Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 44
Þ8ei JÍH'-U .Sí HTJOAQUTMMn .QICÍAJSMUOHOM
i”.
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984
Með
morgnnkaffinu
Heyrdu kunningi. Svona sögur eru
ekki boðlegar við varðeld skaltu
vita!
Þetta er nýjasta gerð armbands-
úra. Það á að trekkja það upp!
„Sól ég sá“ bráðskemmti-
leg og stórmerkileg bók
H.S. skrifar:
„Sjálfsævisaga Steindórs Stein-
dórssonar frá Hlöðum, „Sól ég sá“,
er stórmerkileg, bráðskemmtileg
og ágæt bók. Steindór var kennari
við Menntaskólann á Akureyri í
meira en 40 ár, þar af skólameist-
ari 6 síðustu árin. Segja má að
kennsla hafi verið atvinna hans og
ævistarf, en þegar litið er á allar
rannsóknarferðir Steindórs um
byggðir og óbyggðir landsins, vís-
indastörf og öll þau ógrynni, sem
hann hefur skrifað og þýtt, virðist
manni það vera heilt ævistarf.
Hversdagsmönnum er oft næsta
óskiljanlegt hvað sumir menn
koma miklu í verk. Steindór
Steindórsson er einn í hópi þess-
ara fjölmenntuðu gáfumenna, sem
skilað hafa ótrúlega miklu dags-
verki. Sól ég sá er tvö stór bindi. Á
örfáum stöðum er Steindór
kannski óþarflega stórorður og
það lapið upp í blöðum, en þess
ekki getið, að langsamlega oftast
talar hann af réttsýni, skilningi og
góðvild um það fólk sem hann
minnist á. Það er gagnslaust að
skrifa langt mál um bók, það
nennir enginn að lesa það, þó skal
á þetta minnst.
í fyrra bindinu segir Steindór
m.a. frá bernsku sinni og uppvaxt-
arárum. Fermingarárið sitt varð
han vinnumaður á 60 kr. árskaupi.
Frásögn Steindórs um líf og störf
á venjulegu sveitaheimili, á fyrri
hluta þessarar aldar, er svo sönn,
góð og nærfærirt að ég efast um að
önnur slík sé til á bók. í seinni
bindinu eru tvær frásagnir, sem
þeir gleyma trauðlega, sem lesið
hafa, önnur er þegar Steindór fer
um kvöld og gengur um allar vist-
arverur menntaskólans og lítur
yfir hvort allt sé ekki í röð og
reglu, lokar útihurð og snýr lykl-
inum í síðasta sinn, hefur lokið
sínu starfi þar. Hin frásögnin er
um vissan jólasið þeirra hjóna,
sem hann hefur nú rækt einn í 15
ár. Ég endurtek, „Sól ég sá“ er
bráðskemmtileg, merkileg og ágæt
bók, að henni er mikill fengur, og
svo verður áreiðanlega talið eftir
nokkur hundruð ár.“
Kartöflurækt á íslandi:
Hófst fyrir 1836
Fullyrðingar þingmannsins afsannaðar
Sigríður skrifar frá Akureyri:
„Kæri Velvakandi.
Ég hef undrast allt það umtal,
um hvenær ræktun kartaflna varð
almenn hér á landi, sem að unda::-
förnu hefur birst í dálkum þínur.i.
Tekur af öll tvímæli um það
efni, ef flett er upp í bókinni „Þeir
segja margt í sendibréfum" sem
Finnur Sigmundsson tók saman
og Þjóðasaga gaf út 1970. Þar má
lesa á bls. 82, í bréfi frá sr. G^nn-
ari Gunnarssyni í Laufási til
Finns Magnússonar prófessors, en
bréfið er skrifað á haustdögum
1838. „Nýlega er ég búinn að láta
taka upp úr jarðeplagörðum mín-
um og fékk ég frekar ellefu tunn-
ur.“
í bréfi fyrr í bókinni, frá sama
manni til Finns prófessors, skrif-
að 1836, kemur fram að uppskera
hefur brugðist, en segir áður hafi
hann fengið 16 tunnur upp úr
sama garði.
Tel ég að fullyrðing þingmanns
um að ræktun kartaflna hafi ekki
byrjað almennt hér á landi fyrr en
1930, sé hér með afsönnuð."
Á Ibisa: íbúðir í Rialto á Figueretas og Arlanza á Playa d'en Bossa
Sérstakar Stjörnuferðir verða í öllum Ibiza brottförum í sumar
Kynnið ykkur Úrvalslausnir á greiðsluvandanum; staðgreiðsluafslátt
og Úrvalsferðalán og munið eftir barnafslættinum okkar:
0 - 1 árs greiða 10%
2 - /1 ára greiða 50%, 12 - 16 ára greiða 70%
Vertu samferða í sumar, síminn er 26900.
masKRKaonNURm
BROTTFARIR í sumar verða:
Mallorca
18. aprfl
2. maí
23. maí
13.júní
4. júlf
2S.JÚIÍ
8. ágúst
29. ágúst
19. sept.
3. okt.
PÁSKAR, Uppselt
3 vikur Uppselt
3vikur Uppselt
3 vikur örfásætilaus
3 vikur nokkur sæti laus
2 vikur
3 vikur Örfásætilaus
3 vikur
2 vikur
3 vikur
Ibiza
28. maí
20.júní
11. júlí
1. ágúst
22. ágúst
12. sept.
3. okt.
23 dagar Uppselt
3 vikur
3 vikur
3 vikur Uppselt
3 vikur
3 vikur nokkur sæti
3 vikur
Við bjóðum aðeins Ún/alsgistiaðstöðu:
Á Mallorca: Ibúðir á Royal Magaluf og Ciudad Blanca í Alcudia,
sem sló í gegn á síðasta sumri.
NuáÉMáéomA
Það er greinilegt að strandskórnir ætla að verða vinsælir í sumar, því við hjá
Úrvali erum þegar byrjuð að bóka í allar ferðir til Mallorca og Ibiza og pantanir
aukast með hverjum deginum sem líður.