Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 1
195. tbl. — Þriðjudagur 31. ágúst 1965 — 49. árg. Gerizt áskrifendur að Tímanum Hringið í síma 12323- . áœgkýsing í Tímanum ke*n«r daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. SELJA ÞEIR KARTÖFLUR ÚR BÍLUM? MB-Reykjavík, mánudag. Kartöflustríðið svonefnda er enn í algleymingi. Kaupmenn hafa nú fengið fisksalafélagið til að aug lýsa sölubann, en einhverjir með limir félagsins munu samt blóta á laun, a. m. k. Fiskhöllin. Græn metisverzlun Iandbúnaðarins hef ur nú opnað grænmetismarkað í Síðumúla og hefur til athugunar frekari ráðstafanir, m. a. að láta bíla aka um bæinn og selja úr þeim. uninni. Nú í morgun hefði verið opnaður markaður í húsakynnum stofnunarinnar i Síðumúla 24. Jó hann kvaðst reikna með, að ef kartöflustríð kaupmanna harðn aði enn yrði gripið til nýrra ráð stafana, e. t. v. að láta bíla stofnunarinnar aka um borgar- hverfin og selja úr þeim. Jóhann kvað menn hafa vonað Framhald á 14. siðu Guðmundur f. Guðmundsson Emil Jónsson Þorsteinsson hann kveður ráðherrastól hann skiptir um ráðherrastól — hann fær nýjan ráðherrastól Stokkað upp í stjórninni Kaupmenn neita enn að selja kartöflur. Fá þeir þó á áttundu krónu fyrir það að rétta fimm kílóa poka yfir búðarborðið, þeir sem þess þurfa. Kartöflurnar eru bornar inn í búðirnar til þeirra og í sumum tilfellum stafla starfs- menn Grænmetisverzlunarinnar þeim í grindur þær sem þær eru geymdar í í kjörbúðunum og þar taka húsmæður þá. Kaupmenn í slikum verzlunum þurfa ekkert annað að gera en taka við pening unum! Undanfarið hafa fisksalar selt kartöflur í verzlunum sinum og þar sem húsmæður fara ekki fleiri ferðir í aðrar búðir nægði þessi þjónusta fisksalanna til þess að sölubann kaupmanna varð heldur máttlítið. Nú hefur fisksalafélag ið gengið í lið með kaupmönnum í kartöflustríði þeirra og hafa aug lýst að félagsmenn hætti að selja kartöflur. Einhverjir munu þó skerast úr leik og sagði Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetis verzlunar landbúnaðarins í viðtali við blaðið í dag, að Fiskhöllin myndi eftir sem áður selja kart öflur í verzlunum sínum. Jóhann kvað mál þessi nú í gaumgæfilegri athugun hjá stofn IGÞ—Ueykjavík, mánudag. Á ríkisráðsfundi á morgun þriðjudag, mun verða gengið frá breytingum á ráðuneyti dr. Bjarna Beincdiktssonar. Guð- mundut í. Guðmundsson lætur af embætti utanríkisráðherra. Við embætti hans tekur Em il Jónsson, formaður Alþýðu- flokksins, núverandi sjávarút- vegs- og félagsmálaráðherra. Sæti í ríkisstjórn tekur Egg- ert G. Þorsteinsson, 12. þin-g- maður Reykvíkinga. en hann verður sjávarútvegs- og félags málaráðherra. Þessar breyt- ingar fylgja ; kjölfar sam- þykkta, sem gerðar voru i þingflokki Alþýðuflokksins á laugardag og miðstjórn Al- þýðuflokksins á sunnudag. Áður en til fyrrgreindra funda kom í þingflokknum og miðstjórninni, hafði Guðmund ur I. Guðmundsson skýrt fi'á því innan Alþýðuflokksins, að hann óskaði eftir að draga sig í hlé frá stjórnarstörfum og stjórnmálastarfsemi. Auk ráðherraembættisins sagði hann af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum og for- mennsku í blaðstjórn Alþýðu blaðsins. Váraformaður flokks ins var kjörinn dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. en hann var áður ritari. Rit- ari Alþýðuflokksins var kjör- inn Benedikt Gröndal. alþing- i ismaður og ritstjóri. Formaður fi blaðstjórnar Alþýðublaðsins hefur enn ekki verið kjörinn í stað Guðmundar, en eins og S blaðaútgáfu er víðast komið L hér á landi, mun þar væntan- lega verða valinn til sá maður | sem tekinn verður gildur á ! Framhalo á 14. síðu MANNSLlKAMINNSTÓÐSTPRÓF- RAUN LENGSTU GEIMFERÐAR Þessl mynd er af þilfari fiugvélamóðurskipsins, sem flutti geimfarana tll lands eftl velheppnaða lendingu. MeSan sfóS á geimferSinni töldu geimfararnir sig sjá merkin á þilfarinu og segjast hafa tekiö mynd af þeim- NTB-Kennedyhöfða, mánudag. Geimfararnir Cooper og Conrad komu í dag til Kennedyhöfða. cft ir að hafa verið lengur í geimnum en nokkrir menn aðrir. Þeir flugu til Kennedyhöfða frá flug- vélarinóðurskipinu Lake Chanipl ain. Geimferðin stóð i sjö sólar hringa, 22 klukkustundir og 56 mínútur. Þeir sváfu vel í nótt, og eru við beztu heilsu. í dag hefst læknisrannsókn á þeim, sem stendur í 11 daga. Jafnframt gefa þeir sérfræðingum upplýsingar um förina. „Ég er feginn að hafa fasta jörð undir fótum aftur“ sagði Cooper þegar hann kom til Kennedyhöfða „Það er gott að vera kominn aftur ti) vinnu. Við skrifum nú skýrslu um förina, bæði það. sem gekk vel, og hitt, sem gekk míður. Það er von okk ar. að skýrsla okkar verði til þess að auðvelda geimförunum siíkar ferðir í framtíðinni,' sagði hann Geimföi þessi var fyrst og fremst farin til þess. að rann- saka áhrif svo langra ferða á mannslíkamann Segja læknar að nú sé augijóst. að mannslíkaminn þoli slíkar ferðir. En þótt maður inn sé hæfur til tunglferða sýndi Gemini V, að tæknin er ekki enn á því stigi, að hægt sé að senda mannað geimfar til tunglsins. Hin ir mörgu tæknilegu gallar, sem í ljós komu, eru of alvarlegir til þess að hætt verði á slíka för að sinni. Um áramót gera Bandaríkja- menn aðra tilraun, og er þá reikn að með. að geimfarar verði svo vikum skipti á lofti. Geimfararnir Gordon Cooper og Charles Conrad lentu geimfarinu Framhald á bls. 14 Ræðast viö næstu daga EJ—Reykjavík, mánudag. Framleiðsluráð landbúnaðarins og fulltrúar bænda í sexmanna- nefndinni voru á fundum fyrir helgina og ræddu ákvörðun mið- stjórnar ASÍ um að hætta þátt- töku í starfi nefndarinnar. Blaðið hafði i dag samband við Svein Trvggvason framkvæmdastjóra og sagði hann, að málið yrði rætt nánar næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.