Morgunblaðið - 06.04.1984, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984
Bankastjórar Landsbankans á blaóamannafundinum í gær. Frá vinstri: Jónas Haralz, Helgi Bergs og Björgvin
Vilmundarson. Lengst til hægri er Tryggvi Pálsson, hagfræðingur bankans. MorminblaM/ Emilía.
Nýjung frá Landsbankanum:
6 mánaða skírteini
með 21% ársvöxtum
„Fer héðan
alfarinn á
sunnudag“
„ÉG FER héðan alfarinn á sunnu-
dag, en hef að undanförnu verið
hér á landi til þess að ganga frá
mínurn málum og selja húsið,"
sagði Steinar Berg ísleifsson, for-
stjóri Steina hf., í spjalli við blm.
Mbl. í gær.
Steinar flutti til Englands í
maí í fyrra í kjölfar frama
hljómsveitarinnar Mezzoforte á
erlendri grund. Hann ætlaði sér
upphaflega að dvelja erlendis í
sex mánuði til reynslu.
„Þegar ég fór út í fyrra taldi
ég mig vera nokkuð vel inn í því,
sem þar var að gerast á sviði
hljómplötuútgáfu," sagði Stein-
ar. „Það reyndist á misskilningi
byggt. Ég tel mig núna hins veg-
ar mun betur inn í því, sem þar
er að gerast, en á þó enn mikið
ólært. Mér finnst fyrirtæki mitt
eiga framtíð fyrir sér í Lundún-
um og hef undanfarna mánuði
unnið að því að undirbúa plötu-
samninga við erlendar hljóm-
sveitir. Ég geri mér vonir um að
þau mál skýrist áður en langt
um líður.“
Karnabær seldi í fyrradag
hlutafé sitt í Steinum hf. Átti
fyrirtækið helming hlutafjár.
Þrír starfsmenn Steina hf., Jón-
atan Garðarsson, Pétur Krist-
jánsson og Örn Baldursson, hafa
hver um sig keypt 10% hluta-
fjár. Steinar Berg mun því eiga
70% hlutafjár eftir breyting-
una, en stjórn fyrirtækisins hér
á landi verður alfarið í höndum
þremenninganna.
Morpinbliðló/ Gunnlaugur Kögnvalds.
Steinar Berg kveður heimili sitt
að Vogalandi 13 í gær.
Gæzluvarð-
hald framlengt
GÆSLUVARÐHALD yfir 36 ára
gömlum manni, sem var úrskurðaður
í gæsluvarðhald þann 1. febrúar síð-
astliðinn, var framlengt í gær í Saka-
dómi Reykjavíkur til 30. maí næst-
komandi.
Maðurinn hefur viðurkennt að
hafa orðið 39 ára gamalli konu að
bana í íbúð hússins Njálsgata 48a
þann 31. janúar síðastliðinn.
LANDSBANKI íslands mun frá og
með næsta mánudegi bjóða sparifjár-
eigendum nýjan kost til að ávaxta fé
sitt. Með svokölluðum „Landsbanka-
skírteinum" verður hægt að fá 6%
hærri vexti en almennar sparisjóðs-
bækur bera nú, eða samtals 21% árs-
vexti. Skírteinin verða að lágmarki 10
þúsund krónur og eru til sex mánaða.
Breytist vextir á tímabilinu heldur 6%
vaxtaálagið sér, að því er bankastjórar
og fleiri starfsmenn Landshankans
sögðu á fundi með fréttamönnum í
gær.
Kaupandi getur innleyst skírtein-
ið hvenær sem er að sex mánuðum
liðnum. Kaupi hann þá nýtt skír-
teini til annarra sex mánaða verður
ársávöxtunin 22,1% (miðað við 15%
vexti eins og þeir eru í dag af al-
mennum sparisjóðsbókum). Leysi
kaupandi ekki skírteinið inn á gjald-
daga sér bankinn um að leggja
FJÁRLAGAGATIÐ svokallaða var
enn til umræðu á ríkisstjórnarfundi í
gærmorgun án þess að til sérstakra
tíðinda drægi. Fjármálaráðherra lagði
fram frekari útreikninga um hugsan-
leg áhrif þeirra ráðstafana, sem hann
hefur lagt til, en engar nýjar tillögur,
skv. upplýsingum Mbl.
„Ég lagði fram útreikninga um
ýmsar hugmyndir, sem fram hafa
komið frá ráðherrum og embættis-
mönnum. Menn eru að reikna þetta
út og sjá hvað hver og ein tillaga
kostar út af fyrir sig í beinum töl-
um,“ sagði Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra, í samtali við
blaðamann Mbl. í gærkvöldi. „Það
er verið að kanna ýmsar leiðir, allir
stefna að sama marki og það þarf að
ræða þetta rækilega ef menn ætla
að ná samkomulagi."
Enn er mikill ágreiningur í
stjórninni um tillögur fjármála-
ráðherra. Er talið næsta víst, að
ekki náist samkomulag á grundvelli
— eða 6% hærri
en almennir spari-
sjóðsreikningar
áfallna vexti við upphæð skírteinis-
ins og ávaxtast inneignin eftir það á
kjörum almennra sparisjóðsbóka.
í janúar, þegar Seðlabankinn
heimilaði bönkum og sparisjóðum
að ákveða vexti af innlánum, sem
bundin eru i sex mánuði eða lengur,
var hafist handa í Landsbankanum
um að kanna hvaða möguleikar
væru fyrir hendi. Skírteinin urðu
fyrir valinu vegna þess að þau eru
einföld, handhæg og framseljanleg,
að sögn bankastjóranna. Sala
þeirra, framsal og innlausn bera
engin gjöld, hægt verður að láta
geyma skírteinin í bankanum eða
útibúum hans, og sömu reglur gilda
þeirra hugmynda, sem m.a. lutu að
því að dregið skyldi úr niðurgreiðsl-
um landbúnaðarafurða og útflutn-
ingsbóta um 500 milljónir auk þess
sem söluskattur yrði „útvíkkaður".
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, spáði því í samtali við
blaðamann Mbl. í gærkvöldi, að
„HKIÐLOAN sést stundum síðustu
dagana í mars og fyrstu dagana í apríl,
en fólk sem telur sig hafa heyrt í
lóunni nú hefur líklegast heyrt í star-
anum. Það er fugl sem á mjög auðvelt
með að líkja eftir hljóðum annarra
fugla og hefur mjög breytileg hljóð"
sagði Ævar Pedersen, fuglafræðingur í
um skattfrelsi eins og um annað
sparifé.
„Á þennan hátt er unnt að bjóða
ávöxtun, sem er mun betri en á öðru
sparifé í bönkum og sparisjóðum,"
sögðu bankastjórarnir á frétta-
mannafundinum. „Á þennan hátt er
hægt að ávaxta fé sitt á mun betri
hátt en nú er hægt með t.d. verð-
tryggðum reikningum, enda hafa
sparifjáreigendur á undanförnum
mánuðum verið að flytja fé sitt af
verðtryggðu reikningunum yfir á
óverðtryggða reikninga. Sex pró-
sentin, sem bætast ofan á aimenna
sparisjóðsvexti, eru því hrein ávöxt-
un,“ sögðu þeir.
Upphæð hvers „Landsbankaskír-
teinis“ fer eftir óskum kaupenda en
verður lægst 10 þúsund krónur.
Skírteinin verða seld á afgreiðslu-
stöðum bankans um allt land frá og
með næsta mánudegi, 9. apríl.
skammt væri í samkomulag innan
stjórnarinnar um lausn á fjárhags-
vanda ríkissjóðs. „Það er ekkert
langt í ágæta niðurstöðu í þessu
máli,“ sagði Sverrir. „Við leysum
þessa smágátu — þessi stjórn hefur
nú leyst annað eins. Við látum þetta
ekkert vefjast fyrir okkur.“
samtali við blm. Mbl. Ævar var inntur
eftir því hvort lóan, vorboðinn sem
menn eru nú farnir að svipast eftir,
væri hingað kominn, en margir hafa
talið sig heyra angurværa biðilskvakið
hennar nú í nokkurn tíma.
Að sögn Ævars ætti sílamávurinn
að vera kominn, en til hans sést
jafnvel í janúarlok. Þá er stelkurinn
farinn að sjást í fjörum og tjaldur-
inn er kominn. Frá Austfjörðum
berast síðan fregnir af skógarþröst-
um í stórum hópum og grágæsir
ættu að birtast bráðlega. „Annar
vorboði er krían,“ sagði Ævar, „en
menn hafa stundum talið sig sjá krí-
una þar sem hettumávurinn er ann-
ars vegar. Krían sést yfirleitt ekki í
apríl, nema í einstaka tilfellum, og
þá á síðustu dögum mánaðarins".
Gæslan sem-
ur við kafara
SAMKOMULAG hefur náðst við
kafara Landhelgisgæslunnar um
launagreiðslur eftir rúmlega eins
árs samningaþref á milli aðila. Mun
Landhelgisgæslan á næstu dögum
fara að veita kafaraþjónustu á hafi
úti eins og áður var.
Kannar hvort
„bjórkolla“
brýtur í bága
við lögin
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
yfirheyrt forráðamenn sjö veit-
ingastaða, sem hafa styrktan
pilsner á boðstólum. Rannsóknin
er að frumkvæði embættis lög-
reglustjórans í Reykjavík og bein-
ist að því að skera úr um, hvort
sala á styrktum pilsner — eða
„bjórbollu" eins og mjöðurinn er
ncfndur manna á meðal, brjóti í
bága við áfengislöggjöfina. Sýni
hafa verið tekin á veitingastöðun-
um og send til rannsóknar og
veitingamenn beðnir að skýra
hvernig að blöndun sé staðið.
Rannsóknin hófst á því, að
eigandi Pubb-Inn á Hverfisgötu
46 var kallaður til yfirheyrslu
og hann beðinn að skýra frá
hvernig hann blandi ölið, sem
hann hefur á boðstólum. f fram-
haldi hafa forráðamenn veit-
ingastaða, sem hafa styrktan
pilsner um 5% að áfengis-
styrkleika á boðstólum, verið
kallaðir til yfirheyrslna — það
eru forráðamenn Gauks á
Stöng, Zorba, Gullna hanans,
Óðals, Hótel Borgar og Hótel
Sögu.
„Málið verður sent ríkissak-
sóknara til ákvörðunar að rann-
sókn lokinni, væntanlega eftir
helgi,“ sagði Arngrímur fsberg,
fulltrúi lögreglustjóra, í samtali
við Mbl. í gær.
19 ára piltur
í 60 daga sí-
brotagæzlu
NÍTJÁN ára gamall piltur var úr-
skurðaður í síbrotagæsluvarðhald
til 30. maí næstkomandi í Saka-
dómi Reykjavíkur í gær. Hann
hefur margoft komið við sögu
Rannsóknalögreglu ríkisins, fyrst
fyrir sex árum. RLR hefur tekist
að upplýsa tíu mál á hcndur hon-
um — þar með þjófnað í Bíla-
naust. Hann stal þar tékkum
vegna launagreiðslna að andvirði
liðlega 400 þúsund krónur og um
16 þúsund krónum í reiðufé. Ávís-
anirnar komust til skila, en piltur
hafði eitt fénu.
Þá hefur pilturinn iðkað þann
ljóta leik að fara inn í fyrirtæki
að degi til að stela veskjum
starfsfólks. Þannig hefur hann
viðurkennt að hafa stolið níu
veskjum og hafa sjö þeirra kom-
ist til skila. Pilturinn stal reiðu-
fé, en skildi eftir skilríki, kred-
itkort og annað sem hann taldi
ekki verða sér að gagni. Eigend-
ur hafa ekki allir tilkynnt þjófn-
aði, sjálfsagt talið að þeir hefðu
týnt veskjum sínum. Full
ástæða er til að vara fólk við
ókunnugu fólki á rápi um
skrifstofur, því þessa leikjar
pörupilta hefur orðið vart í vax-
andi mæli.
Beiöni um
söluskatts-
rannsókn
Rannsóknadeild ríkisskattsjóra
hefur sent Rannsóknalögreglu
ríksins beiðni um rannsókn á
meintum söluskattssvikum fyrir-
tækis í Reykjavík. Grunur lcikur á
að ekki hafi verið staðið í skilum á
söluskatti fyrir tæpa hálfa milljón
króna. Rannsókn hefur staðið yfir
að undanförnu og er RLR ætlað
að rannsaka refsihlið málsins.
Meint brot fyrirtækisins þyk-
ir varða við söluskattslögin, lög
um tekjuskatt og brot á bók-
haldslögunum — það er meint
skjalafals og lög um hlutafélög.
Að sögn Garðars Valdimarsson-
ar, skattrannsóknastjóra, er í
athugun að senda fimm mál til
Rannsóknalögreglu ríkisins til
rannsóknar. Skattrannsókna-
deildin hefur haft mál fimm
fyrirtækja til athugunar og
munu meint brot þessara fyrir-
tækja þykja alvarlegri.
Samkomulag um frið
arvikuna í sjónmáli
í RÁÐI er að þriggja manna
starfshópur sjái um sex fræðsluefni
sem Varðberg hefur lagt til að fjall-
að verði um á Friðarviku í Norræna
húsinu 14. til 23. apríl. í samtali við
blm. Mbl. sagði Sveinn Grétar
Jónsson, formaður Varðbergs, að
hann væri persónulega hlynntur
þessar tilhögun og teldi málið nán-
ast komið í höfn.
Sveinn sagði að stjórn Varð-
bergs kæmi saman í hádeginu í
dag til að taka formlega afstöðu
til málsins.
Að sögn séra Bernharðs Guð-
mundssonar, sem sæti á í friðar-
hópi kirkjunnar, eru auk fulltrúa
sem stjórn Varðbergs mun til-
nefna, í fyrrnefndum þriggja
manna starfshópi Högni
Óskarsson, tilnefndur af frið-
arhreyfingu lækna, og Margrét S.
Bjömsdóttir, frá friðarhreyfingu
kvenna.
Starfshópur þessi mun starfa
næstu daga til undirbúnings þeim
þætti Friðarvikunnar sem lýtur
að aukinni fræðslu í dagskrá og
finna má stað seinni hluta dags
flesta dagana. Þetta er gert til að
koma til móts við tillögur Varð-
bergs sem sagt var frá í Mbl. í
gær.
Auk Varðbergs höfðu að sögn
séra Bernharðs nokkur félög
óskað eftir aðild að Friðarvik-
unni, þar á meðal Samhygð,
Æskulýðsfylking Alþýðubanda-
lagsins, og Menningar og friðar-
samtök íslenskra kvenna, sem
einnig eiga aðild að Friðarhópi
kvenna.
Stutt í samkomulag
— segir iðnaðarráðherra um fjárhagsvanda ríkissjóðs
Lóukvakið kom-
ið frá staranum?