Morgunblaðið - 01.02.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
37
Njósnamálið skaðar
V erkamannaflokkinn
Osló, 26. janúar. Fri Jan Erik Lauré, rréttaritara Mbl.
áhrif á vinstri flokksvængnum, en
í þeim hópi telst Einar Förde
varaformaður Verkamannaflokks-
ins. Förde og Treholt voru nánir
vinir, og Treholt þekkti einnig vel
flesta helztu menn flokksins.
Hann naut virðingar þeirra
flestra og á hann var hlustað þótt
ekki væru allir sammála róttækri
afstöðu hans í ýmsum málum.
Flestir stjórnmálaskýrendur í Osló
eru sammála um að afhjúpun um-
fangsmikillar njósnastarfsemi Arne
Treholts eigi eftir að valda Verka-
mannaflokknum tjóni. Óljóst er þó
hversu miklu tjóni hún á eftir að
valda, en Treholt hafði mikil áhrif
og á drjúgan þátt í aukinni róttækni
Verkamannafiokksins í afstöðunni
til Atlantshafsbandalagsins og mót-
un varnarmálastefnu flokksins.
Gallup-skoðanakönnun sýnir
einnig augljóslega að njósna-
hneykslið hefur haft neikvæð
áhrif fyrir Verkamannaflokkinn.
Samkvæmt könnuninni telja 8%
aðspurðra að málið hafi stórskað-
að flokkinn og tiltrú manna á
stefnu flokksins í varnar- og ör-
yggismálum, 16% segja málið
draga úr trausti manna á stefnu
flokksins í þessum málum, en 66%
segja uppljóstrunina engu máli
skipta fyrir varnarmálastefnu
flokksins.
Þegar aðeins eru taldir stuðn-
ingsmenn Verkamannaflokksins
töldu 14% þeirra uppljóstrunina
hafa dregið úr trausti manna á
flokkinn.
Þá svöruðu 55% aðspurðra ját-
andi spurningunni um hvort
flokkunnn ætti í kjölfar upp-
ljóstrunarinnar að leggja meiri
áherzlu á að marka stefnu sína
gagnyart aðild að NATO. Aðeins
21% aðspurðra töldu óþarft fyrir
flokkinn að gera hreint fyrir sín-
um dyrum í þessum efnum.
Leiðtogar Verkamannaflokksins
með Gro Harlem Brundtland í
fylkingarbrjósti hafa óspart reynt
að gera sem minnst úr áhrifum
Treholts í flokknum. Benda þau á
að hann hafi engu mikilvægu
flokksembætti að gegna og hafi
verið sendiráðunautur í New York
þegar flokkurinn ræddi og mótaði
núgildandi afstöðu sína í varn-
armálum.
Daginn eftir uppljóstrunina
- sagði framkvæmdastjóri flokksins
að nauðsynlegt væri að ræða mál
Treholts í flokknum til þess að
átta sig á því hvaða tjóni hann
hefði valdið. Fundurinn hefur enn
ekki verið haldinn, og allt bendir
til að Gro Harlem Brundtland
neiti að halda fund af þessu tagi
til að gera sem minnst úr áhrifum
Treholts og láta líta svo út sem
hann hafi yfirhöfuð ekkert haft
með flokksákvarðanir að gera.
Enda þótt Treholt hafi ekki
gegnt mikilvægum embættum í
flokknum hafði hann gífurleg
Tvö mál munu veikja Verka-
mannaflokkinn mest í framhaldi
af uppljóstruninni. Annars vegar
tillaga Evensens um kjarnorku-
vopnalaus svæði á Norðurlöndum
og hins vegar afstaða flokksins til
nýrra kjarnaflauga NATO í Evr-
ópu. Því er haldið fram að Treholt
hafi samið ræðu Evensens og sé
höfundur tillögunnar sem hann
setti fram í október 1980, um
kjarnorkuvopnalaus svæði á Norð-
Treholt og Evensen
urlöndum, þótt Evensen beri á
móti því sjálfur. Upplýst hefur
verið að Treholt dvaldist samtímis
Evensen í Genf í nokkrar vikur
sumarið 1980 þegar Evensen und-
irbjó ræðu sína, sem olli miklum
deilum. Þótt Treholt hafi ekki
skrifað ræðuna var hann í aðstöðu
til að hafa áhrif á Evensen.
Varðandi eldflaugamálið þá
voru haldnir margir fundir rót-
tæklinga í röðum flokksmanna
haustið 1982 og allt til landsfund-
ar Verkamannaflokksins vorið
1983. Arne Treholt og Jens Even-
sen tóku drjúgan og virkan þátt í
þessum fundum. Vinstri flokks-
vængurinn vildi að flokkurinn
lýsti andstöðu við áætlanir um
staðsetningu nýrra eldflauga Atl-
antshafsbandalagsins í Evrópu.
Flokkurinn markaði ekki ein-
dregna stefnu, heldur fór millileið.
Það má því segja að útsendari
KGB hafi a.m.k. átt þátt í að
hindra að norskir jafnaðarmenn
tækju eindregna afstöðu með stað-
setningu meðaldrægu eldflaug-
anna í Evrópu. Vafalaust mun það
hafa áhrif á afstöðu norskra kjós-
enda til Verkamannaflokksins.
Jo Benkow, leiðtogi Hægri
flokksins, hefur lýst því yfir að
njósnamálið sé ekki flokkspóli-
tískt mál. Það hefur aftur á móti
ekki komið í veg fyrir að ýmis
hægrisinnuð blöð hafa bent á
ábyrgð Verkamannaflokksins, og
að litlu hafi munað að Treholt og
KGB fengju stefnumálum sínum
framgengt innan flokksins.
Rúmt ár er þangað til næstu
þingkosningar verða í Noregi.
Enda þótt öruggt sé að afhjúpun
Treholts muni valda Verkamanna-
flokknum tjóni, er ekki víst að það
hafi mjög mikil áhrif á viðhorf
kjósenda haustið 1985. Rétt er þó
að hafa í huga að á þessu tímabili
á Treholt eftir að koma fyrir rétt,
og mál hans verður þá á ný áber-
andi í norskum fjölmiðlum.
Rydens kaffi
Pillsbury’s hveiti
Spar rauökál
Edelfix kakómalt
Jacobs tekex
California rúsínur
Bessa harðfiskur
Bessa bitafiskur
Flatkökur
Tvátta þvottaduft
Revlon Flex sjampó
Revlon Flex hárnæring
Family handsápa
250 g 21.00
5 Ibs 45.90
680 g 39.50
800 g 68.80
200 g 16.95
1 kg 59.10
100 g 36.90
pr.pk. 44.90
pr.pk. 10.95
80 dl 149.90
43.95
49.95
3 í pk. 39.95
Opiö i Skeifunni til kl. 19
HAGKAUPS