Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984
19
Spænsk kvikmynd
í Norræna húsinu
SPÁNSKA sendiráðið og spænsku-
deild Háskóla íslands gangast fyrir
sýningu á kvikmyndinni „Pascual Du-
arte“ sem byggð er á skáldsögunni
„La familia de Pascual Duarte" eftir
C. José Cela, í Norræna húsinu,
flmmtudaginn 26. janúar kl. 20.30.
Leikstjóri er Ricardo Franco og með
aðalhlutverk fer José Luis Gómez, en
hann hlaut fyrstu verðlaun á kvik-
myndahátíð í Cannes árið 1976 fyrir
leik sinn í myndinni.
Þetta er önnur myndin sem gerð
er eftir skáldsögu hins þekkta
spánska rithöfundar C. José Cela,
en hann er fæddur árið 1916. Sagan
er frumverk höfundarins, en hana
skrifaði Cela árið 1942.
Myndin hefst á því að fátækur
bóndi er hnepptur í varðhald en
hann hefur orðið mönnum að bana
og á yfir höfði sér líflátsdóm. Með-
an hann bíður aftökunnar reikar
hugur hans aftur í tímann, en
myndin fjallar um líf hans og þá
atburði sem leiddu til þess að hann
framdi ódæðisverkin.
Myndin er 105 mínútna löng, hún
er í lit og með spænsku tali. Að-
gangur að sýningunni er ókeypis.
flr rréttalilkynningu.
Listvinafélag Hallgrímskirkju:
Náttsöngur með Gunnari
Kvaran sellóleikara
GUNNAR Kvaran, sellóleikari, er
gestur Náttsöngs í Hallgríms-
kirkju í kvöld. Hann leikur ásamt
Herði Áskelssyni, organista, áður
en kirkjugestir syngja tíðagjörð-
ina.
Gunnar hefur áður auðgað
Náttsöng í Hallgrímskirkju með
leik sínum. Listvinafélag Hall-
grímskirkju stendur fyrir þessari
helgistund á síðkvöldi í miðri viku,
en hún hefst að venju kl. 22.00 og
tekur rúma hálfa klukkustund.
Úr fréttatilkynningu.
Gunnar Kvaran
Árangurslaus fundur
með bókagerðarmönnum
FUNDUR samninganefnda Félags
prentiðnaðarins og Félags bóka-
gerðarmanna sem haldinn var i
gær hjá rikissáttasemjara varð
árangurslaus. Boðað hefur verið
til nýs fundar að viku liðinni,
þriðjudaginn 31. janúar klukkan
14.00.
Þessi niðurstaða hlýt-
ur að leiða til aðgerða
— segir formaður Hlífar
„Þessar niðurstöður koma ekki
neinum á óvart. Lokun kerjanna hef-
ur ekki skilað árangri, en það hlýtur
að vera hægt að finna út réttu leiðina
í baráttunni við mengunina. Þeir sem
vinna þarna hafa kvartað og hefur
svo verið lengi," sagði Hallgrímur
Pétursson, formaður verkamannafé-
lagsins Hlífar, í samtali við Morgun-
blaðið um niðurstöðu mengunar-
rannsókna í kerskálum í álverinu í
Straumsvík, en þar keraur fram að
lokun kerja hefur ekki komið að til-
ætluðum notum hvað mengunarvarn-
ir snertir.
„Það er talað um launin í álver-
inu, en þegar tekið er mið af þeim
óþrifum og mengun sem menn
þurfa að sætta sig við og þess að
um mengunina í álverinu
þarna kemur vaktaálag inní þá eru
launin síst of mikil. Ur því þessi
niðurstaða er fengin hlýtur hún að
leiða til einhverra aðgerða," sagði
Hallgrímur.
Hallgrímur sagði að allt of lítið
væri um það, að tekið væri mark á
þeim mönnum sem ynnu við þessar
aðstæður dags daglega, þegar úr-
bætur væru ræddar. Það hefði ver-
ið bent á ákveðnar úrbætur en á
því hefði ekki verið tekið mark.
„Við leggjum það til að íslenska
álfélagið geri sérstaka áætlun um
úrbætur svo ná megi því markmiði
sem að var stefnt með því að loka
kerjunum," sagði Pétur Reimars-
son hjá Vinnueftirlitinu, en hann
hafði yfirumsjón með mengunar-
mælingum í álverinu. Pétur sagði
að það sem helst virtist valda því
að árangur af lokun kerjanna væri
jafn lítill og mælingarnar nú bentu
til, væri að þekjurnar sem notaðar
væru til að loka kerjunum vildu
safna á sig ryki, sem þyrlaðist auð-
veldlega upp.
í skýrslu Vinnueftirlitsins kem-
ur fram að ekki sé mjög kostnað-
arsamt að gera úrbætur, sem
myndu minnka mengunina til
muna, þannig að lokun kerjana
komi að notum.
Einar Guðmundsson, yfirmaður í
steypuskálum álversins, sagði að
skýrslan hefði borist þeim á
fimmtudaginn var og ekki hefði
gefist nægur tími til að kynna sér
innihald hennar.
til uppgjör ferðar fer fram 30
dögum fyrir brottför. Útvegs-
bankinn veitir þá lán, sem nemur
allt að 125% þeirrar upphæðar,
sem spöruð hefur verið, ásamt
áunnum vöxtum. Þann mánuð,
sem lánið er veitt á engin greiðsla
sér stað inn á sparireikning auk
þess að næsti mánuður á eftir
sumarfríinu verður afborgunar-
laus.
En jafnframt að hjálpa fólki til
þess að komast yfir hina fjár-
hagslegu hlið sumarleyfisins vilj-
um við stuðla að því að gera ferð-
ina árangursríkari og skemmti-
legri fyrir farþega okkar. Sér-
hæft starfsfólk mun veita leið-
Ingólfur Guðbrandsson stjórnaði fjöldasöng og hafði til liðs við sig meðlimi úr Pólýfónkórnum.
Dixieband Svansins þrammaði um meðal gesta í Broadway og vakti óskipta athygli. Morgnni>i»íié. rax.
sögn og hafa forgöngu um lík-
ams- og heilsurækt með æfingum
og iðkun ýmissa útiíþrótta við
hæfi hvers og eins við ákjósanleg
skilyrði í bezta loftslagi suður-
landa, eða annars staðar þar sem
klúbbfélagar verða á ferð. Þá
verður einnig gengist fyrir ýms-
um uppákomum og skipulagðar
heimsóknir á góða veitingastaði
og skemmtistaði, þar sem samið
verður um sérstaka afslætti
handa klúbbfélögum," sagði Ing-
ólfur.
Hann gat þess jafnframt, að
haldið yrði uppi félagsstarfi, svo
sem myndasýningum frá ferðum,
fræðslu um ferðalög almennt,
tungumálanámskeiðum, heilsu-
ræktarstarfi, skemmtunum og
útgáfu félagsblaðs.
Þátttökugjald í FRÍ-klúbbinn
verður 100 krónur og mun listi
um afslátt hjá fyrirtækjum, bæði
hérlendis og erlendis, liggja fyrir
í lok ferðalags. En þegar hefur
verið samið um afslátt í Líkams-
og heilsuræktarstöðina Borgar-
túni 29, í skíðalyftur KR og
kvikmyndahúsið Regnbogann.
FRÍ-klúbbur
w
Utsýnar stofnað-
ur í Broadway
A nýarsfagnaði Ferðaskrifstof-
unnar Útsýnar í veitingahúsinu
Broadway síðastliðið föstudags-
kvöld var FRÍ-klúbbur, sem starf-
ræktur er á vegum Útsýnar, stofn-
settur. Markmið klúbbsins er að
auðvelda Útsýnarfarþegum sumar-
leyfisferðir með hagstæðum lánum
hérlendis og afslætti hjá ýmsum
fyrirtækjum, bæði hérlendis og er-
lendis og gera farþegum sumarleyf-
ið sem ánægjulegast.
Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri Útsýnar, kynnti hugmynd-
ina að baki FRl-klúbbsins fyrir
troðfullu húsi gesta á Broadway.
„Markmiðið er að gera sumar-
leyfið ánægjulegra og ódýrara.
Tilgangurinn er að gefa ferðalag-
inu og sumarleyfinu nýtt inni-
hald með virkri þátttöku farþeg-
anna í fjölbreyttu félagsstarfi,
hollri hreyfingu og skemmtun við
hæfi fólks á öllum aldri,“ sagði
Ingólfur Guðbrandsson.
„FRÍ-klúbburinn veitir fría að-
ild að margs konar skemmtun og
hlunnindum. Með þetta fyrir aug-
um höfum við gert samninga við
aðila bæði hérlendis og erlendis. 1
samvinnu við Útvegsbanka Is-
lands býður Ferðaskrifstofan Út-
sýn farþegum sínum í öllum ferð-
um svokölluð FRl-lán á árinu
1984. Farþegi gerir samning við
Útsýn um sparnað, sem nemur
ákveðinni upphæð á mánuði, þar
l