Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 9
MtlBJUDAGTrR 31. ágúst 1965
TÍMINN
GUNNAR BERGMANN SKRIFAR FRÁ EDINBORG
MYNDIN
AF_____
MARLENE
Það telst ekfci til tíðinda að
rigni iiér í Edinborg, og má
eins búast við því á tyllidög-
um sem öðrum tímum árs, veð-
urguðimir bafa iðulega kært
sig kollótta um það, hvort há-
tíð stendur hér fyrir dyrum
eður ei. En að þessu sinni litu
þeir á náð niður til borgarbúa
og tugþúsunda gesta í þann
mund sem 19. Edinborgarhátíð-
inni var hleypt af stokkunum,
hinni síðustu sem jarbnn af
Harewood ber veg og vanda af.
Þessi frjálslyndi og listfengi
maður, sem er systrungur Elísa
betar Bretadrottningar, var for
stjóri óperunnar í Covent Gard
en í London áður en hann
réðst hingað sem forstjóri Edin
borgarhátíðarinnar fyrir fimm
árum og hefiur síðan verið á
þeytingi umhverfis hnöttinn
allan ársins hring að skoða sig
um og leita uppi iistafólk og
tryggja að það legði skerf til
þessarar fjölbreyttustu alþjóð-
legu listahátíðar heims. Hann
tók við þessari stöðu með því
skilyrði, að hér yrði hið bráð-
asta byggt óperuhús, sem borg-
inni og listahátíðinni væri sam-
boðið, en lávarðurinn hefur átt
við ramman reip að draga í
því máli, ekkert bólar á óperu-
höllinni, lávarðurinn hefur sagt
af sér og stendur uppi atvinnu-
laus í hátíðarlok. að því er
hann sjálfur segir.
Skemmtikraftarnir á hatið-
inni koma ekki tii borgarinn-
ar samtímis eða um leið og
fyrstu flugeldunum er skotið
úr Edinborgarkastala, heldur er
þetta listafólk að koma og fara
allar þrjár vikurnar, sem hátíð-
in stendur, og halda þó sumir
kyrru fyrir og leggja stöðugt
af mörtoum til að hafa ofen
fyrir gestum allan tímann, og
komast margir í vanda við að
velja og hafna, því enginn get-
ur korniið því við sð njóta
reyksins af réttunum hvað þá
alls þess, sem á boðstólum er,
og er ýmist að ekki endist
tími eða færri komast að en
vilja, þegar aðeins gefst kostur
á einni sýningu eða fáum.
Einn af fyrstu skemmtikróft-
um, sem héldu innreið síua á
leiksvið borgarinnar, var hin
eina sanna og óviðjafnanlega
Marlene Dietrich. Ekki var hún
fyrr stigin út úr flugvélinni á
T urnhouse-flugvelli en hún fór
að keppa við sólina, og er
þetta í annað sinn sem hún
kemur hingað með eigin hijöm-
sveit og fríðu föruneyti til að
láta ljós sitt skína, og hún
trúði blaðamönnum fyrir þvi,
að hún væri haría fegin að
vera komin aftur, fáar l)orgir
gleddu augað meira en Edin-
borg, og Skotar væru lika svo
sannarlega hennar menn. Aft-
ur á móti dró ský fyrir sólu
á andlit þessarar eilífu ung-
frúar um leið og hún opnaði
hina myndskreyttu hátíðarskrá
og sá myndina af sér, sem
þar var prentuð og >lli mikl-
um áhyggjum hjá ungfrúnni,
vinum hennar og vandamönn-
um og spannst af mi'kið orða-
skak og málþóf.
Myndin var tekin hér í fyrra
af Marlene í essinu sínu á leik-
sviðinu í Lyceum Theatre, þar
sem hún brosir sínu 1 líðasta
brosi, klædd gullglitranii að-
skomum kjól, hendandi fingfa
kossum fram salinn. En svo
slysalega hefur tekizt tii, að
myndin nær ekki frá hvirfli tíl
ilja, heldur aðeins að hnjám,
og þar af leiðandi sér ekki
móta fyrir einu stærsta stolti
þessarar sextugu yngismeyjar
— hinum frægu fótleggjum.
Og hvílík móðgun við Marlene
að láta þessa mynd á þrykk út
ganga.
Einkaritari hennar, svo og
lögfræðingur áttu því vissulega
dálítið vantalað við hátíðaryfir
völdin strax og ungfrúin sá
þessa ósmekHegu mynd og iét
brúnir síga. Þeir heimtuðu,
að upplag hátíðaskrárinnar yrði
gert upptækt og myndin af
Marlene innan á kápu skrár-
innar eyðilögð. Harewood lá-
varður lýsti þegar yfir hryggð
sinni og samúð út af þessum
mistökum, en kvað lífsins
ómögúlegt að gera neitt í mál-
inu, því að búið væri að selja
og dreifa bókinni í tugþúsunda
tali út um allar trissur. Þá
höfðu Marlenarmenn við orð að
koma fram hefndum, lögfræð-
ingur hótaði málsókn og stóð
í þessu stappi lengi dags. En
það varð að taka einhvem
enda svo ekki gengi allt úr
skorðum. Og þegar Marlene
bráðnaði loks fyrir brosi lá-
varðsins, tók rögg á sig til að
gleyma þessu og var aftur kom-
in í hátíðarskap, rann lögfræð-
ingurinn á rassinn með mála-
ferlin og allt látið kyrrt liggja
að sinni, því Marlene yrði að
fá góða hvíld og nægan tíma
til að skrýðast og vera í fínu
formi fyrir síðkvöldssýninguna
á sviðinu í Lyceum-leikhúsánu,
þar sem hún átti fyrir hönd-
um næstu sjö kvöldin að heilla
þúsundir áhorfenda svo ræki-
lega. að þeir sæju ekki sólina
fyrir henni, er dagur ryimi,
og mættu ekki um anmað hugs
en „Lili Marlene.“
Þetta er myndin af Marlene Dietrich innan á kápu hátfðarskrár-
innar, sú sem olli mtklum áhyggjum og úlfaþyt, þegar ungfrúin
kom til Edinborgar og sá þessi ósköpl
J
sem var á yngri árum eða síðar
á lífsleiðinni.
Hann hefir lengi verið þjóð
kunnur maður fyrst og fremst sem
bóndi á hinu sögufræga höfuð
bóli Narfeyri við Álftafjörð, sem
hann hefir setið með prýði og
til eftirbreytni, en í öðru lagi
og jafnframt fyrir mörg og fjöl
þætt ábyrgðarstörf í þágu sveit
ar sinnar og sýslu um áratugi. Þó
mun stærðfræðivísindi hans hafa
vakið mesta eftirtekt og aðdáun
á honum, einkum í hópi þeirra
manna er í fjariægð bjuggu, en
þau höfðu tekið hug lians fang
inn á unga aldri og voru hugljúf
viðfangsefni hans ævina alla. Þátt
taka hans í þessum fræðum var
undrunarefní margra þeirra er
lengst hafa náð í þeim vísindum
og kannað hafa mest völundar
hús hinnar æðri stærðfræði hvort
heldur Þeir voru samlandar hans
eða eriendir menn. Á seinustu
árum naut Vilhjálmur nokkurrar
viðurkenningar ríkisins með fjár
veitíngu úr ríkissjóði. Afrek hans
á sviði stærðfræðinnar hefir vakið
enn meiri eftirtekt og undrun
vegna þess að hann var alla ævi
önnum kafinn við heimilísstörfin
og það sem atvinnugrein hans —
búskapurinn krafðist. Vilhjálmur
sameinaði á undraverðan hátt að
vera bóndi og vísindamaður.
Foreldrar Vilhjálms, þau Mál
fríður Hauksdóttir og Ögmundur
Hjartarson bjuggu lengi í Vífilsdal
í Hörðudal og hjá þeim er hann
alinn upp og með þeim dvaldi
hann mest alla ævina og þau síð
an á vegum hans er ævi þeirra
hallaði og hann var tekinn við
heimilisforstöðu. Vífilsdalsheimíl
ið var eitt hið mesta myndar- og
þrífaheimili og aðlaðandi, svo
bezt getur orðið. Minnist ég Þess
frá hinu eina skipti er ég kom
þangað ásamt fleirum, sem gest-
ur. Var þetta síðla dags í ágúst
mánuði og vissi enginn á heimil
inu fyrirfram mn komu okkar.
Þar var hinnn bezti beini veittur
og ágæt gisting um nóttina sem
í hönd fór. Mótíökurnar voru hin
ar ákjósanlegustu. Mótaðar af al
úð og hlýleika. Eg dáist enn að
allri umgengi á bænum, bæði ínn
an húss og utan, allt var í röð og
reglu hvar sem litið var og bar
vott um hugkvæmni og þrifnað.
Var þetta ánægjuleg kynning og
ómetanleg er enn var bætt upp
með ágætri fylgd daginn eftir suð
ur yfir Sópandaskarð og um
Langavatnsdal á leið til Borgar
fjarðar.
Vilhjálmur stundaði nám í Verzl
unarskóla íslands veturna 1912—
13 og 1913—14. Hann var rúmra
15 ára gamall er hann hóf nám
og lauk þaðan ágætu prófi við
burtför. Hlaut næsthæsta einkunn
sem veitt var það vor. í mörgum
námsgreinum fékk hann fimm og
tvo þriðju og sex en það var
hæsta einkunn sem veitt var
á þeim árum í skólanum. Náms-
feriU hans var glæsilegur, enda
fór saman mikil ástundun og ágæt
ir hæfileikar.
Líklegt er að Vilhjálmur hafi
leitað náms í Verzlunarskólanum
vegna hinna almennu fræðigreina
fyrst og fremst, en hafi ekki ætlað
sér skrifstofustörf eða verzlunar
að æviatvinnu. Að vísu tókst hann
á hendur um stundarsakir starf
á skrifstofu að loknu námi, en
hvarf fljótlega frá Því og tíl land
búnaðarstarfa á heimili foreldra
sinna í Vífilsdal vestur, fyrst um
sinn.
Laust eftír þrítugt festi Vil-
hjálmur ráð sitt og kvæntist Láru
Vigfúsdóttur frá Brokey, góðri
konu og honum samhentri, og
um líkt leytt hófu þau búskap
á Narfeyri og hafa þau búið þar
síðan. Hefir þetta kunna höfuð
ból frá liðnum tímum, notið starfs
orku þeirra og forsjár í meira en
þrjá áratugi. Voru þau hjón bæði
verðug þess að fá góða jörð og
sogufræga til að helga krafta
sína og gera Þann garð enn fræg
an í þjóðarsögunni.
Með störfum sínum þar hafa
Framhald á bls. 14
i