Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 32
JlHIA 21 HUOAOUTMMr-f JIiaAJHKUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRlL 1984 Op 32 féni^S3Sust^ Hái’snyitítæki Sigríður Oddleifs- dóttir — Minning í verslunum Heimilistækja er geysigott úrval hársnyrtitækja frá ýmsum heimsþekktum framleið- endum, svo sem Philips og Braun. Gæðin eru óumdeilanleg og verðið engu síðra. T.d. kosta hárblásarar aöeins frá 1.181.- krónu, krullu- járn frá 1.40S.- krónum og hár- snyrtisett með blásara, bursta- setti, greiðu og krullujárni frá kr. 2.261.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 z^ffffHmWfffffr JlfotQtitiMfifcife Áskriftarsíminn er 83033 Fædd 29. september 1908 Dáin 4. apríl 1984 Amma mín, Sigríður Oddleifs- dóttir, lést í Landspítalanum þann 4. apríl eftir aðeins viku legu en erfiða baráttu við sjúkdóm þann sem erfitt reynist að vinna á. Amma var fædd í Langholtskoti í Hrunamannahreppi þann 29. september árið 1908. Foreldrar hennar voru þau Oddleifur Jóns- son og Helga Skúladóttir. Systk- inahópurinn var stór, þau voru 7 talsins og amma var næst yngst. Amma fluttist ung til Reykja- víkur og þar kynntist hún afa, Jóni Jónssyni, og gengu þau í hjónaband þann 30. maí 1942. Þau eignuðust þrjú börn, Guðna, Rút og Bjarnheiði og eftir að barna- börnin fóru að koma í heiminn varð fjölskyldan hin myndarleg- asta. Það hefði þó ekki haft neitt að segja þótt við hefðum verið fleiri, amma hafði alltaf nóg af hlýju og ást handa öllum. Það er ótrúlegt að hún amma sé farin frá okkur. Hún sem var sí- starfandi allt fram á síðasta dag. Þegar ég rifja upp allar þær góðu stundir sem ég átti í Fellsmúlan- um hjá ömmu og afa koma fyrst í huga minn öll þau fallegu barna- vers sem hún kenndi mér. Þau voru ófá skiptin er ég fékk að sofa hjá þeim og eyddi amma þá öllum sínum tíma í að spila, lesa og spjalla við mig. Fyrir svefninn lásum við svo saman bænirnar og hún hélt í hönd mína á meðan ég var að sofna því það var svo gott að leiða ömmu inn í draumaland- ið. Amma var alltaf boðin og búin að gera allt fyrir alla og ætíð gat ég leitað til hennar með það sem var öðruvísi en það átti að vera. Vandamálin voru nú ekki alltaf svo ýkja merkileg hjá unglingi sem var alveg uppgefinn á að vera bæði barn og fullorðinn, en amma var alltaf til í að setjast niður, ræða málin og komast að niður- stöðu sem við vorum báðar ánægð- ar með. Amma var aldrei gamal- dags í skoðunum. Hún vissi að tímarnir höfðu breyst, nú væru önnur viðhorf til ýmissa mála. Að ræða við hana um skólann, skemmtanir unga fólksins og fleira var eins og að spjalla við vinkonu á sama aldri. 33 FISHER Finlux SÝNING Viö höldum glæsilega sýningu í verzlun okkar um næstu helgi og sýnum allt þaö nýjasta frá FISHER, FINLUX, 0R 0G ATARI Viö sýnum líka Thriller Michael Jacksons, á risaskjá og meö stórfenglegu hljóöi Opiö laugardag kl. 10—21 og sunnudag kl. 13—21 Komdu og skemmtu þér meö okkur FISHER, FINLUX, OR OG ATARI A ATARI LAGMULA 7 REYKJAVÍK. SÍMI 85333 SJONVARPSBUÐIN Amma hafði mikinn áhuga á öllu því sem hennar fjölskylda var að gera, hvort sem var í starfi eða leik. Áhugamál barnabarnanna lét hún heldur ekki fram hjá sér fara og fylgdist vel með hvað var efst á baugi hverju sinni. Amma var góðum hæfileikum gædd, því hún sá jafnan björtu hliðarnar á öllu og þannig var það fram á hennar síðasta dag. Minn- ing hennar mun lifa í hjörtum okkar allra er hana þekktum. Góður Guð styrki elsku afa á þessari erfiðu stundu. Ég þakka ömmu fyrir allt sem hún gaf mér og kenndi þau ár sem ég fékk að njóta samveru hennar og kveð hana með litlum sálmi sem hún kenndi mér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Hanna Alltaf stöndum við jafn óviðbú- in dauðanum, þó vitum við með vissu að hann er óumflýjanlegur. En á einni viku vinnst manni ekki tími til að sætta sig við hann. Þeg- ar heilsan bilar og mannleg mátt- arvöld verða ráðþrota, þá er ekk- ert sælla en fá að hverfa yfir móð- una miklu, á fund vinanna sem á undan eru farnir, og við vitum með vissu að vel hefur verið tekið á móti henni Siggu frænku. Okkur hjónin langar að minnast hennar nokkrum orðum, og þakka henni fyrir allt það sem hún var okkur, og sérstaklega fyrir veturinn 1958—59, er við vorum meira og minna heimagangar á heimili þeirra hjóna. Alltaf stóðu dyrnar opnar fyrir fólkinu frá Haukholt- um, og gott var að eiga hana vísa þegar erfiðleikar og veikindi steðj- uðu að. Sigga var mjög skemmtileg og jákvæð og gat ávallt séð bjartari hliðarnar á öllu, manni leið svo vel í návist hennar, og aldrei fannst okkur við vera búin að ljúka erind- unum í Reykjavík fyrr en við vor- um búin að koma til Siggu. Fórn- fýsi hennar fyrir aðra var svo mikil að við höldum vera eins- dæmi. Svo við vitnum í orð Heiðu dóttur hennar er hún ritaði um frænku sína síðastliðinn vetur: „Hún var ekki nein venjuleg frænka, heldur mikið meira.“ Sigga var glæsileg kona og alltaf bjart í kringum hana, og eins var er við komum að sjúkrabeði henn- ar, hún var falleg þó hún þjáðist talsvert, og örfáum stundum fyrir viðskilnaðinn sagði hún við okkur: „Þetta lagast allt með vorinu." Þessi orð voru einmitt dæmi um hvernig hún var, hún þráði vorið og þó sérstaklega sólina og reyndi að njóta hennar þegar hún gat. Elsku Jón, við biðjum góðan guð að styrkja þig í sorg þinni. Guðni, Rútur, Heiða og fjölskyldur ykkar, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Ella og Oddleifur Þar sem nú er komið að kveðju- stund, langar mig til að minnast vinkonu minnar, Sigríðar Odd- leifsdóttur, fyrir ótal góðar stund- ir sem ég hef átt á heimili þeirra hjóna. Kynni okkar hófust er við Heiða dóttir hennar vorum sam- tíða í skóla, mátti segja að ég væri þar daglegur gestur. Þótt ferðir þangað hafi strjálast hin síðari ár, var viðmótið og hlýj- an ætíð sú saman, þegar komið var á heimili þeirra hjóna. Sigríður var sá klettur sem ekki bifaðist, ekki var heldur amast að unga fólkinu, aldrei varð þess vart að skap Sigríðar væri öðruvísi en gott, hún flíkaði ekki tilfinningum sínum, og var ekki kvartsár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.