Morgunblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAEHÐ, FIMMTUÐAGUR 12, APRÍL1984 Minning: Bjarney Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi 31. mars sl. lést á sjúkrahúsi í Reykjavík Bjarney Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi á 98. aldursári. Hún var jarðsett að Garpsdal 7. þ.m. Bjarney var fædd 22. júní 1886 á Valshamri í Geiradal. Hún var dóttir merkishjónanna Þuriðar Guðrúnar Runólfsdóttur Sigurðs- sonar Jónssonar ættaðs af Snæ- fellsnesi og ólafs hreppstjóra Eggertssonar, er jafnan var kenndur við Króksfjarðarnes. Eggert var Magnússon, Einars- sonar bónda Hvallátrum, Breiða- firði. Kona Runólfs afa Bjarneyjar var Ingibjörg Jónsdóttir frá Dröngum. Móðir ólafs Eggerts- sonar var Ástríður Ólafsdóttir frá Vaðli á Barðaströnd. f ættum þessum er margt hæfi- leika- og athafnamanna. Að Bjarneyju stóðu þannig sterkir og ófeyskir stofnar. Heim- ili þeirra ólafs og Þuríðar for- eldra Bjarneyjar var rómað mynd- ar- og framfaraheimili. Mér hefur sagt gamalt fólk, sem man Þuríði og heyrði mikið um hana rætt, að hún hafi verið kona afburða vel verki farin og hagsýn húsmóðir, en jafnframt hjartahlý og góðvilj- uð öllum þeim, er í umsjá hennar voru. ólafiw-var maður mikillar gerð- ar. Hann var skjótráður og örugg- ur til allra verka, hvort heldur var á sviði félagsmála, í fyrirsvari hrepps og héraðs eða til verklegra átaka. Var hann um áratugaskeið sjálfkjörinn foringi síns hreppsfé- lags. Þuríður kona ólafs lést árið 1913 en hann hélt áfram búskap með ráðskonum fram um 1930. Af því sem sagt hefur verið um ættir og æskuheimili Bjarneyjar HVAR ER HÚFANMÍN? Fataskáparnir okkar eru allavega, bæði stórir og litlir og að sjálfsögðu í stíl við aðrar innréttingar okkar. Skoðaðu skápana okkar, skelltu þér á einnl, síðan er allt í röð og reglu, í skápunum hjá þér. má ljóst vera, að hún hlaut í vega- nesti giftudrjúgan heimanmund í erfðum og uppeldi. Það pund ávaxtaði hún vel á löngum starfs- ferli. Árið 1915 giftist Bjarney Ólafi Elíasi Þórðarsyni Níelssonar. Móðir Ólafs var Herdís Einars- dóttir frá Snartartungu. Ólafur var búfræðingur frá Hvanneyri. Þau Ólafur og Bjarney hófu búskap á Valshamri 1916 og bjuggu þar til ársins 1929. 17. september 1931 missti Bjarney mann sinn frá fjórum ungum börnum, það elsta um fermingu. ólafur og Bjarney höfðu eignast sex börn. Tvö dóu í frumbernsku en þau sem upp komust eru ólafur Eggerts, fyrrverandi kaupfélags- stjóri Króksfjarðarnesi, nú starfs- maður hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands, kona Frið- rikka Bjarnadóttir; Jón Sigurður, lögfræðingur, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, kona Erna Óskarsdóttir; Þuríður Guðrún, fyrrverandi bóndi Staðarfelli. Var gift Sigurði Péturssyni, sem er látinn fyrir allmörgum árum; Guðmundur Benedikt, viðskipta- fræðingur, framkvæmdastjóri í Framkvæmdastofnun ríkisins, kona Hrefna Ásgeirsdóttir; öll eru þau systkini manndómsfólk. Fyrr á árinu 1931 missti Jón kaupfélagsstjóri, bróðir Bjarneyj- ar, konu sína, Þuríði Bjarnadóttur frá Ásgarði. Þannig höfðu bæði börn Ólafs Eggertssonar misst maka sína á sama árinu. Það var þungt vegið að Króksfjarðarnes- heimilinu árið það. Rúmu ári áður en ólafs missti við höfðu þau Bjarney flutt að Króksfjarðarnesi í sambýli við Ólaf föður Bjarneyjar. Nú ráðast ráð svo að Jón flytur að Króks- fjarðarnesi, en hann hafði áður búið á Svarfhóli sem er næsti bær. Þau systkin taka þá við búsforráð- um í Króksfjarðarnesi og má segja að frá því annist þau sameiginlega um uppeldi barna Bjarneyjar ásamt dreng er Jón hafði tekið í fóstur, Hauk Friðriksson og síðar dótturdóttur Bjarneyjar, Ólafíu Ólafsdóttur. Kynni mín af Bjarneyju heit- inni hefjast ekki fyrr en um þessi tímamót, það er þegar hún tekur við bústjórn í Króksfjarðarnesi með Jóni kaupfélagsstjóra, bróður sínum. Króksfjarðarnes var í tíð Ólafs Eggertssonar, Jóns ólafssonar og Bjarneyjar og síðar Ólafs E. Ólafssonar, kaupfélagsstjóra, og konu hans, þekkt langt út fyrir heimabyggð að sérstakri rausn og höfðingsskap. Þar sem gestrisni og greiðasemi öllum til handa var veitt með glæsibrag. Það mátti segja að allar leiðir lægju að Króksfjarðarnesi. Þar var kaupfélagið, póstafgreiðslan, símstöðin og samkomuhúsið. Auk þess áttu fjölmargir einkaerindi við húsráðendur. Og einhvern veg- inn æxlaðist það svo a.m.k. eftir að ég þekkti til að æði oft endaði erindið með því að þiggja veit- ingar. Það gefur auga ieið hvers slík risna krefst af hendi húsfreyj- unnar. Bjarney var glæsileg húsmóðir. Hún var smekkleg í klæðaburði, snyrtimennska og þrifnaður til fyrirmyndar. Mér er ókunnugt um hvort Bjarney naut skólagöngu umfram barnaskólanám þeirra tíma. Þó kann svo að vera. En hvað um það. Hún kunni þá þjóðlegu fornu list að koma mjólk í mat og ull í fat. Allur matur varð að sælgæti í hennar höndum og mér hefur ver- ið tjáð að hún hafi verið slyng tó- vinnukona. Mér er minnisstætt hversu fág- uð og björt mjólkurílátin voru þar sem þau héngu á grindverkinu kringum húsið og sóluðust að af- loknum þvotti. Var hreinasta augnayndi að sjá þessi vel hirtu ílát. Bjarney var skemmtin og greind kona. Minnið trútt og frásögnin skýr. Svipbrigðin gáfu stundum til kynna það sem ekki var fullkveðið að. Persónulega minnist ég margra ánægjulegra stunda þegar hún gaf sér tíma til að setjast við borðs- hornið og ræða málefni líðandi stundar. Hún átti ríkan metnað fyrir heimabyggð sína og gladdist innilega þegar vel tókst til. Ein mynd af Bjarneyju er mér sérstaklega skýr í huga. Eftir að hún sjálf var hætt bú- sýslu kom hún stundum upp í samkomuhús þegar aðalfundir kaupfélagsins stóðu yfir. Kaupfé- lagið var henni kært enda tengd því sterkum böndum þar sem faðir hennar var frumkvöðull að stofn- un þess, bróðir hennar og sonur kaupfélagsstjórar um áratugi. Þegar hún hafði meira við klæddist hún fallegum upphlut sem fór þessari gerðarlegu konu mjög vel. Hún blandaði geði við fundar- menn og drakk með þeim kaffi- sopa. Ekki veit ég hvaða áhrif nærvera hennar hafði á aðra, en á mig orkaði hún þannig að um- hyggja hennar og tryggð við fé- iagsskapinn breyttu þessari ann- ars þunglamalegu samkomu í há- tíðarstund. Börnum sínum var Bjarney ein- staklega umhyggjusöm móðir og hygg ég að þau systkinin Jón og hún hafi verið mjög samhent um að koma börnum hennar og fóst- urbörnum sínum til náms og þroska. Þessa umhyggju og ástríki endurguldu börnin í ríkum mæli. Lengst dvaldi Bjarney í skjóli Ólafs sonar síns og hans konu eða þar til sjúkrahúsvist var óumflýj- anleg. Síðustu 3 árin var hún bundin við sjúkrarúmið. Það væri röng mynd af Bjarn- eyju og hennar fjölskyldu ef með öllu væri hlaupið yfir þann þátt sem hún og hennar nánustu hafa átt í að liðsinna og veita skjól mörgu öldruðu fólki, sem með ein- um eða öðrum hætti ílentist meðal fjölskyldunnar. En öllu var því veitt af umhyggju og kærleika. í Króksfjarðarnesi og nánasta umhverfi átti Bjarney sinn starfsvettvang. Sá staður var Aðalfundur Aöalfundur Félags íslenska prentiönaöarins veröur haldinn föstudaginn 13. apríl 1984, kl. 17.00, í Fé- lagsheimili FÍP, Háaleitisbraut 58—60, Reykjavík. Dagskrá: 1. Formaöur FÍP, Magnús I. Vigfússon, flytur skýrslu stjórnar. 2. Lagðir fram endurskoöaöir reikningar félagsins og fjárhagsáætlun næsta starfsár. 3. Lýst kjöri formanns og þriggja endurskoöenda. 4. Kosning kjörstjóra og tveggja aöstoöarmanna. 5. Kosning endurskoðenda reikninga félagsins. 6. Erindi Hermanns Aöalsteinssonar, viöskiptafræö- ings, um framleiöni í prentiönaöi. 7. Önnur mál. Stjórn Félags íslenska prentiönaöarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.