Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 32
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984
Sígildar skífur:
Ingrid Bergman (t.v.) og Kabi Lareti við gerð kvikmyndarinnar „Höstsonatan".
Tónlist að
tjaldabaki
Kábi Laretei
spelar musik till Ingmar Bergmans
filmer.
W. A. Mozart: Fantasía í c-moll, F
Chopin: Fantasíuimprontu, prel-
údía í a-moll og mazúrka í a-moll,
G F Hándel: chaconna og D Scarl-
atti sónötur í d-dúr, f-dur og e-dúr.
PROP 7809
í handbókinni „International
Music Guide 1984“, sem ritstýrt
er af Jane Dudman, gefur að
lesa: „Proprius er hljómplötufyr-
irtæki, sem hlotið hefir frægð
fyrir hljómgæði í upptökum sín-
um og hljóðritanir á tíðasöng,
orgeltónlist, kórsöng og aðrar
hljóðritanir trúarlegs eðlis,
gerðar á sérlega völdum stöðum,
þ. á m. í mörgum elstu kirkjum
Svíþjóðar, sem einnig hafa hinn
glæsilegasta hljómburð." Jacob
Boethius hefir einnig á afliðnu
ári gefið út afburðagóðar upp-
tökur með píanótónlist Rolf
Lindblom. Svo mörg voru þau
orð.
Ekki mun þó að þessu sinni
fjallað um tíðasöng né annars
konar trúartónlist, og sömuleiðis
mun tónlist Lindblom bíða betri
tíma. Nei, við höfum Jacob
Boéthius okkur til föruneytis til
fundar við þann jöfur hvíta
tjaldsins, Ingmar Bergman, og
fyrrum konu hans, Kábi Laretei.
Bergman hefir nú nýverið unnið
stóra sigra með síðustu kvik-
mynd sinni „Fanny og Alexand-
er“, sem hlaut fjögur Oscars-
verðlaun, á nýliðinni hátíð vest-
ur þar, en Bergman hlaut þá sín
þriðju Oscarsverðlaun.
Láta munum við þó að sinni
leik og tal lönd og leið, en
skyggnast þess í stað að tjalda-
baki — hlusta á tónlist úr kvik-
myndum Bergmans.
Flytjandinn, Kábi Laretei, er
af eistneskum ættum, en flúði
ung til Svíþjóðar í síðari heims-
styrjöldinni. Stundaði hún nám í
píanóleik hjá meisturum á borð
við Fischer og Baumgartner.
Þegar á frumtónleikum sínum
Jl— V
festing
fyrir létta og þunga hluti. hefur grip og hald.
TíCíEIIMjljMx© fæst í flestum byggingavöruverslunum.
Ólafur Kr. Guðmundsson
c/o Trévirki hf.
„Allir fagmenn hljóta aö þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið
gæöamerki sem allir geta treyst."
Ef óskað er eftir sýnishornum af ofanskráóu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllift út
þennan mifta. Sýnishornin eru send án endurgjalds.
X
Nafn:
Heimilisfang:
Staftur:
JOHAN RÖNNING HF simi 8400^5