Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. júní
íþróttir eru
á síðum
46/47/63/64/65/66
Stórskotaliðsvopn flutt um borð í flutningaskip fyrir innrásina.
Fyrir fjörutíu árum, 6.júní 1944, gekk voldugt innrásarlið Breta og Banda-
ríkjamanna á land í Normandí, brauzt gegnum Atlantshafsmúr Hitlers. Þar
með hófst stríð á nýjum vígstöðvum. Þetta var mesta innrás sögunnar og hún
markaði upphaf endaloka þýzka nazismans.
Dagur innrásarinnar gekk undir
nafninu D-dagur. 1 dag, fjörutíu
árum síðar, er aftur D-dagur í
Frakklandi og afmælisins minnzt
með samkomum, ræðuhöldum og
vígslu minnismerkja. Nú hafa
fyrrverandi mótherjar sætzt og á
sama tíma og hátíð er í Frakk-
landi stunda herskip NATO sam-
eiginlegar æfingar á Atlantshafi.
Allt frá því Þjóðverjar réðust
inn í Sovétríkin hafði Stalín hvatt
til þess að stofnað yrði til nýrra
vígstöðva í Frakklandi. En undir-
búningur árásarinnar á „Evrópu-
virki" Hitlers — Festung Europa —
hófst ekki fyrr en á ráðstefnunni í
Casablanca í janúar 1943. Þá var
ákveðið að koma á fót sameigin-
legu herráði BreU og Bandaríkja-
manna undir forsæti Sir Frede-
rick Morgans hershöfðingja til að
leysa fjölmörg vandamál, sem
fylgdu þessu hrikalega og áhættu-
sama fyrirtæki.
Innrás í Frakkland var ákveðin
á Washington-ráðstefnunni í maí
1943 og afráðið að hún yrði gerð 1.
maí 1944. Þremur mánuðum síðar
lagði Morgan, sem var titlaður
COSSAC (forseti herráðs æðsta
yfirmanns herja Bandamanna),
bráðabirgðaáætlun fyrir ráðstefn-
una í Quebec.
Dwight D. Eisenhower, var
skipaður yfirmaður áætlunarinn-
ar, sem hlaut nafnið „Hernaðarað-
gerð Overlord". Hann var tiltölu-
lega lítt þekktur hershöfðingi, sem
hafði ekki fengið skjótan frama í
bandaríska landhernum og var í
óða önn að þjálfa nýtt herfylki í
Texas. Á aðeins tæpu ári varð
hann yfirhershöfðingi Banda-
manna.
Val hans var snjallræði. Þótt
hann hafi e.t.v. ekki verið mikill
herforingi þjónuðu einhverjir
mikilhæfustu herforingjar Banda-
manna honum með ánægju. Hann
naut almenns trausts og vinsælda
og ávann sér velvild, virðingu og
tryggð hermanna sinna, annarra
herforingja og stjórnmálaleiðtoga,
sem með honum störfuðu.
Mesta framlag hans til sigurs-
ins fólst vafalaust í þeirri hæfni
hans að eyða öllum ríg milli
greina heraflans og þjóðernisfor-
dómum hermanna sinna. Hann
kom á laggirnar öflugum og sam-
stæðum her og undir hans stjórn
varð hann að svo kröftugu vopni
að Þjóðverjar, sem börðust upp á
líf og dauða á austurvígstöðvun-
um, urðu að láta undan síga.
Sir Arthur Tedder yfirflug-
marskálkur var skipaður stað-
gengill Eisenhowers og Walter
Bedell Smith hershöfðingi hélt
áfram starfi herráðsforseta hans.
Sir Frederick Morgan hershöfð-
ingi varð varamaður Smiths. Sir
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Þýzkir skriðdrekahcrmenn.