekki nær að
þetta ógurlega nauðsynlega strik
undir ársreikningana væri fært
aftur eða fram einhvern tíma,
frekar en að færa jólin? Verslun-
arstéttin skilur ekki svona gam-
aldags aðferðir, tyiliástæður eða
tillitsleysi við heila stétt.
En það er svo sem fleira, sem
fólk skilur ekki í svokölluðum
bankarekstri á íslandi. Yfirleitt
mun fólk vænta þess, að bankar
séu nauðsynlegir tengiliðir milli
atvinnuveganna. Telur að þeim sé
ætlað að vera sem réttlátast stýr-
ingarvald fjár bæði til ávöxtunar
og til athafna. Bankanna hlutverk
sé líka, að meta nokkuð og vega,
hvar mest arðsemi náist fyrir
þjóðarheildina. Mörgum finnst, að
út af þessum þjóðvegi hafi banka-
kerfið víða farið, jafnréttið milli
atvinnuvega og arðsemissjónar-
mið hafi stundum orðið að víkja.
Varla mun sanngjarnt að sakast
um þetta við þá, sem einstökum
bönkum stjórna, þar grípa sér-
hagsmuna-stjórnmál í taumana
illu heilli. Líklegt verður þó að
telja, að bankastjórar gætu strik-
að undir allsherjaruppgjör ein-
hvern annan dag en 31. desember,
ef einhver krossmessa er þá nauð-
synleg fyrir bankana.
Greiöslukortin
Greiðslukort eru notuð þó nokk-
uð í hinum frjálsa viðskiptaheimi.
Einkum þykja þau handhæg til
greiðslu á ferðakostnaði allskonar,
áhættuminna að bera þau með sér
en peninga, og veita jafnvel nokk-
urt traust á þeim, sem með þeim
greiða. Þau munu minna notuð al-
mennt til greiðslu á daglegum
nauðsynjum, enda verslunar-
álagning víðast hvar minni á slík-
um vörum.
Greiðslukortaþjónusta fór af
stað hér á landi fyrir um fjórum
árum. Smátt og smátt stækkaði sá
Hjörtur Jónsson
hópur, sem notfærði sér þetta, og
áhrifa þessa greiðsluforms fór að
gæta verulega seinnipart síðast-
liðins árs. Bak við þetta stóðu að
sjálfsögðu bankar. í desember sl.
fór svo annað greiðslukortafyrir-
tæki í gang, með svipuðu formi, og
voru þá víst allir viðskiptabank-
arnir orðnir guðfeður þessara
greiðslukorta.
Það var sú tíð að fjármálaspek-
ingar vorir litu það hornauga, þeg-
ar verslanir tóku að selja heimil-
istæki, húsgögn og fleiri vörur
með afborgunum, töldu það vera
eyðslu- og verðbólguhvata, nú
ganga sömu aðilar fram fyrir
skjöldu og bjóða mönnum gjald-
frest með greiðslukortum rétt
fyrir jól. Varla er ástand fjármála
svo gjörbreytt ennþá, að í þessu sé
fullt samræmi.
En íslendingar eru nýjunga-
gjarnir menn, ennþá fleiri fengu
sér greiðslukort, líklega fyrst og
fremst yngri kynslóðin, mörgum
kom vel að geta gert sín jólainn-
kaup og frestað greiðslu fram í
febrúar, nýtt greiðsluform var
gengið í gildi á íslandi. Kaupmenn
áttu aðeins um tvo kosti að velja,
annan þann að halda áfram að
vera menn, hinn að gerast tröll og
flestir límdu miða beggja fyrir-
tækjanna á búðardyr sínar og
glugga. Aðrir kostir voru ekki í
boði. Enginn spurði kaupmenn
ráða né leyfis, engin áhrif höfðu
þeir á gerð samstarfssamninga við
greiðslukortafyrirtækin, urðu að
undirrita þá án þess að mega
hnika til stafkrók, og báru þeir þó
greinileg merki þess hve viðsjálir
kaupmenn væru. Sá sem þrjóskað-
ist við að skrifa undir hefur senni-
lega tapað allt að sjötta hluta
jólaverslunar sinnar.
Þar sem greiðslukort eru notuð
erlendis er verslunarálagning auð-
vitað frjáls. Allt hjal um það að
kaupmenn beri í raun og veru
kostnaðinn við þessa greiðsluað-
ferð erlendis er vitleysa. Það má
vera að sá, sem með korti greiðir,
fari betur út úr sínum kaupum í
fyrstu en hinir sem ekki stofna til
skulda, en fleiri hliðar eru þó á
þessu máli, sem betur munu koma
í ljós síðar. Eitt er víst, kostnaður,
sem af þessu leiðir, lendir á neyt-
endum, líklega öllum neytendum,
og það er barnalegt hagfræðinga-
tal, að búast við því að greiðslu-
kortin leysi launamál stéttanna að
einhverju leyti.
Oldungadeild í
Söngskólanum
í fréttatilkynningu frá Söngskól-
anum í Reykjavík segir að ákveðiö
hafi verið að stofna „öldungadeild“
við skólann. Sé ástæðan sú að á und-
anförnum árum hafi aðsókn að skól-
anurn verið slík að þurft hafi að vísa
Irá fjölda umsækjenda og hafi þaö
að mestu bitnað á eldra fólki, þar
sem aldurstakmark f skólann er 30
ár.
Fyrirkomulag í öldungadeild-
inni verður þannig að haldin verða
námskeið sem standa í þrjá mán-
uði minnst og lýkur þeim með
prófi eða umsögn. Verða 4—5
nemendur saman í söngtímum og
8—10 í tónmennt. Kennarar
Söngskólans verða leiðbeinendur á
námskeiðinu og verður kennt á
kvöldin, tvisvar í viku.
Innritun er hafin og stendur
hún til 27. janúar, en fyrsta nám-
skeiðið hefst þann 1. febrúar.
„Þar sem greiðslukort eru
notuð erlendis, þar er versl-
unarálagning auðvitaö frjáls.
Allt hjal um þaö að kaup-
menn beri í raun og veru
kostnaðinn við þessa
greiðsluaðferð erlendis er
vitleysa."
Það væri skrítið ef kaupmenn,
útverðir nýjunga í viðskiptum,
færu að amast við því, að greiðslu-
kort væru notuð á íslandi. Slíkt er
þeim einungis fagnaðarefni, og
þeir bjóða slíka starfsemi vel-
komna. Þeir fagna því sannarlega
að fyrirtækin með þessa þjónustu
séu nú orðin tvö. Jafnskjótt og þau
urðu tvö lækkuðu þjónustugjöldin
um nærri því helming og munu
halda áfram að iækka mjög fljót-
lega.
En það skyldi enginn halda að
kaupmenn, sem fylgja hinum
hörmulegu verðlagsákvæðum, sem
ennþá gilda, hafi fagnað þessu
sérstaklega núna hvað pyngjuna
snertir, og auðvitað hefðu þeir
skilið kortakapphlaup bankanna
betur, ef þeir hefðu samtímis bætt
fyrirtækjunum þá rekstrarfjár-
skerðingu, sem kortaviðskiptin
valda. Þó kunna að vera til sam-
steypur og stórfyrirtæki í verslun,
sem hafa það mikið eigið fjár-
magn og aðgang að fjármagni úr
óskyldum sjóðum, að þeim væri
sama um tímabundið tap, og grétu
það þurrum tárum þó minni fyrir-
tæki ættu í vök að verjast, en
varla mundi það koma almenningi
til góða, þegar fram í sækti, þó
hinum minni fækkaði. Meðal
flestra kaupmanna verkar það
sem biturt grín, ef þeir eiga að
lána almenningi í svona stórum
skömmtum af sínu rekstrarfé.
Það vekur líka furðu, meðal
kaupmanna að minnsta kosti, sem
eru stærstu innheimtumenn sölu-
skatts, að greiðsludagur kortanna
virðist valinn algjörlega án tillits
til gjalddaga mánaðarlegs sölu-
skatts. Söluskattur er nærri því
20% af brúttó-sölu, og kortin geta
bráðum orðið önnur 20%, allir
geta séð hve nauðsynlegt er að
samræma þetta. Hér hefðu sam-
tök verslunarinnar átt að vera
með í ráðum frá upphafi. Þessu
verður að breyta.
Greiðslukortin eru einn þáttur
frjálsra viðskipta. Hvert spor, sem
gengið er í frelsis átt, sannfærir
fólkið í landinu um kosti frjálsra
viðskiptahátta. Við erum að skríða
upp úr haftafeninu. Vonandi kom-
ast bankarnir aftur upp á þjóðveg-
inn. Það eru fáir í dag, sem kæra
sig um að líta til baka yfir versl-
unarsögu síðustu hálfrar aldar,
nema þá helst til varnaðar.
Hjörtur Jónsson er kaupmaður í
Rerkjarík.
Utsala!
I dag hefst stórkostleg útsala
Gardínuefni 1,50 m á br. á 100 kr. m. áður 232-245 kr.
Áklæöi, ýms fatnaöarefni á 200 kr. m. áöur 445-735 kr.
Gólfteppi, gólfteppabútar á 300 kr. m2 áöur 421-1094 kr.
Allt
alullarefni
Notið þetta einstaka
tækiffæri
til kjarakaupa.
Alafoss hf.
verslunin,
Vesturgötu 2. sími: 22090
Útsölunni lýkur á föstudag