Tíminn - 31.08.1965, Blaðsíða 13
MUÐJUDAGUR 31. ágúst 1965
ÍÞRÓTTIR
TÍIV8INM
ÍÞRÓTTIR
13
Þarna sækja Ungverjarnir a3 Keflavíkur-marklnu, en Slgurvin (númer 2)
bjargar með því aS skalla yfir
(Tímamyndir GE)
Tottenham eina iiðið
í 1. deild, sem ekki
hefur enn tapað stigi
Þótt aðeins þrjár umferðir hafi verið leiknar í enskn knattspyrn-
unni eru aðeins fjögur af hinum 92 deildarliðum með alla leikina
unna, öll önnur lið hafa tapað stigi eða stigum. Ekkert sýnir betur
hve jöfn ensku liðin eru, en Þessi fjögur lið eru Tottenham í 1. deild,
sem þó hefur aðeins leikið tvo heimaleiki, Huddersfield í 2. deild
— markata-la 9:0 — Mansfield í 3. deild og Bamsley í 4. deild.
Fremur lítið var um óvænt úr-
slit á laugardaginn, en leikirnir
tóru þannig:
1. deild.
Asíon Villa —Leicester 2-2
Burnley—Arsenal 2-2
Fuliham—Chelsea 0-3
Músin klóraði kött-
inn duglega
Keflvíkingar stóðu sig vel gegn
nngversku meisturunum og töpuðu
aðeins með 3ja marka mun, 1:4.
Aff—Reykjavík. — í indælu ve3ri á Laugardalsvellinum á
stmnudaginn, tókst Keflvíkingum prýðilega upp í músarhlut-
verkinu, er þeir mættu ungversku meisturunum Ferencvaros
í Evrópubikarkeppninni. Um sjö þúsund áhorfendur urSu
vitni aS hetjulegri baráttu þeirra gegn ofureflinu, baráttu,
sem gaf þeim eitt mark, en hins vegar sendu Ungverjarnir
knöttinn 4 sinnum í Keflavíkur-markiS. ÞaS lék aldrei nokk-
ur vafi á, hvor lék hvaS, þ.e. Ferencvaros kSttinn og Kefla-
vík músina, en áhorfendur gátu huggaS sig viS þaS, aS oft-
sinnis tókst músinni aS klóra köttinn duglega — meS því
aS ógna ungverska markinu.
í fyrri hálfleik skoraði Ferenc
varos 3 mörk, það fyrsta á 27.
mínútu en síðari hálfleikur var
jafn, markalega séð, því þá skor
uðu liðin sitt markið hvort. Ung
verjarnir skoruðu 4:0 á 12. mín
útu, þegar Florian Albert, einn
þekktasti miðherji Evrópu, lék
sig laglega gegnum Keflavíkur-
vörnina og sendi knöttinn fram-
hjá Kjartani Sigtryggssyni. mark
verði
Þrátt fyrir mörg tækifæri tókst
Ungverjum ekki að skora fleiri
mörk, en eina mark Keflavikur
jkoraði „bítillinn“ Rúnar Júlíus-
son á 21. mín, þegar honum tókst
að leika á h. bakvörð Ferencvar-
os og skjóta föstu lágskoti. sem
hafnaði í stöng og inn. Þetta
var fallegt mark og vel af sér
vikið hjá Rúnari, en það var ekki
laust við, að Ungverjamir litu
skrýtnum augum á hann vegna
hárvaxtarins.
Síðustu kafla leiksins áttu Kefl
víkingar nokkur opin tækifæri,
sem þeir misnotuðu — en sára-
litlu munaði, að þeim tækist að
skora annað mark á 30. mín, þeg
ar Karl Hermannsson skaut föstu
skoti, sem hafnáði í stöng. Á 43.
mínútu komst svo Jón Jóhanns-
son einn inn fyrir. lék á mark-
vörðinn, en var heldur seinn, því
varnarmaður var kominn í spilið
og náði að bjarga i horn.
Það var eftirvænting meðal á-
horfenda, þegar leikurinn byrjaði.
Ungverjarnir, i grænum peysum
og hvítum buxum (búningiReykja
víkurúrvalsins) höfðu leikið list
ir sínar á vellinum og hitað sig
upp fyrir leikinn. Maður átti
sannarlega von á markaregni í
sólskininu. „Heimsdómarinn“
Davidson frá Skotlandi gaf upp
hafsmerkið, og leikurinn byrjaði.
Ungverjarnir náðu knettinum og
létu hann ganga hratt á milli sín
og fyrsta upphlaupið endaði með
markskoti, sem fór yfir. En ung-
versku leikmennirnir virtust ekki
búa yfir miklum baráttuhug —
og fljótlega tókst Keflvíkingum
að blanda sér i spilið. Og á 8
mínútu bruna Keflvíkingar upp
hægra megin og Jón Jóhannsson
rak endahnútinn með hörkuskoti.
sem fór i stöng og aftur fyrir
Tveimur mínútum síðar komst
Karl Hermannsson í gott færi,
en „kiksaði'* illa. Þarna hefði
Keflavík getað fengið tvö mörk.
Á 21. mínútu fór svo Jón Ólafur,
h. útherji, illa með gott færi,
þegar hann skaut framhjá á stuttu
færi. Ungverska vörnin var furðu
opin.
Ungverjarnir léku mjög vel úti
á vellinum — og alveg upp að
marki, en þar mættu þeir harðri
mótspyrnu, og var eins og þeir
forðuðust að lenda í návígi. Eft-
ir 27 mínútur kom loks fyrsta
markið. Vinstri innherjinn, Nieta
potaði knettinum inn, en áður
hafði Kjartan gert sig sekan um
klaufalegt uppstökk. ísinn var
brotinn og á 39. mínútu kom 2:0.
Hægri útherjinn. Karaba, skaut
frá vítateigslinu föstu skoti, sem
Kjartan náði ekki að verja. Mín-
útu síðar skoraði hægri innherj-
inn, Varga, fallegasta mark leiks
ins með þrumuskoti, sem Kjartan
misreiknaði vegna snúnings á
knettinum. Fleiri urðu mörkin
fyrir hlé ekki. f síðari hálfleik
skoruðu liðin .svo sitt hvort mark
ið. eins og fyrr segir.
í heild var leikurinn skemmti-
legur og kom leikur Keflvíkinga
á óvart. Þeir notuðu þá leikaðferð
að mynda 5 manna varnarvegg
aftast, sem Högni Gunnlaugsson,
fyrirliði, tengdi saman. Fyrir
framan þennan vegg léku svo
Einar Magnússon og Karl Her-
mannsson, en aðalframlínan var
einungis skipuð þremur leikmönn
um, Jóni Jóhannssyni, miðherja,
og útherjunum Jóni Ólafi og Rún
ari, Þessi leikaðferð heppnaðist
vel, svo var dugnaði allra leik-
mannanna fyrir að þakka. Það
.er því erfitt að segja; Hyer hafi
‘vérið beztur, en fer einhverja æíti
að nefna, væru það helzt Högni,
Sigurður Albertsson Rúnar og
Karl.
Ungverska liðið lék mjög
skemmtilega knattspyrnu,, en ein-
hvernveginn fannst manni, að
leikmennirnir hlífðu sér í návígi.
uppi við markið, og kannski þess
vegna náðu þeir ekki að skora
fleiri mörk. Spilið beindist mjög
mikið upp miðjuna og oft var að-
dáunarvert, hvernig þeir gátu leik
ið alveg upp að marki fyrirhafn-
arlaust. Varnarleikur Ferencvaros
var hins vegar furðulegur. því
hann hvíldi mest á þremur leik-
mönnum, sem byggðu mjög mikið
upp á rangstöðutaktik. Bezti mað
ur liðsins var h. innherjinn Varga.
Annars var liðið mjög jafnt, en
lítið bar þó á miðherjanum Al-
bert.
Dómarinn, Davidson, dæmdi vel
og röggsamlega. — Síðari leikur
Keflavíkur og Ferencvaros fer
fram í Búdapest 8. september s.l.
Valbjörn hefur for-
ustu eftir fyrri dag
Valbjörn Þorláksson hefur forystu í tugþrautarkeppninni á Meist-
aramóti fslands í frjálsíþróttum, en tugþrautarkeppnfcn hófst i gær-
kvöldi. Keppendur eru fjórir, Valbjörn, Ólafur Guðmundsson, Kjartan
Guðjónsson og Erlondur Valdimarsson.
Röð keppenda eftir fyrri dag-
inn er þessi:
yalbjörn Þorláksson KR 3551 s.
Ólafur Guðmundss. KR 3464 s-
Kjartan Guðjónsson. ÍR 3396 s.
Erlendur Valdimarss. ÍR 2902 s.
Árangui Valbiarnai i einstök
um greinum var þessi: 100 m hl.
11.1 sek — langstökk 6.67 m —
kúluvarp 12.51 m —hástökk 1.75
m — 400 m hlaup 51.2 sek.
Þess má geta, að árangur Val-
bjarnar eftir fyrri daginn er held-
ur betri en árangurinn í Helsinki
á dögunum. en þá hafði hann hlot
ið 3440 stig eftir t'yrri daginn.
Tugþrautarkeppninni lýkur í
kvöld, en hún hefst ld. 18.
Northampton— Man. Utd. 1-1
Nottm. Forest—W.B.A. 3-2
Sheff. Wed—Newcastle 1-0
Stoke City—Everton 1-1
Sunderland—Sheff Utd. 4-1
West Ham—Leeds Utd. 2-1
Leik Liverpool—Blackbum vax
frestað vegna mænuveikisfarald
ursins í Blackburn.
Meisturunum, Mamoh. Utd., tókst
aðeins að ná jafntefli gegn North
ampton, nýliðunum í deildinni,
sem á fjórum árum hefur unnið
sig upp frá 4. deild. Law lék nú
með United í fyrsta sinn í keppm
inni, en tókst ekki sérlega vel
upp. Conolly skoraði eftir 10
mín. en Hurst jafnaði fyrir North
ampton rétt fyrir leikslok. 70 þús.
punda maðurinn Jimmy Baxter var
í essinu sínu í Sunderland gegn
Sheff. Utd. og skoraði tvö af
mörkunum. Hann er nú talinn
nær öruggur að vinna sæti sitt í
skozka landsliðinu aftur. Eftir
leikina er Nott. Forest efst með 5
stig, en mörg lið hafa fjögur stig.
í 2. deild urðu úrslit þessi:
Bury—Derby County 4-1
Charlton—Ipswich 2-0
Crystal P.— L. Orient 2-1
Huddersf.—Middlesbro 6-0
Manch. City—Bristoi City 2-2
Norwich—Cardiff 3-2
Plymouth—Bolton 1-3
Preston—Birmingham 3-3
Rotherham—Coventry 1-1
Southampton—Portsmoufh 2-2
Wolves—Charlisle 3-0
Huddersfield er efst með sex
stig og lék Middlesbro grátt. en
fyrir leikinn keypti Middlesbro
Rooke frá Sunderland fyrir 20
þúsund pund, en honum gekk illa
sem miðvörður að binda lélega
vörn saman. Southampton og Bolt
on hafa fimm stig.
Efst í 3. deild er Mansfield með
sex stig, Hull, Walsall og Watford
hafa 5 stig. f 4. deild er Barnsley
me ðsex stig, Rochdale, Notts
County. Tranmere og Barrow hafa
5 stig. Hinn kunni útvarpsmaður
Billy Higgs sagði á laugardaginn
i BBC að hann byggist ekki við '
því, að þau lið, sem nú eru efst
i deildunum, yrðu það lengi nema
Mansfield — lið hins kunna Burn
ley-leikmanns, Bobby Cummings.
í bikarkeppni deildaliða tókst
Rangers að hefna fyrir ósigurinn
gegn Hearts í Edinborg og vann
liðið á heimavelli sínum með
eina markinu, sem skorað var
í leiknum, en það skoraði Johns
tone eftir aðeins þrjár mínútur.
Þórólfur Beck lék ekki með —
heldur ekki Jörn Sörenson, sem
sem má ekki taka þátt í þessari
keppni vegna þess að hann lék
með Morton í henni. Framlína
Framhald á bls. 15