Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 11
TIMINN WtHWUDAGUR 31. ágúst 1965 11 Við urðum að peningavíxlurum líka. Á hverjum degi komu inn menn, til þess að fá íslenzka peninga til að geta gert sér eitthvað til gamans. Margir þeirra voru hreinustu börn, kátir, glaðlyndir, hrekkjóttir með bæði yfirvarar- og alskegg. Ég kalla þetta Balboskegg, en þau voru mjög í tízku meðal flugmannanna. Og þótt þeir væru með skegg, í stuttum skinnfóðruðum jökkum, og með flugbátana skásetta á höfðinu voru þeir mjög barnslegir og óreyndir að sjá. Það var „kjúklingasvipur“ á þeim. Ég held mér hafi fallið bezt við þá vegna afstöðu þeirra til yfirmannanna. Sérstakur skiln ingur og félagsskapur virtist ríkja milli hinna ungu liðsfor- ingja og flugáhafnanna. — Og, sagði einn liðsforinginn við mig, — hvers vegna skyldi það ekki vera svo? Menn- irnir hlýða fúslega skipunum okkar, þegar um velferð þeirra og öryggi er að ræða, því þá verða þeir að treysta á okkur. Við á hinn bóginn treystum á þá, og af því leiðir, að gang- kvæm virðing ríkir milli okkar. Ég minntist þessara orða oft, því ég var farin að þreytast á kvörtun sem þessari: — Menn hafa ekkert, ef þeir eru óbreyttir liðsmenn, en séu þeir liðsforingjar hafa þeir allt. Hvort þetta var rétt eða ekki, kom okkur ekki við. En hvað sem því leið, þá var hér um mál að ræða, sem krafðist mikilla umræðna, þegar hermennirnir voru annars vegar. Það var mál, sem við vildum reyna að forðast, en samt varð einhver að hlusta á manninn, ef honum fannst hann verða að tala um þetta til þess að geta hætt að hugsa um það og það losaði um innibyrgðan æsing hans. Það var eins og að vera milli steins og sleggju, ef maður sá, hvað hann var að fara (sem oft kom fyrir) og hafði meðaumkun með honum. Okkur tókst að breyta umræðuefninu og tala um eitthvað annað, en þegar hexoiennirnir, -sem .við. þekkt- um og okkur féll vel við, sögðu, — Ég veit svo sem, að þú vilt ekki koma út með mér, af því ég er aðeins óbreyttur hermaður, urðum við óþolinmóðar, óánægðar og fylltumst vonleysi. Óþolinmóðar vegna þess, hve þetta var bamalega sagt Óánægðar vegna þess að hann skyldi halda að við færum í manngreinarálit, og vonlausar af því að við höfðum aðeins takmarkaðan tímaog þeir voru svo margir, og það var ekki hægt að fara út með einum og ekki öðrum. Við vorum særðar og leiðar, því okkur fannst þeir hefðu átt að vita, þegar hér var komið, að okkur líkaði vel við þá vegna þess hverjir þeir voru, en ekki vegna stöðu þeirra innan hersins. Sumir allra beztu mennirnir, sem við kynnt- umst, voru lægst settir í hernum. Lítill tími var til þess að fara út að skemmta sér. Við fórum sjaldnast af heimilinu fyrr en klukkan hálf ellefu, og við urðum að vera komnar í skálann okkar stundar- fjórðung yfir tólf. Þegar lokað var, var okkur farið að svíða í fæturna af þreytu og í eyrunum endurómaði hávaðinn og samtöl dagsins, og við voru glaðar yfir því, að dagui skyldi að kvöldi kominn. Eftir nokkurn tíma gerðum við okkur Ijóst, að það var þreytandi að fara í veizlu eftir vinnuna á kvöldin. Þar var sami hávaðinn og óróinn. Sú til- breyting var ekki upplífgandi, allar veizlur voru eins, sami tilbreytingarlausi flóttinn frá raunveruleikanum. Við sáum fljótlega, að skemmtilegra var að veita á heimili okkar. Þar var andrúmsloftið þægilegt og heimilislegt, og ekki var hægt að halda áfram að kvarta þar til lengdar. Þegar maður hafði kvartað og kveinað í nokkurn tíma, fór hann að tala um það, sem hann hafði gert, áður en hann kom í herinn. Margir höfðu frá ýmsu skemmtilegu að segja — frá störfum sínum, reynslu, og áætlunum fyrir framtíðina. Nú, meira en áður, var farið að bera á mönnum úr öllum stéttum þjóðfélagsins, og frá gervöllum Bandaríkjunum. Það var fróðlegt og skemmtil^gt að hlusta á þá, og við gerð- um það vegna þess að okkur langaði til þess, en ekki vegna þess að það var atvinna okkar. Við óskuðum þess einungis, að við hefðum meiri tíma og gætum hlustað okkur til skemmtunar, en þá fengum við sektartilfinningu, og fannst við veita einum meiri athygli en öðrum. — — það var ekki beinlínis hægt beint fyrir framan alla hina, sem líka höfðu eitthvað að segja. Við fórum nú ekki lengur til sjúkrahússins á matmálstímum okkar heldur borðuðum við með mönnunum á litlu veitingahúsunum, söm þeir höfðu aðgang að. Við gátúm ekki farið út að skemmta okkur með þeim, en við gátum borðað með þeim. Þessar máltíðir urðu alltaf skemmtilegar, því þá gátum við beint athygli okkar óskiptri að tveim eða þremur mönnum í staðinn fyrir heil- um tug. Við nutum líka þessarar tilbreytingar frá hermanna- fæðunni, sem alltaf var sú sama. Hvaða máli skipti,' þótt kjötið, sem falið var undir þykkri sósu, kynni að vera hrossa- kjöt? Það var vel soðið og óvenju gott-á bragðið — og var sannarlega bragðbetra en kjötbúðingurinn! Og var líka ekki allt í lagi, þótt öll veitingahúsin hefðu sama matseðilinn, Resl best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar Eigum dún og fiðurheld ver æðardims og gæsadúnssængUT og kodda af vmsum stærðum - PÓSTSENDUM - Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simj 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) Þó að Ray hefði verið viðbúin því, að hann segði þetta, fannst henni orðin vera eins og reiðar- slag. Hún hallaði sér að arinhill unni. Fætumir skutfu og hún kiknaði í hnjáliðunum. — Já, einmitt? sagði hún loks ins. Druce fiktaði við vindlinginn, en kveikti ekki enn.— Ég held, að það verði bezt fyrir okkur bæði, sagði hann lágt. — Lífið hefur ekki beinlínis verið skemmtilegt upp á síðkastið, eða hvað finnst þér? — Annars mundir þú varla hafa hagað þér eins og þú hefur gert, ög ekki sagt Þessa flónsku um Monty Jermanid' í gær . . . Ray horfði á hann með athygli, en hann leit ekki til hennar. Hann starði út um gluggann. Henni fannst hún finna hjartslátt Sinn upp í háls. Hélt hann, að þetta hefði verið eintómt gort af hennar hálfu? Eða sagði hann það sðeins til þess að særa ekki metn- að hennar? Hann hafði auðvitað lesið blöðin, og það var ekki nema líkt Druce, að vilja hjálpa henni út úr ógöngunum. Hann var þann ig gerður . . . — Ég hef líka fundið, að við getum ekki haldið þessu áfram, svona, hélt hann áfram. — Það er þess vegna, sem ég hef stigið þetta skref. Ég hef ihugað málið frá öllum sjónarmiðum, en ég get ekki séð neina aðra lausn á því- Nú varð þögn aftur. Ray studdi annarri hendi undir kinn og starði inn í arininn án þess að sjá nokk urn hlut. Hún gat ekkert sagt v— ekki hreyft sig. Meðan hún stóð þarna og hlust- aði á dauðdóminn yfir hjóna- bandi þeirra, rann allur sannleik urinn upp fyrir henni. Hún elsk- aði Druce. Hún elskaði hann heit ar en hún hafði nokkurn tíma elskað Monty. Druce var svo óend anlega miklu meira virði en Mon ty. En nú, þegar ekki aðeins skyn semin, heldur einnig hjartað og iilfinnin garnar sögðu henni þetta, var það orðið um seinan. Nú var ölilu lokið milli þeirra. Það var \ biturt. Henni lá við að hlæja — flissa eins og kjáni. En hún stillti sig. Hún andaði djúpt og kreppti hnefana. — Ég hef sett eitthvað af hluta- bréfum og öðrum verðbréfum í bankann, á þitt nafn, hélt hann áfram þurrlega. — Þú hefur í kringum tvö þúsund dollara tekj j ur af þeim á mánuði. Ef þú þarft ■ meira, skaltu láta mig vita. Ray vætti varirnar. Þær voru | þurrar og sprungnar, eins og hún ' hefði hitasótt. — Ég vil ekki taka við peningum af þér, Druce. — Vitanlega verður þú að hafa peninga, sagði hann óþolinmóður. Hvernig ættir þú að tomast af án þess? Ray yppti öxlum. Hún gat engu svarað. Hann hafði rétt fyrir sér. Hverju átti hún að lifa at, eí; hann sæi henni ekki farboða? Hún fylltist allt í einu reiði, ekkt aðeins við sjálfa sig ne!dur við alla stétt dekurdrósanna. sem lifðu sem snikjudýr á öð u.ni Húr hafði aldrei fengið að >æra neitt nytsamlegt starf á ævi sinni. lipp eldi hennar gekk aðeins út á utt: að fá ríkt gjaforð. Og svo var eldra fólkið að tala u:n að unga kynslóðin væri svo frjms og óháð: Henni lá við að skellihiæja Kven- fólk af hennar tagi vissi ekki hvað sjálfstæði var. Það ''a* háð öðrum frá fyrsta ævidegi sínum til hins síðasta. Fvrst föður sínum. siðan manninum sínum. Án þeirra fengu þessai konur hvorki íæði né húsnæði' Maðunnn borgaði allt það, sem var þeim svo mikils virði, dýru kjólana frá París, ilrr. vötnin. ótetjandi stundii í snyrti- stofunni. Þæj höfðu ært, að alit þetta voru nísnauðsynja.. En þær fengu ekki aö læra, hvsrnig maður á að vinna fyrir sér meö heiðar legu móti. Þeirra „Sesam - Ses- am — opmst þú!“ var að ná í rik- an mann. Mann. sem ekkt þurfti að elska sr gat borgað . Þetta var ekki faileg mynd, en Raj við- urkenndi hreinskilnislega að svona var þetta — og svona var hún. Hún skyldi of-ur vel, að Druce hlaut að vera orðinn þreyttur á henni. Einu sinni hafði hún verið upp með sói af sjálfri sér. Henni fannst hún hafa gert Druce heiður með því að giftast honjm. En nú myndi hún með mikilli ánægju bursta skóna hrns, ef hún fengi að vera hjá honum áfram. En hann vildi ekki hafa hana lengur. Hann hafði ságt, að þeim væri báðum fyrir beztu að skilja. Einu sinni hafði hún þráð að vera frjáls. En rú hafði þessn verið snúið við. — Ray. Raddhreimur Druce var þannig, jZ hún leit upp Rödd hans var önnur en áður — Ég er hræddur um að ég hafi breytt mjög rangiega gagnvart þér forð- um. Ég . vona, að þú ?.etir rvrir- gefið mér það. Hún fann að hann átti erfitt með að stynja orðunum upp. En hve erfitt honum var það, vissi hún ekki. Og' hún renndi heldur ekki grun í það, sem hann langaði til að segja henni. Hve mjög hann þráði enn þá að biðja um ást hennar. Að spyrja hana, hvort þau gætu ekki gleymt öllu því liðna og byrjað á nýjan leik. Hvaða máli skipti hann þó Monty væri giftur? Hann gat ekki trúað, að Ray elskaði hann í raun og veru. Hann hafði sjálfur reynt að ná ástum hennar, en mistekizt herfiiega. Þess vegna sagði hann ekkert. Það var metnaður í hon- um líka. — Það er ástæðulaust að tala um það núna, sagði hún og tor hjá sér. Og um leið hugsaði hún með sér: „Vertu ekki svona auð- mjúkur, elskan mín — það kvelur mig meir'én nokkuð annað . Tárin þrengdu sér fram í augu hennar. Hún flýtti sér að loka augunum, svo að hann skyldi ekki taka eftir að hún var að gráta. Hún mátti ekki bugast, einmitt núna. Hann mátti ekki gruna, hve vansæl hún var núna. Þá mundi hann kannske vorkenna henni og biðja hana að vera kyrra, af eintómri vorkunnsemi. Og af mörgu illu væri það þó verst. — Þú getur haldið hús- inu, ef þú vilt, Ray. Ég get flutt í klúbbinn, sagði hann loksias. Hún hristi höfuðið. Hvers vegna skyldi hann eiga að flytja að hehn an hennar vegna? Hafði hún ekki bakað honum nægilega miklar þjáningar og ónæði þegar? — Nei Druce, ég flyt, sagði hún. — Eg vil það i rauninni helzt. Ég get bú- ið hjá mömmu. En . . en hver stjórnar þá heimilinu fyrir þig? — Ég hef verið að íhuga það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.