Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 14
14
r~
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984
Umboðsmaður á fslandi:
BYGGESTEN
Viljum stofna til samvinnu við duglegan umboðsmann/ innflytjanda,
sem vill taka að sér sölu og dreifingu á Lefra raðeiningum á íslandi.
Hér er um að ræða mjög söluhæfa vöru, sem hefur ótrúlega notkunar-
möguleika. Því leggjum við áherslu á stöðuga kynningu og auglýsinga-
starfsemi. Þess er vænst að umboð okkar á fslandi ráði yfir fjármagni
sem svarar til 250.000 dkr.
Tækifæri gefst til ábatasamrar samvinnu á sviði
norrænnar framleiðni, sölu, auglýsinga o.fl. Skipu-
lag þessara þátta verður á hendi umboðsins í
Danmörku.
Lefra-raðeiningar eru framleiddar úr sérstöku
polystyren-efni. Unnt er að velja um kornótta
áferð eða áklæði í sex mismunandi litum. Lefra er
hita- og hljóðeinangrandi, fislétt og níðsterkt.
Fljótlegt að setja einingarnar saman, eða skilja
þær að, og krefst að engrar verkkunnáttu eða
verkfæra. Þær má nota úti sem inni.
Einingarnar má t.d. nota í sýningarbása, palla,
afgreiðsluborð, húsgögn og bókahillur. Þær má nota í eldhús og svefn-
herbergi, leikherbergi og geymslur. Með þeim má leggja stéttir, reisa
skiiveggi, skjólveggi o.fl.
Skriflegar umsóknir, ásamt nauðsynlegum upplýsingum á dönsku
sendist til:
LEFR A-BY GGESTEN
Lavsenvænget 11,
DK-5200, Odense V.
Sími: 45 9 11 80 51.
Telex: 5 98 45 Ebmo.
Veitum einnig nánari upplýsingar.
J
Segja Reagan
ætla að safna
eiturefnavopnum
Moskvu, 5. aprfl. AP.
SOVÉSKA fréttastofan Pravda gat þess í dag, að Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, hefði fullan hug á því að koma í veg fyrir að gerðar yrðu
reglugerðir um bann við framleiðslu efnavopna, þrátt fyrir yfirlýsingar hans
um annað.
Þessi viðbrögð Prövdu koma í
kjölfarið á yfirlýsingum Reagans
um að hann muni nú boða nýtt
samkomulag um bann við eitur-
efnavopnum í viðræðunum í Genf,
en Pravda segir yfirlýsingarnar
rykþyrlun til að hylja hinn eina
sannleika í málinu, þ.e.a.s. að
Reagan ætli að gera öllum aðilum
ókleift að samþykkja tillögur hans
með því að heimta að óframkvæm-
anlegar kröfur um eftirlit og þess
háttar, verði samþykktar. „Þetta
er yfirborðslegt áróðursbragð hjá
Reagan og glögglega mátti lesa út
úr yfirlýsingum hans, að hann
ætlaði sér í raun allt annað en
hann sagði. Sannleikurinn er sá,
að Reagan vill fá grænt ljós til
þess að Bandaríkin geti komið sér
upp eigin eiturvopnabirgðum og
vísað allri andstöðu við það til
þessa, bent á að enginn hafi viljað
samþykkja kröfur þeirra um
bannið og því megi þeir ekki sjálf-
ir vera eftirbátar í efnavopnamál-
um,“ sagði Pravda og skaut því að
í lokin að það væri alkunn stað-
reynd að Bandaríkin ættu mesta
efnavopnasafn veraldar.
Nýtt krabbameins-
lyf vekur góðar vonir
Dayton. Beath, Fferida, S. ipríl. AP.
Randarískir vísindamenn greindu
í gær frá nýju lyfi gegn krabbameini
en það hefur svipuð áhrif og veiru-
sýking og örvar þannig framleiðslu
interferons, sem er helsta vopn lík-
amans gegn krabbameini og öðrum
hættulegum sjúkdómum.
Rannsóknir benda til að þetta
nýja lyf sé miklu áhrifaríkara en
tilbúið interferon, sem ekki hefur
komið að miklu gagni hingað til.
Það tilheyrir nýjum lyfjaflokki,
sem kenndur er við líffræðilega
svörun, og beinist að því að efla
náttúrulegar varnir líkamans við
krabbameini, í þessu tilfelli fram-
leiðslu interferons. Þau lyf, sem til
þessa hafa verið notuð, eru í raun
ekkert annað en eiturefni, sem
ætlað er að drepa krabbameins-
frumurnar.
Við tilraunir á æxlum úr 50
krabbameinssjúklingum reyndist
lyfið, sem kallast „ampligen", hafa
umtalsverð áhrif á helming
þeirra. Minnkuðu þau um allt að
helming en ekki kom fram hvort
með lyfinu er unnt að eyða æxlun-
um alveg. f Bandaríkjunum eru nú
að hefjast tilraunir með lyfið á lif-
andi mönnum.