Morgunblaðið - 25.01.1984, Side 23

Morgunblaðið - 25.01.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 23 Á Búseti rétt á lánum úr Byggingarsjóði verkamanna?: Þeir einir eiga rétt á lánum sem standa félagslega illa að vígi — segir Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra VIÐ HÖFUM verið fullvissuð um það í viðræðum við félagsmála- ráðherra og aðstoðarmenn hans, að með því frumvarpi um Hús- næðisstofnun ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi rétt fyrir jólin, opnist möguleiki fyrir húsnæðis- samvinnufélög að fá lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Það kemur okkur því á óvart þegar Yfirlýsing frá Búseta: Innan félagsins eru hópar sem eru í miklum vanda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Búseta: í tilefni af ummælum, sem höfð voru eftir Alexander Stefánssyni félagsmálaráðherra í kvöldfrétt- um ríkisútvarpsins sunnudaginn 15. janúar, vill stjórn Húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta taka fram eftirfarandi: í viðræðum við félagsmálaráð- herra og aðstoðarmenn hans hefur ávallt komið fram sá skilningur, að með því frumvarpi til laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi fyrir síð- ustu jól, sé opnaður möguleiki fyrir Húsnæðissamvinnuféiög að fá lán úr Byggingarsjóði verka- manna. Var þá vísað til c-liðar 33. grein- ar frumvarpsins um lánveitingar til félagslegra íbúðarbygginga, þar sem félagasamtökum gæfist kostur á lánum sem næmu allt að 80% byggingarkostnaðar til 31 árs, til að reisa leiguíbúðir fyrir félagsmenn sína. í Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta eru nú nokkuð á þriðja þúsund félagsmenn og stærstur hluti þeirra eru leigjendur. Konur eru nærri helmingur félagsmanna, ekki síst einstæðar mæður. Þá hefur mikill fjöldi námsfólks gengið í félagið og einnig fjöldi eftirlauna- og örorkuþega. Innan félagsins eru því þeir þjóðfélags- hópar, sem nú eru í mestum vanda staddir í húsnæðismálum, en markmið nefndrar greinar er ein- mitt að leysa sérstaklega vanda þeirra, sem hafa minnsta mögu- leika til að eignast eigið húsnæði. Stjórn Búseta tekur hins vegar undir þá skoðun ráðherra, að nauðsynlegt sé að setja hið fyrsta sérstök lög, sem tryggi lagalega stöðu húsnæðissamvinnufélaga og fjármögnun húsbygginga á þeirra vegum. Slfk lög þarf að afgreiða í tengslum við ný lög um Húsnæð- isstofnun ríkisins, líkt og er um byggingarsamvinnufélög. Stjórn Búseta ítrekar nauðsyn þess, að stórauka þurfi nú bygg- ingu félagslegra íbúða, bæði á veg- um stjórna verkamannabústaða, sveitarfélaga og félaga eins og húsnæðissamvinnufélaga, til að leysa bráðan vanda mikils fjölda fólks, ekki síst ungs fólks, sem hefur í dag enga möguleika á að eignast húsnæði eftir öðrum leið- Schultz í viðtali: Býst við viðræðum um fækkun í herjum Wa.shinglon, 23. janúar. AP. GEORGE P. Schultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helg- ina, að möguleiki væri á því, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn byrj- uðu aftur á viðræðum um fækkun í herjum Evrópu 16. mars næstkom- andi, bandarísk stjórnvöld hefðu sent sovéskum ráðamönnum svar við til- boði þeirra þar að lútandi og biðu nú eftir svari. Schultz gat þess einnig, að risa- veldin tvö sætu enn við samninga- borð um afvopnun á öðrum sviðum en langdrægum og meðaldrægum kjarnorkuvopnum og auk þess færu fram „gagnlegar afvopnun- arviðræður um „heitu línuna“ sem svo hefur verið kölluð", en það er beina línan milli bandarísku og sovésku ráðamannanna. Það var Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, sem stakk upp á því við Schultz á öryggis- málaráðstefnunni í Stokkhólmi, að stórveldin tvö byrjuðu aftur að ræða fækkun í herjunum í Evrópu. Er litið á orð Gromyko sem lið í tilslökun Sovétmanna á harðlínu- stefnu sinni, eftir að NATO-löndin byrjuðu að koma fyrir nýjum með- aldrægum kjarnorkuvopnum í Vestur-Evrópu. t Þökkum af alhug sýnda samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR, Kirkjuteig 26. Vestmannaeyjum. Margrét Ólafsdóttir, Ólafur örn Kristjónsson, Sigurjón Kristjónsson, Anna María Kristjónsdóttir Hrafnhildur Kristjónsdóttir, Trausti Kristjónsson, Kristjón Kristjónsson, Fanney Kristjónsdóttir, Margrét Kristjónsdóttir, Bjarki Kristjónsson, Brynjar Kriatjónsson og barnabörn. Ellen Kristjónsson, Höröur Þóróarson, Kristjén Sigurösson, Ragnar Hilmarsson, Léra Lórusdóttir, félagsmálaráðherra segir að hús- næðissamvinnufélagið Búseti fullnægi ekki þeim skilyrðum sem gerð eru til lánafyrirgreiðslu úr sjóðnum, þar sem úthlutun er ekki miðuð við ákveðið tekju- hámark, eins og í kerfi Verka- mannabústaða, heldur getur hver sem er keypt sér búseturétt og úthlutun fer síðan eftir umsókna- röð,“ sagði Reynir Ingibjartsson, framkvæmdastjóri húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta í sam- tali við Mbl., en Mbl. barst í gær fréttatilkynning frá Búseta þar sem gerð var athugasemd við ummæli Alexanders Stefánsson- ar félagsmálaráðherra á fundi um húsnæðismál á vegum Sam- bands ungra framsóknarmanna á laugardaginn. Alexander sagði, að miðað við úthlutunarreglur Búseta væri hæpið að félagið ætti rétt á lánum úr Byggingarsjóði verkamanna. „Þetta kom upp í sambandi við fyrirspurn á fundinum til forráða- manna Búseta, þar sem spurt var hvort miðað væri við ákveðið tekjuhámark eða eignamörk þegar húsnæði væri úthlutað í gegnum kerfið,“ sagði Alexander Stefáns- son í samtali við Mbl. í gær. „For- maðurinn, Jón Rúnar Sveinsson, sagði að ekki væri um neitt slíkt að ræða, hver sem er gæti eignast búseturétt og jafnvel yrði dregið um úthlutanir. í núgildandi lögum um félags- legar íbúðir eru sett tekju- og eignamörk, sem takmarka rétt á úthlutun. Þessu hefur í engu verið breytt í nýja frumvarpinu. Það er aðeins gert ráð fyrir frekari út- færslu á því hverjir eigi rétt á fyrirgreiðslu úr sjóðnum, til dæm- is er námsmanna, öryrkja og aldr- aðra sérstaklega getið í þessu sambandi og opnaður möguleiki fyrir önnur félagasamtök. En grundvallarforsendan er áfram sú sama að þeir einir eigi rétt á lán- um úr Byggingarsjóði verka- manna sem standa félagslega illa að vígi, of illa til að geta komið sér upp húsnæði eftir öðrum leiðum. En mér sýnist að samþykktir Bú- seta, eins og þær voru settar fram á fundinum á laugardaginn, falli ekki undir það félagslega íbúða- kerfi sem rætt er um í frumvarp- Kjarnorkuvopn í Brazilíu árid 1990 Rio de Janeiro, 23. janúar. AP. Flotamálaráðherra Brazilíu hef- ur látið þau orð falla í viðtali að Brazilíumenn muni geta framleitt kjarnorkuvopn í upphafí næsta áratugar, en þeir hafí hins vegar engin áform í þá átt. Ráðherrann, Maximiano da Fonseca, sagði í viðtali við óháða blaðið Jornal Do Brasil, að gott væri að vera í aðstöðu til að framleiða sprengjuna, en það væri hins vegar engin skynsemi í því að gera það. + 0«/'sa j, GrísanaK^ Bacon * y&ssSm* ^ * VW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.