Morgunblaðið - 06.04.1984, Page 27

Morgunblaðið - 06.04.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 27 Þrjár list- sýningar á Kjarvals- stöðum Á Kjarvalsíitöðuin vorrta á morg- un opnaðar þrjár listsýningar. f vestursal hússin.s sýnir Baltasar og í vesturforsal sýnir Ragnhildur Stefánsdóttir skúlptúr. Borealis, norræna listsýningin, verður síðan sýnd í austursal og í austurforsöl- um hússins. Sýningin Borealis, norrænar myndir 1983, er sett upp á vegum Norrænu menningarmiðstöðvar- innar í Sveaborg, í samvinnu við stjórn Kjarvalsstaða. Sextán norrænir listamenn eiga þar verk, þrír frá hverju landi. Frá íslandi eru verk þeirra Ásgerðar Búadóttur, Gunnars Arnar og Magnúsar Tómassonar á sýning- unni, en hún samanstendur af málverkum, teikningum, vefnaði, skúlptúr og myndverkum af ýmsu tagi. Við opnun sýningarinnar kl. 14.00 á morgun flytur Sigrún Guðjónsdóttir, fulltrúi Félags ís- ienskra myndlistarmanna í stjórn Sveaborg, ávarp. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00-22.00 til 23. apríl. Kirkjur á landsbyggðinni Messur KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Söngæfing þriggja kirkjukóra prestakallsins verður í Ási á morg- un, laugardag, kl. 14. Á sunnudag verður sunnudagaskóli í Hábæjar- kirkju kl. 10.30 og guðsþjónusta kl. 14. Biblíulestur á prestssetrinu nk. þriðjudagskvöld kl. 21. Samtals- fundur um mannleg samskipti verð- ur á prestssetrinu nk. miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir sóknarprestur. „Shogun“ í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ byrjar í dag sýningar á kvikmyndinni „Shogun“ sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir James (’lavell. Með aðalhlutverk fara leikar- arnir Richard Chamberlain og Toshiro Mifune, einn þekktasti leikari Japans. Leikstjóri Jerry London. Vaknar áhugi þinn á Rarísarfcrð við að lesa þetta? Þú virðir fyrir þér útsýnið úr Eiffelturninum, gengur undir Sigurbogann niður eftir Champs Elysées-breiðstrætinu, siglir á Signu í kvöldsólinni. Þú neytir kvöldverðar á frábærum veitingastað þar sem frönsk matargerðarlist rís hæst, horfir á glæstar kabarettsýningar í Lido eða Rauðu myllunni, slappar af yfir glasi af góðum veigum og hlýðir á jasstónlist á rökkvaðri knæpu. Þú umvefur þig tískunni úr glæstum sölum tískukónganna, úr stórverslunum Óperuhverfisins, úr forvitnilegum smáverslunum hægri bakkans. Þú drekkur í þig listina, meistaraverk liðinna alda í Louvre safninu, hringiðu nútímans í Pompidou-menningarmiðstöðinni, stórkostlegar óperusýningar í stærstu leikhúsbyggingu heims, lifandi listsköpun á hverju strái. Þú röltir um þröngar göturnar í Latínuhverfinu, innan um fornbóka- og antíkverslanirnar, sest um stund á gangstéttarkaffihús og virðir fyrir þér fjölskrúðugt mannlífið. Þetta er Parísarlífið. Og draumurinn er ekki fjarlægur. Með þægilegum og ódýrum Parísarferðum Arnarflugs er Parísarlífið nú innan seilingar. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við næstu ferðaskrifstofu eða söluskrifstofur Arnarflugs. Ferðatilhögun: Flogið með Arnarflugi til Amsterdam og þaðan áfram með Air France til Parísar. og sömu leið heim. Möguleiki á viðdvöl í Amsterdam. Flug og hótel með morgunverði innifalið í verðinu. Verð kr. 15.168 miðað við gistingu í tveggja manna herbergi í viku. Lágmúla 7, sími 84477 HAGKAUP Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.