Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 6
Ef þú nefnir „Krím“ á nafn viö nútíma Rússa mun
hann aö öllum líkindum hugsa um sumarfrí. Rússar
þrá sólina, eins og annað fólk, sem býr á norðlægum
slóðum, og Krímskaginn býður upp á sólbaðsaðstöðu,
sem er ekki ósvipuð því sem gerist og gengur í
„sólarlöndum“ við Miðjarðarhaf. Fyrir byltingu
höfðu rússneski aðallinn og millistéttarfólk komið
auga á kosti Krímskagans sem sumarleyfisparadís og
leituðu þangað eftir því sem aðstæður á þeim tíma
leyfðu. Og það var í rauninni þetta sumarleyfisfólk,
frá árunum fyrir byltingu, sem gaf Jalta það yfir-
bragð, sem einkennir staðinn í dag. Hinir hæverskari
reistu sér villur í hæðunum eða dvöldu á hótelum, en
stórmennin byggðu sér hallir.
Auðugar aðalsættir reistu
þarna glæsilegar byggingar, þar
á meðal hinn enskmenntaði
Mikhail Vorontsov, prins, en
með hjálp bresks arkitekts lét
hann reisa höll að Alupka,
skammt frá Jalta, sérkennilega
eftirlíkingu af Tudorhöll þar
sem einnig má greina arabísk
áhrif. Steinninn í bygginguna
er fenginn á staðnum og er
hann sagður sterkari en granít,
en hefur því miður á sér græn-
leitan blæ Hallirnar meðfram
baðströndunum við Jalta veittu
byltingarmönnum áþreifanlegt
tækifæri til að sýnast og slá um
sig eftir að þeir náðum völdum.
í tilskipun, sem undirrituð er af
Lenin sjálfum og gefin var út
árið 1920, segir m.a. að „hinar
glæsilegu villur og höfðingja-
setur, sem áður voru í eigu auð-
ugra landeigenda og kapítalista,
og hallir keisaraættarinnar og
erkihertoga, verða nú notuð
sem heilsu- og hressingarhæli
fyrir iðnverkafólk og fólk sem
starfar í landbúnaði".
Simferopol, þar sem helsti
flugvöllurinn á Krím er, var eitt
sinn svo slæmur að það tók
fimm klukkustundir að aka til
Jalta. Nú er hægt að komast
þessa leið á hálfum öðrum tíma,
og sovéska flugfélagið Aeroflot
notar stærstu og nýjustu vélar
sínar á flugleiðinni Moskva-
Simferopol. Sumir koma á eigin
bílum, en talið er að um þrjár
milljónir bifreiða séu nú í
einkaeign í Sovétríkjunum og
yfirvöld fullyrða að einkabílar í
Moskvu séu nú orðnir fleiri en
ríkisbifreiðir, og hefur þar orðið
mikil breyting á s.l. tíu ár.
Yfir hásumarið streymir
sumarleyfisfólkið til Jalta í þús-
undatali. Sumir búa í tjöldum,
Á ströndinni er maður við mann, rétt eins og á öðrum sólarströndum.
Höllinnni, sem zarinn lét
reisa í Livadia, nálægt Jalta,
var breytt í heilsuhæli fyrir
bændur, hið fyrsta sinnar teg-
undar í heiminum. Staðurinn er
að vísu fremur óaðlaðandi, en
þjónar sínum tilgangi, og þarna
geta bændurnir yljað sér við þá
tilfinningu að ganga um salar-
kynni hinns fallna keisara.
Fram til þessa hefur það verið
yfirlýst stefna hins opinbera að
leggja áherslu á uppbyggingu
hressingarhæla á þessu svæði,
og þar eru nú 120 slík, sem
rúma um 40 þúsund manns.
Verkalýðsfélögin hafa umsjón
með leyfisveitingum fyrir dvöl á
þessum stofnunum, þar sem
ekki er gert ráð fyrir hefð-
bundnu sumarleyfi á vesturevr-
ópska vísu, heldur eins konar
blöndu af læknismeðferð og
skipulögðum skemmtunum. I
fæstum tilfellum er gert ráð
fyrir fjölskyldum á þessujn
stofnunum, þótt nokkrar hinar
nýrri bjóði upp á slík hlunnindi.
í seinni tíð hefur þó nýtt
fyrirbrigði skotið upp kollinum
á ströndunum við Jalta. Ferða-
fólk hefur uppgötvað þessa sól-
skinsparadís og er farið að
venja þangað komur sínar í sí-
auknum mæli. Fólk þetta er yf-
irleitt úr stétt hinna betur settu
í Sovét, sem ekki er bundið við
leyfisveitingar hins opinbera,
og myndi eflaust ekki þiggja
dvöl á heilsuhæli í sumarfríinu,
sem þýddi í flestum tilfellum
aðskilnað frá fjölskyldunni.
Þessir sumarleyfisgestir setja
æ meiri svip á lífið á þessum
slóðum yfir sumarmánuðina og
er ýmislegt gert til að mæta
þörfum þeirra. Vegurinn frá
Sovétmenn hafa löngum þótt góðir skákmenn og hér er fþróttin iðkuð
undir berum himni.
Sumarleyfisgestur á einu heilsu-
hælanna í meðferð.
aðrir eru á hótelum eða leigja
herbergi í einkaíbúðum. í mörg-
um tilfellum hefur það staðið í
ströngu við að komast á stað-
inn, því slegist er um flugfar-
seðla, og í sumum tilfellum hafa
menn orðið að finna leið fram-
hjá vegatálmum lögreglunnar,
ef yfirvöldum hefur þótt ásókn
fólksins á strendurnar helst til
mikil. Að vísu finnast aðrir
„suðrænir" blettir, sem Rússar
geta leitað til innan landamæra
Sovétríkjanna, svo sem í Kákas-
us, en þeir staðir hafa ekki eins
mikið aðdráttarafl og strend-
urnar við Jalta, sem hafa það
m.a. framyfir aðra staði að geta
státað af minnisvörðum frá
tímunum fyrir byltingu.
Eitt einkenni á Jalta og Krím
frá fyrri tímum er þó horfið, enj
það eru tatararnir, sem þar
voru fjölmennir hér í eina tíð.
Stalín gerði þá útlæga frá Krím
árið 1944, fyrir meinta sam-
vinnu við Þjóðverja i stríðinu,
og voru þeir fluttir brott á
fremur hrottalegan hátt. Tatar-
ar voru sýknaðir af þessum
ásökunum árið 1967, en hefur
þó enn ekki verið leyft að snúa
aftur til Krím frá útlegðinni í
Mið-Asíu. Ibúar á Krím eru nú
aðallega Rússar og Ukraínu-
menn, sem margir hverjir
fluttu þangað þegar Stalín rak
tatara í útlegð. Þetta fólk hefur
nú orðið að laga sig að hinum
breyttu aðstæðum sem ferða-
mannastraumurinn hefur í för
með sér. Og hin nýja stétt
Ungir elskendur á diskóteki.
ferðamanna gerir sifellt meiri
kröfur um bætta aðstöðu. Sov-
ésk yfirvöld vita að þessum
kröfum verður að mæta að ein-
hverju leyti. Dvöl á heilsuhæl-
um og hvíldarheimilum er
vissuiega góðra gjalda verð, en
jafnframt gera yfirvöld sér
ljóst að erfitt verður að loka
augunum fyrir þeirri þróun sem
nú á sér stað í ferðamálum og
breyttum viðhorfum Rússa til
þess, hvernig verja skal sumar-
leyfinu. (Byggt á Obáerver.)
(iestir á einu heilsuhaelanna spóka sig léttklsddir á ströndinni.
Þar sem þeir
rauöu
verða brúnir