Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1965
TÍMINN
7
MINNING
Vilhjálmur Ögmundsson
frá NarfeyL
F. 4.1. ‘97 — D. 24.8. *e5.
Vilhjálmur Ögmundsson var
meSalmaðör á velli, hæguT í fasi
og yfirlætislaus. Hann ól nær all
an aldur sinn á tveimur jörðum
við Breiðafjörð irman- og sunnan-
verðan, var bóndasonur og síðar
sjálfur góður bóndi, kunni vel
og skipulega til verka, var glögg
ur á tæki og tækni, athugull á nátt
úruna. Hann gegndi mörgum störf
um í almennings þágu, var m. a.
hreppsnefndaroddvití, sýslunefnd
armaður og endurskoðandi kaupfé
lags. En jafnframt var hann einn
helzti stærðfræðingur þessa lands.
Vilhjálmur fæddist að Fremra-
Vífilsdal í Hörðúdal 4. janúar 1897,
en þar bjuggu í nær 40 ár for
eldrar hans, Ögmundur Hjartar
son og Guðbjörg Málfríður Hans-
dóttir. Merkur maður, lengi kunn
ugur þeim hjónum, hefur lýst fyr
ir mér þeim og heímilinu í
Fremra-Vífi'sdal. H'afi þangað ver
ið sérstaklega ánægjulegt að koma.
Ögmundur var mikill vexti, fullur
fjörs og glaðværðar, skemmtileg
ur frásögumaður. Málfríður —
hún var vanalega nefnd síðara
nafni sínu — var frekar smávax
in, fríð, hæglát, nærgætin og
mild. Faðir Ögmundar var Hjört
ur bóndí á Ósi á Skógarströnd,
síðar í Öxney, Ögmundsson í Geit
areyjum, Guðmundssonar prests á
Staðastað, Jónssonar. Guðmundur
þótti hinn merkasti maður og
ritaði margt. Meðal þess, sem á
prent kom, var Sumargjöf, vinsælt
rit, og Safn af íslenzkum orðs-
kviðum. Kona Hjartar á Ósi var
Ragnheiður Vigfúsdóttir Reyk-
dals prests, en Vigfús var niðji
Finns Jónssonar Skálholtsbiskups
og einnig kominn út af öðrum
syni síra Jóns Halldórssonar í Hít
ardal, hins mikla fræðimanns. Mál
fríður móðir Vilhjálms var Hans
dóttir frá Jörfa í Kolbeinsstaða-
hreppi, Jósefssonar á Valshamri,
Jónssonar prests Hjaltalíns, er
síðast var á Breiðabóisstað á Skóg
arströnd, en hann þótti gáfumað
ur mikill og var þekkt skáld á
sinni tíð.
Foreldrar Vilhjálms náðu bæði
háum aldri, og þó einkum Málfríð
ur, sem varð nær 102 ára. Undr
uðust menn skýrleik hennar, er
útvarpað var viðtali við hana á
aldarafmælínu. Auk Vilhjálms
áttu þau hjón einn son, Hjort
hreppstjóra og bónda á Álfatröð
um í Hörðudal. Búskapur í Fremra
Vífilsdal var góður og með sér
stökum hirðubrag.
Vilhjálmur var tvo vetur við
nám í Verzlunarskóla íslands og
lauk þaðan mjög góðu prófi 1914.
Var hann mjög svo jafnvígur á
allar greinar, en prófgreinar eru
taldar þessar: íslenzka, enska,
reikningur. álagsreikningur, „kon
tó':úrant“. verzlunarlöggjöf,
danska, viðskiptafræði, þýzka, bók
friTda skrift, frágangur bók-
færslu. vélritun. Hefur þetta
nám verið gagnlegt að mörgu,
þótt menn legðu síðar iyrir sig
arnað en verzlunarstörf, eins og
varð um ófáa nemendur. Næsta
ve ur vann Vilhjálmur við skrif
stofustörf i Reykjavík hjá Th.
Thorsteinsson, sem þá var um
svifamikill i verzlun og útgerð.
Löngun hans hafði staðið til
menntaskólanáms, er ekki gat orð
ið af. Ef til vill til að bæta sér
það ofurlítið upp, fékk hann sér
nú tíma í frönsku, 30 alls, hjá
Thoru Friðriksson. Það nám átti
eftír að nýtast honum vel. En
ekki hafði hann nú hug á að
leggja fyrir sig verzlunarstörf, en
hélt heim og vann að búi foreldra
sinna. ,
Vilhjálmur kvæntist 1929 Láru
Vigfúsdóttur úr Brokey, Jónssonar.
Hjaltalíns. Höfðu forfeður hennar
í nokkra liðu búið í Brokey, og
enn halda bræður hennar þar uppi
byggð. Þau bjuggu árið 1929—30
í sambýli við foreldra Vilhjálms
í Fremra-Vífilsdal, en fluttu
ásamt þeim 1930 að Narfeyri á
Skógarströnd. Bjuggu Vilhjálmur
og Lára síðan til æviloka hans á
þessu forna höfuðbóli. Þau eign
uðust þrjú börn, Hreiðar, sem unn
ið hefur við búskap á Narfeyri með
foreldrum sínum, Huldu gifta í
Reykjavík, og Reyni, er í vetur
gerir hlé á eðlisfræðinámi til að
kenna stærðfræði og eðlisfræði við
Menntaskólann á Akureyri og
leysa þannig vanda síns gamla
skóla, en nú eru torfengnir menn
til slíkra starfa.
Meðal margs. sem stórþjóðir
hafa getað talið sér til ágætis, en
íslendingum verið varnað, er
skipuleg rækt vísinda. En í þess
stað hefur Það verið tiltölulega
tíðara hér, að alþýðumenn öfluðu
sér mikillar kunnáttu á einhverju
sviði. Ef til vill er þetta hverf
andi fyrirbrigði úr „veröld sem
var“. En það hefur verið mikils
vert fyrir andlega sæmd þjóðar
innar.
Til þessa dags eru þeír íslend
ingar ekki margir, sem lagt hafa
stund á hærri stærðfræði. Ýmsum
myndi nú, er Vilhjálmur Ögmunds
son er allur. þykja fróðlegt að
vita, hvernig það mátti verða, að
hann komst í þann hóp Þannig
að hann ekki aðeins gat tíleink
að sér torsótta þekkingu, heldur
og tókst að hugsa og vinna sem
sjálfstæður vísindamaður. Því
miður get ég ekki leyst úr þessu.
Að vísu bar fundum okkar saman
alloft samtals undanfarin
tuttugu ár, en hann ræddi ekki
um sjálfan sig ótilkvaddur, og
ég spurði of fás, enda ekki þá
eftirmæli í hug. En hvað sem líð
ur kenningum um mátt umhverf
isins, virðist, að hér hafi eðlið
hlotið að ráða mestu.
Til gamans má geta þess, að
síra Guðmundur á Staðarstað skrif
aði um reikning í Ármann á al-
þingi, og til eru eftir hann ó-
prentaðar ,,Reglur um kúbíkmál“.
En hæpið er að ætla að rekja
stærðfræðigáfu um marga ættliðu,
þannig að hún yfirgnæfi aðra
hæfileika. Og sjálfur hafði Vil
hjálmur fjölþætta hæfileika, en
stærðfræðitaugin hefur verið
sterkust.
Vilhjálmur lcomst allsnemma í
kynni við dr. Ólaf Daníelsson,
sem getur lians í formála Horna
fræði sinnar 1922: „Ennfremur
hef ég í lok bókarinnar sett nokkr
ar reglur um ferhyrninga. Naut
ég þar góðra bendinga frá Vil-
hjálmi Ögmundssyni, ungum
bóndasyni vestur í Dölum “
Líklega hefur Vilhjálmur leít
að einhverra ráða hjá Ólafi, en
annars má segja, að Það yrði hlut
skipti hans alla tíð að leiða sjálf
ur sjálfan sig. Við hinir, sem höfð
um námsaðstöðuna framyfir, viss
um oftast mun minna og höfðum
ávallt hugsað miklu minna í þeim
efnum, sem hann fékkst mest við.
í stærðfræði er gjarna notað all
bundið orðalag. Vilhjálmur varð
f því efni oft að skapa sinn stíl
sjálfur eða líkja eftir bókum, þar
sem framsetning var önnur en
nú er venjulegast, og jók þetta
nokkuð bilið. Yfir það bil kom-
ust betur hinir yngrí menn úr
okkar hópi. Voru,'bæði Bjami
Jónsson, nú prófessor í Minneapol
is í Bandaríkjunum, og dr. Hall
dór Elíasson honum hjálplegir við
að færa ritgerðir til meira nú-
tímasvips.
Hann gat lesíð stærðfræðirit
á Norðurlandamálum, ensku,
þýzku og frönsku og gat samið
ritgerðir á ensku þannig að ekki
þurfti mikið um málið að bæta.
Þótt hann eignaðist snemma
nokkuð af bókum um stærðfræði,
hefur bókakostur hans ekki verið
mikilil og stundum erfiður í notk
un. Þannig gat hent, að hann vant
aði byrjendabók í grein, sem
hann vildi fara að fást við, en
átti aðra ætlaða mönnum með
undirbúning margra ára. En Vil
hjálmur lét ekki erfiðið aftra
sér og réð ótrúlega vel við það.
Eg varð Þess var, að á síðari ár-
um dró hann að sér talsvert af
bókum að kaupi og láni.
Enn má spyrja, hvernig hann
fékk tíma til að sinna stærðfræð
inni samfara miklum störfum öðr
um. Sú vinna hans fór svo mjög
fram I hugskoti sjálfs hans, að
hann flutti verkefnið með sér
og gat tekið til þess, hvenær sem
tímí gafst, jafnvel þótt verið
væri við annað verk, sem ekki
krafðist einbeitingar. Það skild
ist mér líka, að oft hefði síðara
hluta nætur verið varið til slíkrar
hugarvinnu, og raunar stundum
eínnig fyrra hlutanum, þegar
honum var mest í hug. Menn kann
ast við sömu sögu af öðrum ís-
lenzkum bónda, er að vísu var
ekki að skapa stærðfræðisetning
ar, heldur að yrkja kvæði í ann-
arri heimsálfu. Og sú saga mun
geta átt við fleiri.
Þær stærðfræðigreinar, sem
Vilhjálmur komst lengst í að
minní ætlan, voru algebra, stund
um kölluð merkjamálsfræði, og
talnafræði. Hann fékkst að vísu
við margt fleira, þar á meðal hina
sérstæðu afstæðiskenningu Ein
steins. í algebru hafa menn bund
ið 1 örfá einföld lögmál þ. e.
tjáð með örfáum einföldum tákn
um, margvíslega reynslu aldanna,
skynjaða og hugsaða. Dæmi þess
ara lögmála er það, að tveir sinn
um þrír séu sama og þrír sinnum
tveir. Táknin spara vinnu, Það
er hægara að skrifa a eða x en
t. d. 1965 eða 3,1416; en þau gera
miklu meira: með þeirra hjálp fá
málsmeðferð og niðurstöður ,,al-
mennt gildi“. Þá þarf ekki að
spyrja, fyrir hvað a eða x standi,
jafnvel þarf það ekkí að vera tala.
Sama lögmálið getur átt við ólíka
hluti eða hugtök.
Á 18. öld var það sýnt og sann
að, að frumreglur þær, sem gilda
um reikning með tölum, má heim
færa á „talnafélög“ með 2 tölum
í, svokallaðar „komplexar tölur“
— hér vantar enn íslenzkt lýsing
arorð. Til þessa þurfti aðeins að
skilgreina samlagningu og marg
földun skynsamlega, frádráttur og
deiling fylgja þá með. Vil-
hjálmur kunni á „komplexar töl
ur‘ ‘og spurði nú sjálfan sig, hvort
ekki mætti heimfæra sams konar
frumreglur á talnafélög með fleiri
en 2 tölum, t. d. með 3 og 4, eða
almennt „með n tölum". eins og
það er orðað. Hann fann, að
þetta var hægt fyrir sum gildi á
n, en ekki önnur, og þó aðeins
með því að sleppa nú þeírri kröfu,
sem svara myndi til þess, að
tveir sinnum þrír sé jafnt og
þrír sinnum tveir. Hann fann
réikningsreglur um pessi nýju
talnaféíög og notaði Þessa að-
ferð sína m- a- við flatarmálsfræði,
og mér sýnist sennilegast, að
hann hafi verið búinn að finna
hana fyrir 1922 og leitt út með
henni setningar þær, sem Ólafur
Daníelsson nefnir.
Þetta var mikið afrek. En lík-
lega hefur Vilhjálmur ekki sýnt
neinum þetta verk sitt fyrr en
löngu síðar. Og þá var hann bú
inn að komast að því, að aðrir
höfðu verið á sömu slóð á undan
honum og komizt að sömu níður
stöðum í meginatriðum. Við sam
anburð kom það þó í ljós, að út
leiðsla Vilhjálms var einfaldari en
annarra og hélt því gildi, þótt
sjálf niðurstaðan verði í bókum
ekki tengd nafni hans. Grein um
þetta efni birti hann í Nordisk
matematisk tidskrift 1959 undir
fyrirsögninni „MultipKcation in
n dimensions*. Talnafræði er hér
notað sem Þýðing þýzka orðsiiís
„Zahlentheorie". Hún fjallar sér
í lagi um heilar tölur og jöfnur
um þær. Upphaf hennar er í
fornöld, en á síðari tímum hafa
margir míklir stærfræðingar glímt
við gátur hennar, sem oft sýnast
einfaldar, en reynast ótrúlega erf-
iðar. Nú er í prentun í Nordisk
matematisk tidskrift grein eftir
Vilhjálm um slíkt efni.
Á sextugasta afmælisdegi Ólafs
Daníelssonar, 31. okt. 1947, var
„íslenzka stærðfræðafélagið“ stofn
að af nokkrum mönnum, er feng
izt höfðu við stærðfræði í veru
legum mæli, að vísu oftar sem
hjálpargrein með öðru aðalnámi.
Vilhjálmi var fáum árum síðar
boðin þátttaka, og var hann þar
félagsmaður upp frá því. Erindi
flutti hann þar, en gat annars að
sjálfsögðu lítið sótt fundi, en hélt
góðum kunningsskap við félags-
menn.
Vilhjálmur naut lengst af einsk
is opinbers styrks- En á fjárlög
um 1957 var honum veitt dálítil
upphæð, og hélzt sá styrkur sið
an og var aukinn nokkuð að
verðmæti. Þótt hann væri farsæll
bóndi, hefur hann ekki haft mikil
fjárráð, og ef til vill hefur hann
munað dálítið um þetta. En lík
lega var honum viðurkenningin
lífca nokkurs virði. Veiting þessi
fór fram án hans vitundar, og nú
voru mönnum að verða Ijósari
verðleikar hans.
Vilhjálmur kenndi sér óhægðar
fyrir fáum mánuðum, og þrótt
leysi sótti á hann smám saman.
í sl. mánuði tók hann farald
ur, hinn sama, er nokkru síðar
varð móður hans að aldurtila.
Þyngdist nú sjúkleiki hans, og
var hann fluttur í Landspítalann,
Þar sem hans beið þriggja vikna
lega, en bata var efcki unnt að
veita. í legunni var hann æðru
laus, en við mig minntist hann þó
á það, að gjarna hefði hann vilj
að geta lokið stærfræðiritgerð,
sem hann hafði þegar hugsað efn
ið í að miklu leyti. Og með nokkru
lengri lífdögum hefði það vel
mátt verða, því að skarpleiki og
áhugi höfðu staðizt aldurinn vel,
þótt hann bæri ytri merki um
strit bóndans. Ekki var hann að
hugsa um lof né frægð, en hann
taldi sig skulda þjóðinni þetta.
,En nú voru' hinum snjalla huga
boðuð verkalok. Vilhjálmur lézt
í Landspítalanum að morgni hins
24. þ. m. í dag fer fram útför
hans frá Narfeyrarkirkju.
Leifur Ásgeirsson.
í dag er til moldar borinn Vil-
hjálmur Ögmundsson, bóndi að
Narfeyri í Snæfellsnessýslu. Hann
var fæddur 4. jan. 1897 að Fremii
Vífilsdal í Dalasýslu, og voru for
eldrar hans hjónin Málfríður
Hansdóttir og Ögmundur Hjartar
son. Þau voru ættuð úr Snæfells
ness og Hnappadalsssýslu.
Vilhjálmur ólst upp í foreldra
húsum Hann fór til náms i verzl-
unarskóla íslands, og gat sér
þar ágætan orðstir. Hann þótti
afbragðsgóður námsmaður ,v, þé
sérstaklega í stærðfræði Að ná>,
loknu vann hann við verzluriar
störf í Reykjavík en sveitin att
hagarnir og æskuvinirnir áttu hue
hans allan, og fór hann þvi heim
og vann að búi foreldra sinna
samhliða því, sem margvísleg fé-