Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984 83 Neytendafélag Reykja- víkur og nágrennis og Neytendasamtökin: Fagna rann- sókn á verð- myndun mjólk- urvara Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning: „Stjórnir Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis og Neytendasamtakanna fagna frumkvæði fjármálaráðherra, að fram fari rannsókn á verðmyndun ýmissa mjólkurvara, sem mjólk- ursamlögin verðleggja sjálf. Þetta er í fullu samræmi við fyrri ábendingar samtaka neytenda, sem ítrekað hafa bent á óeðlilega hátt verð þessara vara. Rannsókn- in nær þó of skammt, og er t.d. ástæða til þess að rannsaka verð- myndun allra þeirra mjólkurvara sem verðlagðar eru af mjólkur- samlögunum. Þar má nefna, að með öllu er óeðlilegt að skyr hækki f verði um 140% ef saman við það eru settir ávextir. Einnig má nefna óeðlilega hátt verð á jógúrt. Jafnframt mótmæla stjórnirnar þeirri breytingu sem nýlega var gerð á gjöldum af ýmsum drykkj- arvörum. Það er með öllu óeðli- legt, að til þess að lækka gjöld af gosdrykkjum séu gjöld af ávaxta- safa og fleiri drykkjarvörum hækkuð." Fyrsta flokksþing PASOK í Grikklandi: Papandreou veitist að Vest- urlöndum Aþenu. AP. ANDREAS Papandrcou, forsætis- ráðherra Grikklands, veittist í dag aö Bandaríkjamönnum, Tyrkjum og Atlantshafsbandalaginu í langri ræöu í upphafi fyrsta þings sem sósíalistaflokkur hans, PASOK, heldur. Papandreou sagði í ræðunni, sem 2.200 þingfulltrúar hlýddu á, að á sama tíma og Sovétríkin væru að „berjast fyrir slökunar- stefnu“ stefndu Bandaríkin að því að „auka yfirráðasvæði sitt“ í heiminum. Hann fordæmdi ennfremur það sem hann kallaði „stuðning Bandaríkjamanna og Atlants- hafsbandalagsins við útþenslu- stefnu Tyrkja" og kvað flokk sinn stefna að úrsögn úr bandalaginu. PASOK-flokkurinn var stofnað- ur fyrir tæpum áratug, þegar herforingjastjórnin í Grikklandi hrökklaðist frá völdum, og í kosn- ingum 1981 vann flokkurinn yfir- burðasigur og er nú við stjórn í landinu. Fær. prestur messar hér Næstkomandi þriðjudagskvöld, 15. þ.m., verður færeysk messa í Langholtskirkju. Sr. Jakob Kass, sem er sóknarprestur á Nesi í Toftum á Austurey, kemur hingað til Reykjavíkur um helgina. Sr. Kass á sæti í stjórn Fær. sjó- mannatrúboðsins og mun hann sitja fund byggingarnefndar Fær. sjómannaheimilisins f Brautar- holti 29. Með honum kemur frá Færeyjum annar stjórnarmaður f sjómannatrúboðinu, Hafstein Ell- ingsgaard að nafni. Sr. Jakob Kass er maður um sextugt. Guðsþjón- ustan sem hann flytur f Lang- holtskirkju á þriðjudagskvöld hefst kl. 20.30. XJöfóar til XAfólks í öllum starfsgreinum! Stórbýli á Suðurlandi Til sölu eru jaröirnar Ármót og Fróöholtshjáleiga, Rangárvallahreppi. Á jöröunum er rekiö eitt stærsta kúabú landsins. Um er aö ræöa 500 hektara lands, þar af 120 hektara tún. Góöar byggingar: 1.200 fm fjós, teiknaö fyrir 220 kýr, 3.000 m3 þurrheyshlaða, 1.200 m3 flatgryfja, 100 fm vélageymsla, 2x80 fm einbýlishús + ófullgerö viöbygging og fokhelt einbýlishús, 70 fm. Búmark 1.700 ærgildi, bústofn og vélar geta fylgt. Hentar vel fyrir tvo ábúendur. Viöráöanleg greiöslukjör. FANNBERG s.f > Þrúðvangi 18. 850 Hellu. Simi 5028 — Pósthólf 30. •• enaðrirbankarbjjóða Paö er engin spurning, lönaöarbankinn byöur aörar sparnaðarleiðir. Viö bjóöum þér BANKAREIKNINC MEÐ BÓNUS í staö þess aö kaupa skírteini. Þú tynir ekki bankareikningi. Þú þarft ekki aö endurnýja banka- reikning. Pú skapar þér og þínum lánstraust meö bankareikningi. Iðnaðartaaokinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.