Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 5
1
MtEDJUDAGUR 31. ágúst 1965
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj,: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands — í
lausasöhi kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Skólamir hefjast
A morgun, 1. september, hefja barnaskólarnir vetrar-
F^ári'g, og nýtt skólaár gengur í garð. Fram að þessu
ha. a aðeins 7—9 ára börn setið á skólabekk í september,
en síðustu tvö árin hafa Reykjavík og fleiri kaupstaðir
landsins tekið að kalla 10—12 ára börn einnig í skól-
ann í september-mánuði. Nú 1 haust munu öll börn á
barnaskólastigi, nema 12 ára, hefja námið 1. sept. í
Reykjavík og sumum nálægum kaupstöðum en ann-
ars staðar síðar í mánuðinum misjafnlega snemma.
Þessi lenging skólavistarinnar í kaupstöðum landsins
sætir misjöfnum dómum. Margir telja þetta nauðsynlegt,
en aðrir, einkum þeir, sem eiga börn sín í sveit, telja
það óþarft, og jafnvel meðal kennara munu vera um
þetta skiptar skoðanir.
Staðreynd er það, að árlegur skólatími barna í kaup-
stöðum hér á landi hefur verið styttri en í borgum ná-
grannalandanna, en talið hefur verið, að Island hefði
nokkra sérstöðu, sem gerði þetta eðlilegt. Hins vegar
er Ijóst, að sú sérstaða minnkar með ári hverju, og tæki-
færi kaupstaðarbarna til þess að nærast af frjálsri nátt-
úru og sveitalífi að sumrinu, fara minnkandi. Skóla-
starf snemma hausts gæti hins vegar bætt það upp .að
nokkru, ef snið þess er frjálsara en í vetrarnámi, og úti-
námi beitt svo sem veður leyfir. Einnig ber á það að
líta, að kröfur um námsefni þyngjast.
Allt þetta bendir til þess, að skólatími barna muni
fremur lengjast en stytl^ast hér á landi.
Þegar skólarnir hefja starf að hausti, minnir það á,
hve drátturinn á endurskoðun fræðslulaganna er orð-
inn óhæfilegur. Breytingar eins og lenging skólatíma
eru ekki liður í neinu heildarkerfi að athuguðu máli,
heldur nánast framtak skólayfirválda á einstökum stöð-
um Fræðslulög eiga að vísu að vera rúmgóð, en þau
eiea að bjóða heim eðlilegum breytingum nýungum
og endurbótum, en ekki vera hemill á þeim. Sífelld
endurskoðun fræðslulaga ýtir undir nýjungar- og frjó-
samt skólastarf. Við höfum hins vegar ekki snert á end-
urskoðun í tuttugu ár. Svo kynlega bregður við, að
ríkisstjórn sú, sem nú situr, beitir furðulegri tregðu
við að hefjast handa um endurskoðun fræðslulaga, og
tillögur Framsóknarmanna um það hafa ekki náð fram
að ganga á Alþingi.
Leifsstyttan
Hið fagra og tignarlega minnismerki um Leif heppna,
sem Bandaríkjamenn gáfu íslendingum á alþingishátíð-
inm. hefur staðið í þrjá áratugi í blásnu grjótholfi á
Skólavörðuhæð i Reykjavík, og ekki verið sinnt um að
búa því hæfilegt umhverfi. Er það til lítillar sæmdar
fvrir ríki og höfuðborg. Loks nú er verk þetta hafið,
og ber mjög að fagna því, ef þessu þrítuga ófremdar-
ástandi á loks að linna. Mun nú eiga að hlaða steinstétt-
ir barna og koma þar upp hæfilegum gróðri. Verði vel
að þessu unnið, mun Leifur sóma sér vel sem hlað-
vörður Hallgrímskirkju.
TÍMINN
s
\
Sven'Erik Tychsen:
Er kynþáttavandinn farinn
að skjóta upp kolli í Bretlandi?
LANGT er milli Stóra-Bret-
lands og Los Angeles. Hinar
mannskæðu kynþáttaóeirðir
þar að undanförnu hafa engu
að síður haft mjög mikil áhrif
á íbúa Bretlands, meiri en
vænta mátti, jafnvel þó að
höfð sé hliðsjón af skyldleika
og tilfinningatengslum Breta
og Norður-Ameríkumanna.
Kynþáttaóeirðir í Bandaríkj
unum hafa til þessa aðeins vak
ið ógeð brezkra yfirvalda, enda
hafa þær tíðast orðið í suður-
fyikjunum, þar sem dagleg
sambúð kynþáttanna er þrung
in spennu, og varla kemur því
á óvart, þó að upp úr sjóði við
og við. Engum hefur til hugar
komið að líkja saman óeirðun
um í Mississippi og Alabama
og sambúð hörundsdökkra og
hvítra manna á Bretlandseyj-
um.
En annan veg horfir við með
Los Angeles. Hún hefur til
þessa verið álitin méðal kyrr-
látustu og beztu borga í Banda
ríkjunum, að því er sarnbúð
hvítra manna og þeldökkra
snertir. Þar hafa negrar lengi
notið þeirra sjálfsögðu rétt-
inda, sem kynbræður þeirra
og systur í suðurfylikjunum
voru fyrst að öðlast nú fyrir
skömmu. Laun þeirra eru
hærri en gerist í suðurfylkjun-
um, og varla verður vart að-
skilnaðar kynþáttanna á opin-
berum stöðum. Til skamms
tima var ástandið þarna mjög
svipað því, sem nú gerist í
Stóra-Bretlandi.
HVERGI í Evrópu eru þel-
dökkir menn jafn fjölmennir
og í Bretlandi, eða nálega millj
ón manna. Opinber aðgreining
kynþáttanna er þar óleyfileg
og þeldökkir menn eiga rétt
á eðlilegri tilveru. Bretar hafa
veitt því athygli sjálfir, hve
þar er svipað ástatt og í Los
Angeles að þessu leyti. Fregn-
irnar að vestan valda þeim pví
eðlilega áhyggjum. Flestir hafa
þó sennilega hugsað sem svo:
„Þetta getur aldrei gerzt hér“.
— „Ef til vill ekki“, stóð fyr-
ir skömmu í brezka blaðinu
Daily Mail. „Þó er engin á-
stæða til að halla sér áhyggju-
laust aftur á bak í hæginda-
stólnum og láta sem sér komi
þetta alls ekki við.“
f þessum mánuði hafa gerzt
í Bretlandi atburðár, sem valda
ugg. Rétt fyjjr nfðjan mánuð-
inn stofnufn filltrúar negra
frá Veatun-Indíum til þjóð-
legra samtaka til „varnar gegn
Ku Klux Klan„ þar sem ábyrg
yfirvöld eru æði sein og treg
til að gegna skyldum sínum
gagnvart þeldökkum þegnum“.
Orðalagið virðist benda til ann
ars fremur en friðsemi. Leið-
togi negranna frá Vestur-Indí-
um hefur látið svo um mælt,
að þeir þurfi „ekki á neinum
Martin Luther King að halda“.
Þessi þjóðlega hreyfing ætl
ar að koma á stofn varðsveit-
FYRRI GREIN
um, sem svipar verulega til
hers, og eiga þær að taka upp
baráttuna gegn hinni brezku
deild Ku Klux Klan, ef hún
gerir alvöru. úr þeirri hótun
sinni að hefja hryðjuverk víðs
vegar um Bretland í september
í haust.
KU FLUX KLAN hefur sent
hótunarbréf til margra þel-
dökkra manna núna að undan-
förnu, en erfitt er að gera sér
grein fyrir, hve öflug þessi
leynihreyfing er. Hitt er eng-
um vafa undirorpið, að hún
starfar í Bretlandi og hinn
bandaríski leiðtogi samtakanna
Robert Shelton, hefur heitið
evrópskum félögum sínum að
heimsækja þá fyrir lok þessa
árs.
Yfirvöldin hafa til þessa
ekki viljað taka Ku Klux Klan
alvarlega. Þau líta svo á, að
öryggi hinna þeldökku stafi
ekki veruleg hætta af þessum
samtökum. Þeir þeldökku eru
sjálfir á annarri skoðun.
Nú um miðjan mánuðinn hef
ur tveim mönnum verið hótað
lífláti. Annar þeirra er stjórn
málamaður í Verkamanna-
flokknum, Reginald Freeson
að nafni, en hinn er indversk-
ur maður, sem heitir Sara-
wath Singh. í hótunarbréfinu
til beggja segir, að þeir hafi
„verið dæmdir til dauða“.
Freeson er gefið að sök að
vera „negraunnandi“, en Singh
að vera heitbundinn hvítri
stúlku.
L.ögreglan leggur ekki trún
að á þessar hótanir. Hún telur
ekki mifclar líkur fyrir því, að
„dauðadómunum“ verði full-
nægt“. En blakkir íbúar eru
órólegir og æstir yfir því, hve
yfirvöldin virðast láta sér fátt
um finnast.
GERZT hafa í Bretlandi
margir atburðir, sem bera
keim af bandarísku kynþátta-
óeirðunum, þó í minna mæli
sé. 17. þessa mánaðar slógu
til dæmis 150 hvítir menn og
konur hring um íbúð þeldökkr
ar fjölskyldu í nágrenni Lund-
úna, og hrópuðu, að þau ætl-
uðu að „gera út af þessa dökku
bastarða“. Þeldökka fjölskyld-
an hafði orðið ósátt við ná-
granna sinn einn, én honum
veittist auðvelt að afla sér
liðsmanna. Umsátursmennirnir
150 voru vopnaðir bareflum
ög flöskum sem stútarnir
höfðu verið brotnir af. Lögregl
an gekk í milli áður en þeir
gátu framkvæmt hótun *ína,
og sex menn voru handteknir.
í Wolverhampton stakk hvít
kona tvær aðrar í hefndarskyni
fyrir að þær höfðu æpt ókvæð-
isorð að henni og hrækt á eft-
ir henni, þegar hún var á gangi
með tveim negrum. Rétt fyrir1
miðjan mánuðinn var kveikt
í tveimur samkunduhúsum í
Lundúnum og þeldökkt fólk
varð skelfingu lostið, þegar
það sá logandi Ku Klux Klan
krossa á hurðunum. Rúðurnar
Framhald á bls. 15.
Fjöldi svertingja flyzt til Bretlands, aðallega frá samveldislöndunum. Hér stíga tveir dökkir innflytj-
endur úr flugvél á brezka grund.