Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 39 leiðslutímabils innlendu fram- leiðslunnar en leyfisbundin innan þess tíma til að fylla upp í skörð sem innlenda framleiðslan skilur eftir. Hagsmunir garðyrkjubænda Formaður Sambands garð- yrkjubænda og forstöðu- menn sölufyrirtækjanna eru hræddir við að meiri hætta verði á árekstrum, eins og það er orðað, þegar innlenda framleiðslan kem- ur á markað og þegar hún er að fara af markaðnum, ef margir standa í innflutningnum. Einnig telja þeir vandasamt að fylla upp í göt sem innlenda frmaleiðslan skilur eftir á framleiðslutímanum. Formaður Sambands garðyrkju- bænda segir að ef eitthvert það stjórntæki finnist sem garðyrkju- bændur geti treyst kæmi til álita að leyfa fleirum innflutning. Sagði hann að ef fella ætti niður tolla af grænmeti yrði einnig að fella niður tolla af rekstrar- og fjár- festingarvörum garðyrkjunnar, þannig að garðyrkjubændur hefðu möguleika gegn innflutningnum, en að óbreyttum rekstrarskilyrð- um væru þeir á móti frjálsum og ótolluðum innflutningi. í þessu sambandi komu fram þessar spurningar: Verður algerlega frjáls innflutningur ekki næstur á dagskrá? Er ekki rétt að staldra við, fara í saumana á þessum mál- um öllum og kanna það hvort yfir- leitt sé grundvöllur fyrir ræktun grænmetis á fslandi? Þegar rætt er um rekstrar- grundvöll garðyrkjunnar er rétt að hafa eftirfarandi í huga: Garð- yrkjan telst til landbúnaðar en hefur verið þar utanveltu ef svo má að orði komast. Hún er at- vinnugrein sem hefur þurft að standa algerlega á eigin fótum og hafa garðyrkjubændur eindregið viljað hafa það þannig. Þeir njóta engra styrkja og framleiðsluvör- urnar eru ekki niðurgreiddar. Garðyrkjumenn verða sjálfir að taka á sig öll áföll vegna þeirrar tímabundnu offramleiðslu sem er í greininni og rekstrarvörur þeirra eru tollaðar á sama tíma og sam- svarandi vörur eru tollfrjálsar í öðrum atvinnugreinum. Því leggja garðyrkjubændur áherslu á að rekstrarskilyrði þeirra þyrfti að laga ef fella á niður tolla af inn- fluttu grænmeti, þannig gðyþeir geti boðið vöruna á svipuðuverðr,' annars gæti markaðurinn „sjokk- erast" á viðkvæmum tímum. Hins vegar segja þeir að aukin græn- metisvelta kæmi þeim tvímæla- laust til góða ef sú yrði raunin. Forstöðumenn sölufélaganna segja að frjáls innflutningur leysi engan vanda og efast um að betri innkaup náist við það að dreifa innflutningnum á margar hendur. í kjölfar frjáls innflutnings telja menn að óhjákvæmilega komi frjáls dreifing á grænmeti og garðávöxtum hér innanlands. Ekki er gott að spá í hvernig þau mál myndu þróast ef það yrði gert. Ljóst er þó að þeir garðyrkju- bændur sem kosið hafa að standa utan Sölufélags garðyrkjumanna eða hreinlega verið reknir úr því myndu hafa meiri möguleika en nú er. Þeir ættu þá kost á að fá dreifingarkerfi sín viðurkennd eða gætu snúið sér til einhverra þeirra heildsala sem hæfu innflutning á grænmeti. Ávallt hefur gætt nokkurrar óánægju meðal ein- staka garðyrkjubænda með starf- semi Sölufélagsins og þá sérstak- lega með afföll og sölukostnað, og er því ekki ólíklegt að þeim muni fjölga sem utan þess fyrirtækis standa en það fer þó auðvitað eftir því hvernig nýir dreifingaraðilar myndu standa sig. Með smærri dreifingareiningum ætti sam- bandið á milli garðyrkjubænda og neytenda að verða betra sem aftur ætti að stuðla að því að fram- leiðsla lagaði sig betur að mark- aðnum en nú er. Líklegt er að svip- uð þróun yrði hjá kartöflubænd- um og garðyrkjubændum með úti- ræktun, að minnsta kosti hefur ekki staðið á þeim að gagnrýna Grænmetisverslunina. Karl Steinar Guðnason: Hlynntur afkomutryggingu — þó það þurfi að ganga þvert á taxtafrumskóginn KARL Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og miðstjórnarmaður í Alþýðu- sambandi íslands, sagði í við- tali við Mbl. í gær, að hann væri fyllilega sammála þeim hugmyndum sem fram hefðu komið um afkomutryggingu. Hugmyndir þar að lútandi hefðu verið á stefnuskrá Al- þýðuflokksins og hefði flokk- urinn m.a. flutt tillögur þar að lútandi, síðast á Alþingi nýverið þess efnis að þeir sem ekki næðu 15 þúsund krónum á mánuði fengju mismuninn greiddan. Karl Steinar sagði m.a. að- spurður um hvernig hann teldi að standa ætti að þessu: „Ég er mjög hlynntur því að þessi leið verði farin, þó það þurfi að ganga þvert á taxtafrumskóginn og ég tel að það sé almennur vilji fyrir að svo verði gert, að minnsta kosti hjá þeim sem hafa láglaunafólk innan sinna vébanda. Það má gera þetta í gegnum skattakerfið og almannatrygg- ingar og það má hafa það í sam- spili með beinum greiðslum at- vinnurekenda. í fjölmörgum greinum hafa menn tækifæri til að afla sér meiri tekna, bæði með aukavinnu og aukagreiðslum. Það er helst í iðnaði, verzlun og hja ríkinu sem fólk er verst komið. Iðnaðurinn hefur stært sig af betri afkomu. Fjármálaráðherra hefur meðal annars lýst því yfir að bætt afkoma verzlunar ætti að koma fram í lækkuðu vöruverði eða öðru, þannig að þarna ætti að vera svigrúm. Ef þetta yrði tekið í trygginga- formi þá finnst mér mjög athug- andi að hlusta á tillögurnar um niðurgreiðslurnar, það er að breyta þeim í bætur fyrir lág- launafólk. Það þarf þá að vera þannig um það búið að það komi ekki fram hjá ríkinu í auknum kóstnaði vegna útflutningsbóta. En ég tel að þessar hugmyndir séu mjög vel athugandi og fólki, sem ég hef rætt við innan launþega- hreyfingarinnar, lýst vel á þær.“ Á réttum tíma Fyrir þá sem ferðast í viðskiptaerindum til útlanda er stundvísi ekki aðeins dyggð - hún skiptir sköpum. Seinkun um aðeins hálfa klukkustund getur valdið því að þú missir af lestarferðum eða áframhaldandi flugi og þar af leiðandi mikilvægum fundum og viðskiptum. Arnarflug kemur ekki of seint. Frá miðju ári 1983 hafa vélar Arnarflugs farið í loftið frá Keflavík á réttum tíma í 94% tilvika. Sú tala verður varla hærri, enda eru þau flug- félög ekki mörg sem geta státað af betri árangri. Með okkar einstöku stundvísi og því að fljúga að morgni héðan til Amsterdam og síðdegis til baka tryggjum við að þú kemur á leiðarenda samdægurs - og á réttum tíma. Flugfélag með ferskan blæ ARNÁRFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.