Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 14

Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Háskóli íslands, aðsókn og árangur Tölur úr nemendaskrá H.í. 1981—82 1982—83 1561 nem. 1832 nem. Brautskráðir eöa enn í námi. Fara einhvern tíma í próf, en hætta síðan alveg. Innritast, fara aldrei í próf og hætta svo alveg. Aths.: Tölur þessar taka til allra nemenda sem innritast hvort sem um frumskráningu er að ræða eða ekki. Þess vegna eiga einhverjir þeirra sem hætt hafa — einkum síðustu árin — eftir aö koma aftur. Einnig eiga nemendur í námi — sérstaklega nýlega skráðir — eftir aö falla úr. Hlutfallstölurnar síöustu árin eiga því eftir að nálgast tölurnar fyrri árin. Við pallborðið sátu fyrir svörum (talið frá vinstri): Guðni Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Arnlaugsson, Ólafur Ásgeirsson skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi, Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Arnór Hannibalsson dósent við Háskóla ís- lands. Á mvndina vantar Halldór Guðjóns- son. Fjöldi brautskráðra stúdenta 1962 1972 1982 Karlar 161 455 580 Konur 85 295 774 Alls 246 750 1.354 þeim. Stofnanir, sem eru á vegum hins opinbera og starfræktar eru fyrir al- mannafé, verða að láta undan kröfum al- mennings. Öllum hlýtur einnig að vera ljóst, að nútíminn krefst æ meiri þekk- ingar og þjálfunar, hvort sem litið er á það mál frá sjónarhóli einstaklingsins eða þjóðfélagsins. Maður, sem ekkert kann fyrir sér í nútímaþjóðfélagi, er beinlínis í persónulegri hættu, sérstaklega hvað at- vinnuöryggi varðar. Ef litið er á Háskóla íslands eins og hann er í dag, má hins vegar segja, að til hans komi of margir, einkum ef hugmyndin er að halda formi hans óbreyttu. Þangað koma margir, sem hvorki eiga heima í kennslugreinum né kennsluháttum Háskólans nú.“ Halldór kvað nám og árangur í Háskól- anum vera að yfirgnæfandi hluta bundið við einstaklinginn sjálfan, en ekki þann skóla, er hann kæmi úr. Hins vegar mætti leiða rök að því, að eitt skólaformið væri hentugra en annað til að mennta og þjálfa nemendur fyrir háskólanám. Fólk ætti hins vegar að gera sér ljóst, að þeim mun fleiri framhaldsskólar sem væru fyrir hendi, þeim mun fleiri nemendur mundu sækja nám í Háskólanum. Gerðir yfir- valda bæru því viðhorfi einnig vitni, að því fleiri sem menntaðir menn væru, þeim mun betra. Almennt nám fyrstu tvö árin í Háskólanum „Fyrstu tvö árin í Háskólanum hef ég hugsað mér, að nokkrum stórum hópum yrði kennt það sama, en síðan hæfist sér- hæfing. Það almennasta og aðgengilegasta yrði tekið fyrir fyrst, eins og nú er t.d. gert í viðskiptadeild. Að þessum tveimur árum loknum fengju nemendur viðurkenningu fyrir nám sitt og lykju náminu með gráðu svipaðri hinni bandarísku „associates degree" og hinni frönsku „deug“-gráðu. Ef framhaldsskólarnir gættu þess að skila nemendum jafn vel undirbúnum og verið hefur, væri lítil hætta á því, að nám þetta yrði að venjulegum bekkjarlærdómi. Nem- andi, sem nú fellur á 1. ári í læknadeild, kann ekki mikið af læknafræðum. Það er engin eftirspurn eftir manni með 1 ár að baki í læknadeild. En hugmyndin er sú, að fyrstu tvö árin í Háskólanum öðlaðist hann samstæða þekkingu, sem nýttist á vinnumarkaðinum." Halldór taldi kosti breytinganna aðal- lega fimmþætta. Hann kvað yngri nem- endur á ýmsan hátt meðfærilegri. „Þeir eru opnari og líklegri til að taka skynsam- legu tiltali. Maður verður dálítið var við það, að stúdentar eru búnir að velja sér lífsbraut, afstöðu til t.d. stjórn- og trú- mála og bókmennta, er þeir koma í Há- skólann. Ég held, að þetta striði gegn opnum viðfangsefnum háskólans. Kennari þar getur ekki leyft sér að staðhæfa eins og framhaldsskólakennari. Þekkingin er ekki borðlögð. Enda mætti líta fremur á framhaldsskóla sem stofnun og háskóla sem samfélag. Það virðist æskilegt, að menn taki hluta þroska síns út fremur í samfélagi en stofnun, og því mæli allt með því, að þeir geri það í háskóla, er væri einhvers konar verndað samfélag. Yngri nemendur hefðu síður haft tækifæri til að „steingerva" skoðanir sínar og hefðu enn tækifæri til að kynnast hlutunum á víð- sýnan hátt og mynda sér skoðanir út frá því. í öðru lagi væru nemendur ekki búnir að binda sér bagga og skyldur. í háskóla er ekki óeðlilegt, að menn vinni 60—80 stund- ir á viku, og það er ekki svo gott að gera, ef nemendur eru giftir og orðnir foreldrar. Það er greinilegt að nemendur falla eink- um á fyrsta ári og þá er sitthvað að stand- ast ekki próf sem einstaklingur eða fjöl- skyldufaðir eða móðir." Þá sagði Halldór, að afleiðing þessa yrði sennilega félagslíf, sem nú skorti nánast með öllu við Háskól- ann. „Félagslíf innan veggja Háskólans hefur ætíð verið mjög dauft. Menn líta nú I á háskólanámið eingöngu sem fyrsta | áfangann í lífsstarfinu.“ í fjórða lagi taldi Halldór nemendur verða forvitnari en nú væri. Og að síðustu, að nemendur þyrftu raunverulega kennslu og þannig skapaðist ný áherzla I starfi háskólakennara. „Kennsla í Háskóla íslands hefur ætíð miðazt að því að bera efnið fram og kenn- arar haft efnið í huga, en ekki þarfir nem- andans. Miða þarf námið við þarfir stúd- entsins." Þá fjaliaði kennslustjóri HÍ um þau tækifæri, sem opnuðust við breytingar þær, sem hugmyndir hans fela í sér. „Okkur gæfist tækifæri til að samhæfa og samræma nám og kennslu á fyrstu árum háskólanáms. Þá væri með nýju fyrir- komulagi unnt að stuðla að því, að allir háskólaþegnar hefðu tök á sömu aðferðum og virtu sömu reglur og kannski gildi eða umbæru a.m.k. gildi hvers annars af nokkrum skilningi. Þegar sérhæfing hefst strax að loknu háskólanámi eiga þeir, sem stunda eina tegund fræða, ekkert erindi til þeirra, sem stunda aðra fræðigrein. Hér áður fyrr áttu menntamenn mikið sameig- inlegt, þar sem þeir höfðu lokið námi frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem lengi var eini menntaskóli landsins. Með fjölgun framhaldsskóla er nú svo komið, að sam- eiginlegur svipur nemenda er horfinn. Sundurgreining í háskóla verður enn frek- ar til þess, að menn hafa ekki um neitt að tala, sem er óbærilegt fyrir svo litla þjóð. í þriðja lagi yrðu fyrstu námsár í háskóla sú brú milli bókstafslærdóms og gagnrýninn- ar hugsunar, sem nú skortir." Halldór nefndi því næst, að fyrstu námsárin hefðu stúdentar ráðrúm til þess að venjast há- skóla og öðlast jákvætt viðhorf til háskóla- náms. „Það er eðlilegt að gefa mönnum ráðrúm til að venjast þeim aðstæðum, sem fyrir eru í háskóla. Nemendum yrði sýnd mildi fyrstu tvö árin, en síðan yrðu kröfur hertar, og nemendur ættu að geta staðizt þær, þar sem þeir hefðu lært að umgangast háskólanám." I fimmta lagi kvað Halldór af samræmingunni gefast tilefni til skrifa á íslenzku um mál, sem ella væru rædd á öðrum tungum. Breytt ímynd Að lokum nefndi Halldór Guðjónsson dæmi um það, sem hugsanlega gæti staðið í vegi fyrir framkvæmd slíkra hugmynda um breytt skipulag Háskólans. Hann nefndi, að menn teldu yfirleitt, að fram- haldsskólarnir ættu að veita almenna menntun og undirbúa nemendur undir há- skólanám og þess vegna ætti samræming námsins að fara þar fram. Þá hefðu menn ákveðnar skoðanir á því, hver ímynd Há- skóla íslands og framhaldsskólanna væri eða ætti að vera, og tillögurnar breyttu þeirri ímynd. Að lokum nefndi Halldór kjaraatriði og afstöðu kjaraaðila, en hugs- anlegt væri, að kennurum í grunn- eða framhaldsskóla þætti sem þeir væru að missa spón úr aski sínum. Rétt væri þá að hafa í huga, að framhaldsskólinn væri enn í þenslu. Þá gætu háskólakennarar einnig haft á móti breytingunum, þar sem þær krefðust annars konar kennsluhátta en nú tíðkuðust. Þegar Guðmundur Magnússon og Hall- dór Guðjónsson höfðu lokið máli sínu voru umræður á dagskrá. Verður hér rakið nokkuð af því, er þar bar á góma. Björn Þ. Guðmundsson forseti laga- deildar Háskólans tók til máls og sagði m.a.: „Frá því ég kom til starfa við Háskól- ann, hef ég gagnrýnt hann fyrir það, sem ég hef nefnt skort á menntunarstefnu Há- skólans. Ég hef haldið því fram, að sú þróun, sem nú stefnir Háskólanum í voða, hafi verið að flestu leyti fyrirsjáanleg. Hún hafi hafizt, þegar menntaskólanám hætti að vera beinlinis aðfararnám að há- skólanámi." Björn sagði það litla þýðingu hafa að sakast um orðinn hlut, heldur ætti að þakka það, sem vel væri gert, ráðstefn-1 una og þær snjöllu hugmyndir, sem hann. hefði heyrt þar, og nefndi sérstaklega- hugmyndir Halldórs Guðjónssonar. „Vandi Háskólans er sá, hvernig hann- eigi að bregðast við síauknum fjölda stúd-- enta, án þess að menntunargæði skerðist," sagði Björn Þ. Guðmundsson enn frekar. „Háskólinn sjálfur á ekki að velja auðveld- ustu leiðina, þ.e.a.s. að loka Háskólanum. Það tel ég honum ekki sæmandi, nema áð- ur hafi verið reyndar til þrautar allar aðr- ar leiðir. Réttur til háskólanáms er í mín- um huga hluti af grundvallarmannréttind- um. Ut frá veraldlegum sjónarmiðum hefði sennilega oft verið viturlegt fyrir forfeður okkar til sjávar og sveita að loka gluggum og dyrum, þegar gesti bar að garði eða jafnvel skipbrotsmenn. Það gerði okkar fólk ekki. Okkar fólk á þeim tíma þekkti nefnilega ekki hugtakið „numerus clausus“.“ Islenzkukunnáttu ábótavant Þá tók Þorsteinn Vilhjálmsson dósent við HÍ til máls: „Ég vil í þessari umræðu hvetja til þess, að menn sýni víðsýni, horfi bæði vítt og breitt og þá fram í tímann líka. Það, sem við erum að fást við, varðar íslenzkt samfélag kannski eftir 20—40 ár, og það gerist líka í samhengi við það, sem gerist annars staðar í heiminum. Það varðar miklu, að íslendingum takist að halda sínu skólakerfi sambærilegu við það, sem gerist annars staðar." Síðan vék Þorsteinn að íslenzkukunnáttu stúdenta og sagði: „Ég er á því eins og margir aðrir, að íslenzkukunnáttu sé ábótavant. Ég held, að það vanti, að menn geti beitt mál- inu við sín eigin viðfangsefni. Það sem við þurfum á að halda, er að skrifa og tjá okkur munnlega um það, sem við erum að læra eða fást við. Ég held, að skólarnir þurfi að gera betur, og til þess eru ýmsar leiðir, t.d. samtenging íslenzkukennslunn- ar og kennslunnar í öðrum greinum fram- haldsskóla." Að lokum þykir rétt að vitna í orð Guð- mundar Magnússonar, en hann tók til máls í umræðunum og ræddi einkum þær hugmyndir, sem Halldór Guðjónsson hafði skýrt frá í framsöguerindi sínu. Háskólarektor sagði m.a.: „Ég vil víkja sögunni aftur til ársins 1969, er Háskóla- nefnd lagði fram skýrslu sína. Nefndin lagði m.a. til, að komið yrði á skammtíma- námi, tveggja ára námi, í ýmsum greinum og þá við Háskólann. Það hefur ekkert gerzt í þessum efnum. Og ég held, að svona skammtímanám eigi síður við hér, þegar menn koma 20 ára, kannski 21 árs, upp I háskóla." Guðmundur kvaðst fremur líta á þessi mál út frá því, sem hann nefndi kostnaðar- og framleiðnisjónarmið en Halldór, sem styddi mái sitt öðrum rökum. „Það er auðvitað þörf fyrir menn með mis- mikla kunnáttu. Það er eftirspurn eftir mönnum með tveggja ára nám, með fjög- urra ára nám og lengra nám o.s.frv. Eg held, að það sé fyllsta ástæða til þess að skoða þetta mál mjög gaumgæfilega. Við fáum nú til náms í Háskólanum mjög marga stúdenta, sem ekki geta lokið þar námi, en gætu lokið styttra námi, sem von- andi kæmi þeim og þjóðfélaginu að gagni. Það væri í raun hægt að friða Háskólann að sumu leyti fyrir fólki, sem ekki á þang-. að erindi. Kannski er það mikilvægast íi þessu sambandi og jafnframt það, sem, fældi menn frá hugmyndunum um tveggja, ára sameiginlegt nám, að það er mjög lík legt, að tiltölulega færri nemendur yrðu til þess að ljúka lengra námi.“ Rúmsins vegna getur Morgunblaðið ekki gert ráðstefnu BHM um undirbúning há- skólanáms og aðgang að háskóla nánari skil, en bandalagið mun á næstunni gefa út bækling um ráðstefnuna. — ing.joh. (Grein þessi er unnin í samráði viÖ BHM.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.