Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
maður þurfti að gera sér áætlun um skipt-
ingu tímans á námsgreinar og fylgja
henni. Eg man enn, að mér fannst ég læra
mikið og öðlast nýja yfirsýn í sumum
námsgreinunum. Svo kom prófalotan, próf
dag eftir dag, unz öllu var lokið og maður
stóð uppi innantómur og án tilgangs í líf-
inu. Þetta voru miklir dagar að minnsta
kosti í endurminningunni!" En Guðmund-
ur bætti því við, að „þennan lokaþátt vant-
ar í áfangakerfið. En í stærðfræði í
stærðfræðideild lýkur náminu á sérstök-
um yfirlitsáfanga .. Þetta hefur gefizt vel,
nemendur, sem halda áfram í háskóla,
telja sig hafa haft mikið gagn af þessu
yfirlitsnámskeiði. Ég held, að full ástæða
sé að taka upp svipuð yfirlitsnámskeið við
lok fleiri greina."
Síðar í framsöguræðu sinni sagði Guð-
mundur m.a.: „Með lögunum frá 1904 var
Lærði skólinn skírður að nýju og nefndur
almennur menntaskóli. Nú, 80 árum síðar,
er þessi nafngift loks að verða réttnefni.
Mennta- og fjölbrautaskólarnir eru orðnir
almennir skóiar. Og af þeirri braut verður
ekki aftur snúið, a.m.k. ekki um sinn.“
Guðmundur taldi framhaldsskólann verða
að sætta sig við að vera almennur skóli;
vera víður inngöngu og reyna að gera sem
bezt við alla, sem i hann koma og reyna að
koma öllum til nokkurs þroska. En hann
taldi jafnframt skólann eiga að vera dálít-
ið þröngan útgöngu, og ætti hann að gera
talsverðar kröfur til nemendanna. Ekki
ætti að hika við að láta þá hverfa úr skól-
anum, sem ekki sinntu þeim kröfum. Því
miður væri talsvert um það, að nemendur
ættu ekki göfugri markmið en að eiga
þægilega daga, og þessa nemendur ætti að
láta hverfa úr skólanum nú, þegar öld-
ungadeild gæti sinnt menntaþörf þeirra
síðar á ævinni. Framhaldsskólinn ætti að
veita nemendum sínum almenna menntun
og búa þá jafnframt undir háskólanám.
Of lítill samgangur
milli skólastiga
„En ég held að eitt helzta mein í skóla-
kerfi okkar sé of lítill samgangur og of lítil
kynni milli skólastiga. Þar á ég bæði við
grunn- og framhaldsskóla og framhalds-
og háskóla." Guðmundur taldi skólana
ekki vita nægilega vel um framvindu mála
hver hjá öðrum og gerði það að tillögu
sinni, að samstarfsfundir yrðu haldnir
með skólunum, „en á hverjum þeirra funda
ræddi ein deild Háskólans við fulltrúa
þeirra kennara, er kenna þær námsgrein-
ar, sem deildin telur mikilvægastar sem
undirbúning fyrir nám í deildinni."
{ lok ræðu sinnar minntist Guðmundur
fyrstu kennarareynslu sinnar við Mennta-
skólann á Akureyri. Hann sagði áhuga og
dugnað nemenda skólans hafa gert sér
hann ógleymanlegan. „ótrúlegur var áhugi
og dugnaður sumra þessara unglinga, sem
höfðu brotizt áfram, að miklu leyti af eigin
rammleik, lesið utanskóla og þreytt próf
upp í annan bekk af miklum vanefnum.
Illa undirbúnir settust þessir nemendur
svo í skólann. En þeir höfðu fengið heit-
ustu ósk sína uppfyllta og drógu ekki af
sér við námið," sagði Guðmundur. Kvað
hann framfarir þessara nemenda stundum
hafa verið með ólíkindum. „Þegar ég ber
þessa gömlu vini mína saman við slakasta
hluta nemenda á þessari tíð, fólk sem iæt-
ur berast með straumnum skóla úr skóla,
án verulegs áhuga eða hugsunar, læðist sú
hugsun stundum að, að víst væri það hollt
þessu fólki, að ögn erfiðara væri að komast
hjalla af hjalla í skólakerfinu nú.“
Um 1.500 stúdentar áriö 1983
Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur Hag-
stofunnar fékk næstur orðið og skýrði töl-
ur í nemendaskrá Hagtíðinda og sagði m.a.
nú vera svo komið, að það væru um þriðj-
ungi fleiri konur en karlar, er lykju stúd-
entsprófi. „Skólaárið 1982 luku um 30% í
árgangi tvítugra stúdentsprófi. Hlutfall
karla var 25%, hlutfall kvenna um 35%.
Árið 1983 luku nokkru fleiri stúdentsprófi
en árið 1982, eða um 1.500 manns. Á 6.
áratug aldarinnar luku hins vegar um 200
manns stúdentsprófi á ári, og var hlutfalli
karla og kvenna þannig háttað, að tveir
karlar voru á móti einni konu.“ Þá vék
Hjalti að tímabili, þar sem hann hefði haft
tækifæri til að fylgjast náið með nemenda-
fjölda í landinu. „Á 15 árum, eða
1966—1981, hefur nemendum almennt í
skólum fjölgað afskaplega mikið. Skipta
má framhaldsskólastigi í tvennt og segja,
að annar hlutinn sé almennt nám, þ.e.a.s.
nám til stúdentsprófs, og hinn hlutinn
sérnám eða nám til réttindaprófs, en þar
með væri þá talið allt iðnnám. Á þessu
tímabili þrefaldast fjöldi þeirra, sem er í
almennu námi á framhaldsskólastigi, en
tala jæirra, sem stunda sérnám, tvöfald-
ast. Á móti hverjum 10 í menntaskólanámi
voru um 17 manns í sérnámi á fram-
haldsskólastigi árið 1966, en 12 árið 1981.“
Ríðstefna BHM var vel sótt eins og sést á þessari mynd og þótti takast vel.
MorguabUaið/ Torfí ÞórhaHmon.
grunnskóla til loka háskólanáms — um
fræðsluna, prófin og réttindin. „Mér sýnist
liggja ljóst fyrir, að í íslenzkum skólum,
sérstaklega grunnskólum, beinist kraft-
arnir fyrst og fremst að því að sjá lökustu
nemendum og miðlungsnemendum fyrir
þeirri fræðslu, sem þeir eru móttækilegir
fyrir, eða öllu heldur, kennararnir telja
þeim nægjanlega. Hinum betur gefnu er
varla sinnt, hvað þá, að þeir fái hvatningu
til átaka eða reynt sé að laða fram í þeim
þann sjálfsagða metnað að læra meira í
dag en í gær. í misskilinni góðmennsku
kerfisins gleymast þeir hreinlega ... Það
er bæði gott og fallegt að vera góður við
smælingja, en hvað með hið rómaða jafn-
rétti, þegar réttur hinna ómenntuðu til
náms er í raun meiri en hinna menntuðu.
Er það kannski orðið svo í raun, að æðsta
menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli ís-
lands, sé orðinn svo hræddur við mennta-
hrokastimpil, að hann þori ekki að setja
kröfur um inngang nógu hátt?“ Guðni
sagði það höfuðatriði í öllu námi, að kröf-
urnar, sem gerðar væru til hvers nemanda,
væru í sem mestu samræmi við getu hans.
En það væri engum manni greiði gerður
með því að hafa kröfurnar svo lágar, að
hann fengi enga fullnægju af námi og enga
virðingu fyrir sjálfum sér eða skólanum
vegna þess, að hann sæi í gegnum blekk-
inguna.
Rektor lagði ríka áherzlu á það, að strax
í grunnskóla yrði byrjað að hlúa að öllum
nemendum, ekki bara þeim, sem minna
mættu sín, heldur einnig og ekki síður
þeim „tæra straumi afburðamanna", sem
þjóðin ætti sem betur fer alltaf nokkuð af.
„Þessu verki verður að halda áfram í
framhaldsskólum. Þeir nemendur, sem
stefna að háskólanámi, verða að fá harðari
kennslu og til þeirra verður að gera meiri
kröfur um bóklega þekkingu en hinna, sem
hægar gengur. Sú ósk manna, að allir
verði svokallaðir stúdentar, má ekki verða
til þess, að kröfur verði minnkaðar til þess
eins, að fleiri hljóti hinn eftirsótta titil.
Niðurstaðan af því verður einvörðungu sú,
að titillinn verður alls ekki eftirsóknar-
verður, þegar búið er að eyðileggja allar
forsendur fyrir því, að hann merki eitt-
hvað og menn geti hver og einn borið virð-
ingu fyrir titlinum og sjálfum sér.“
I lok ræðu sinnar sagði Guðni Guð-
mundsson rektor m.a.: „Við höfum nú þeg-
ar lög um samræmdan grunnskóla og við
höfum fyrir augunum afleiðingar þeirra og
ég þykist að nokkru hafa rætt þær afleið-
ingar. Ég staðhæfi, að allsherjarstöðlun
framhaidsskóla samkvæmt fyrirliggjandi
frumvarpi muni leiða til hins sama:
kennslumerin muni liggja í kvið í mýrar-
feni meðalmennskunnar og engu muni síð-
ar fást umþokað, því að engin viðmiðun
verði lengur til. Ég hef sagt það æ ofan í æ,
að ég hef ekkert á móti því, að samræmdir
framhaldsskólar séu til. Það, sem mér óar,
er sú hugmynd, að sú skólagerð skuli ein
eiga að vera til á íslandi. Menn verða að
gera sér ljóst, hve slík allsherjarstöðiun er
hættuleg. Menntaskólar með hefðbundnu
sniði eiga að vera til áfram handa þeim,
sem vissir eru um það á ungum aldri, að
þeir vilji fara í háskóla og eru reiðubúnir
að leggja á sig þá vinnu og fórna um leið
möguleikanum á að geta orðið trésmiðir í
leiðinni. Ef við ekki höfum hina hefð-
bundnu skóla áfram, hverfur fyrr en varir
sú viðmiðun við fortíð og samtíð, sem er
nauðsynlegt aðhald þeim, sem við kennslu
og menntun fást.“
Næstur tók Guðmundur Arnlaugsson
Gunnar G. Schram formaður BHM ásamt Ragnheiði Torfadóttur varaformanni bandalagsins.
Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra
fyrrverandi rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð til máls.
Almennur menntaskóli
að verða réttnefni
Guðmundur Arnlaugsson rakti sögu
menntaskóla hér á landi frá 1904, er
Lærða skólanum var með lögum breytt í
Hinn almenna menntaskóla. En að því
loknu vék hann að áfangakerfinu og sagði
m.a.: „Með tilkomu áfangakerfisins fyrir
rúmum áratug kemur ný gerð stúdents-
prófs til sögunnar, gerólík hinni eldri að
allri gerð. Hið viðamikla lokapróf með
löngu upplestrarleyfi fellur brott í áfanga-
skólunum og í stað lokaeinkunnar kemur
röð einkunna í hverri grein. Námsefninu
hefur verið skipt í áfanga, nemandinn
þreytir próf í hverjum áfanga um leið og
hann lýkur honum og það eru þessar ein-
kunnir, sem eru skráðar a prófskírteinið.
Jafnframt er notaður mun grófari ein-
kunnakvarði." Guðmundur kvað eitt höf-
uðmarkmið áfangakerfisins vera að gera
skólann sveigjanlegri. „Allir kennarar
þekkja hve erfitt getur verið að kenna í
bekk, þar sem undirbúningur nemenda og
ávarpar ráðstefnugesti.
gáfnastig eru mjög mismunandi. Þegar
talað er við betri hluta bekkjarins skilja
hinir ekkert, en sé framsetningin miðuð
við þá lakari, leiðist „gáfnaljósunum“.“
Guðmundur sagði, að í áfangakerfinu væri
reynt að koma til móts við alla þessa nem-
endur.
Guðmundur Arnlaugsson sagði reynslu
Menntaskólans við Hamrahlíð af áfanga-
kerfinu hafa sannfært sig um það, að skól-
inn væri á réttri braut. „Sitthvað kom á
óvart, ekki sízt það, hve munurinn á
námsgetu og vinnuhraða nemenda var
mikill, miklu meiri en mig hafði órað fyrir.
Þeir nemendur, sem luku stúdentsprófi á 3
árum, tóku oft miklu fleiri einingar en þeir
þurftu (sumir luku prófi á fleiri sviðum en
einu) og með hærri einkunnum en flestir
þeirra, sem notuðu 4 ár til námsins. Og
þetta fólk virtist ekki taka álagið neitt
nærri sér, heldur miklu fremur njóta
þess.“ Guðmundur ræddi stúdentsprófið
og sagði: „Ég hafði trú á þroskagildi stúd-
entsprófs eins og það var þreytt í gamla
daga og byggði þá trú á eigin reynslu. Við
fengum langt leyfi til upplestrar — var
ekki einhvern tíma miðað við 40 daga og 40
nætur eins og í helgri bók? — og hver