Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 87 Hér kynnir Ingólfur Guðbrandsson þátttakendurna 16 sem kepptu til úrslita í keppni Útsýnar. Morgunbiaðið/RAX Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, segir afmælisbarninu, Guð- finnu Lýðsdóttur, frá því hvað hún fær í afmælisgjöf frá Útsýn. Vorblót Útsýnar: Ungfrú Útsýn 1904 var afmæl- isbarnið kallað á hátíðinni ÞAÐ VAKTI mikla athyli Broad- way-gesta á vorblóti Útsýnar, þegar Ingólfur Guðbrandsson kallaði einn gestanna upp á sviðið og gesturinn reyndist vera Guðfínna Lýðsdóttir, sem var stödd í Broadway þetta kvöld ásamt fjölskyldu sinni, til þess að halda upp á áttræðisafmæli sitt. Ingólfur kynnti Guðfínnu fyrir gest- unum og var henni fagnað sem Ungfrú Utsýn 1904.1 tilefni dagsins bauð Ingólfur Guðfínnu ferð eftir eigin vali nú í sumar, og tilkynnti hann henni að hún mætti fara hvert sem hún vildi og vera eins lengi og hún vildi. Var ekki annað að sjá en Guðfínna kynni vel að meta boðið. Morgunblaðið hefur áður greint frá því hverjir voru valdir Herra og Ungfrú Útsýn 1984, en það val fór fram úr hópi 60 keppenda, en þó með þeim hætti að valið var til úrslita. Það voru 12 stúlkur og 4 piltar sem kepptu til úrslita og varð Dagný Davíðsdóttir hlut- skörpust stúlknanna en ívar Hauksson piltanna. Allir keppend- urnir sem kepptu til úrslita munu fara í ferð á vegum ferðaskrifstof- unnar Útsýnar nú í sumar. Mikill fjöldi fylgdist með þegar úrslitin í keppninni um Herra og Ungfrú Útsýn voru kynnt á Broadway. Ungfrú Campari ÁÐUR en árleg keppni barþjóna um besta hanastél- ið hófst á Hótel Sögu sl. -sunnudagskvöld, kynntu umboðsmenn ýmissa víntegunda vöru sína í Lækj- arhvammi, og var gestum boðið að fá sér hressingu þar fyrir keppnina. Það vakti athygli, að við Campari-borðið var ung jassballettkona, Jenný Þor- steinsdóttir, sem bar borða sem á var letrað Ungfrú Campari. Jenný sýnir og kennir jassballett í Dansstúdíói Sóleyjar og við birtum hér mynd af henni og aðra af umboðsmanni Campari, Birni Thors, með Jenný, konu sinni Jórunni Thors og syni hennar, Jóhanni Steinssyni, veitingastjóra í Broad- way.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.