Morgunblaðið - 12.04.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRlL 1984
PÁSKAT1LBOÐ
KRON
Viö bjóöum viöskiptavinum
10% afslátt af öllum
viöskiptum í verslunum
okkar fram aö páskum.
STÓRMARKAÐURINN
Skemmuvegi 4A.
DOMUS
Laugavegi 91.
Kron, Fellagöröum, Kron, Dunhaga,
Kron, Snorrabraut, Kron, Langholtsvegi,
Kron, Tunguvegi, Kron Hlíðarvegi.
Kron, Stakkahlíð,
«UU) KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS
Einkarádtriafi ritarans
Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif-
stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn
með
• sjálfvirku línuminni
• sjálfvirkri leiðrétlingu á tveimur línum í fullri lengd
• sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum
• sjálfvirkri línufcerslu_
• sjálfvirkri undirstrikun og síritun
• sjálfvirkum miðjuleitara og
■ sjálfvirkum dálkastilli
Yfirburðimir em síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum
tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum.
___
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Simi 20S60 — Pósthólt 377
Siaur siálfvirkninnar
SILVER-R
Mannkyn, sem kann að
smíða kjarnorkuvopn
þarfnast friðarfræðslu
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
Fyrir Alþingi hefur legið svohljóð-
andi þingsályktunartillaga um frið-
arfræðslu:
Alþingi ályktar að fela mennta-
málaráðherra að hefja undirbúning
að frekari fræðslu um friðarmál á
dagvistarstofnunum, í grunnskólum
og framhaldsskólum landsins.
Markmið fræðslunnar verði að
glæða skilning á þýðingu og hlut-
verki friðar og rækta hæfileika til
þess að leysa vandamál án ofbeldis
og leita friðar í samskiptum ein-
staklinga, hópa og þjóða.
Tillögu þessa flytja eftirfarandi
alþingismenn: Guðrún Agnars-
dóttir, Eiður Guðnason, Guð-
mundur Bjarnason, Guðrún
Helgadóttir, Gunnar G. Schram,
Helgi Seljan, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Kristín Halldórsdóttir,
Kristín S. Kvaran, Páll Pétursson,
Salome Þorkelsdóttir, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, Stefán
Benediktsson.
Fyrstu umræðu um þessa þál-
till. er nú lokið og kom þar í ljós
andstaða og tortryggni gegn henni
"frá fjórum þingmönnum, Árna
Johnsen, Halldóri Blöndal, Jóni
Baldvin Hannibalssyni og Ólafi Þ.
Þórðarsyni og einnig mennta-
málaráðherra. Auk þess hefur
svipaðrar afstöðu gætt í umfjöllun
Morgunblaðsins um þessi mál síð-
an þessi þáltill. var lögð fram. Því
er þessi grein skrifuð og aðrar sem
í kjölfar hennar fylgja.
Hvað ungur ncmur,
gamall temur
í stofnskrá UNESCO, menning-
ar- og vísindastofnunar Samein-
uðu þjóðanna, stendur: „Þar sem
stríð eiga upptök sín í hugum
mannanna, þá er það í mannshug-
anum sem við þurfum að treysta
varnir friðarins."
Sá friður sem getur og þarf að '4(
ríkja milli manna og þjóða á sér
vitanlega rætur í einstaklingnum.
sjálfum. Minnugar máltækisins
„hvað ungur nemur, gamall tem-
ur“ hafa æ fleiri þjóðir tekið upp
friðarfræðslu í skólum sínum í
anda þeirrar samþykktar
UNESCO sem þær eiga aðild að.
Þessi samþykkt var gerð 1974 og
eiga íslendingar aðild að henni
eins og hinar Norðurlandaþjóðirn-
ar. Samþykkt þessi mælir með því
að aðildarlöndin beiti sér fyrir
fræðslu til eflingar skilnings
þjóða á milli, samvinnu og friðar,
svo og fræðslu um grundvallar-
mannréttindi. Þessi fræðsla skal
ná til allra stiga og gerða uppeld-
is- og fræðslustofnana.
Hvað er friðarfræðsla
En eins og ævinlega þegar
eitthvað nýtt er til umfjöllunar,
veldur það óvissu, jafnvel tor-
tryggni. Hvað er friðarfræðsla og
hvernig á að framkvæma hana?
Þessar spurningar vakna í hugum
margra.
Segja má að enn sé ekki til nein
alþjóðlega viðurkennd skilgrein-
ing á hugtakinu friðarfræðsla.
Þær þjóðir, sem hafa tekið upp
friðarfræðslu hafa sjálfar skil-
greint hugtakið í samræmi við
þær samþykktir SÞ sem þær
styðja. Anatole Pikas, dósent í
uppeldisfræði við Uppsalaháskóla,
sem hefur stjórnað kennslu í frið-
aruppeldi við þá stofnun, gefur
þessa skilgreiningu:
„Friðaruppeldi er að móta gerð-
ir og viðhorf manna í þá veru, að
þau minnki hættu á stríði. Þessi
áhrif mega ekki skerða þjóðernis-
lega eða pólitíska vitund manna
eða mannréttindi þeirra. Mark-
miðum friðaruppeldis er unnt að
ná með auknum skilningi milli
þjóða sem vigbúast af ótta hver
við aðra. Mikilvægasta tæki frið-
aruppeldis er aukning á þekkingu
og hæfni til að leysa deilur með
viðræðum deiluaðila á jöfnum
grundvelli." Pikas skýrir skil-
greiningu sína nánar: „Viðleitni til
aukinna gagnkvæmra friðarvið-
Guðrún Agnarsdóttir
„Friðarfrædsla hvetur
til þess að leita annarra
leiða, sem fela í sér
lausnir á deilum án
ofbeldis, og hvetur jafn-
framt til þroskunar
þeirra hæfileika sem
nauðsynlegir eru til að
beita slíkum lausnum.**
ræðna milli ríkja og þjóða má ekki
stefna pólitfskri og þjóðernislegri
vitund manna í hættu. Þetta þýðir
að friðaruppeldi í einu landi má
ekki hafa það að markmiði að
breyta þjóðfélagsskipun annars
lands.“
Samt má segja að rætur friðar-
fræðslu nái dýpra en svo að þær
ætli sér eingöngu að sporna gegn
kjarnorkuvopnum og hernaðar-
lausnum á deilum. Þær leitast
ekki síður við að breyta þeim
hugsunarhætti sem ráðið hefur
umgengni okkar við jörðina og
samskiptum manna.
Réttindi, frelsi, skyldur
Samkeppni og valdbeiting til að
tryggja eigin afkomu hefur ein-
kennt hegðun mannanna frá alda
öðli. Við höfum lært að einstakl-
ingurinn verður að berjast fyrir
sjálfan sig, að það er nauðsynlegt
að vera persónulega metnaðar-
gjarn og að árásargirni á eigin
vegum eða hópsins er nauðsyn til
að lifa af. En í lok. 20. aldar eru
þessar aldagömlu lífsaðferðir
orðnar stærsta ógn okkar.
Skilgreining á einstaklings-
hyggju er m.a. þróun á persónu-
legum réttindum og frelsi. Slík eru
auðvitað afar mikilvæg markmið
fyrir þroska hverrar manneskju.
En leggi uppeldið of mikla áherslu
á einstaklingshyggju er ólíklegt að
deilur milli mannanna minnki og
ólíklegt að hæfileikar til sam-
starfs aukist. Það er nauðsynlegt
að meta mannréttindi og frelsi í
samhengi við skyldur. Sérhver
einstaklingur, sem hefur réttindi
og frelsi, hefur á sama hátt skyld-
ur til að nota frelsi sitt til að
vinna fyrir aðra menn og réttindi
þeirra á eins víðtækan hátt og
frelsi hans leyfir.
Réttlátur friður hjá frjálsu fólki
gerir kröfur um agað framferði.
Frelsi gerir kröfu um sjálfsaga og
umburðarlyndi. Okkur er nauðsyn
að efla skilning og virðingu fyrir
framandi þjóðum og menningu
þeirra í stað þess að ala á fordóm-
um og taka að arfi viðhorf mótuð
af löngu liðnum stríðum eða deil-
um. Þó að eðlilegt sé að glæða með
börnum ást og virðingu fyrir átt-
högum sínum og ættjörð, þá ber
að forðast að efla þrönga einangr-
unarsinnaða þjóðerniskennd eða
þjóðarrembu. Okkur er lífsnauð-
syn að víkka út og stækka hugtak-
ið „við“. Heimili okkar er jörðin og
sú staðreynd verður æ raunveru-
legri með auknum ferðalögum og
samskiptum. Við verðum því að
vera samábyrg fyrir henni sem
einingu. Hún er far okkar á sigl-
ingu okkar um tfmann og við erum
öll í sama báti. Hollusta okkar
verður því að beinast að mannkyn-
X'toJO UlU^ 1.11,11 inu
mm****-&á m