Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Hver urðu örlög Grænlandsfaranna fyrír nær 80 árum? Danskur leiðangur hyggst finna svarið í sumar Brotna línan sýnir leiö þá, sem stimarleiðangrinum er ætlað að fara. Lagt verður af stað frá gröf Brönlunds í Lambert Land, það er að segja, farið verður öfuga leið miðað við leiðangurinn fyrir tæp- um 80 árum og förinni nú lokið, þar sem sá leiðangur hóf ferð sína í grennd við Danmark Fjord. Mylius-Erichsen N.S. Preben-Andersen, stjórnandi fyrirhugaðs leiðangurs, er majór í lífverði Danadrottningar. Hér sést hann í fararbroddi fyrir lífverðinum. N.P. Höeg Hagen Jörgen Brönlund Kaupmannahöín, 26. marz. Frá frétUritara MorKunblaAsiiu, N. J. Bruun. DANSKUR leiðangur hyggst í sumar reyna að leysa gátuna um hvarf tveggja heimskautafara á norðausturhluta Grænlands 1907. Menn þessir voru Mylius Erichsen og Höegh Hagen, báðir frægir menn á sínum tíma. Með þeim var þriðji maðurinn, Grænlendingurinn Jörg- en Brönland. Lík Brönlands fannst 1963, en lík hinna tveggja hafa aldrei fundizt. Með líki Brönlands fund- ust einnig dagbækur, sem sýna, hvernig leiðangursmenn urðu að lúta i lægra haldi fyrir kuldanum. Segir Brönland í dagbók sinni, að Hagen hafi dáið 15. nóvember og Erichsen 10 dögum síðar og að unnt ætti að vera að finna lík þeirra fyrir framan jökulbrúnina í firði einum. Það er talið mjög ólíklegt, að mennirnir tveir hafi lagzt fyrir á ísnum í þessum firði til þess að deyja, enda hafa lík þeirra aldrei fundizt. Þeir höfðu öll rannsókn- argögn sín hjá sér og því er talið sennilegra, að þeir hafi farið með þau í land, svo að þessi gögn færu ekki forgörðum með þeim sjálf- um, er þeir sáu að stund þeirra var runnin upp. Aðrir könnuðir hafa gjarnan reist vörður við sömu kringumstæður, en ekkert slíkt hefur fundizt eftir þá Er- ichsen og Hagen. Leiðangurinn, sem á að kanna örlög þeirra, verður undir stjórn dansks majórs, Preben Ander- sens, en alls munu þátttakendur í leiðangrinum verða ellefu. Þeirra á meðal verður danski rithöfund- urinn Vagn Lundby, sem skrifað hefur bók um leiðangurinn, er farinn var fyrir nær 80 árum. Gert er ráð fyrir, að kostnaður við leiðangurinn ,nú nemi um 700.000 d.kr. (um 2 millj. ísl. kr.). Ýmsir sjóðir hafa heitið leiðangrinum framlögum, en hann mun leggja af stað í för sína síðast í júlí og koma til baka um mánaðamótin ágúst-september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.