Morgunblaðið - 12.04.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 12.04.1984, Síða 2
c 2---- í^ei JmíA .SI HUOAŒJTMMM ,UIGA jaVÍUOHOM -----MOKGUNBEAÐIÐ.TrMMTUDAGlTR 12. APRÍL1284 Fjárlagagatið: Engin niðurstaða í þingflokkunum NNGPLOKKAK stjórnarliða fengu á borð sín í gær hugmyndir fjármála- ráðherra og forsætisráðherra varð- andi fyrirhugaðar ráðstafanir í ríkis- fjármálum. Engin niðurstaða fékkst á fundunum og verður málið á ný til umfjöllunar í ríkisstjórn árdegis. Hugmyndirnar sem kynntar voru á þingflokkafundunum eru að grunni til þaer sömu og fjallað hef- ur verið um opinberlega, en með breyttum reikniforsendum. Sjálf- stæðismenn sem blm. Mbl. ræddi við í lok þingflokksfundar í gær voru ekki bjartsýnir á að niður- staða fengist í máli þessu fyrir páska, en forsætisráðherra telur að einhvers konar niðurstaða eigi að nást fyrir þann tíma. Fulltrúar ALCAN til íslands í lok júní Bendir til raunverulegs áhuga, segir Birgir ísl. Gunnarsson formaður stóriðjunefndar FULLTRÚAR kanadíska stóriðjufyr- irtækisins ALCAN koma til íslands síðustu daga júnímánaðar nk. til áframhaldandi viðræðna um þátttöku í byggingu og rekstri álverksmiðju við Eyjafjörð. Birgir fsl. Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar, sagði í við- tali við blm. Mbl. í gær, að þetta benti til raunverulegs áhuga fyrirtæk- isins á þessu samstarfi. Birgir sagði, að í viðræðum við fulltrúa ALCAN í janúarmánuði sl. hefðu þeir lýst yfir, að ef þeir hefðu frekari áhuga á fyrirtækinu myndu þeir koma hingað í sumar. Tilkynn- ing hefði síðan borist í síðustu viku þess efnis, að forstjóri og stjórn- armenn fyrirtækisins kæmu hingað, ásamt fylgarliði, síðustu daga júnfmánaðar til áframhald- andi viðræðna og könnunar að- stæðna. Guðmundur Jónsson, útgerð- armaður frá Garði, látinn GUÐMUNDUR Jónsson, útgerðar- maður frá Garði, lést á þriðjudag, 93 ára að aldri, eftir langa sjúkdóms- legu. Guðmundur fæddist þann 18. júlí 1892 á Hellnum, en flutti átta ára gamall að Rafnkellsstöðum og var síðan oft kenndur við þá. Hann varð formaður á árabát 12 ára, á vertíðarskipi 18 ára og var mikill aflamaður. Hann stofnaði útgerðarfyrirtæki Guðmundar Jónssonar í Sandgerði 1923 og stýrði því allt fram til ársins 1968. Frá þeim tíma ráku börn hans fyrirtækið í samvinnu við hann og var nafni þess þá breytt í Rafn hf. Guðmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. í hreppsstjórn Gerðahrepps í 30 ár. Hann var sæmdur riddara- krossi fyrir störf sín í þágu sjáv- arútvegs. Guðmundur var kvænt- ur Guðrúnu Jónasdóttur og eign- uðust þau átta börn. Guðmundur Jónsson y. , - Morgunblaöiö/G.Berg. Einn vélsleðamannanna frá Akureyri dreginn til byggða eftir að sleði hans hafði bilað á leiðinni úr Nýjadal. Hrakningar 14 vélsleðamanna af Sauðárkróki: Tveggja tíma ferð tók þá sólarhring FJÓRTÁN vélsleðamenn frá Sauð- árkróki komu loks um kl. 18 í gær að Kolkuhóli á Blönduvirkjunar- vegi eftir að hafa verið rúman sól- arhring á leiðinni frá Hveravöllum. Skv. heimildum Mbl. voru þeir all- ir við ágæta heilsu er þeir komu að Kolkuhóli, þar sem björgunarsveit- armenn biðu þeirra á bílum. Vélsleðamennirnir 14 lögðu upp frá Hveravöllum um kl. 17.30 á mánudag eftir að hafa komið þar við á leið sinni af landsmóti vélsleðamanna í Nýja- dal um helgina. Þá var veður hið besta og áætluðu þeir að verða komnir að Kolkuhóli eftir um tvær klukkustundir. Að sögn Magnúsar Sigfússon- ar, formanns björgunarsveitar- innar á Sauðárkróki, virðast vélsleðamennirnir hafa hreppt hið versta veður á leiðinni og neyðst til að slá upp tjöldum yfir nóttina. „Ég frétti af Hveravöll- um að þar hefði verið versta veð- ur í nótt,“ sagði Magnús, en bætti því við að allir í hópnum hefðu verið vanir slíkum ferðum og vel búnir. Ekki tókst að ná tali af neinum úr hópnum. Formenn stjómarflokkanna á Alþingi í gær: Staðið verður við gengisfor- sendur f efnahagsprógramminu Dregið verður úr ríkissjóðshalla og þenslu peningamála KÍKISSTJÓRNIN mun standa viö efnahagsmarkmið sín, sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra efnislega í umræðu utan dag- skrár á Alþingi í gær. Staðið verður við það að verðbólgustig verði um 10% í lok ársins. Staðið verður við Grein um þingsályktunartil- lögu - höfundarnafn falsað Morgunblaðinu hefur borizt grein til birtingar frá manni, sem óskar eftir að hann sé kynntur svo- hljóðandi: „Jón A. Jónsson er kunnur áhugamaður um íslenskt mál. Hann er einnig þekktur frí- merkjasafnari.“ Höfundur gerir sjálfur tillögu um fyrirsögn og óskar eftir að hún verði „Um mál- rækt“. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Jón Aðalstein Jónsson, forstöðumann Orðabók- ar Háskólans, en hann er eins og kunnugt er mikill áhugamaður um frímerkjasöfnun og skrifar um frímerki hér í blaðið. Er hon- um var sýnd greinin, kom í ljós að nafnið var falsað. í greininni er rætt um þingsályktunartil- lögu nokkurra þingmanna um ís- lenzkan framburð og málvönd- un, sem lögð var fyrir Alþingi fyrir skömmu. Gerir höfundur greinarinnar atlögu að flutn- ingsmönnum og úthúðar tillög- Inngangur greinarinnar, þar sem höfundur óskar birtingar á greininni. unni, og í lok greinarinnar segir orðrétt: „Það væri nær að flytja tillögu þess efnis að starfsemi Málvís- indastofnunar yrði stórefld og jafnframt að Málnefndinni yrði markaður tekjustofn og henni yrðu sett þau verkefni sem henni hæfir, heldur en þessi skrípatil- laga, sem segir ekkert um það sem máli skiptir en heldur sig við það sem ekki kemur málinu við.“ Það er nær einsdæmi, að Morgunblaðinu hafi borizt fals- aðar greinar, skrifaðar undir nafni þekktra manna. Blaðið hefur þá látið kanna málið og mun nú senda fyrrnefnda grein til Rannsóknarlögreglu ríkisins, svo að unnt sé að kalla höfund- inn til ábyrgðar. gengisforsendur í efnahagspró- gramminu, að óbreyttum ytri aö- stæðum, þ.e. gengisbreytingar innan 5% marka á árinu í plús eða mínus. Þetta þýðir að ríkisstjórnin mun draga úr fyrirsjáanlegum halla ríkissjóðs og — í samráði við bankana — úr þenslu í peningmál- um. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng; nauðsyn bæri til að halda gengi tiltölulega stöðugu, ef halda ætti verðbólgu niðri og varðveita það kaupmáttarstig sem fólk byggi nú við. Hann sagði og, að útilokað væri að mæta fjárlaga- vandanum með niðurskurði einum saman, þó hann væri óhjákvæmi- legur að hluta til. Ekki yrði kom- izt hjá því að afla nýrra tekna, t.d. með því að notendur opinberrar þjónustu tækju aukinn þátt í greiðslu kostnaðar; erlendar lán- tökur væru heldur ekki útilokaðar. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalags, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár, í tilefni viðtals við forsætisráðherra á forsíðu Tímans í gær undir fyrirsögninni „Gengis- felling ef ekki tekst að fylla gat- ið?“. Beindi hann þeirri fyrirspurn til formanna stjórnarflokkanna, hvort gripið yrði til gengislækkun- ar, umfram gengisforsendur í efnahagsprógrammi stjórnvalda, ef „fjárlagagatið" yrði ekki fyllt með eðlilegum hætti. Flokksfor- menn svöruðu efnislega, sem hér að ofan getur. Einar Viðar, hrl., látinn EINAR Viðar, hæstaréttarlögmaður, sem lýst var eftir síðastliðinn mánu- dag, fannst látinn skammt frá heim- ili sínu í gær. Hann var 56 ára að aldri. Einar Viðar fæddist 6. júlí 1927 í Reykjavík, sonur hjónanna Gunnars Viðar og Guðrúnar Helga- dóttur. Einar varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1947 og cand. juris. frá Háskóla fslands 1954. Hann réðst sem fulltrúi hjá sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1956 og starfaði þar í tvö ár. Þá setti hann á stofn eigin málflutningsskrifstofu í Reykja- vík og rak til dauðadags. Einar Viðar Einar Viðar var tvíkvæntur. Hann lætur eftir sig fimm börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.