Morgunblaðið - 25.01.1984, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Stálfélagið hf.
mun hefja rekstur stálvölsunarverksmiðju,
sem keypt hefur verið í Svíþjóð, seinni hluta
þessa árs, en bræðslustöövar í lok árs 1985.
Á þessu ári verða ráðnir 22 starfsmenn, en á
árinu 1985 20 starfsmenn. Verksmiðjan verð-
ur staðsett við Fögruvík í Vatnsleysustrand-
arhreppi.
Félagið óskar nú eftir umsóknum um eftirfar-
andi stöður:
1. Framkvæmdastjóri til aö hafa yfirumsjón
með uppsetningu verksmiðjunnar og sjá
síðan um daglegan rekstur hennar. Æski-
leg er tæknimenntun, þekking á stálmark-
aönum og reynsla í stjórnunarstörfum.
2. Skrifstofustjóri til aö annast skrifstofu fé-
lagsins, þ.m.t. starfsmannahald, bókhald
og innheimtur. Reynsla úr iðnaði eöa
viðskiptalífi ásamt viðskiptamenntun.
3. Sölumaður/ innkaupamaður til aö annast
sölu afurða verksmiðjunnar og innkaup
aðfanga. Æskileg reynsla af sölustörfum.
4. Skrifstofumaður til vélritunar og ýmissa
annarra skifstofustarfa. Sænsku- og
enskukunnátta nauðsynleg.
5. Rafmagsverkfræðingur/ tæknifræðingur
til að hafa umsjón með rafbúnaði verk-
smiðjunnar og sjá um viðhald og endur-
bætur og uppsetningu rafkerfis í bræðslu-
stöð. Viðkomandi þarf að vera um 3 vikur
í verksmiöjunni í Svíþjóð í apríl og maí til
starfsþjálfunar.
6. 2 vélstjórar/ 2 vélvirkjar til reksturs og
viðhalds vélanna í völsunarverksmiðjunni.
Viðkomandi þurfa að dvelja í verksmiöj-
unni í Svíþjóð í apríl, maí og hluta af júní.
Verksmiðjan verður rekin þar til 30. apríl,
tekin niður í maí og júní og sett upp hér í
júní, júlí og ágúst.
7. Rafvirki til að annast rafbúnað verkmsiöj-
unnar. Viökomandi þarf að dvelja í Sví-
þjóð í apríi, maí og hluta af júní til náms.
8. Starfsmaður til að annast mötuneyti verk-
smiðjunnar.
Umsóknir meö upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist stjórnarformanni
félagsins, Leifi A. ísakssyni, sveitastjóra
Vatnsleysuhrepps, Vogageröi 2, 190 Vogum,
fyrir 1. febrúar nk. merk: „Umsókn“. Upplýs-
ingar verða ekki veitta í síma. Öllum umsókn-
um verður svarað.
Farið verður með allar umsóknir sem trún-
aðarmál.
Sölumaöur - fasteignasala
Rótgróin fasteignasala, staðsett í austurhluta
borgarinnar, óskar eftir sölumanni nú þegar,
til að skoða, verömeta og selja fasteignir.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á sölu-
mennsku, geta unnið sjálfstætt og eiga gott
með að umgangast fólk og einnig að hafa
bifreið til umráða. Engin kauptrygging en
prósenta greidd af brúttósölu.
Umsóknir sendist augld. Mbl. merkt: „Dug-
legur — 1818“ fyrir 31. janúar nk.
WM Seltjarnarnes —
Tölvustarf
Óskum að ráða nú þegar starfsmann til
starfa við færslu á merktum fylgiskjölum á
WANG 2200 tölvu. Laun skv. samningum
starfsmannafélags Seltjarnarness og Seltjarn-
arnesbæjar.
Upplýsingar um starfið í bókhaldsdeild sími
29088.
Bæjarstjóri Seltjarnarness.
Kjötafgreiðsla
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða
röskan starfsmann til starfa við kjötaf-
greiöslu í eina af stærri matvöruverslunum
sínum.
Nauðsynlegt er aö væntanlegur umsækjandi
hafi einhverja starfsreynslu.
Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri á skrifstofu félagsins að Frakkastíg 1.
Sláturfélag Suðurlands,
S tarfsmannahald.
Stýrimann
og háseta
vantar á línubát. Upplýsingar í síma 92-1333
og 92-2304.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið á Akranesi óskar eftir að ráða
deildarstjóra á Öldrunardeild frá 1. mars eða
eftir nánara samkomulagi. Uppl. um stöðuna
gefur hjúkrunarforstjóri í síma 93-2311.
ifp Deildarfulltrúi
Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða deildar-
fulltrúa við Breiðholtsútibú, Félagsmálastofn-
unar, Asparfelli 12.
Félagsráðgjafamenntun og a.m.k. 3ja ára
starfsreynsla áskilin, reynsla af stjórnunar-
störfum æskileg. Starfskjör samkvæmt
kjarasamningum.
Upplýsingar veitir Guörún Kristinsdóttir yfir-
maður fjölskyldudeildar í síma 25500.
Umsóknir ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð,
á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar
fást, fyrir kl. 16.00, miövikudaginn 15. febrú-
ar 1984.
. Húsvarðarstarf
Starf húsvarðar í fjögurra hæða verslunar-
og skrifstofubyggingu við Laugaveg í Reykja-
vík er laust til umsóknar. Starfinu fylgir íbúð í
byggingunni. Um fullt starf er að ræða og
umsækjandi þarf að vera fær um að annast
tilfallandi viðhald.
Umsóknir, er greini m.a. aldur, menntun og
fyrri störf, ásamt heilbrigðisvottorði, skulu
hafa borist auglýsingadeild Morgunblaðsins
fyrir mánudaginn 30. janúar nk., merkt: „H —
631“.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
ýmislegt
Canada
íslenskur aðili með aösetur í Montreal og
Ottawa óskar að annast kynningu, sölu og
gera markaðskannanir á íslenskum iðnað-
arvörum af öllum geröum. Svar óskast sent
Mbl. merkt: „Kanadamarkaður — 1112“.
tilkynningar
Auglýsing
til skattgreiðenda
Athygli skattgreiðenda er vakin á því að
dráttarvextir vegna vangoldinna þinggjalda
álagöra 1983 og eldri þinggjaldaskulda fer
fram hinn 9. febrúar nk. Vinsamlegast gerið
skil fyrir þann tíma.
Fjármálaráðuneytið,
16. janúar 1984.
Auglýsing
um styrki og lán til kvikmyndagerðar
Kvikmyndasjóður auglýsir eftir umsóknum
um styrki og lán til kvikmyndagerðar. Sér-
stök umsóknareyðublöð fást í Menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 19. febrúar.
Reykjavík, 19. janúar 1984.
Stjórn Kvikmyndasjóðs.
Evrópuráðsstyrkir
Evrópuráðiö veitir styrki til kynnisdvala er-
lendis á árinu 1985 fyrir fólk, sem starfar á
ýmsum sviöum félagsmála.
Upplýsingar og umsóknareyðublöö fást í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til
1. mars nk.
Félagsmálaráðuneytið,
17. janúar 1984.
húsnæöi óskast
Skrifstofuhúsnæði
óskast
60—80 fm í Reykjavík.
Upplýsingar í síma 11010.
Óskum eftir
að taka á leigu
litla íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir er-
lendan verkfræðing í ca. 8 vikur (febrúar—
marz).
íslenska Álfélagiö, sími 52365.