Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
uMmn^uHi-U If
arnafólky friöarfólk og
drir áhorfendur sjónvarps
vfiir Kristinu
//. Sn-tran
ir Kfíinn !<*•« Kk krt-fsl \rss fyrir hon4 Imrnii 1
in v»r kynnt Að hvrrs minnn. »A slih ktriAi <-A» álik» '
|wtt» vskilrKur svn vcrAi fkki framar sjnrf á (wssum
Kácin stok dn-mi Sýnt i»r rr inKartimi* Þurfti »A koma hrnm tima
■ÉlMÍÉÍÉÍHfeMhHMðttÉ
Atriöi um ofbeldi og hernaö í kvikmynd
sjónvarpsins um Dóná:
Stuðla þau að öruggu
sálarlífi barna?
skáldsnillingar voru, sem að dómi
Jóhanns stóðu Davíð framar sem
skáld meðan hann var ofar moldu.
Að öðrum skáldum ólöstuðum
hygg ég vandfundin þau skáld,
sem voru honum fremri á sviði
orðsins iistar, þó að lengi megi að
sjálfsögðu deila um slíkan virð-
ingarsess og sitt sýnist hverjum
um ágæti okkar snjöllustu skálda.
Þau skáld af yngri kynslóðinni,
sem tóku upp nýtt ljóðform og
mest kvað að eftir 1950, voru að
stíga sín fyrstu skref á skálda-
brautinni um það leyti sem
starfsdegi Davíðs var tekið að
halla og þess raunar skammt að
bíða að hann legði frá sér skáld-
hörpuna. Það er því ekki sann-
gjarnt að ætlast til þess, að hann
tæki upp svipaðar nýjungar og
þeir eða bera saman skáldskap
hans og þeirra, þegar verk þessara
ólíku skálda eru metin.
Þó að Davíð væri fyrst og
fremst Ijódskáld og skáldgáfa hans
nyti sín án efa best í því formi,
fékkst hann einnig við aðrar
greinar skáldskapar með ágætum
árangri. Skáldsagan Sólon Island-
us var, eins og greinarhöfundur
telur réttilega, merkt framlag til
epískrar sagnagerðar. Þá má og
minna á leikrit Davíðs, en þau
skipa veglegan sess í leikbók-
menntum okkar. Fá íslensk leikrit
hafa hlotið eins góðar viðtökur
leikhúsgesta og Gullna hliðið, og þó
að hin tvö leikritin, sem hann
samdi seinna, yrðu ekki jafn vin-
sæl og Gullna hliðið, eru þau bæði
djúphugsuð skáldverk og Landið
gleymda meðal bestu íslensku leik-
rita sem samin hafa verið.
í upphafi greinar sinnar lætur
Jóhann Hjálmarsson að því liggja,
að hann muni síðar fjalla ítarlega
um Ritsafn Davíðs. Er það vel og
vonandi að sú umsögn verði
sanngjörn og samboðin þessu
ástsæla þjóðskáldi okkar. Það er
trúa mín, að svo lengi sem „þjóðin
metur dýran óð“ og man og virðir
verk fremstu skálda sinna, muni
nafn Davíðs Stefánssonar bera
hátt í þeim hópi og framlag hans
til íslenskra bókmennta jafnan
verða metið að verðleikum."
Birna Jónsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til að taka undir orð
Kristínar H. Sætran í Morgunblað-
inu í dag (11. janúar). Grein hennar
„Barnafólk/friðarfólk og aðrir
áhorfendur sjónvarps“ fjallar um
sýningu sjónvarpsins á kvikmynd
um Dóná sem sýnd var sunnudag-
inn 8. janúar á eftir „Húsinu á
sléttunni", svo að búast má við að
börn hafi setið við sjónvarpið þegar
sýning myndarinnar hófst. í áður-
Nói Bergmann skrifar frá Tacoma
i Bandaríkjunum:
„Skrítnir eru draumar manns og
undarlegir. Hvað það er, sem
stjórnar þessari makalausu undir-
meðvitund sem vaknar er við sof-
um, fæst víst seint ráðning á, þó
mikið hafi verið reynt að leysa þá
gátu.
Einn morgun, er ég vaknaði eftir
að hafa dreýmt heilmikið, fór ég
eins og oft áður að velta fyrir mér
þessum ólíkindum. Þá datt mér í
hug hvort öll tilveran eða það sem
við köllum tilveru væri ekki bara
eitt draumarugl, sem við vöknum af
er við deyjum. Margt hefur maður
heyrt fráleitara sem spámenn pg
aðrir spekingar hafa sett fram. Ég
gæti best trúað að þetta væri ekki
ný hugmynd um drauma, en ég man
nefndri kvikmynd voru sýnd atriði
um ofbeldi, hernað og fleira í þeim
dúr og vil ég taka undir orð Kristín-
ar „eru ofangreind atriði talin hafa
mikilvægt fræðslugildi fyrir börn?
Eru þau talin stuðla að öruggu sái-
arlífi barna?“
Gaman væri að fá svar frá sjón-
varpinu svo og öðrum foreldrum um
þetta efni.
Ég vil þakka Velvakanda fyrir oft
mjög gott efni í pistlunum, fróðlegt
og skemmtilegt. Og nú síðast kvæð-
ið Duke Donnum! Bestu þakkir."
þó ekki eftir að hafa heyrt þetta
áður. Gaman væri að rabba meira
um þessi skringilegheit í lífi
mannsins, en ég læt þetta duga að
sinni.
Við höfum búið hér í Tacoma í 15
ár og ég get varla hugsað mér betri
stað til búsetu. Hér er veðrið milt
allan ársins kring og fallegt, bæði
til sjós og lands. Við vorum í fjögur
ár í Vancouver BC í Kanada, þar er
einnig gott að vera. f átta ár bjugg-
um við í Los Angeles, en þar er of
heitt og mikill reykur, of mikil sól
og of mikið af fólki, samt var gam-
an að kynnast þessu öllu. Ég var í
40 ár á okkar kæra Fróni og hefði
ég síst viljað hafa misst af því. Nú
búum við hér í vellystingum á eftir-
launum. Sé ykkur vonandi í vor.
Kveðja til lands og lýðs.“
Er tilveran eitt
draumarugl?
Þessir hringdu . . .
Reagan og
Andropov lesi
Biblíuna
Haraldur Öm Haraldsson
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
— Ég tel að hvorki Reagan né
Andropov hafi nokkurt vit á
þeim hlutum sem þeir eru að
fást við. Þeir ættu að lesa Biblí-
una í svona tvo mánuði í ein-
angrunarklefa. Ég held að það
yrði þeim til góðs og ef þeir taka
ekki við sér eftir Biblíulesturinn
á bara að hengja þá upp í gálga,
svona uppá gamla móðinn. Það
mætti gera það hérna á
Klambratúni og einnig ætti að
hengja Arne Treholt með þeim.
Þetta væri hægt að gera á 200
ára afmæli Reykjavíkurborgar.
Síðan ætti að setja silfurskilti
fýrir ofan þá, þar sem letrað
væri: „Hér hanga guðleysingj-
arnir Reagan og Andropov
ásamt Norðmanninum Arne
Treholt," en ég held að Treholt
hafi komið illindunum af stað á
milli stórveldanna.
Ég spái því að Mondale verði
kjörinn forseti á þessu ári og þá
muni sambúðin milli stórveld-
anna batna.
Mér finnst að útvarpið ætti
ekki að flytja fréttir frá sovésku
fréttastofunni TASS og ég vona
að ef rás 2 fer út í fréttaflutning
verði þeir með fjölbreyttari
fréttir en rás 1, til dæmis mætti
flytja fréttir af nýjustu tækni og
vísindum og eina og eina létta og
skemmtilega frétt til að lífga að-
eins uppá þetta alltsaman.
Ekki beint glæsi-
legar kjarabætur
Fáll Elíasson hringdi og hafði
eftirfarandi að segja.
— Mig langar til að gera að
umtalsefni frétt sem birtist í
Mbl. fyrir skömmu, þar sem
fjallað er um kjarabætur sjó-
manna á stórum skuttogurum,
en þeir munu vera lægst laun-
uðu togarasjómennirnir.
Það sem mér sárnaði við lest-
ur þessarar fréttar var að eina
leiðin til kjarabóta er sögð vera
fækkun manna á skipunum. Nú
vil ég spyrja: A hvaða vinnu-
stað eða hjá hvaða stéttum öðr-
um en sjómannastéttinni væri
það talin kjarabót að laun
hækkuðu lítillega við það að
vinnuálag ykist í nákvæmlega
sama hlutfalli? Ætli það þætti
t.d. stór kjarabót í sjávarút-
vegsráðuneytinu, ef starfs-
mönnum yrði fækkað um einn
þriðja, heildarlaunagreiðslur
til ráðuneytisins yrðu hinar
sömu og laun á hvern einstakan
starfsmann hækkuðu um einn
þriðja, en vinnuálag ykist um
einn þriðja um leið.
Ég er hræddur um að þetta
þættu ekki beint glæsilegar
kjarabætur á þeim bæ, enda
býður mér í grun að enginn
myndi orða svona aðgerðir við
kjarabætur hjá nokkurri hinna
vinnandi stétta, nema þá helst
hjá sjómannastéttinni. Ég er
sjálfur sjómaður, stýrimaður á
skuttogara af minni gerð,
þannig að ég hef ekki beinna
hagsmuna að gæta í þessu máli.
Engu að síður svíður sú lítils-
virðing sem mér finnst sjó-
mönnum sýnd með því að orða
þetta við kjarabætur.
Fyrir heimilið
Öll tæki á einu bretti frá
Blomber
Dlomperq
Heimilistækin eru glæsileg.
bæði frístandandi og til inn-
byggingar.
Littu við og skoðaðu
BLOMBERG heimilistækin
eða hringdu eftir bæklingi
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaöastræti 10 A — Sími 16995.
HUGSAÐU
þig tvisvar um áður en
þú kaupir gufugleypi.
Flestir gufugleypar eru
eins, en Blomberg E 601
gufugleypirinn getur
sparað þér mikla orku á
köldum vetrarmánuðum
Með einu handtaki er
hægt að breyta loftblæs-
trinum frá útblæstri í
hringrás um kolasíu.
Hafðu þetta hugfast,
þegar þú kaupir
gufugleypi.
Og það er 2ja ára / C
ábyrgð á
Blomberg, taktu
eftir því.
Blomberq
“ Stílhrein hágæða heimilistæki.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A Sími 16995