Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 23

Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 55 Mismunandi holdfylling á lærum og mölum á jafnþungum dilkaröllum, t.v. fall af lambi undan lágfættum hrút, en t.h. undan háfættum hrút. þeirra. Þó smekkur manna með tilliti til fitu sé mjög breytilegur, þá er ljóst að sífellt færri neytend- ur vilja borða feitt kjöt. Hitt er jafnljóst, að nokkur fitusöfnun er nauðsynleg til að tryggja gæði kjötsins, einkum þar sem allt kjöt er fryst. Þetta ber að hafa í huga, og jafnframt ber að virða fitusöfn- unareiginleika fjárins með hlið- sjón af sumarhögum og þeim væn- leika sem vænta má á viðkomandi landsvæðum. Hinn bráði þroski lágfætta fjárins er óumdeilanleg- ur kostur þar sem stefnt er að mikilli frjósemi og vaxtarskilyrði eru ekki betri en svo, að meðalfall- þungi dilka sé 13—15 kg. Við slík skilyrði verður ekki hjá því komist, að stór hluti lamba af hinni grófbyggðu og beinastóru gerð falli í mati og verði mjög lé- leg vara. Hins vegar er lágfætta fénu hættara við offitun, þegar þungi fallanna nálgast 18—20 kg, einkum þegar um gimbrarlömb er að ræða. Af þessum sökum má ekki stefna að eins bráðum þroska fjár í landbestu sveitum, þar sem vænleiki er mestur, þótt ekki megi á slíkum stöðum fremur en annars staðar missa sjónar á markmið- inu, sem er ræktun vöðvasöfnun- arfiár. A það skal að lokum bent, að innan lágfætta stofnsins á Hesti hefur komið f ljós verulegur arf- gengur breytileiki á fituþykkt, sem bendir eindregið til, að ná megi árangri í úrvali gegn fitu- söfnun, án þess að aðrir kjötgæða- eiginleikar spillist. Þetta sýnir sig í minnkandi fitu síðan farið var að velja gegn henni. Er stjörnuflokkurinn einskis virði? Árið 1977 var reglum um kjöt- mat breytt og þá tekinn upp nýr gæðaflokkur, stjörnuflokkur, fyrir „skrokka sérlega vel vaxna og með greinilegum ræktunareinkennum, vel holdfyllta, einkum í lærum og á baki, hæfilega feita og með jafnri og hvítri fitudreifingu um allan kroppinn". Fyrir þennan gæðaflokk fá bændur 5% hærra verð en fyrir 1. flokk, og var tilgangurinn sá að hvetja bændur til að framleiða betra kjöt og koma jafnframt til móts við fjölbreyttar óskir neyt- enda. Hins vegar skortir mikið á, að neytendum hafi verið kynntar þessar reglur sem skyldi, enda eru þeir í miklum minnihluta, sem gera sér grein fyrir því í hverju mismunur einstakra gæðaflokka er fólginn. Nýlega var gerður ítarlegur samanburður á kjötgæðaeiginleik- um dilkaskrokka af mismunandi gæðaflokkur, þar sem hver skrokkur var hlutaður sundur eft- ir ákveðnum reglum og veginn hver vefur, þ.e. fita, vöðvi, bein, í hverjum skrokkhluta. Jafnframt voru vegnir 15 einstakir vöðvar, allir þeir verðmestu, og gerðar ít- arlegar mælingar á skrokklögun, vöðva- og fituþykkt. Nokkrar af markverðustu niðurstöðum þessa samanburðar eru birtar í meðfylgjandi töflu. Þar kemur fram, að í stjörnu- skrokkunum var um 7% meiri vöðvi og 15% minni fíta en í 1. flokks föllum, enda er hámark sett á fituþykkt falla í stjörnuflokki. Þessi munur samsvarar 560 g þyngri vöðva í 14 kg stjörnuflokki eða með öðrum orðum ríflegri tveggja manna máltíð í hreinum vöðva. Enda þótt beinaþungi sé svipað- ur í báðum flokkum, þá eru öll bein styttri í stjörnuflokknum sem af sér leiðir aukna vöðva- þykkt um allan skrokkinn, svo sem fram kom í þessari rannsókn, Vöðvaþykktin ein sér er mikils- verður eiginleiki, þar sem slíkir skrokkar bjóða upp á betri nýt- ingu, ekki síst þegar matreiða skal einstaka vöðva, sem nú færist í vöxt hér og erlendis. Ennfremur hefur sýnt sig í erlendum rann- sóknum, að þykkir vöðvar eru að jafnaði meyrari og lostætari en þunnir, þar sem í þeim er hærra hlutfall mjúkra vöðvaþráða en minni tengivefur. Þá kemur fram umtalsverður munur á dreifingu vöðva sem lýsir sér m.a. í nær 13% þyngri bakvöðva, 18% þyngri lundum og 12% þyngri innlæris- vöðva í stjörnuskrokknum, en þetta eru eftirsóttustu og dýrustu vöðvar skrokksins. Einnig má benda á, að flatarmál vöðvans í kótelettunni var um 24% stærra í stjörnu-skrokknum. Þessar niðurstöður lýsa best þeim markmiðum, sem stefnt er að með bættu byggingarlagi sauðfjár. Stefán Aðalsteinsson gerir lítið úr kynbótum af þessu tagi og telur þær ekki borga sig fyrir bóndann. Svo sem að framan greinir er nú aðeins 5% verðmun- ur á 1. flokki og stjörnuflokki. Að okkar áliti er sá verðmunur of lít- ill, séu ofangreindar upplýsingar um raunverulegan gæðamun flokkanna hafðar í huga. Enn sem komið er fer aðeins u.þ.b. 1% allra dilkafalla í landinu í stjörnu- flokk, og sýnir það, að mikið starf er enn óunnið á þessum vettvangi. Til eru þó þeir bændur, sem með Tízkuverzlunin / Rauðarárstig 1 Sími 15077 skipulegu kynbótastarfi hafa náð þeim árangri að fá milli 30 og 40% lamba sinna í stjörnuflokk sam- fara miklum vænleika, og sýnir það hve góðum árangri er unnt að ná á þessu sviði. U.þ.b. 85% verðmæta sauðfjár- framleiðslunnar eru kjöt. Þótt við viljum síst varpa rýrð á þátt ullar- innar í sauðfjárafurðum né mik- ilvægi ullariðnaðar í landinu, þá er ljóst, að kjötframleiðsla verður áfram undirstaða íslenskrar sauðfjárræktar. íslenskir neyt- endur mynda stærsta og örugg- asta markað landbúnaðarins. Það er í senn hagur og skylda bænda- stéttarinnar, rannsóknarmanna og leiðbeinenda hennar að leitast við að fullnægja óskum þessa markaðar með aukinni hag- kvæmni, fjölbreytni í framleiðslu og alhliða vöruvöndun. Höfundar greinarinnar eru sér- fræóingar í búfjárrækt við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ... 7/2 Jan ... 20/2 Jan ... 5/3 Jan .... 19/3 ROTTERDAM: Jan .... 8/1 Jan .... 21/2 Jan .... 6/2 Jan .... 20/3 ANTWERPEN: Jan .... 8/2 Jan .... 22/2 Jan .... 7/3 Jan .... 21/3 HAMBORG: Jan .. 10/22 Jan ... 24/22 Jan ... 9/35 Jan ... 23/31 HELSINKI: Jan ... 22/2! LARVIK: Hvassafell ... 13/2! Hvassafell ... 27/2? Hvassafell ... 12/3 5 GAUTABORG: Hvassafell 14/2 Hvassafell 28/2 Hvassafell 13/3 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 15/2 Hvassafell ...... 29/2 Hvassafell ...... 14/3 SVENDBORG: Hvassafell ....... 2/2 Hvassafell ...... 16/2 Arnarfell ....... 24/2 Hvassafell ....... 1/3 ÁRHUS: Hvassafell ....... 2/2 Hvassafell ...... 16/2 Helgafell ....... 24/2 Hvassafell ....... 1/3 FALKENBERG: Mælifell ........ 14/2 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ....... 15/2 Skaftafell ...... 25/2 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 26/2 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Samanburður á nokkrum mikilvægum kjöteiginleikum jafnþungra (14 kg) dilkaskrokka í stjörnuflokki (DI*) og 1. flokki (1)1). Meðaltöl byggð á krufningu 10 skrokka úr hvorum flokki, sem valdir voru af handahófi í tveimur sláturhúsum. Eiginleiki (■æðaflokkur DI* DI % mismunur lllutfall vöAva í heilum skrokk 60,1% 56,1% 7,1 Hlutfall fitu í heilum skrokk 22,5% 26,5% -s-15,1 lllutfall beina í heilum skrokk 11,8% 12,0% + 1,7 Kg vöðvi per kg bein í heilum skr. 5,40 4,69 9,6 Iningi vöðva í la rum (g) 3054 2845 7,3 Þungi »öð»» í hrygg (g) 1715 1527 12,3 Imngi innlærisvöðvans (g) 408 364 12,1 Iningi bakvöðvans (g) 734 652 12,6 l*ungi lundanna (g) 272 231 17,7 Flatarmál kótelettuvöðva (cm1) 16,7 13,5 23,7 Fituþykkt ofan á kótelettuvöðva (mm) 3,0 3,1 +3,2 Mesta fituþykkt á síðu (mm) 7,7 8,8 + 12,5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.