Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Erum við öll dúfur í Skinner-búri? fram kenninguna um skilyrt viðbragð, straumhvörfum í námssálarfræði. olli Teikning af Skinner-búri. Skinner hann- aði og smíðaði sjálfur fyrstu búrin sem hann notaði, enda er hann frábær hand- verksmaður. dúfa hafi svarað fimm sinnum á sekúndu í margar klukkustundir. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessi háttur er hafður á umbuninni í mörgum fjárhættu- spilum, eins og spilakössum og rúllettu," sagði Kristján. í greininni Dúfan og fjárhættu- spilarinn, sem hér er birt með við- talinu, er fjallað um fjárhættuspil í ljósi atferlisfræða, en hér látum við staðar numið í fræðilegri um- fjöllun á kenningu Skinners og snúum okkur næst að gildi og hag- nýtingu fræðanna. Augljósar staðreyndir eða vísindalegar kenningar — Því er oft haldið fram, Krist- ján, að kenningar atferlisvísind- anna séu varla mikið meira en augljósar staðreyndir, settar fram með vísindalegu yfirbragði. Það hafi aldrei vafist fyrir mönnum að brennt barn forðist eldinn og því þurfi engar fræðilegar útlistanir eða ný hugtök til að gera grein fyrir svo einföldum hlut. Er þetta rétt? „Að sumu leyti og sumu leyti ekki. Við verðum að hafa það í huga að Skinner fékkst við grunnrannsóknir í mjög einföldu umhverfi. Hann trúir því sjálfur að raunverulega séum við öll dúf- ur í Skinner-búri, bara óendanlega stóru og flóknu búri. Þetta er auð- vitað ekki hægt að sanna, en það er margt sem bendir til að þetta sé ekki óskynsamlegt viðhorf, án þess að það segi nokkuð af eða á um það hvort maðurinn hafi frjálsan vilja eða ekki. Og einmitt sú skoðun almennings að atferl- isvísindin segi ekkert nýtt, bendir til að við séum líkari dúfum í búri en við kærum okkur um að viður- kenna. Þau hegðunarlögmál sem Skinner og fleiri hafa leitt út með rannsóknum sínum á tilraunadýr- um eru á margan hátt yfirfæran- leg á manninn. Það eru engin ný sannindi að krakki er líklegri til að skreppa út í búð fyrir þig ef hann fær ís að launum. ísinn, verðlaunin, er í rauninni stjórn- tæki, sem þú getur notað til að fá krakka til að gera eitthvað fyrir þig möglunarlaust. Það eru heldur engin ný sannindi að fólk sem vinnur í ákvæðisvinnu skilar meiri afköstum en fólk sem starfar í tímavinnu. Þarna eru launin stjórntækið. Og eitt skýrasta dæmið um hvernig við stjórnum hvert öðru er kannski notkun okkar á hrósi og gagnrýni. Þetta vita menn og hafa alltaf vitað, og geta því varla talist ný tíðindi. Hitt er annað mál að atferlisvís- indin haf gert þessar svokölluðu „alkunnu staðreyndir" tölvert skýrari og marktækari með því að taka þessi mál til meðferðar kerf- isbundið í einföldu umhverfi, og sýna fram á hvernig tiltekin af- mörkuð hegðun stendur í sam- bandi við ákveðna þætti í um- hverfinu. Slík kerfisbundin og hagnýtt gildi af atferlisvísindum. Þekking á því hvernig dúfur og rottur bregðast við í búrum sé harla lítils virði þegar að því kem- ur að glíma við ýmis vandamál í mannlegum samskiptum. Hvað viltu segja um það? „Við þurfum ekki að leita lengi til að finna not fyrir þessi fræði í daglegu lífi. Sjálfur er ég kennari og þarf sem slíkur að glíma við stjórnun á svokölluðum „erfiðum nemendum". Þarna er hegðun á ferðinni sem maður vill uppræta og spurningin er, hvernig á að fara að því? Á að reka erfiðan nemanda úr kennslustund? Skamma hann? Segja honum að þegja? Reyna að tala hann til? Gera grín að honum? Eða jafnvel hundsa hann? Kennarar beita öll- um þessum aðferðum og fleirum með misjöfnum árangri. Árangur- inn er oft lítill vegna þess að það er ekki tekið á þessu skipulega og kerfisbundið. Kennarinn gerir eitt í dag og annað á morgun, og sumt nákvæm rannsókn varpar oft nýju ljósi á hversdagslega hegðun okkar, sem við þó teljum okkur þekkja og skilja allvel." Hagnýtt giidi fræöanna — Þær raddir heyrast einnig stundum að það sé lítið sem ekkert af því sem hann gerir virkar ein- mitt styrkjandi á þessa óæskilegu hegðun. Eg er sannfærður um að kerf- isbundin beiting þeirra hegðunar- lögmála sem þekkt eru koma að gagni í þessu tilfelli og reyndar í öllum mannlegum samskiptum. Fyrsta spurnin*-'. er ávallt, hvað stjórnar hegðumnni? Hvers vegna er nemandinn á aftasta borði við gluggann alltaf með skæting og fimmaurabrandara sem trufla kennsluna? Kannski fær hann bekkinn til að hlæja, sem styrkir hegðunina. Það væri í því tilfelli reynandi að fá bekkinn til að hlæja á hans kostnað, það er að segja ef maður er nógu klár til þess! Kannski er hann að leita eft- ir athygli kennarans. Þá væri ráð að sýna honum aðeins athygli þeg- ar hann er rólegur, en skipta sér ekki af honum þess á milli. Og svo Dúfa í Skinner-búri. framvegis." Skinner hefur reyndar skrifað mjög umdeilda bók, Walden Two, um það hvernig við getum notfært okkur þessa þekkingu til að stjórna lífi okkar og annarra bet- ur. Fjallar bókin um framtíðar- þjóðfélagið, sem er eins konar vel- ferðarríki, sem byggir meðvitað og skipulega á beitingu hegðunar- lögmála. Það er til samfélag í Bandaríkjunum sem lifir sam- kvæmt þessum boðskap hans í Walden Two; það heitir Twin Oaks Community. Skinner hefur verið gagnrýndur mikið fyrir þetta verk, enda þykir sú samfélagsmynd sem hann dreg- ur upp, sverja sig mjög í ætt við samfélag Orwells í 1984. Það held ég þó að sé misskilningur. Skinner er aðeins að benda á að með því að beita hegðunarlögmálum skipu- lega getum við gert líf okkar betra. Hann er ekki að boða alls- herjar yfirstjórn einhvers „stóra bróðurs", sem á að vita hvað öllum er fyrir bestu. Þvert á móti hefur Skinner alltaf lagt áherslu á það að stjórnun er tvíhliða, það er stjórnun og gagnstjórnun, og besta fyrirkomulagið sé til staðar ef jafnræði ríki þar á milli á sem flestum sviðum. Hitt er svo auð- vitað rétt, að þessa tækni má auð- vitað misnota eins og alla tækni. Það er einmitt mikilvægt í sam- bandi við hugtakið stjórnun, eins og Skinner notar það, að það er ekki einhver sem stjórnar og öðr- um sem er stjórnað. Það er frekar þannig að við stjórnumst hvert af öðru. Skinner hefur til dæmis sjálfur bent á það að hegðun til- raunadýranna í búrunum hans stjórni því hvað hann gerir. Þaðan er kominn brandarinn frægi um rotturnar tvær í Skinner-búri, sem voru að ræða sín á milli um það hvað þeim hefði tekist að skil- yrða tilraunamanninn vel!“ Getur atferlisfræöin hjálpað mönnum að hætta að reykja? — En hvað segirðu um hnitmið- aða beitingu atferlisfræða til að hjáipa fólki að ná tökum á ein- hverju sérstöku vandamáli, að hætta að reykja, megra sig eða annað í þeim dúr? „Það er vissulega hægt að nota fræðin markvisst í þeim tilgangi og hefur verið gert tölvert. For- sendan er alltaf sú sama, nefni- lega að umhverfið stjórni hegðun okkar að verulegu leyti. Ef við ætlum að breyta hegðuninni, losa okkur við ósiði og ávana, þá hlýtur að vera fyrsta skrefið að rannsaka nákvæmlega við hvaða aðstæður þessi óæskilega hegðun á sér stað. Tökum reykingamann sem dæmi. Það er alkunna að menn reykja mismikið og óreglulega yfir daginn. Sumir reykja mest í vinn- unni, aðrir heima fyrir framan sjónvarpið, sumir fá sér iðulega reyk þegar þeir setjast við símann, þegar þeir keyra bíl, eftir matinn, með kaffibolla, og svo framvegis. Með öðrum orðum, menn reykja meira undir sumum kringumstæð- um en öðrum. Ágæt byrjun til að reyna að ná tökum á þessum ávana er að skrásetja nákvæmlega magnið af því sem reykt er yfir daginn, stað og stund. Skoða skipulega þær aðstæður sem styrkja reykingar mest. Þegar það er búið er síðan hægt að hefjast handa við að vinna á sjálfum ávananum. Reyndar er það staðreynd, að við slíka „gagnasöfnun" draga menn ósjálfrátt úr reykingum; það eitt að fylgjast kerfisbundið með ávananum dregur úr honum. En fleira þarf að koma til. Þegar búið er að einangra og gegnumlýsa reykingaferlið yfir daginn er hægt að beita ýmsum kúnstum til að breyta sambandinu á milli að- stæðnanna og reykinganna. Ef þú reykir alltaf þegar þú talar í sím- ann getur verið skynsamleg byrj- un að hætta því. Það má auðvelda það með því að hafa ópal-pakka við símaborðið og fá sér töflu í staðinn fyrir vindling. Það er al- gengt að nota „hjálpartæki" eins og ópalið í þessu tilfelli, eða tyggjó, til að fylla upp í þá eyðu sem skapast þegar látið er af ein- hverju rótgrónu atferli. En menn VHF BÁTATALSTÖÐ ,AR. verða þá að vara sig á að gerast ekki ópalsjúklingar, eins og hent hefur marga fyrrverandi reyk- ingamenn!! En ópalið er ekki aðeins uppfyll- ing í hegðunareyðuna, heldur einnig eins konar umbun fyrir það að reykja ekki. Það má umbuna sjálfum sér á margvíslegan hátt og það er mikið vit í því að tengja saman umbunina og árangurinn sem næst í því að draga úr reyk- ingum. Ef markmið dagsins er að halda sér í 15 sígarettum, þá getur maður lofað sjálfum sér einhverju eftirsóknarverðu um kvöldið, til dæmis að fara út að borða eða hvaðeina. Gallinn við þetta er hins vegar sá, að einkaaðhaldið dugir oft á tíðum skammt. Þó að markið sé sprengt, þá láta menn eftir sér verðlaunin sem áttu að koma fyrir að standast raunina! Þess vegna reynist sumum það vel að tengja aðhaldið við aðra ef hægt er að koma því við. Það er ýmislegt fleira hægt að gera. Eitt er að taka inn lyf sem gera menn veika ef þeir reykja, án þess að ég sé að mæla því bót. Annað er að brjóta hegðunar- mynstrið í ávananum. Flest af því sem við gerum á sér ákveðinn að- draganda og aðdragandinn ásamt sjálfri athöfninfli myndar eins konar hegðunarmynstur. Það á sér aðdraganda að fá sér reyk. Það þarf að taka fram pakkann, finna eldfæri, stinga sígarettunni upp í sig og kveikja í, áður en hægt er að fara að reykja. Reynslan sýnir að þegar slíkt hegðunarferli er einu sinni komið af stað er erfitt að hætta við það. Það getur verið ágætt að æfa sig í að brjóta hegð- unarmynstrið. Til dæmis með því að hætta við að reykja þegar síg- arettan er kominn upp í munninn og aðeins er eftir að kveikja í. Eða reykja sígarettuna aðeins hálfa. Allar þessar brellur sem ég hef nefnt og margar fleiri eiga rætur sínar í atferlisfræðum og þvi er augljóst að hagnýtt gildi fræð- anna er þó nokkuð.“ Látlaus og viðræðugódur — Að lokum, Kristján, hvernig kom maðurinn Skinner þér fyrir sjónir? „Við töluðum aðeins saman í einn klukkutíma, og ég get varla gefið persónulýsingu á grundvelli svo stuttrar viðkynningar. En ég get þó sagt það, að hann er mjög viðkunnanlegur. Þegar ég gekk inn í bygginguna hafði ég ríkari tilhneigingu til að fá niðurgang en nokkrum dögum síðar, þegar ég þurfti að verja doktorsritgerð mína. En sú tilhneiging hvarf um leið og ég hitti manninn. Ég hafði gert mér í hugarlund að á móti mér tæki harðsvíraður einkaritari með fyrirlitningarsvip, sem vísaði mér á kuldalega biðstofu þar sem ég þyrfti að hírast drjúga stund. En það var engu slíku til að dreifa. Hurðin á skrifstofu hans var opin og þegar ég kíkti inn var Skinner að lesa inn á segulband, en hann semur allt með þeim hætti vegna sjóndepru. Hann var mjög rólegur og yfirvegaður og tók mér opnum örmum. En þó fann maður vel að tíminn var honum mikilvægur. Hann vildi greinilega ekki að ein einasta mínúta færi til spillis. Þegar ég fór að tala við hann virtist mér áberandi hvað hann var sár út í andstæðinga sína, sem margir hverjir hafa ekki lagt mik- ið á sig til að reyna að skilja hann. Skinner kennir sjálfum sér að nokkru leyti um, því hann valdi þann kostinn að svara aldrei gagnrýni, heldur halda áfram að skrifa eins og ekkert hefði í skor- ist. En ef þú ert að fiska eftir því hvort það hafi verið einhver meiriháttar upplifun að hitta Skinner augliti til auglitis, svona eitthvað í líkingu við „trúarlega reynslu", þá var það alls ekki svo. Þetta er ósköp venjulegur kall, látlaus, þægilegur og viðræðugóð- ur.“ Viðtal: Guðm. Páll Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.