Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984
* r
Innganga hestamanna í ISI:
„Br^ytir ímynd hestamennsk-
unnar í augum almennings“
— sagði Ragnar Tómasson, fulltrúi hestamanna á formannafundi ÍSÍ
KINS OG áöur hefur komið fram
náðu hestamenn merkum áfanga um
síðustu helgi þegar samþykkt var á
fundi formanna aðildarsambanda
ÍSÍ umsókn þeirra um inngöngu í
raðir íþróttamanna. Var umsóknin
samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum en nokkrir sátu hjá. í um-
ræðum um umsóknina kom fram að
sumir töldu íþróttadeildirnar ekki
nógu sjálfstæðar gagnvart hesta-
mannafélögunum en það eru ein-
göngu íþróttadeildirnar sem fá inn-
göngu en ekki hestamannafélögin
sem slík. Ekki urðu umræður miklar
þar sem fram kom rökstudd dag-
skrártillaga þar sem lagt var til að
umræðu yrði hætt og gengið til
atkvæðagreiðslu. llmsókn sú sem nú
var samþykkt er komin frá íþrótta-
deild Fáks og eru liðin um tíu ár frá
því að hestamannafélagið Fákur
hankaði fyrst upp á hjá „íþrótta-
mönnum“.
íþróttadeildir hafa verið stofn-
aðar víða um land á undanförnum
árum og hefur það verið gert í
þeim tilgangi að undirbúa hugs-
anlega inngöngu hestamanna í
samtök íþróttamanna. Væntan-
legt framhald á þessum málum
verður að hver íþróttadeild sækir
um inngöngu í viðkomandi
íþróttabandalag eða ungmennafé-
lag sem starfrækt er á hverjum
stað. Fyrir liggur umsókn um inn-
göngu íþróttadeildar Fáks í
íþróttabandalag Reykjavíkur og
er talið að afgreiðsla á henni sé
aðeins formsatriði þar sem
íþróttabandalagið hefur ávallt
stutt þá Fáksmenn í þessari bar-
áttu.
Fyrir hönd hestamanna sat
þennan fund Ragnar Tómasson og
QT12 Straumlinulagaö, létt og meðfaerantégf
Sterió feröatæki. Fæst i 4 litum: Rauöu, brmiu,
hvitu og bláu.
2x3,4W AC/DC. FM sterió, LW/MW/SW.
Þyngd aöeins 2 kg.
m
GF5454 2x4,8W. AC/DC.
FM sterió, SW/MW/LW.
Sjálfvirkur lagaleitari.
L
■
mMt Mm
GF7500 2x6W. (12 sm. „WOOFER") AC/DC.
FM sterió, SW/MW/LW.
Sjálfvirkur lagaleitari „METALL'
GF4747 2x3, 4W. AC/DC FM sterió, SW/MW/LW
Sjálfvirkur lagaleitari „METALL"
GF7300, 2x5W. (12 sm ,VOOFER“) AC/DC
FM stereó, SW/MW/LW. SJálfvirkur lagaleitari.
Verft kr. 7MO,-
HLJÐMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMAR 25999 & 17244
HELSTU UMBOOSMENN:
Portiö. Akranesi
Kaupf Borgfiröinga
Sería. Isafiröi
Alfhóll. Siglufiröi
Skrifatofuvai, Akureyri
Kaupf Skagf Sauöárkróki
Radíóver Húaavík
Ennco. Neakaupataö
Eyjabaar. Vestm eyjum
M.M.. Selfossi
Fataval. Keflavík
Kaupf Héraöab Egilsatööum
QT-12HR
SHARR
góðir
ferðafélagar
sem taka Ras 2
Eftir tíu ára stapp hafa hestamenn hlotið inngöngu í ISI. Meðfylgjandi mynd
er tekin af landsliði íslands sem keppti á EM í Noregi.
var hann spurður hverju þetta
breytti fyrir hestanienn.
„Þetta breytir ímynd hesta-
mennskunnar í augum almenn-
ings og verður þá frekar litið á þá
sem íþróttamenn, í öðru lagi skip-
ar þetta hestaíþróttinni á bekk
með öðrum íþróttagreinum hvað
varðar fréttaflutning og umfjöllun
fjöimiðla. í þriðja lagi skapar það
unglinga- og almennu félagsstarfi
sama rétt og aðrar íþróttagreinar
njóta til fjárstuðnings, þannig að
nú verður hestamönnum gert
kleift að byggja yfir sína starf-
semi á svipaðan hátt og önnur
íþróttafélög. Þó er rétt að taka það
skýrt fram að aðalhvatinn að um-
sókn hestamanna í raðir íþrótta-
manna hefur ávallt verið eðlilegur
metnaður þeirra fyrir hönd sinnar
íþróttagreinar en ekki spursmálið
um það hversu mikla peninga það
færði hestamennskunni í aðra
hönd.
Einnig held ég að þessi breyting
á högum hestamanna breyti þeirri
rótgrónu ímynd sem alltof margir
hafa um hesta og hestamennsku
en það er að hesturinn sé eingöngu
nothæfur fyrir skrýtið fólk og í
smalamennsku. Það má segja að
það sé ósköp eðlilegt að íþrótta-
menn séu lengi að átta sig á þeirri
ímynd sem Ómar Ragnarsson hef-
ur gefið þjóðinni í laginu Hott,
hott á hesti og þeirri háþróuðu
tækni sem nútíma hestaíþróttir
krefjast. Fyrir nokkru síðan átti
ég tal við hina frægu kempu Geira
í Gufunesi og spurði ég hann að
því hvort hann teldi hesta-
mennsku minni íþrótt en aðrar
íþróttir, en eins og flestum er
kunnugt var Geiri kunnur glímu-
og frjálsíþróttakappi hér á árum
áður, og svarið var stutt og lag-
gott: „Hestamennskan er mesta
íþróttin, það gerir þetta sam-
band.““
Þjónusta
byggó
á þekkingu
Skipadeild Sambandsins Jlutti í Jyrra um 450
þúsund lestir af alls kyns vörum milli 106 hajna
innan lands og utan — allt Jrá Grænlandi til
Nígeríu.
Sambandsskipin sigla reglulega tilJjölda hájna
í Evrópu og Ameriku — en þjónusta okkar nær
um heim allan með samvinnu við sérhæjða
Jlutningsaðila á sjó og landi.
Þarjtu að koma vörumJráAkureyri tilAbuDhabi
eða Jrá Barbados til Borgarness? Við sjáum um
það.
Þjónusta okkar er byggð á þekkingu.
SK/PADE/LD
SAMBANDS/NS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200