Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 12
^2 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. ágú&t 1965 Verða þelr íslandsmelstarar? Þarna eru þeir Matthías, Bogi, RíkharSur^ Helgi Dan., Helgi Hannesson og lén Leósson. Efttr sigur gegn Akureyri á laugardaginn 2:0 eru SKAGA- MENN KOMNIR A TOPPIINN Bæði Akureyri og Keflavík eru nú úr leik, en KR hefur enn þá möguleika, þótt litlir séu. Alf—Reykjavík. — Akureyringar voru engin hindrun á sig- urbraut Skagamanna s.l. laugardag, |>egar lið þeirra mætt- ust í hávaða-roki á grasvellinum við Langasand. Skagamenn ureyrar-liðið saknaði fyrirliða síns, Jóns Stefánssonar, en hann meiddist í síðasta leik. f Akranes liðið vantaði Jón Leósson. unnu leikinn 2:0, og þýðir sá sigur, að bæði Keflavík, ís- landsmeistari frá í fyrra, og Akureyri eru úr leik í kapp- hlaupinu um íslandsbikarinn. Virðist nú fátt geta hindrað, að hann hafni á Skaganum, en KR er eina liðið, sem hefur * möguleika til að sigra fyrir utan Akranes. Akranes er nú f byrjun síðari hálfleiks gerð ust Akureyringar nokkuð ágeng- ir við Akraness-markið, og á 3. mín. átti Kári Árnason hörkuskot sem smaug rétt fyrir ofan slá. Og áfram sóttu norðanmenn fyrstu 10 mínúturnar, en án á- rangurs. í efsta sæti með 13 stig, en KR í öðru með 12 stig. En til þess, að KR hreppi bikar inn, þarf KR aS sigra Keflavík og Keflavfk að sigra Akranes. Sigri hins vegar Keflvíkingar KR, eru Skagamenn orðnir íslandsmeistar ar án tillits til þess, hvernig við- ureign þeirra við Keflavik lykt- ar. Sólin skein glatt á Skaiga með- STAÐAN Eftir leik Akraness og Akur eyrar á laugardaginn, er stað an í 1. deild þessi: Akraness 9 6 13 23:14 13 KR 9 5 2 2 20:12 12 Akureyri 10 5 1 4 14:19 11 atn leikurinn á laugardaginn fór fram en það var hávaðarok af norðri og spillti það leiknum, enda þurfti að fara margar ferðir eft- ir knettinum, sem gerðist tíðför- ull niður á Langasand. Fyrri hálf- leikur var tíðindalaus. og var ekk ert mark skorað, en liðin voru injög jöfn. Þess má geta, að Ak- Keflavík 8 3 2 3 13:11 8 Valur 10 3 1 6 19:24 7 Fram ' 10 2 1 7 10:19 5 Tveimur leikjum er nú ólok ið í 1. deild, leikjum Keflavík ur gegn KR og Akranesi, en þeir verða leiknir í Reykjavík og á Akranesi- Eins og sést á töflunnL hafa nú aðeins tvö lið möguleika til sigurs, Akranes sem stendur langbezt að vígL og KR. En á 10. minútunni skeði atvik sem bráut Akureyrar-liðið gersam- lega niður, en gaf Skagamönnum byr undir báða vængi. Horn- spyrna var tekin frá vinstri við Akureyrar-markið, og knötturinn sveif ósköp sakleysislega fyrir markið, þar sem Jón Friðriksson, miðvörður Akureyrar, og lands- iiðsmaðu^inn Magnús Jónatatns- son, virtust hafa liann, en þá skeði óhappið, því Jón krafsaði til knattarins — og bein afleið- ing var dómur Magnúsar Péturs sonar, vítaspyma. Skúli Hákon- arsoin framkvæmdi vítaspymuna og skaut föstu skoti, sem stefndi í horn, en hinn eldsnö-ggi mark- vörður Akureyrar, Einar Helga- son, fleygði sér eins og tígrisdýr út í hornið og varði. Fylgjendur Akureyrar, sem voru margir, fögnuðu — en sagan er ekki öll sögð. Einar missti knöttinn frá sér, og Skúli var fljótur að fylgja eftir og þrumaði í netið 1:0. í Á myndlnni hér a5 ofan sjáum viS danska lelkmann inn, Jörn Sörensen (til hægri \ röndótta búningnum) og sést hann gefa fyrlr í leiknum gegn St. Johnstone. Sörensen lelkur í innherjastöðu og tók við af Þórólfi Beck, sem náði sér ekki á strik í fyrstu lelkjunum með Rangers fyrr í þessum mánuði. þetta skiptið fögnuðu fylgjendur Akraness. Akureyrar-liðið var ekki svip- ur hjá sjón eftir þetta mark, en að sama skapi efldust Skagamenn og gerðu hverja hríðina á fætur annarri að marki Akureyrar, Þeir félagar Rikharður Jónsson og Ey- leifur Hafsteinsson voru „lykil- menn“ Akraness, sívinnandi í sókn og vörn og mötuðu meðherja sína óspart. Þrátt fyrir nær linnu lausa sókn tókst Skagamönnum aðeins að bæta einu marki við. Skúli Hákonarson gaf fyrir frá vinstri til Eyleifs, sem stóð á markteig, og Eyleifur skallaði út til Björns Lárussonar, sem skaut viðstöðulaust í markið. 2:0 sigur Skagamanna var verð- skuldaður, enda var baráttuvilji norðanmanna enginn mest allan síðari hálfleik, en það var þá, sem Skagamenn náðu sér á strik. Eins og fyrr segir, spillti rokið leiknum, en þó brá fyrir ágætum samleik í síðari hálfleik hjá Skaga mönnum. Framfarirnar hafa orð ið gífurlegar hjá Akranes-liðinu og óhugsandi að bera saman leik þess nú og s.l. vor. Þessi mikla breyting er einkum Ríkharði og Eyleifi að þakka, því að vegna dugnaðar þeirra er öðrum fram- verðinum kleift að draga sig aft- ur og styrkja vömina. Þá er um miklar framfarir að ræða hjá yngri leikmönnunum, Matthíasi (verðandi landsliðsmanni með sama áframhaldi) og Benedikt. Helgi Dan. í markinu hefur einn ig sett strik í reikninginn og hresst upp á vörnina. í Akureyrar-liðinu var Magnús Jónatansson beztur. Annars var furðulegt, hve liðið datt niður í leiknum. Magnús Pétursson dæmd leik- inn vel, enda er hann augljóslega í mjög góðri æfingu. B-liö KR vann Þór með 2:1 Á laugardaginn var leikinn einn leikur í Bikarkeppni Knattspyrnu sambands fslands. KR-b mætti Þór, Vestmannaeyjum, og fór leik urinn fram á Meiavellinum. Svo fóru leikar, að KR sigraði með 2:1, en í hálfleik var staðan 0:0. Þar riieð eru bæði Vestmannaeyja- liðin fállin út, en sem kunnugt er, sigraði Þróttur Tý-KR-b var vel að sigrinum komið og verður nú spennandi að fylgjast með lið inu, sem gerði garðinn frægan í fyrra með Því að slá Keflvíkinga út. Argentína í úrsSit Argentína hefur tryggt sér sæti í lokakeppni heimsmeistarakeppn innar í knattspymu á næsta ári og er 5. landið, sem það gerir. Hin löndin eru Mexicó, Paraguay, Brasilía, núverandi heimsmeistar ar, og gestgjafarnir, England. í ......- Frábært mílu- hluup K. Keino Fyrsti Afríkaninn sem hleypur „draumamílu7' London 30. 8. NTB. Hinn 25 ára undrahlaupari frá Kenýa, Kipchongo Keino, sem nýlega setti heimsmet í 3000 m. hlaupi, var aðeins 6/10 úr sekúndu frá því að bæta heimsmet Frakk- ans Michel Jazy í einnar mílu hlaupi, þegar hann sigraði á 3:54-2 mín. á móti í White City. Þar með varð hann fyrsti afríkanski hlauparinn, sem hleypur vegalengdina innan við fjórar mínútur — eða „draumamílu“. Fjórir hlauparar hlupu vegalengdina innan við fjórar mín- útur í keppninni og allir settu landsmet. Josef Odlozil, silfur- maðurinn í 1500 m. í Tokíó, setti tékkneskt met 3:55.6 mín., Alan Simpson enskt met 3:55.7 mín. og Jurgen May austur- þýzkt, þegar hafin varð fjórði á 3:56-0 mín. — en May setti nýlega heimsmet í 1000 m hlaupi og Evrópumet í 1500 m. Það var fyrrum heimsmethafi Derek Ibbotson, Englandi, sem hélt uppi liraðanum til að byrja með, en landi Keinos — Wilson Kiprugut tók síðan við. 200 metra frá marki kom Keino með ótrúlegan lokasprctt, sem hinum tókst ekki að svara. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.