Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 SVIPMYND A SUNNUDEGI Joaé INapoleon Duarte flytur raeðu í kosningabaráttunni f vor. José Napoleon Duarte, nýkjörínn forseti E1 Salvador: Úrslit forsetakosn- inganna í El Salvador sl. sunnudag eru enn ekki op- inberlega Ijós, en allar líkur benda til þess aö José Napoleon Duarte, fram- bjóöandi kristilegra demó- krata, hafí borið sigurorð af keppinaut sínum, Roberto d’Aubuisson, frambjóöanda hins hægri sinnaða ARENA-flokks. Er senni- legt að Duarte hafí fengið um 54%greiddra atkvæða og d’Aubuisson 46%. Napoleon Duarte, sem fæddur er 23. nóvember 1925 og er því 58 ára að aldri, er enginn nýgræð- ingur í stjórnmálum. Ferill hans á þeim vettvangi hófst fyrir tæp- um 24 árum er hann í félagi við átta samlanda sína stofnaði Kristilega demókrataflokkinn. Sá flokkur er formlega af sama tagi og samnefndir flokkar í Evrópu, en aðstæður í E1 Salva- dor valda því að hann er í reynd róttækari en þeir og skyldari flokkum evrópskra jafnaðar- manna. Á vegum kristilegra demókrata var Duarte þrívegis kjörinn borgarstjóri í San Salva- dor, höfuðborg E1 Salvador, á ár- unum 1964—1970 og naut mik- illa vinsælda fyrir velferðar- stefnu sína. Duarte stundaði háskólanám i Baandaríkjunum, en sneri heim á ný árið 1948. Hann gekk i hjónaband og hóf störf hjá verktakafyrirtæki tengdaföður síns. Þar varð hann brátt með- eigandi og átti mestan þátt í þvi að gera Duran-Duarte-fyrirtæk- ið að stórveldi á sínu sviði i land- inu. Eftir 16 ára störf þar sneri hann sér að stjórnmálum. Árið 1972 var Duarte boðinn fram sem forsetaefni kristilegra demókrata og allt útlit var fyrir að hann mundi vinna glæsilegan sigur. Herstjórnin í landinu, sem leyft hafði kosningarnar í þeirri von að frambjóðandi hennar næði kjöri, lét stöðva talningu atkvæða nokkru eftir að fyrstu tölur, sem voru Duarte mjög í hag, höfðu verið birtar. Nokkrir fylgismenn hans gripu til vopna, en uppreisn þeirra var bæld niður þegar eitt hundrað manns lágu í valnum. Duarte baðst hæl- is sem pólitískur flóttamaður i sendiráði Venezuela, en her- menn stjórnarinnar sóttu hann þangað og vörpuðu í fangelsi þar sem hann sætti pyntingum. Hann var látinn laus nokkru síð- ar, en skipað að yfirgefa landið. Arturc Armando Molina Baraza var dubbaður upp í embætti for- seta. Duarte snýr aftur Útlegðarár Duarte urðu sjö og þau dvaldi hann í Venezuela. Á þeim tíma urðu ýmsar breyt- ingar í E1 Salvador, m.a. efldist hreyfing vinstri sinnaðra skæru- liða, sem orðið hafði til í beinu framhaldi af kosningasvikunum og uppreisninni 1972 og margir fyrrum fylgismann Duarte stóðu að. Ný ríkisstjórn var sest á valdastóla, samsteypustjórn herforingja og borgaralegra afla, og hún gaf fyrirheit um lýð- ræðislegar þingkosningar árið 1982. Pólitískur draumur Duarte um þjóðfélagslegar umbætur í E1 Salvador og væntanlega einn- ig persónulegur metnaður hans réðu því að hann ákvað að snúa aftur. Duarte var boðið að taka sæti í ríkisstjórn E1 Salvador í mars 1980 og í nóvember sama ár varð hann í reynd forseti landsins, fyrsti borgaralegi forsetinn í hálfa öld. Hann gegndi embætt- inu í 16 mánuði eða fram að þingkosningum vorið 1982. Ekki verður sagt að tök hans á stjórn landsins á þessu tímabili hafi verið til fyrirmyndar. Innan- deild þingsins á fimmtudags- kvöld sýnir. Þar var felld tillaga um að fresta aðstoðinni við E1 Salvador þar til tryggðar hefðu verið úrbætur í mannréttinda- málum. Þegar fyrir kosningarnar, er sýnt var hvert stefndi, lýsti Duarte því yfir að hann mundi vinna að því að uppræta dauða- sveitir hægrimanna, koma á festu í hernum undir sinni stjórn og leggja grunn að samningavið- ræðum við skæruliðahreyfing- una, sem að líkindum telur um tíu þúsund manns. Duarte hefur fordæmt ofbeldisverk skæruliða, en segir að ef tekið sé mið af hinu hróplega lífskjaramisrétti í landinu sé ef til vill ekki undar- legt þótt margir hafi kosið að ganga í lið með þeim. Hann segir það ólíklegt að viðræður hefjist strax og hann taki við embætti, enda komi ekki til greina að setj- ast að samningaborði með mönnum „sem hafa byssur á lofti“. Ennfremur telur hann ólíklegt að skæruliðar fáist til að leggja niður vopn og taka þátt í þingkosningunum á næsta ári. En hann leggur áherslu á að sú stefna Roberto d’Aubuisson að vinna hernaðarsigur á skærulið- um sé röng, mikilvægara sé að skapa þær aðstæður í landinu, sem kippi grundvelli undan starfsemi þeirra. Duarte vonast til að geta sannfært kaupsýslumenn um að kjör hans er ekki upphafið að endalokum frjálsra viðskipta í landinu. Hann er sannfærður um að tortryggni þeirra í hans garð muni hverfa þegar þeir sjá hver stefna hans er í reynd. Napoleon Duarte er, í orði kveðnu a.m.k., bjartsýnn á að sér takist að binda enda á borgara- stríðið í E1 Salvador, sem nú hef- ur geisað í hálft fimmta ár. Sem fyrr segir eru margir efins um að sú bjartsýni sé á rökum reist og ýmsir óttast að endirinn verði sá að herinn grípi enn á ný í taumana og taki völdin í land- inu. Á hitt er þá að líta, að efna- 1 hags- og hernaðaraðstoð Banda- ríkjanna er mjög mikilvæg og ráðamenn hersins gera sér grein fyrir því að slík aðstoð verður trauðla veitt ef forseti landsins nýtur ekki trausts á Bandaríkja- þingi. Álíta verður því að Napo- leon Duarte hafi nú byr og lík- lega jafnframt síðasta tækifæri sitt til að sýna hvers hann er megnugur. Tilraun hans til að framfylgja lýðræðislegri um- bótastefnu er einhver merkasti stjórnmálaviðburður í Mið- Ameríku um árabil og með framgangi hennar verður fylgst af athygli um allan heim. HeimiklirAPJnternMtionMl Herald Tribune Tbe Times o.fl. Grein: Guðmundur Magnússon Duarte ásamt herforingjum í her El Sahador við liðskönnun I mare 1982, nokkru eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn landsins. landsófriður, sem var ærinn fyrir, magnaðist mjög og við- skipti skæruliða vinstrimanna og svonefndra „dauðasveita hægrimanna", hermdarverka- hóps sem andvígur er öllum þjóðfélagsumbótum, urðu æ grimmilegri. Pólitísk hryðjuverk voru svo að segja daglegt brauð og er talið að allt að fimmtán þúsund manns hafi verið vegnir á þessu tímabili. Skyggði þessi skeggöld nær algerlega á þær litlu umbætur sem Duarte tókst að ná fram. í þingkosningunum 1982 fengu kristilegir demókratar, flokkur Duarte, um 40% atkvæða. Það nægði þeim ekki til að mynda stjórn og völdin féllu í hendur bandalagi hægri sinnaðra flokka undir forystu Roberto d’Aubu- isson, sem varð forseti þjóð- þingsins. Alvaro Magana varð forseti landsins og gegnir því embætti þar til Duarte tekur við. Duarte hefur óspart fengið að heyra það, að honum hafi mis- tekist að lægja öldur innan- landsófriðar þá 16 mánuði sem hann var stjórnarleiðtogi og margir draga í efa að honum takist betur upp nú. Samherjar hans segja aftur á móti að hanri hafi aðeins verið við völd að nafninu til og herforingjarnar stjórnað á bak við tjöldin. Þeir segja aðstæður nú aðrar en þá; hinn nýkjörni forseti sé raun- verulegur yfirmaður hersins og innan hersins hafi líka orðið breytingar á viðhorfum manna, herinn sé ekki eins pólitiskur og áður. Stefna Duarte Vera má að ummæli stuðn- ingsmanna Duarte séu aðeins til marks um óskhyggju þeirra og þegar á hólminn er komið muni forsetinn ekki geta kveðið niður ofbeldisverk skæruliða vinstri- manna og dauðasveita hægri- manna. En sú óskhyggja er þá ekki bundin við nánustu sam- starfsmenn hans, heldur meiri- hluta kjósenda í E1 Salvador, sem veitti Duarte brautargengi í kosningunum 6. maf sl. í þeirri von og trú að hann gæti stillt til friðar og hrint umbótum í fram- kvæmd. Stuðningsmenn Duarte eru einkum úr röðum verkamanna og bænda og smáatvinnurek- enda, en landeigendur og auð- jöfrar styðja Roberto d’Aubuiss- on m.a. vegna þess að þeir óttast að umbótastefna Duarte muni ganga of langt og E1 Salvador sogast í hringiðu kommúnism- ans. Stærstu verkalýðssamtök landsins, sem hafa hálfa milljón manna innan sinna vébanda, lýstu fyrir kosningarnar yfir stuðningi við Duarte, enda hafði hann heitið því að skipa nokkra forystumenn þeirra í ríkisstjórn sína næði hann kjöri. Er líklegt að þessi stuðningur hafi reynst honum drjúgur i kosningabar- áttunni. Það var opinbert leyndarmál að Bandaríkjastjórn vildi helst að Duarte ynni sigur í forseta- kosningunum og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur þegar lýst ánægju sinni yfir úrslitun- um. Bandaríkjamenn vita að Duarte mun hafa lýðræðislega stjórnarhætti í hávegum og sig- ur hans þykir sýna að sú sann- færing bandarískra ráðamanna er rétt, að valkosturinn í Mið- og Suður-Ameríku er ekki aðeins á milli herforingjastjórnar og ein- ræðisstjórnar kommúnista, heldur eiga lýðræðisöflin einnig sína möguleika. Ekki kom til greina að styðja d’Aubuisson þar sem hann er hreinn öfgasinni og fullvíst að hann stendur í sam- bandi við hinar illræmdu dauða- sveitir hægrimanna. Banda- ríkjaþing hefði aldrei fallist á frekari efnahags- og hernaðar- aðstoð til E1 Salvador ef d’Aubu- isson hefði verið kosinn, en Duarte nýtur virðingar þar eins og atkvæðagreiðslan í fulltrúa- Duarte og fylgismenn hans fagna úrslitum kosninganna 6. maí. Urslitatilraun bjartsýnismanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.