Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 15

Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 15 London, 24. janúar. AP. FIMMTÁN sjómenn drukknuðu er Dutningaskipið Radiant, sem var í eigu Grikkja en skráð í Líberíu og 3.000 lestir að sta*rð, fórst í fárviðri á Ermarsundi í dag. Einn þeirra fannst örendur í austursvatni í björgunar- bát, að því er virtist nýlátinn er björg- unarmenn komust á vettvang. Tveggja skipverja er saknað. Hið versta veður hefur herjað á Bretlandseyjar 13 daga í röð og olli gífurleg ofankoma miklu öngþveiti í Skotiandi í dag. í óveðrunum hafa 49 manns týnt lífi af völdum veð- ursins frá 11. janúar, þar af 24 frá því á laugardag, og er mannskað- inn í dag sá mesti á einum degi. Fimm indverskum sjómönnum og þremur filippínskum var bjarg- að snemma í morgun en skipinu hvolfdi upp úr miðnætti. Skipstjóri skipsins er í hópi hinna drukknuðu. Sendi skipstjórinn út neyðarkall um miðnætti er kornfarmur kast- aðist til með þeim afleiðingum að skipið lagðist á hliðina og sjór foss- Samkomulag um Hong Kong? Peking, 24. janúar AP. Háttsettur, kínverskur embættis- maður sagði í dag, að nú hillti undir sanngjarnt samkomulag milli Breta og Kfnverja um Hong Kong en árið 1997 verða Bretar samkvæmt samningi að láta krúnunýlenduna af hendi við Kínverja. Xinhua-fréttastofan kínverska hafði þettá eftir Hu Yaobang, aðal- ritara kínverska kommúnistaflokks- ins, að loknum þeim samningavið- ræðum um framtíð Hong Kong, sem að undanförnu hafa farið fram í Peking. Sagði hann, að hvorir tveggja deiluaðila hefðu sýnt sann- girni og framsýni í viðraeðunum og að þess vegna hillti nú undir rétt- láta lausn. Hann tók þó fram, að enn ætti eftir að ræða nokkur atriði. Times of London sagði frá því í vikunni, að breska ríkisstjórnin hefði fallist á að afsala sér yfirráð- um yfir Hong Kong á tilsettum tíma og krefðist þess ekki lengur að fá að hafa hönd í bagga með stjórn ný- lendunnar eftir 1997. Kínverjar hafa aftur á móti heitið að láta Hong Kong-búa sjálfráða að mestu um stjórnina og virða þjóðfélagslegt og efnahagslegt fyrirkomulag í ný- lendunni í hálfa öld eftir yfirtökuna. Falklandseyjadeilan: Lögreglumenn með unglinga, sem handteknir voru eftir uppþot í Hong Kong. Stór hópur ungmenna fór með báli og brandi í borginni og rændi og ruplaði verzlanir áður en lögreglu tókst að skakka leikinn. 15 sjómenn farast í fárviðri á Ermarsundi Samkomulagstii- boð frá Argentínu? aði inn. Mikið óveður með gífurlegri ofankomu gekk yfir Skotland og Norður-England í dag, fjórða dag- inn í röð. Samgöngur hafa raskast það mikið að heita má að Skotland sé einangrað frá öðru hlutum Bretlandseyja. Hafa níu manns týnt lífi í Skotlandi vegna veðurs- ins frá því á laugardag. Um 60 þús- und fjölskyldur eru án rafmag'ns þar sem raflínur hafa slitnað í veðrinu. London, 24. janúar. AP. BRESKA, ríkisútvarpið BBC, greindi frá því í gærkvöldi og hafði eftir heim- ildum sínum í utanríkisráðuneyti Arg- entínu, að Argentínumenn væru að semja tillögur er miða að því að ná samkomulagi við Breta um Falklands- eyjar, og yrðu þær kynntar bresku rík- isstjórninni innan fárra vikna. í fréttinni sagði að samkomu- lagstillögur Argentínumanna fælu í sér að því yrði lýst yfir að styrjald- arástandi væri aflétt og tekið upp á ný eðlilegt stjórnmála- og við- skiptasamband milli landanna. I staðinn vilja Argentínumenn að Bretar falli frá siglingabanni við Falklandseyjar, að fækkað verði verulega í herliði Breta á eyjunum og að breska ríkisstjórnin gefi fyrirheit um samningaviðræður um framtíðarsamband Falklandseyja og Argentínu. Talið er að Argentínumenn stefni að því að stjórn eyjanna verði í þeirra höndum, en á móti ábyrgist þeir öryggi eyjaskeggja, sem eru 1800 að tölu og af breskum upp- runa. Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hefur fram að þessu hafnað öllum samningavið- ræðum við Argentínumenn um framtíð eyjanna. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins í Stokkhólmi: Nýjar tillögur til að efla traust austurs og vesturs Stokkhólmi, 24. janúar. AP. AÐILDARRÍKI Atlantshafsbanda- lagsins hafa í sameiningu lagt fram tillögur í sex liðum á öryggismálaráö- stefnunni í Stokkhólmi er miða að því að efla traust ríkja austurs og vesturs. Fyrstu viðbrögð í austurvegi einkennast af varfærni. Talsmenn Sovétríkjanna segja að nokkrum tillagnanna verði hafnað, en talsmenn Austur-Þýskalands segj- ast reiðubúnir til að íhuga og ræða allar markverðar hugmyndir er varða tengsl austurs og vesturs. Fulltrúi í bandarísku sendi- nefndinni í Stokkhólmi sagði í við- tali við AP að tillögurnar væru lagðar fram til umræðu. Búist væri við mikiili gagnrýni á þær, en ekki að þeim yrði alvég hafnað. Tillögur Atlantshafsríkjanna fela m.a. í sér verulega aukin skipti á upplýsingum um skipulag og staðsetningu herafla, gagn- kvæmar upplýsingar um heræf- ingar og herflutninga, aukinn hraða á upplýsingastreymi milli ríkisstjórna, og að sérstakar ráð- stafanir verði gerðar til að ganga úr skugga um að þær upplýsingar sem skipst verði á séu á rökum reistar. Austur-þýskir flóttamenn: Frelsi ekki keypt með peningum Berlín, 24. janúar. AP. Málaflutningsmaðurinn, sem kom því í kring að sex Austur- hjóðverjar fengu að fara til Vestur-Berlínar eftir að hafa sest að í bandaríska sendiráðinu í Austur-Berlín, neitaði því í dag að greitt hefði verið fyrir frelsi sexmenninganna í reiðufé. Wolfgang Vogel sagði i við- tali við útvarpsstöð Vestur- Berlínar að hvorki hefðu yfir- völd t alþýðulýðveldinu gert kröfu um peningagreiðslur né yfirvöld í sambandslýðveld- ingu boðið þær. Vogei, sem er tengiliður stjórnarinnar í Austur-Berlín í flóttamannamálum og náinn samstarfsmaður Erich Hon- eckers flokksleiðtoga, sagði mál sexmenninganna hafa ver- ið leyst með þeim hætti að bæði ríkin gætu vel við unað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.