Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1965 14 TÍMINN MINNING Framhald af bls. 9 þau treyst undirstöður að auknu gengi þeirrar sveitar og byggðar sem afrakstursins nýtar, bæði í nútíð og framtíð. Ábrifa frá vak- andi áhuga og fómfúsu starfi gæt ir meðal samtíðarmannanna en þau ná einnig til þeirra sem á eftir koma. Vinír og samferða menn þakka Vilhjálmi á Narfeyri mikil störf og þjóðnýt og votta konu hans og bömum einlæga samúð. Jón ívarsson. Inn milli fjallanna, hér á ég heima, hér liggja smaladrengsins léttu spor. Hraun þessi leikföng í hellunum geyma, hrílsan mín blaktir enn í fjallaskor. Við þýðan þrastaklið og þungan vatnanið æska mín leið þar sem indæ'lt vor: f dag Verður vinur minn og leikbróðir, Vilhjálmur Ögmunds son, bóndi á Narfeyri við Áifta- fjörð, borinn til grafar. Vilhjálmur var fæddur í Fremri Vífilsdal í Dalasýslu 4. janúar 1897, sonur heiðurshjónanna Mál- fríðar Hansdóttur og Ögmundar Hjartarsonar, er þar bjuggu al- an sinn búskap. Ég undirritaður er fæddur og uppalinn í Neðri-Vífilsdal, það er mjög stutt milli bæja og var mikil og góð samvinna á milli heimilanna alla tíð. Þá var fært frá, og voru lömb- in ávallt geymd saman i þrjá daga áður en þau voru rekin á fjall. Einnig var setið saman yfir ánum frá báðum bæjunum. Það voru því æði mörg tækifæri fyrir okkur Vilhjálm að vera saman við starf og leik. Vilhjálmur stundaði nám í Verzlunarskóla fslands í Reykja- vík í 2 vetur og lauk þar námi með ágætiseinkunn vorið 1914. Hann lærði sund hjá Páli Erlings syni, og vorið 1915 var hann einn af helztu stofnendum Sundfélags Hörðdælinga, og var þá endurreist Snorralaug á Laugardal (kennd við Lauga-Snorra, vin Sturlunga). Vil'hjálmur var fyrsti sundkennari félagsins og rækti það starf sem önnur af alúð og mestu prýði án nokkurs endurgjalds, og var cinn allra bezti starfsmaður félagsins, meðan hann dvaldi í Vífilsdal eða til ársins 1930, er hann keypti Narfeyri, og þar bjuggu þau hjón- in æ síðan. Vilhjálmur var einstakur hug- beitingarmaður við hvað eina, er hann tók sér fyrir hendur, þetta þekki ég vel vegna þess, að við unnum æði mikið saman. Alltaf hafði hann forystuna, og alltaf var hann fljótur að finna lausn- ina. Eitt sinn bjargaði hann heimil.i mínu frá eyðileggingu af völdum eldsvoða, er kviknað hafði í út frá reykháf í sunnan-stormi, og að örstuttri stund liðinni var eld ur kominn í tróð milli veggja. Ég var ekki heima, er þetta vildi til, og var því sent til þeirra feðg- anna í Fremri-Vífilsdal, Ögmund ar og Viljálms, er brugðu skjótt við að vanda. Vilhjálmur var vel frár á fæti og varð fyrstur nllra á vettvang. Hann var þá sem endranær fljótur að taka ákvörð- un, þreif járnkarl við bæjardvrn- ar og braut með honum allt það niður, er brjóta þurfti til að kom ast að eldinum, skera hann niður og kæfa síðan með vatni. Þarna tel ég, að Vilhjálmur hafi unnið sérlega mikið afrek við slæmar aðstæður, og þetta líður okkur hjónunum aldrei úr minni, og við þökkum honum, lífs og liðnum, þessa hjálp. Vilhjálmur, kæri, góði vinur. Eg þakka þér alla þína tryggð og vináttu á liðnum árum. Eg votta Láru, konu þinni og börnum ykk- ar dýpstu samúð okkar hjónanna og segi svo að lokum eins og skáldið: Svíf þú á vængjum morgun- roðans, meira að starfa Guðs um geim. Ólafur Br. Gunnlaugssor, frá Neðri-Vífilsdal. FLUGDAGUR Pramhald at 16. síðu lykkju, vængveltu o. fl. Ómar Tómasson flugmaður sýndi flug á Piper Cub vél frá Þyt og sýndi listflug á henni. TF-ÉÍR, Bell pyrla' Landhelg isgæzlunnar og SVFÍ, sýndi flug út á hlið, aftur ábak og áfram og var um tíma kyrr í loftinu. TF-SIF flugvél Land- helgisgæzlunnar tók þátt í ímyndaðri leit að tveim mönn um í björgunarbáti á Atlants hafi og síðan kom þyrla á vett vang og tók mennina um borð. Þyrlur og þotur af Kefla vikurflugvelli sýndu listir sín ar yfir flugvellinum, og vakti mesta athygli sýning Svörtu riddaranna, sem eru þotur, er þær komu þrjár yfir völlinn og flugu fram-hjá hverri annarri með litlu millibili. Þá komu nokkur óvænt at- riði inn í dagskrána, en það voru sýningaflug DC-6 flugvélar frá Flugfélaginu er var að koma frá Kaupmannahöfn með 80 farþega innanborðs, flug tak Fokker Friendship vélar í innar, flug þriggja véla frá | Flugþjónustunni og síðast en | ekki sízt kom Rolls Royce Loft ' ieiðaflugvél með 157 farþega Faðir okkar Barniívarsson bókblndari, andaðist að Landakotsspítalanum aðfaranótt mánudagsins 30. þ. m. Börnln Hjartans þakkir fyrir þá hluttekningu, sem okkur hefir verið sýnd vlð andlát og jarðarför eiginkonu mlnnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, Sigrúnar Bjarnadóttur Melstað Sérstaklega viljum vlð þakka Lögreglukórnum og allan þann vel- vildarhug, sem vlð höfum orðið aðnjótandi. Matthías Svelnbjörnsson, Bjarni Matthfasson^ Fjóla Pálsdóttir Margrét Matthíassdóttir, Hjálmtýr Hjálmtýsson, Sveinbjörn Matthjasson, Jónfna Guðmundsdóttir, Þórunn Matthíasdóttir, Vilhjálmur Tómasson, Matthlldur Ósk Matthíasdóttir og barnabörn. innanborðs í tvö aðflug yfir völlinn, en Loftleiðavéiarnar eru orðnir sjaldséðir gestir hér í Reykjavík síðan Keflavíkur flugvöllur varð aðalflugvöllur þeirra. Kynnir á Flugdeginum var Ásbjörn Magnússon, og mun hann hafa talað nærri látlaust í tvo og hálfan tíma, og kynnt hvert atriði fyrir áhorfendum. Knattspyrnuleikur fór fram milli liða frá Loftleiðum og Fluigfélagsins, og lauk leikn- um með sigri Flugfélagsins, 3:0. Flugmélafélag íslands hafði allan veg og vanda af Flugdeg inum, og er þetta annað stór verkefnið hjá félaginu í sum ar, hitt var þátttaka tveggja keppnisliða í heimsmeistara- mótinu í svifflugi sem fram fór í Bretlandi. í haust mun svo félagið halda Flugmáiahá tíð sem vel verður vandað til eins og venjulega. STEINKAST Framhald at 16 síðu Samkvæmt upplýsingum - lög- reglunnar á Selfossi, hafa frá áramótum verið teknar skýrslur af 45 ökumönnum sem orðið hafa fyrir því að framrúður í bifreiðum þeirra hafa brotnað vegna stein kasts frá öðrum bifreiðum á veg um fyrir austan fjall. Þá tjáðu þeir okkur einnig að nærri eins margir hefðu snúið við og talið það vonlaust að gera neitt í málinu vegna þess að nægiieg vitni voru ekki að atburðinum. Er það t. d. ekki nóg að eiginkona öku- manns beri vitni, því hún er ekki talin nægjanlegt vitni í svona málum. Þá er það þriðji hópurinn sem gera má ráð fyrir að ekki geri mikið þótt þeir hafi fengið stein í framrúðuna og kvarngzt hafi úr henni, eða kom, ið smásprunga, en þeir verða í flestum tilfellum að skipta um rúðu þegar kemur að bifreiðaskoð un, til þess að fá fullnaðarskoðun. Fréttamaður Tímans sem átti leið upp í Hvalfjörð um helgina mætti t. d. fjórum bílum sem höfðu fengið steina í framrúðurn ar og þær eyðilagzt við það. Ekki höfðu þó allir fengið steina undan hjólum annarra bifreiða í rúðurnar, því einn hafði lent í grjóthríð, er skóf af veginum vegna hvassviðris undir Esjunni. BEZTA HROTAN Framhaid aí 16 siðu en hún er orðin talsvert þroskuð. Þá hættir hún algerlega að éta og leggst í hálfgerðan dvala. Það var á slíkum torfum sem haustveiðin á „Rauða torginu" í fyrra byggð ist. Jakob kvað hluta af þeim stofni, sem von var á á miðin hér við land vera enn út af Norður-Noregi. En meiri hluti stofnsins myndi samt vera á miðunum fyrir norð austan og austan land og við Jan Mayen. Ekki væri gott að segja ákveðið til um hvort síldin sem nú er við Noreg kæmi hingað en hún myndi tæpast verða nema mánuð á leiðinni, ef hún tæki sig til. Skoðanir fiskifræðinga um það, hvort hún kæmi hingað væri nokkuð skiptar, t. d. héldi Devold því fram að hún myndi ekki koma, en Jakob kvað bezt að slá engu föstu um það. SELJA ÞEIR Framhald af bls 1 að hið nýja verð, sem ákveðið var nú um helgina, myndi leysa deiluna, því með því fengju kaup menn sjö krónur og þrjátíu aura fyrir að selja einn fimm kílóa poka, en reyndin hefði hins vegar orðið sú að þeir hefðu enn hert að og fengið fisksalana til liðs við sig í þessu stríði sem fyrst og fremst bitnar á h’inum almenna neytanda. GEMINI 5 Framhald af bls. 1 Gemini V Mukkan 12.55 á sunnu dag á hafin-u milli Kennedy-höfða og Bermudaeyja. Geimfarið fór einum hring skemur en til stóð, fór 120 hringi umhverfis jörðu í stað 121. Var lendingunni flýtt vegna yfirvofandi storms á haf inu út af San Salvador þar sem áður var ákveðið að lenda. Alls fór geimfarið rúmlega þrjár milljónir mílna, og vantaði eina klukkustund upp á, að það væri átta sólarhringa á lofti. Þegar geimfarið var yfir Kyrra |hafi í síðustu hringferðinni kveifctu geimfararnir á sérstökum eldflaugahemlum, sem drógu úr hraðanum. Nálgaðist nú geimfarið jörðu, og er það var í 32 þúsund knómetra hæð opnuðust þrjár fallihlífar, sem drógu enn úr hraðanum. Lendingin tókst mjög vel, og einni mínútu eftir að Gemini V skall í sjóinn, náðist samband við geimfarana, sem sögðu að þeim liði vel og allt væri í bezta lagi. Geimfarið lenti um 35 kíló metra frá tundurspillinum Du Pont og 128 kílómetra frá flug- vólarmóðurskipinu Lake Champl ain. Þyrlur fluttu strax frosk- mann að geimfarinu og festu þeir gúmmíbelti um geimfarið svo það flaut á sjónum. Geimfararnir stóðu á geimfarinu þegar að var komið og veifuðu til froskmann anna. Voru geimfararnir teknir um borð í þyrlur og fluttir til Lake Champlain. Voru þeir komn ir um borð hálfri annarri klukku stundu eftir lendingu. Ganga þeir nú undir nákvæma læknisskoðun næstu 11 dagana. Virðast þeir vera við beztu heilsu, og voru hinir kátustu, er þeir komu um borð. Johnson Bandaríkjaforseti hafði þegar í stað símaviðtal við geim farana og óskaði þeim til ham ingju með hina gifturíku för. For setinn tjáði blaðamönnum í gær, að hann hyggðist senda nokkra geimfara og fjölskyldur þeirra í ferðalag út um heim til þess að sem flestar þjóðir gætu hagnazt af þeim upplýsingum, sem fengizt hefðu í geimferðunum. Johnson hvatti til alþjóðlegs samstarfs í geimvísindum. Sovézka fréttastofan Tass sagði frá geimförinni og iendingunni um miðjan dag í gær. í Bandaríkjunum ríkir mikil ánægja með þessa för og hafa borizt margar heillaóskir til bandarísku stjórnarinnar vegna þessa afreks. RÍKISSTJÓRN Framhald af 16. síðu. víxla. ^ Guðmundur í. Guðmundsson varð fyrst utanríkisráðherra í ráðuneyti Hermanns Jónas- sonar, sem skipað var 24. júlí 1956. og hefur verið utan ríkisráðherra óslitið síðan, næst í ráðuneyti Emils Jóns- sonar frá 23. des. 1958, þá einnig fjármalaráðherra, síðan í ráðuneyti Ólafs Thors frá 20. nóv. 1959, og nú .síðast í ráðu- neyti dr. Bjarna Benediktsson- ar frá 14. nóv 1963. Guðmundur fæddist 17. júlí árið 1909 i Hafnarfirði og er því fimmtíu og sex ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Magnússon, skipstjóri i Hafnarfirði, og Margrét Guðmundsdóttir. Hann var fyrst kjörinn á þing (landskjörinn) árið 1942 og skipaður sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæj- arfógeti í Hafnarfirði frá 1. júní 1945. Komið er á daginn, sem Tím inn skýrði frá fyrir skömmu, að Eggert G. Þorsteinsson hef- ur orðið fyrtr vaiinu af hálfu Alþýðuflokksins, þegar kom til kasta flokksins að velja nýjan ráðherra. Nokkrar um- ræður munu hafa orðið um það meðal ráðamanna Alþýðu flokksins, hvort ekki væri hent ugra, að Emil hefði áfram með sjávarútvegsmál að gera. Það varð þó níðurstaðan, að sjáva~ útvegs- og félagsmál voru lát- n haldast að áfram, og tekur Eggert G. Þorsteinsson við emb ætti sjávarútvegs- og félags- málaráðherra formlega á mið- vikudag. Eggert G. Þorsteinsson er fæddur 6. júlí árið 1925 í Keflavík og er því fertugur að aldri. Hann er sonur hjónanna Þorsteins Eggertssonar, skip- stjóra, og Margrétar Guðna- dóttur. Hann lauk sveinsprófi í múrsmíði árið 1947, og vann sem múrari til ársins 1953. Það ár tók hann sæti á Al- þingi. Hann hefur átt sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins frá árinu 1948. Formaður húsnæð- ismálastjórnar hefur Eggert verið frá árinu 1960. Eggert G. Þorsteinsson er yngstur ráðherra í ráðuneyti dr. Bjarna Benediktssonar. NÁMSKEIÐ Vramhalö ai i siðu ræma hljóðfæraskipan lúðrasveii- anna. Undirbúning stjórnendanár’ skeiðsins annast stjórn SÍL, ri hana skipa Halldór Einarsso- formaður, Karl Guðjónsson og E’ ríkur Jóhannesson, og auk hen ar þeir Guðmundur Norðdahl og Björn Guðjónsson. HEYSKAPUR Framhald af 2. síðu en mjög margir hafa lokið öllum heyskap. Vegna hinna hagstæðu heyskapartíðar í sumar hefur óvenju mörgum .hér í sveit gef- izt kostur á að taka sér frí í nokkra daga og skreppa kynn- isferðir í önnur héruð. Síðast lið- inn miðvikudag efndi Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps til berja- ferðar, sem þótti vel hafa tekizt, og í gær efndi Búnaðarfélag Gaui- verjabæjarhrepps til skemmtiferð ar austur í sveitir, og var lengst ekið austur fyrir Vík í Mýrdat Fararstjóri var hinn kunni húmor isti Óskar Jónsson frá Vík. Þrjátói og sjö húsfreyjur, bændur oo bændaefni tóku þátt í för þessr ■ sem var mjög vel heppnuð Fo stöðukona kvefélagsins er Marg Ólafsdóttir húsfreyja í Hamarsh leigu en formaður Búnaðarfétag ins er Guðjón Sigurðsson bó-; í Gaulverjabæ. ATHUGASEMD Framhald af 2. síðu og ekki er hægt að tryggja fyrir, vegna þess að ekkert trygginga- félag hefur séð sér það fært enn. vegna þess hvað það er óviss lið- ur. Þá má nefna þá áhættu sem fylgir því að hafa fólk í vinnu vegna slysa, sem hver ábyrgur at- vinnurekandi tryggir fyrir, með hinni svokölluðu Ábyrgðartrygg- ingu, sem er mjög dýr trygging, enda algengir stórir fébótadómar ef slys verður. Ennfremur á hluti af álagningunni að bera uppi fag- lega áhættu, sem hver meistari tek ur á sig, sem rekur iðnaðarvinnu Einnig á álagið að bera uppi skrifstofukostnað, sem vex með ári hverju vegna aðgerða löggjaf- ans í sambandi við skýrslugerðir og innheimtur skatta fyrir ríki og bæjar eða sveitarfélög, sem vinnu- veitandi er ábyrgur fyrir. Einnig þarf að greiða vexti af rekstrarfé, og bera uppi ýmsan kostnað sem óhjákvæmilegur er til að geta rekið atvinnu. Með þökk fyrir birtinguna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.